Morgunblaðið - 17.10.1976, Side 19

Morgunblaðið - 17.10.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÖBER 1976 19 Lýðræðissinn aðir stúdentar í sókn í Háskólanum MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá Vöku félagi lýðræðissinnaðra stúdenta f Háskólanum. 1 þess- ari fréttatilkynningu kemur fram að mikili ágreinangur hefur verið um túlkun reglugerðar þeirra sem hátíðar- nefnd 1. desember er kosin eftir. Vaka skilaði framboðs- lista til kosninganna með þeim skilyrðum að félalgið tæki ekki þátt ( kosningum nema þvf að- eins að kosningafyrirkomu- laginu yrði breytt I lýðræðisátt. Krafðist félagið þess að kosningin færi fram á almenn- um opnum fundi stúdenta og stæði yfir allan fundinn. Blaðið sneri sér af þessu tilefni til Þorvalds Friðrikssonar for- manns Vöku og innti hann fregna af þessu máli. Þorvaldur sagði: „Árlega er um það kosið i Háskólanum hverjir skuli sjá um fullveldis- fagnað stúdenta 1. desember. Undanfaran fimm ár haía þess- ar kosningar farið fram á sér- stökum lokuðum fundum stúdenta, sem vanalega hafa verið haldnir að kvöldlagi. Kosningafyrirkomulagið hefur verið þannig, að engir hafa getað kosið nema þeir, sem mætt hafa í upphafi fundar og setið fundinn á enda. Þetta fyrirkomulag hefur mælzt afar illa fyrir meðal lýð- ræðissinnaðra stúdenta. Þeir hafa hvað eftir annað bent á að þetta kosningafyrir- komulag þýddi í raun að hundruð stúdenta væru sviptir atkvæðsrétti sínum. Einu sinni hefur tekist að fá reglugerð kosninganna túlkaða nokkuð rýmri þannig að kjörstaður var opinn allan fundinn og var kosningaþátttaka þá nærri 50% en var aðeins 30% í fyrra.“ Nú í haust ákvað fjölmennur félagsfundur Vöku að félagið léti sverfa til stáls í þessu máli og gengi ekki til kosninga nema að uppfylltum tveim fyrirvör- um. Þeir voru a) að kosninga- fundurinn yrði opinn öllum stúdentum allan fundartímann og b) að kosningin færa fram allan tímann sem fundurinn stæði. I framboð sínu sem félagið skilaði með fyrrnefndum skil- yrðum lagði Vaka tal að fullveldishátíðín 1. desember yrði helguð umræðum um réttaríkið. Hvernig brást kjörstjórnin við þessum skilyrðum? „Við skiluðum framboði okkar 12. október. Næsta dag barst félaginu bréf frá kjör- stjórninni, sem skipuð er tveim vinstri mönnum og einum Vökumanni. í þessu bréfi hafnaði vinstri meirihlutinn i Þorvaldur Friðriksson kjörstjórninni alfarið lýðræðis- kröfum Vöku. Vaka svaraði þessu bréfi og ítrekaði fyrri kröfur sínar. Fimmtudaginn 14. þ.m. var svo fundur í Stúdenta- ráði og þar lögðu Vökumenn til að Stúdentaráð skoraði á kjör- stjórnina að rýmka kosninga- fyrirkomulagið. Þessi tillaga var sámþykkt 'með 17 atkvæð- um gegn 9. Þá samþykkt má telja fyrsta áfangasigur Vöku í þessu máli. Framboðsfrestur rann út á föstudaginn var kl. 16.00. Þá hélt kjörstjórn fund og þar brá svo ánægjulega við, að sam- þykkt var krafa Vöku um breytt kosningafyrirkomulag. I kjölfar þeirrar samþykktar sagði Skúli Thoroddsen for- maður kjörstjórnarinnar af sér. Við Vökumenn fögnum mjög þessari skynsamlegu ákvörðun kjörstjórnarinnar og göngum vígreifir til kosninganna, sem verða á miðvikudaginn 20 þ.m. í Sigtúni og hefjast kl. 20.00.“ Þú segir, að Vaka ætli að helga fullveldishátfðina réttar- rfkinu. Eru einhverjar sér- stakar ástæður til þess? „Já, til þess eru einkum þrjár ástæður. Þetta mál er í fyrsta lagi efst á baugi í þjóðmálaum- ræðum í landinu nú og ekki að ófyrirsynju. I öðru lagi endur- speglar þetta efni hugmynda- fræðilegan ágreining marxista og lýðræðissinna. 1 þriðja lagi tengist þetta efni mjög jöfnum rétti manna til náms og baráttu stúdenta ~gegn fjöldatak- mörkunum og niðurskurði námsaðstoðar. Vaka mun næstu daga gefa út veglegt blað, sem félagió hefur undirbúið vegna kosninganna og er helgað þeim að miklu leyti.