Morgunblaðið - 17.10.1976, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1976
Valdameiri en
Mao?
EFTIRMAÐUR Maos, Hua Kuo-feng forsætisráðherra
gegnir nú fleiri störfum en Mao gerði á löngum
valdaferli. Hann er annað hvort valdamesti maður
Kfna sfðan alþýðulýðveldið var stofnað eða bráða-
birgðaleiðtogi sem fer með völdin þar til valdaba-
ráttunni lýkur.
Öfugt við Mao og Chou En-lai
gegnir Hua nú valdamestu
embættunum bæði í ríkisstjórn-
inni og kommúnistaflokknum
þar sem hann er bæði forsætis-
ráðherra og flokksformaður.
Auk þess er gert ráð fyrir að
stjórn öryggisráðuneytisins sé i
hans höndum. Þar sem hann er
fyrrverandi öryggismálaráð-
herra.
Hua var skipaður forsætis-
ráðherra f apríl í stað Chou
En-lai. Nú hefur hann verið
skipaður formaður miðstjórnar
kommúnistaflokksins sem
hefur 30 milljónir manna innan
vébanda sinna. Hann er einnig
formaður hermálanefndar-
innar sem stjórnar eftirliti
flokksins með hernum.
ekki veitast auðvelt að stjórna
Kfna, jafnvel þótt þeir njóti
stuðnings hersins.
Mafían
Klofningur i flokksfor-
ystunni getur verið ástæðan til
þess að skipun Hua í formanns-
stöðuna var ekki staðfest strax.
Fyrst í stað var Hua hylltur á
veggspjöldum í Peking, en
Yao Wen-yuan
Hann varð varaformaður
kommúnistaflokksins fyrir
þremur árum og hefur oft verið
talinn líklegur arftaki Maos.
0 Chang Chun-chiao var talinn
líklegur forsætisráðherra, en
hlutverk hans i æðstu stjórn
flokksins hefur verið dular-
fyllra. Hann hefur almennt
verið talinn gáfaðasti og hæfi-
Lítt þekktur
Hua var lítt áberandi þar til
fyrir um það bil einu ári og vaf
hans í stöðu forsætisráðherra
var málamiðlunarlausn vegna
hinna hörðu deilna Teng Hsiao-
ping, sem gert var ráð fyrir að
tæki við af Mao en nú er fallinn
f ónáð, og Chiang Ching ekkju
Maos sem nú hefur verið hand-
tekin ásamt að minnsta kosti
.þremur stuðningsmönnum úr
hinum róttæka armi
kommunistaflokksins.
Eftirmaður Maos er litt
kunnur utan Kína. Hann er
tæplega sextugur að aldri og
fulltrúi næstelztu kynslóðar
kínverskra leiðtoga sem voru í
vöggu þegar byltingin hófst.
Hann studdi menningarbylt-
inguna öfugt við marga aðra
starfsmenn flokksins og því
mætti ætla að hann njóti
almenns stuðnings.
Hins vegar hefur enn ekki
komið fram hvaða hæfileika
hann hefur til að bera f þau
embætti sem honum hafa verið
falin. Sennilega er það engin
tilviljun að hann gat sér fyrst
orð sem flokksforingi f heima-
héraði Maos, Hunan, þótt það
segi ekki alla söguna.
Hjálp hersins
Herinn hefur vafalaust
hjálpað Hua Kuo-feng til valda.
Hann er skipaður þremur
milljónum manna sem eru yfir-
leitt hófsamir i skoðunum. Niu
af 11 yfirmönnum herstjórnar-
umdæma hafa sýnt að þeir eru
andvígir róttækum, sem gætu
ekki fengið stuðning frá
hernum ef þeir reyndu að gera
byltingu.
Yfirmaður herstjórnar-
svæðisins í Mansjúrfu, Li The-
sheng, hefur samúð með rót-
tækum og sömu sögu er að
segja um yfirmenn hersins á
Shanghai-svæðinu. Yfirmaður
stjórnmáladeildar hersins,
Chang Chunchiao, er einn
hinna handteknu. Það vekur
nokkra furðu að hann skuli
hafa reynt að ná völdunum svo
stuttu eftir lát Maos því hann
veit manna bezt að hófsamar
menn hafa tögl og hagldir í
heraflanum. Chang hafði að
vísu róttæka stuðningsmenn f
hernum, en vissi mæta vel að
þeir höfðu engin úrslitaáhrif.
Ef fréttirnar um hand-
tökurnar reynast réttar hefur
fulltrúum í stjórnmálaráðinu
fækkað úr 22 f 12 þar sm tíu
menn hafa látizt eða fallið í
ónáð. Þrír af þessum tólf
mönnum eru smábændur og
emn þeirra. er 76 ára gamall
sjúkur hermaður. Þá eru aðeins
eftir sex eða sjö reyndir menn í
stjórnmálaráðinu og þeim mun
Anna Hua Kuo-feng tekur á móti forsætisráðherra Papua-Nýju-Guineu skömmu eftir að fréttir bárust
um að hann hefði verið skipaður eftirmaður Maos. Li Hsien-nien, sem talað er um að verði
forsætisráðherra er til vinstri.
síðan voru þau notuð til að
hvetja til stuðnings við herinn.
Jafnframt varaði Dagblað
alþýðunnar eindregið við
klofningsstarfsemi og leyni-
makki. En ef í hart fer nýtur
Hua stuðnings hersins.
Áhrif hinna handteknu —
eða „Shanghai-mafíunnar
eins og Chiang Ching og
stuðningsmenn hennar hafa
verið kölluð — hafa byggzt á
yfirráðum þeirra yfir fjöl-
miðlum, menningarlffi og æðri
menntun á undanförnum árum.
