Morgunblaðið - 17.10.1976, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.10.1976, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1976 Li Magnús Kjartans- son í viðtali við UNDANFARNAR helgar hefur Slagbrandur beint athygli sinni að þeirri stétt hljóðfæraleikara sem leika eftir pöntunum i alls konar upptökum, plötuupptök- um, sjónvarps- og útvarpsupp- tökum, en hafa það að auka- starfi, ef þeir þá á annað borð sinna því að leika á hljómleik- um og dansleikjum. Tveir tón- listarmenn sem stunda þessi störf ( Bretlandi og Þýzkalandi hafa svarað spurningum um störf sfn, þeir Terry Doe trommuleikari og Þórir Bald- ursson hljómborðsleikari, en báðir hafa þeir komið talsvert við sögu f fslenzka poppheimin- um að undanförnu sem undir- leikarar Ðe lónlf blú bojs. En þessi stétt manna er einnig að myndast hér á landi með vax- andi umsvifum f plötuútgáfu. Og sá hljómlistarmaður fs- lenzkur sem einna mest hefur leikið eftir pöntunum f plötu- upptökum hérlendis er Magnús Kjartansson, hinn kunni hljómborðsleikari, sem löngum hefur verið kenndur við hljóm- sveitina Júdas. Slagbrandur ræðir við hann f dag um þetta starf eins og það gerist á ts- landi: Magnús hóf snemma að leika tónlist fyrir peninga. Þegar hann var f fyrsta bekk gagn- fræðaskóla fór hann að leika með skóiahljómsveitinni Echo á skólaböllum. Þess má geta til gamans, að þá var verkaskipt- ing hijómsveitarinnar á þann veg, að Magnús lék á bassagft- ar, en Finnbogi bróðir hans var orgelleikarinn. En nú sér Finn- bogi um bassaieik, en Magnús er hljómborðsleikari. Ferill Magnúsar hefur legið gegnum ýmsar hljómsveitir, Óðmenn, Júdas, Trúbrot, Hauka, Júdas aftur og einnig Hauka öðru sinni. Þá hefur hann verið liðs- maður annarra hljómsveita óopinbert, þ.e. bara á hljóm- plötum, t.d f Brimkló. Magnús er nú orðinn 25 ára og hefur þvf verið f 12 ár samfellt f þessari atvinnugrein. Og frá 15 ára aldri hefur hann verið atvinnu- maður f greininni, en þá fór hann að leika með Óðmönnum. — En umræðan átti að beinast að starfi hans sem „leigutón- listarmanns" og fyrsta spurn- ingin er þvf: — Hvenær hófst þú að vinna við plötuupptökur og hvernig bar það að? Ég byrjaði eiginlega f þessu starfí sem atvinnuhljómlistar- maður. Eg lék á trompet á plötu Óðmanna og var látinn ganga f Félag fslenzkra hljómlistar- manna áður en ég fékk greiðslu. Óðmenn ákváðu sfðan að fá orgelleikara f hijómsveit- ina. Eg hafði verið f tónlistar- námi og útskrifaðist sem trompetleikari, en hafði orðið að læra á pfanó f tvö ár — og þvf fór ég f Óðmenn. Sfðan fór ég f Trúbrot og hef frá þvf alltaf verið f hljómsveitum sem hafa haft það að aðalmarkmiði að gera tónlist á plötu. Það markmið hefur verið f brenni- punkti og vinsældir og dans- leikjaspilamennskan hafa mót- azt af gengi hins. — Hvað hefurðu leikið inn á margar plötur? Eg veit ekki um plötufjöld- ann frá upphafi, en þær eru orðnar fimmtán á þessu ári. — 1 hverju er starf leigu- hljóðfæraleikarans fólgið? Hann er fyrst og fremst verk- færi annars manns. Vinnan binzt eingöngu við að reyna að fá fram það sem einhver annar vill fá fram og heyrir fyrir sér. Megininntak starfsins er aðlög- unarhæfni, að aðlagast þeirri hugsun sem leigutakinn er að reyna að fá fram og að vera fljótur að þvf því stúdfótfminn sem býr f honum sjálfum. Það má benda á störf leikstjóra og handritaskrifara gagnvart sög- unni sjálfri f kvikmyndavinnu. Vinnubrögðin f dag eru ákaf- lega vanþróuð — nema hjá Gunnari Þórðarsyni og Megasi. Þeir eru þeir einu sem ég hef spilað fyrir sem koma bara með skrifað það sem á að gera og verða ekki rólegir fyrr en það er spilað einmitt svona. Þetta er fljótlegast og mér lfkar það bezt. Þetta vill annars verða þannig, að menn segja: „Eg vil fá þetta einhvern veginn svona“ og þá er maður alltaf utan f þvf. Þeir segja kannski: „£g vil fá þetta eins og þessi spilar það eða myndi hafa gert það.