“ Hver er staða Vöku f Háskólanum nú fyrir þessar kosningar, Þorvaldur? Félagið er um þessar mundir í öflugri sókn i Háskólanum og hefur i sumar eanbeitt sér að því að styrkja innviði sina og oViðtal við Þorvald Friðriksson, formann Vöku þvá mun verða haldið áfram i vetur. Við munum m.a. efna til þriggja starfshópa um lýðræði, marxisma og marxisma og kristindóm. Þá verður blaðaút- gáfu haldið áfram en félagið er nú um þessar mundir að gef a út annað blað sitt i október. Vaka hefur aldrei fengið fast húsnæði í húsakynnum stúdenta og Háskólans, hús- næðisskortur hefur þvi nokkuð tálmað starfsemi okkar. í sumar tókst að ráða bót þar á þegar tið tókum á leigu all rúmgott 'húsnæði í Hótel Vík í gamla miðbænum. Félagsmenn hafa í sumar endurbætt og innréttað húsnæðið í sjálfboða- vinnu og er ljóst að þessi að- staða hefur gerbreytt allri starfsemi félagsins. Að loknum 1. des. kosningunum eru á döf- inni kosningar til háskólaráðs en stúdentar hafa nú fengið 4 fulltrúa í ráðið. Þessar kosning- ar skipta miklu máli að mínum dómi og verður félagið að ein- beita sér að því að ná góðum árangri í þeim og halda siðan áfram stöðugu sóknarstarfi til vors en þá fara fram kosningar til Stúdentaráðs þar sem Vaka stefnir að sigri og meirihluta í ráðinu." Ef við víkjum að lokum aftur að 1. des.-kosningunum hver telur þú að sé æskileg fram- tfðar skipun þeirra? „Það er auðvitað frumkrafan að stúdentar hafi allir jafnan atkvæðisrétt í þeim kosningum sem og í öðrum kosningum. Því marki má ná með fleiri en einni leið. T.d. mætti kjósa 1. des.- nefndina í allsherjarkosningu sem stæði heilan dag. Hins veg- ar má hreyfa þeirri röksemd að óþarflega umfangsmikið sé að efna til tveggja slíkra alls- herjarkosninga á hvérjum vetri. Ég tel því sterklega koma til greina að fella 1. des,- Framhald á bls. 35 störf, sem hann vann í þágu þess- arar litlu og einatt hviklyndu þjóðar, — er ekki úr vegi að vitna i ræðu hans við opnun hring- vegarins föstudaginn 19. júlí 1974, því að áreiðanlega var sá atburður eftirminnilegastur í tíð Sigurðar Jóhannssonar sem vega- málastjóra. Hann lýsti mannvirkjagerð á Skeiðarársandi, þakkaði öllum þeim, sem að málinu höfðu staðið og höfðu skilað góðu verki á stutt- um tíma og innan upphaflega áætlaðs kostnaðar, eins og hann komst að orði. Hann sagði m.a.: „Hin mikla óvissa varðandi stærð og dreifingu hlaupa í framtiðinni veldur því, að ekki þótti fært að hanna mannvirkin með það fyrir augum að þau stæðust stærstu hlaup áfallalaust. Var því valin sú leið að miða við, að mannvirkin stæðust jökulhlaup, eins og þau hafa verið undanfarna áratugi, án þess að vegasamband rofni. A hinn bóginn er tilhögun mann- virkja þannig að sem minnst tjón hljótist af, þótt stór jökulhlaup verði.“ Á það reyndi nú fyrir skömmu, að þetta var rétt sjónarmið. Mann- virkin stóðust meðalhlaup. Og þær áætlanir, sem gerðar hafa verið, hafa reynst tráhstar og öruggar til frambúðar. Það hefur áreiðanlega y/ljað Sigurði Jóhannssyni vegamála- stjórá, þegar hann í lok ræðu sinnar gat sagt að framkvæmdum á Skeiðarárssandi hefði verið lok- ið á tilsettum tima. Opnun hringvegarins var einn merkasti atburður þjóðhátíðar- ársins. Ashkenazy Þeir, sem hafa fylgzt með Ford forseta Bandaríkjanna, og kynnzt honum í starfi, t.a.m. á blaða- mannafundum, bera til hans meira traust en þeir, sem einung- is hafa fylgzt með honum úr fjar- lægð. Hann er m.a. óvenjulegur bandarískur stjórnmálamaður að því leyti, að hann er ekki yfir- borðsmaður og vekur traust, þar sem hann kemur. Aftur á móti leikur enginn vafi á því, að sú staðreynd, að hann komst inn í embætti forseta Bandaríkjanna án kosninga og vegna Watergate- málsins og þeirra ámælisverðu atriða sem voru þvi samfara, á eftir að verða honum erfiður ljár i þúfu. Hann er fulltrúi valds, sem margir Bandaríkjamenn tor- tryggja, og er enginn vafi á, að það á eftir að verða honum þungt í skauti. En fróðlegt er að fylgjast með kosningunum og ekki síst því fjaðrafoki, sem verður út af ýms- um athöfnum eða ummælum for- setaframbjóðendanna, svo sem samtali Carters um kynlíf sitt og ýmsum slíkum atriðum, sem ís- lendingum koma spánskt fyrir sjónir. Ulfaþyturinn, sem varð