Fyrir þeirra tilstalli hefur
byltingarrómantík verið alls-
ráðandi f kínversku menningar-
lífi og hefðbundin kínversk
leakrit og erlend leikrit hafa
verið bönnuð. Námstfmi við
háskóla hefur verið styttur og
kennslan endurskipulögð á
grundvelli þeirrar kenningar
Maos að „þeim mun meira sem
menn læra þeim mun
heimskari verði þeir.“
Nú hafa eftírtaldir leiðtogar
fallið f ónáð.
0 Yao Wen-yuan hafi á hendi
yfirumsjón flokksins með
blöðum. útvarpi og sjónvarpi og
stóð fyrir ýmsum herferðum
gegn pólitískum and-
stæðingum.
0 Wang Hung-wen komst fyrst
til áhrifa- á dögum menningar-
byltingarinnar í Shanghai.
leikamesti leiðtogi róttækra.
Hins vegar telja margir að
hann hafi reynt að f jarlægja sig
frá vinstra arminum og taka
óháða afstöðu gagnvart hinum
strfðandi ölfum flokksins.
Hann hefur f raun gegnt hlut-
verki aðalritara flokksins á
undanförnum árum. en sú
staða var lögð niður f
menningarbyltingunni.
Óvinsæl
0 Chiang Ching, sem stjórnaði
samsærinu um að steypa Teng
Hsiao-ping af stóli fyrr á þessu
ári, eignaðist marga fjandmenn
Chang Chuchiao
Lin Piao
Wang Hung-wen
Chiang Ching
í menningarbyltingunni þegar
hún fordæmdi flokksleiðtoga
og eiginkonur þeirra. Hún fékk
einnig orð fyrir að vera hroka-
full og hefnigjörn. Fyrir
hennar tilstilli fengu hinir rót-
tæku stöðugt vaxandi áhif á
heimili Maos eftir þvf sem
heilsu hans hrakaði.
Hua er í raun og veru þriðji
maðurinn sem valinn hefur
verið eftirmaður Maos. Hinir
voru Liu Shao-chi fyrrverandi
forseti og Lin Piao marskálkur
sem jafnframt var landvarna-
ráðherra.
Liu var steypt af stóli í
menningarbyltingunni
1966—68, þar sem Mao taldi
skoðanar hans hægrisinnaðar.
Hann vildi auka framleiðsluna
með því að auka áhuga verka-
manna á lffsgæðum og leyfa
kommúnufólki að eiga smá-
jarðir. Auk þess óttaðist Mao að
Liu reyndi að ná flokkskerfinú
á sitt vald og drottna yfir þvf
eins og einhvers konar
„Búdda".
Einangraðir
Liu var fyrst lækkaður i tign
haustið 1966, margir stuðnings-
menn hans voru handteknir
skömmu síðar, en hann hélt
stöðu sinni í stjórnmálaráðinu.
Hann var sakaður um að þræða
braut kapitalisma og þáverandi
aðalritari flokksins Teng Hsiao-
ping, var borinn svipuðum
sökum. Hvorugur þeirra sætti
misþyrmingum og þeir fengu
að lifa einangruðu lffi f
kommúnu skammt frá Peking.
Mao gerði sér grein fyrir þvf
1967 að, menningarbyltingin
væri farin út f öfgar og fól
hernum að koma á lögum og
reglu. Þar með jukust áhrif Lin
Piao marskálks sem var land-
varnaráðherra. Chou En-lai for-
sætisráðherra og aðrir
embættismenn þorðu ekki að
ógna valdi hans þar sem þeir
óttuðust algert upplausnar-
ástand.
Lin Piao lét gefa út „litla
rauða kverið" með hugsunum
Maos, stóð fyrir dýrkun á
persónu hans og var viður-
kenndur „nánasti vopnabróðir
og eftirmaður" Maos á niunda
flokksþinginu f aprfl 1969.
Hann svipti 300 herforingja
störfum, skipaði eigin
stuðningsmenn í þeirra stað og
reyndi síðan að fá samþykkta
nýja stjórnarskrá sem kvæði á
um ð Mao yrði þjóðhöfðingi og
hann arftai hans.
Byltingartilraun
Að lokum reyndi Lin Piao að
taka völdin með stuðningi
hersins, en dóttir hans, Tou
Tou, fór á fund Chou En-lais og
kom upp um samsærið 12.
september 1971. Lin lét sleppa
Liu Shao-chi úr stofufangelsi til
áð dreifa athyglinni, en Chou
gaf skipun um að engar flug-
vélar fengju að hefja sig til
flugs.
Þó tókst Lin að komast undan
í flugvél ásamt konu sinni og
helztu stuðningsmönnum
sfnum úr hernum. Annaðhvort
hefur flugvélin orðið benzín-
laús, farizt eða verið skotin
niður yfir Mongólíu. Við tók
mikil áróðursherferð gegn Lin
og henni lauk ekki fyrr en
skýrt var frá samsæri hans tíu
mánuðum sfðar.
Hua Kuo-feng núverandi for-
sætisráðherra, stóð fyrir því að
svæla stuðningsmenn Lins
marskálks úr heraflanum. Nú
hefur hann verið valinn arftaki
Maos og staðið fyrir herferð
gegn ekkjunni sem reyndi að
hrifsa völdin eins og Lin. Eftir
á að koma í ljós hvort Hua tekst
að sameina kínverska forystu-
menn og kfnversku þjóðina
undir merki sitt.