Morgunblaðið - 17.10.1976, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1976
15
var mikil harka i þessum leik og 5
menn voru bornir slasaðir út af
vellinum. Ég var einn þeirra. Ég
ætlaði að kasta mér á fæturna á
einum Víkingnum og verja mark-
ið, en fékk þá spark í andlitið,
algjört óviljaverk. Ég var fluttur
á sjúkrabörum upp á sjúkrahús
og þegar ég rankaði við mér úr
rotinu vantaði mig báðar fram-
tennurnar. Þetta var mikið áfall
fyrir mig þá, ég var ekki nema 19
ára gamall og fannst þetta alveg
hræðilegt.
Mér er líka alltaf minnisstæður
fyrsti landsleikurinn, en hann var
17. júlí 1946, við Danmörk. Þá
börðumst við Hermann Her-
mannsson um markið. A þessum
tíma var ég mikið á skíðum til að
fá úthald og sunnudaginn 24.
marz fór ég með Helga Eysteins-
syni upp í Innstadal á skíði. Þar
lenti ég í misrennsli og sneri mig
heiftarlega um ökklann. Ég varð
að ganga stokkbólginn niður á
Kolviðarhól og þá voru 115 dagar
I landsleikinn og ég gat ekki æft
fyrr en l'A mánuði eftir þetta, því
þá var ekki hægt að ganga til
nuddara og annarra sérfræðinga.
Þetta sumar var ég nýbúinn að
stofna heimili og átti erfitt með
að missa vinnu vegna æfinga, en
þá var hringt í mig og mér til-
kynnt að ég sé einn af 22 sem hafi
verið valdir til að æfa fyrir lands-
leikinn, en hins vegar verði ekki
endanlega valið fyrr en 3 dögum
fyrir leikinn. En ég stóðst ekki
freistinguna, lagði bílnum og fór
upp að Kolviðarhóli þar sem við
æfðum og skildi frúna eftir í bæn-
um. Svo var liðið valið og þá var
ég búinn að gera mér ljóst að ég
yrði ekki valinn en var varamað-
ur. Ríkharður Jónsson var einnig
Ég lagði nú alltaf alveg ofsalega
vinnu og tíma i æfingar og þetta
þýddi beint vinnutap, en það
þýddi ekki að hugsa um það. Ann-
að hvort var að vera með, eða
ekki.
ADAM: Já, ég get alveg tekió
undir þetta. Það má segja að vik-
an færi f æfingar og leiki, og
annað hvort var að láta sér það
lynda, eða detta út úr.
ANTON: Já, nú man ég eftir
einum skemmtilegum leik, sem ég
þarf endilega að segja þér frá, því
þar kemur fram að ég var alltaf
dálftið hjátrúarfullur, þó enginn
hafi vitað það, ekki einu sinni
konan mfn. Það eru ekki nema
nokkrir dagar síðan ég sagði
henni það. En þannig var, að í lok
strfðsins eða nánai tiltekið 8. júnf
1945 var ákveðið að velja lið til að
leika við brezkt úrvalslið úr hern-
um og það er eiginlega mesti leik-
ur, sem ég hef spilað. — alla vega
sá skemmtilegasti. Torfi Guð-
bjartsson, sem þá var vallarvörð-
ur, afhenti manni alltaf númer
þegar maður afhenti honum verð-
mæti til geymslu, — en mér var
alls ekki sama hvaða númer ég
fékk. Og ég gleymi þvf aldrei í
þessum leik þegar mér var afhent
númerið. Ég kreisti það f lófanum
og ætlaði varla að þora að lfta á
það, — og hvað mér létti þegar ég
sá að það var 6. Slétt tala var
alltaf góðs viti. Versta talan, sem
ég fékk var hins vegar 9.1 þessur
leik unnum við 4—0 og var alve
ofsaleg spenna á vellinum.
BLM: En þú, Adam? Varst þú
líka svona hjátrúarfullur f fót-
boltanum?
ADAM: Já, það var ef liðið mitt
fór ekki á undan út i hálfleik. Þá
var ég alveg ómögulegur maður.