út af ummælum Fords forseta, þegar hann fullyrti, að Sovétríkin réðu ekki A-Evrópurikjum, átti að sumu leyti rétt á sér, en þó hefur forsetinn að sjálfsögðu einnig rétt til þess að skýra ummæli sín, en það hefur hann gert á þann hátt, að Bandarikjastjórn viðurkenni ekki yfirráðarétt Sovétrikjanna yfir A-Evrópuríkjum og tók hann dæmi um nokkurn veginn frjáls kommúnistaríki, svo sem Rúmen- íu og Júgóslaviu, enda dettur eng- um manni annað i hug en að þau ríki hafi lengi sýnt og sannað með utanríkisstefnu sinni, að þau eru óháð Sovétríkjunum og kannski óháðari þeim en t.a.m. ýmsir kommúnistaflokkar annars staðar i heiminum m.a. hér á landi. Auk þess telur Ford sýnilega, að detente-stefna hans Brezhnevs og Kissingers eigi við rök að styðjast — og ekki er nema mannlegt að reyna að verja þá stefnu, enda getur verið að hún eigi eftir að bera einhvern árangur. Við íslendingar skulum minn- ast þess að foreldrar Ashkenazys eru nú komnir til íslands og e.t.v. hafa Rússar viljað sýna með því að einhver hugur fylgdi máli, þeg- ar þeir undirrituðu öryggissátt- málann í Helsinki á dögunum. Við fslendingar fögnum því, að for- eldrar Ashkenazys hafa komizt til Islands. Átta ára baráttu Þórunn- ar og Vladimirs er lokið með sigri þeirra. Og Morgunblaðinu, sem einnig hefur barizt fyrir því, að foreldrar Ashkenazys kæmu til íslands, — nokkurn veginn linnu- laust í átta ár — ber skylda til að láta í ljós ánægju sina yfir þvi að hjónin hafa fengið að fara úr landi og heimsækja son sinn, tengdadóttur og barnabörn. Eftir því hefur verið tekið hér á landi og er enginn vafi á, að þessi ákvörðun Sovétstjórnarinnar á eftir að bæta sambúðina milli landanna tveggja. Ford hefur því kannski nokkuð til sins máls, þeg- ar hann heldur fast við detente- stefnuna, sem hefur verið kjarn- inn í utanríkisstefnu beggja risa- veldanna. En minnumst þess, að kommúnistar gera ekkert nema það sem þeir telja sjálfum sér í hag. Og heimsveldi eins og Sovétríkin þvi síður. Valdimar Björnsson Þessar vangaveltur um forseta- kosningarnar i Bandarikjunum og stefnumörkun bandariskra stjórnvalda, leiðir hugann að fyrri kosningum þar í landi og þá sérstaklega Valdimar Björnssyni, sem varð sjötugur ekki alls fyrir löngu. Svo miklar voru vinsældir hans í embætti fjármálaráðherra Minnesota, að í kosningunum 1966, fékk hann nærri 778 þþs. atkvæði af 1,4 millj. greiddra at- kvæða í fylkinu. Það var mesti meirihluti, sem repúblikani hlaut í kosningunum í Minnesota-fylki. Hann keppti um öldungardeildar- þingsæti i Minnesota í kosning- unum 1954 og var þá Humprey aðalandstæðingur hans. Um Humphrey sagði Valdimar í við- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins i ágúst 1969 m.a.: „Humphrey er hlýr maður, talar fullmikið en er vel gefinn." Þegar islenzkir stúdentar hittu Humphrey á State Fari i St. Paul, sagði hann m.a.: „Valdimar er sterkasti frambjóðandi repúblik-, ana hér i fylkinu, hann er fínn maður." Þegar Valdimar bárust þessi ummæli, svaraði hann bros- andi: „Þegar Humphrey hælir mér, er hann einnig að leggja áherzlu á, hvað hann er sterkur sjálfur, en við erum miklir mát- ar.“ Valdimar Björnsson kynntist Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta, og var þrisvar á kosningaferðum með honum. Nixon gaf Valdimar mörg góð ráð, þegar hann átti í baráttunni við Humphrey, en þau dugðu skammt á móti styrkleika Humphreys, enda þótt Nixon sýndi klókindi. En nú þegar upp er staðið hefur Nixon framið pólitiskt sjálfsmorð, en Valdimar Björnsson skilur við pólitiskan feril sinn eins og séntil- maður. Af þvi eru íslendingar stoltir. Þvi miður fór sjötugsafmæli Valdimars Björnssonar fram hjá ýmsum vinum hans, en samt er ekki of seint að geta Valdimars nokkrum orðum og þess merka starfs, sem hann á að baki i heimalandi sinu. I afmælisgrein um Valdimar, sem birtist hér í blaðinu, er m.a. minnzt á Water- gate-hneykslið og þann hnekki. sem flokkur hans beið vegna Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.