“ — Hve rnikilf hluti tónlistar- innar er frá þér sjálfum f þessu starfi? Það er hægt að spila hlutina alveg pottþétt, en steindautt. Það getur verið mikill munur á þvf hvernig tveir menn spila sömu nóturnar. Samt er alltaf stærsta spurningin sú hvernig Iff maður setur f það sem mað- ur er að gera. Ég reyni míkið að hafa hlutina lifandi. Eg held frekar fram upptöku með góðu lffi en annarri, þótt hú sé ekki eins góð tæknilega. — Er ekki erfitt að skipta fyrirvaralftið úr stúdfóvinnu f dansleikjaspilamennsku? Ég er búinn að vera f stúdfó- inu næstum allan sólarhring- inn f allt sumar og það hefur verið erfitt að fara úr stúdfóinu á dansleiki — og leiðinlegt. kaupa mína tónlist í er geysilega dýr. — Maður er bara þarna vegna þess að leigu- takinn treystir sér ekki til að gera þetta sjálfur. Ég er ákaflega skammt á veg kominn, sem tónlastarmaður á þessu starfi miðað við menn eins og Þóri Baldursson og Terry Doe, en einhvers staðar byrja menn. 1 dag vantar alveg tvær heilar stéttir f plötuiðnaðinn á Is- landi, útsetjara og upptöku- meistara. Listamaðurinn sjálf- ur er svo oft að gera þetta og hann er kannski ekki alltaf. bezti maðurinn til að fá út það Fyrir mér hafa dansleikirnir týnt öllum sfnum sjarma. — Hvernig gengur að gefa hverjum leigutaka eitthvað nýtt? Það er enginn að gera neitt nýtt. Það er hægt að kunna þetta allt. 1 þessu eins og öðru er aðalatriðið að staðna ekki. En ef tónlistin heldur áfram á þeirri braut sem hún er núna — þ.e. sú tónlist sem selst — þá er kannski það að staðna kannski það bezta sem maður gerir. Þvf að það sem er verið að gera er mest gömul country- tónlist sem maður er búinn að heyra f Kananum frá því að maður var 13 ára. Þetta er sorg- legt þegar aðstaðan er eins og núna. Það var miklu meiri reisn yfir þessu áður fyrr. Ég hlakka mikið til þegar ein- hverjir ungir menn drífa þetta f gang á ný. Það kemur að þvf — og ég vona ao ég geti orðið reynslunni rfkari og miðlað þeim þegar að þessu kemur. — Er mikil samkeppni milli hljóðfæraleikara f þessari grein? Samkeppnin sem ég verð var við er fyrst og fremst á þennan veg: Ég heyri Stuð- — Getur ferill tónlistar- manns f þessu starfi orðið lang- ur? Já. Þvf lengur sem hann vinnur, þvf meira þjálfast hann og ef hann heldur sér opnum fyrir þvf sem er að gerast, þá ætti hann alltaf að vera eftir- sóttur og hafa meira og meira að gera. Aldurinn skiptir ekki máli. Fólk vill bara fá þetta gott sem maður er að spila. Mér finnst sorglegt, að þessir góðu kallar sem eru búnir að vera að spila f f jölda ára skuli ekki vera meira f þessu starfi. Við eigum marga æðislega góða hljóðfæraleikara sem virðast ekki vilja hafa neitt með þetta að gera eða eru farnir erlendis. — Hefurðu spilað allt sem þér hefur boðizt eða hefurðu valið úr? Ég hef spilað hvað sem er, fyrst og fremst til að ná þjálf- un. En ég ætla að fara að hætta þessu og fara að melta það sem inn fór — ef þá eitthvað fór ann. — Er hægt að eiga sjálfstæð- an tónlistarferil að auki með þessu starfi? Ég er núna fyrst og fremst að reyna að rffa allt það niður sem mér fannst ég vera að byggja upp áður. Eg er að þessu vegna þess, að ég ætla f framtfðinni að gera mfna eigin tónlist og er bara að ná f þjálfun áður. Ég hef gffurlega gaman af að vinna með hinum og þessum mönnum vegna áhrifanna. Að- ur var maður afltaf f sama and- rúmsfoftinu ár eftir ár og missti alla yfirsýn yfir þetta. — Hverju þyrfti að þfnu mati að breyta f þessum málum hér? Hér er gott stúdfó og stór markaður. Nú vantar þjálfaða upptökumeistara og góða út- setjara. Þeir eiga stóran þátt f allri þeirri tónlist sem við er- um alltaf að hlusta á og skapa kannski 75% tónlistarinnar. Þeir fá hljóðfæraleikarana til að gera það sem þeir heyra inni I sér. Mjög sennilega verða þeir menn sem spila f upptökunum núna kjarninn f þessum stétt- um sfðar meir. En þar til þeir eru komnir verður þetta að miklu leyti fálm og þar til fólk fer að kaupa plötur þeirra sem eru að skapa eitthvað þá er það til lftils. Islenzki markaðurinn er núna bara erlendi markaður- inn með fsfenzkum textum. Það er afskaplega lftið skapandi. — Hvað er framundan hjá þér? Vinna og meiri vinna. En á bak við þetta allt leynist hug- myndin um mfna tónlist. Ég er alltaf að semja og einhvern tfmann þegar tfminn er réttur, þá ætla ég að reyna að koma þessu frá mér. Ég veit það bara að enginn markaður er nú fyrir það sem mig langar persónu- lega til að gera á Islandi. Það myndu seljast 250 plötur af þvf og þá eingöngu til fólks sem myndi kaupa þær f ðgáti. Ég á hlut f stúdfóinu f Hafnarfirði og ég ætla að gera mfna tónlist þar seinna, jafnvel þótt það verði ekki nema til gamans. Fólk á fslandi f dag vill ekki að fslendingar séu að gera góða tónlist. Það vill hafa góða tón- list með útlendingum — hina eiga Islendingar að búa til. Ef fslenzk hljómsveit kæmí fram með tónlist eins og 10 cc„ þá færi það fyrir ofan garð og neð- an hjá íslendingum, en það rokselst fyrst að það eru út- lendingar sem eru að gera þetta. En þetta á eftir að breyt- ast. Það getur ekki gengið endalaust eans og það er f dag. —sh.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.