ANTON: Svo vorum við alltaf
berhentir. — Já, og með stórar
derhúfur.
BLM: Anton, þú spilaðir ekki
öll þessi ár með K.R., er það?
ANTON: Nei, árið 1943 gekk ég
yfir f Víking, en það er annar
kapftuli. sem geymist.
BLM: Stundið þið ennþá fót-
bolta eða einhverjar aðrar íþrótt-
ir?
Islenzka landsliðið á Arsenalleikvellinum árið 1946.
Aftari röð f.v.: Sigurjón Ólafsson, Sigurður Ólafsson
fyrirliði, Ólafur Hannesson, Einar Pálsson, Valtýr Guð-
mundsson, Snorri Jónsson, Jón Jónsson (Jón á 11),
Sveinn Helgason, Ellert Sölvason (Lolli), Þórhallur
varamaður f þessum leik, og er
það í eina skiptið, sem hann hefur
verið varamaður. En við vorum
dálftið þungir yfir þessum enda-
lokum. En svo skeði það þegar
búið var að velja 11 manns til að
spila, að 3 þeirra slasast. Þeir
vildu þó ekki gefa eftir og voru
frystir til að geta hlaupið inn á
völlinn. Einn þessara manna var
Hermann og greip ég inn f leikinn
þegar frostið var farið að fara úr.
Þessi leikur eða öllu heldur að-
dragandinn er mér alltaf minnis-
stæður.
BLM: Þurftuð þið ekki að fórna
geysilegum tíma fyrir knatspyrn-
una?
ANTON: Jú, alveg geysilegum.
ANTON: Þetta var svo heilagt
fyrir mér og ég gat alls ekki látið
strákana vita um þetta því þá
hefði þetta verið búið hjá mér.
BLM: Höfðu íslenzkir knatt-
spyrnumenn mikil samskipti við
erlendar þjóðir á þessum árum?
ANon: Það var náttúrulega
ekki eins mikið um það og f dag.
En ég man eftir því að 17. septem-
ber 1946 fór ég með íslenzka
landsliðinu til Englands og spiluð-
um við 5 leiki þar, og gekk vel. I
þessari ferð eða miðvikudaginn 2.
október var okkur boðið á Arsen-
alleikvöllinn og þá vorum við
stoltir af að vera Islendingar. Al-
bert Guðmundsson lék þá með
Arsenal, á móti tékkneska liðinu
son og Sigurður Ölafsson í Val,
Sæmundur Gislason og Jón
Magnússon f Fram og Brandur
Brynjólfsson f Víkingi, mennirnir
sem settu mestan svip á knatt-
spyrnuna ásamt fleirum, sem of
langt yrði upp að telja. Þetta voru
nú kapparnir f þá daga.
Leikaðferðin f dag er lfka allt
önnur en áður. Nú er miklu meira
byggt á vörninni, en í gamla daga
var þetta allt opið og framlínan
var byggð á 5 mönnum. Mér
finnst knattspyrnan alltaf leiðin-
legri þegar verið er að spila upp á
að fá ekkert mark á sig.
ADAM: Ja, nú má ekki snerta
markverðina innan markteigs. 1
Einarsson, Birgir Guðjónsson, Hafsteinn Guðmundsson,
útlendingur, Björgvin Schram.
Fremri röð f.v.: Gunnlaugur Lárusson, Kristján Ólafs-
son, Anton Sigurðsson (Toni), Hermann Hermannsson,
Karl Guðmundsson, Albert Guðmundsson.
ADAM: Þeir voru náttúrulega
nokkrir landsleikirnir, sem mað-
ur spilaði. Einnig voru farnir að
koma hingað erlendir þjálfarar á
þessum tíma. Ég man eftir mönn-
um eins og Lindeman, en þó sér-
staklega Bucklow, sem var þýzk-
ur, þvf ég naut þjálfunar hans um
tfma.
ANTON: Já, hann var virkileg
týpa. Hann þjálfaði mig nú aldrei,
en ég stalst til að fylgjast með
æfingum hjá honum.
BLM: En hvað viljið þið segja
um knattspyrnuna f dag? Er hún
betri eða verri en áður?
ADAM: Ja, ég vil segja að
knattspyrnan er betur skipulögð í
dag og það eru komnar nýjar og
ADAM: Nei, ekki nú orðið. Ég
hætti nú keppni um tima 1940 því
þá biluðu fæturnir, en svo kom ég
aftur inn ‘46 og byrjaði aftut að
hamast, en var aldrei almennileg-
ur í fótunum. A árunum ‘47—‘51
spilaði ég svo i meistaraflokki, en
þá gáfu fæturnir sig aftur og þá
hætti ég keppni. Annars eru það
mikil viðbrigði að snögghætta
svona að æfa og það er nokkuð,
sem enginn íþróttamaður ætti að
gera.
ANTON: Ég var lengi með
Hreyfli í fót- og handbolta og
einnig fer ég dálftið f sund. Það er
nauðsynlegt að reyna að halda sér
í sæmilegu formi. En eftir að ég
hætti keppni f fótboltanum, fór ég
að spekúlera mikið í skák. En ég
segi nú ekki að ég sé skákmaður
heldur áhugamaður.
BLM: Ég hef nú samt frétt að
þú Hafir farið margoft erlendis til
að keppa fyrir Hreyfil.
ANTON: Jú, víst hef ég farið út
nokkrum sinnum. Eg man að árið
‘57 fórum við til Helsingförs og
þar var okkur sýndur Ólympíu-
leikvangurinn. Þar var allt tómt
og við komum bara í anddyrið, en
þá stakk ég af og hljóp út á völl-
inn. Ég mátti til með að komast út
á völlinn — og i markið.
árós.
Islandsmeistarar Fram: Aftari röð f.v.: Þórhallur Einarsson, Hermann Guðmunds
son, Ríkharður Jónsson, Valtýr Guðmundsson. Magnús Agústsson, Gísli Benja-
mínsson. Fremri röð f.v.: Sæmundur Gislason, Karl Guðmundsson, Adam
Jóhanhsson, Haukur Antonsson, Kristján Ólafsson.
Sparta, og varð jafntefli 2:2.
Þarna skoraði Albert seinna
markið og það var svo glæsilegt að
hann átti alveg fólkið. Þá var
gaman að vera Islendingur.
Þegar við komum heim úr þess-
ari ferð var okkur boðið f kaffi-
samsæti og þar stóð formaður
knattspyrnuráðsins upp og af-
henti hverjum leikmanni medaliu
og sagði að þetta mundi gilda á
alla landsleiki hér eftir. Hins veg-
ar hef ég ekki revnt þ að!!!
betri leikaðferðir. Mér finnst
Tony Knapp vera búinn að skipu-
leggja landsliðið geysilega vel. Þó
held ég að einstaklingarnir sem
slfkir séu hvorki sterkari né
leiknari þó að við eigum frábæra
stráka í dag og meira að segja
atvinnumenn.
ANTON: Þegar ég lit til baka og
minnist gömlu félaganna, þá eru
þeir Björgvin Schram og Þcr-
steinn Einarsson í K.R., Hermann
Hermannsson, Albert Guðmunds-
gamla dag var manni hreinlega
fleygt inn i markið með tuðrunni
og öllu saman, ef maður var ekki
nógu snöggur að ná boltanum.
ANTON: Já, það var meira fjör
í gamla daga. Þá var heldur ekki
verið að dekstra neinn. Ef menn
mættu of seint á æfingu, fengu
þeir ekki að fara inn. Aðstæðurn-
ar voru líka að ýmsu leyti ólfkar.
Þá var alltaf spilað á mölinni og
þá myndast alltaf harðari knatt-
spyrna en á grasinu.
ADAM: Skrokkurinn fór oft illa
á mölinni. Maður kom oft rispað-
ur og marinn heim eftir leiki, en
það var eins og húðin hertist ein-
hvern veginn við þetta.