Morgunblaðið - 17.10.1976, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.10.1976, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1976 Spartacus og Stanley Kubrick Lognar sakir STANLEY Kubrick er maður- inn, sem leikstýrði A Clockwork Orange, 2001, A Space Odyssey og Dr. Stangelove. Hann gerði einnig Lolita og Paths of Glory og hefur nú nýlega lokið við myndina Barry Lyndon. Stan- ley Kubrick er einn valdamesti leikstjóri innan kvikmynda- iðnaðarins, hann gerir aðeins myndir að eigin geðþótta og hann hefur fullkomna stjórn á framleiðslunni, frá fyrstu hug- mynd allt til auglýsingaplakat- anna, sem eiga að selja mynd- ina. Stanley Kubrick er ímynd þess frelsis, sem flesta leik- stjóra dreymir um. Það er þess vegna ótrúlegt, að þessi sami Stanley Kubrick hafi leikstýrt Spartacus á sínum tíma (1960), eftir að hanri gerði þá ágætu mynd Paths of Glory. Manni dettur helst í hug að þetta sé prentvilla og það er ef til vill þannig, sem Kubrick vildi sjálfur hafa það. Þar sem þessi „stórmynd“er nú dregin fram í dagsljósið á ný er ekki úr vegi að rifja i stuttu máli upp sögu Kubricks frá þessum tíma. Kubrick, sem fæddur er i Bandaríkjunum, gerði sina fyrstu kvikmynd þar, 1951, og nefndist hún Day of the Fight, heimildarmynd um boxara, 16 mínútna löng. Á næstu fjórum árum gerði hann þrjár styttri myndir og árið 1956 gerir hann sína fyrstu mynd í fullri lengd. Nefnist hún The Killing, og fjallar um rán á veðhlaupa- braut, sem er framkvæmt, meðan miluhlaup stendur yfir. I myndinni koma m.a. fram Sterling Hayden og Jay C. Flippen og kvikmyndatöku- maður var Lucien Ballard, en fram til þessa hafði Kubrick tekið allar sínar myndir sjálfur og einnig klippt þær. Gagnrýn- endur tóku þessari mynd mjög vel en Kubrick var ekki ínnan Hollywood-kerfisins, sem skellti skolleyrum við mynd- inni og Kubrick tókst ekki að afla peninga til frekari verkefna. Það var ekki fyrr en hann náði Kirk Douglas, sem samþykkti að leika í Paths of Flory, að samþykkt var að gera myndina, jafnvel þó Douglas tæki í laun ríflega 1/3 af kostnaði myndarinnar. Kubrick fékk hins vegar engin laun greidd, hvorki í þessari mynd né The Killing, þar sem hann vann algjörlega upp á prósent- ur af sýningum, en þar sem báðar myndir hlutu tak- markaða dreifingu og aðsókn, hefur Kubrick ekki fengið krónu út úr þessum myndum. Árið 1959 gekk í garð og Kubrick lifði á lánum. Hann gerði samning um að leikstýra Marlon Brando í One-Eyed Jacks, en þar fór sex mánaða vinna i vaskinn þegar Brando ákvað að leikstýra myndinni sjálfur. Kubrick kynntist því á þessum árum, hvernig Holly- wood-kerfið eyddi sköpunar- krafti kvikmyndagerðarmanna, með því að þvæla þeim fram og aftur blindgötuna. Þá kom neyðaróp frá Kirk Douglas Framleiðslan á Spartacus var komin í óefni. Kirk Douglas, sem framleiddi myndina auk þess að leika aðal- hlutverkið og réð þar með allri gerð myndarinnar og útliti hennar, hafði lent í útistöðum við leikstjórann, Anthony Mann, aðeins örfáum dögum eftir að kvikmyndatakan hófst. Dogulas bað Kubrick að taka við verkinu. í bók sinni, „Kubrick directs", segir Alexander Walk- er, að hafi nokkur atburður gert Kubrick ákveðinn í því að hafa fullkomna stjórn á mynd- um sínum, hafi það verið reynslan af að leikstýra Spartacus. Hann hafði enga stjórn á þessari mynd. Hann var aðeins launþegi, sem stjarna myndarinnar gat rekið hvenær sem var. Þrátt fyrir þessar aðstæður, virtist Kubrick sem allt ætlaði að ganga vel. Hann gagnrýndi handritið, bæði samtölin og lélega persónusköpun, og hélt, að þessi gagnrýni yrði tekín til greina. Það var hins vegar ekki fyrr en nokkuð var liðið á kvik- myndatökuna, að Kubrick varð ljóst, að hugmyndir hans um endurbætur voru að engu hafð- ar. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru ekki ljósar og Kubrick ræðir ógjarnan um þessa mynd. En samkvæmt öðr- um heimildum virðist svo sem Douglas hafi í fyrstu samþykkt breytingar Kubricks þangað til höfundur sögunnar, Howard Fast, skoðaði efni, sem hafði verið tekið upp og sagði við Douglas hvílfk heppni það hefði verið að fá jafn frábæran leikstjóra og Kubrick. Þó þetta væri sagt í góðri meiningu var ef til vill ekki rétt að koma þeirri hugmynd inn hjá aðal- manninum, stjörnunni og fram- leiðandanum, að útlit hans eig- in myndar og hugsanleg velgengni hennar væri komin undir hinum frábæra leik- stjóra. Kubrick hélt út myndina, þá erfiðu mánuði, sem eftir voru, án þess að geta nokkuð sagt um handritið og jafnframt hrædd- ur um, að ef hann hætti, mundi einhver annar gera myndina enn verri. Auk þess gerði hann sér veikar vonir um að geta betrumbætt hana aðeins í klippingunni. Hann lítur á þetta tímabil í lífi sínu sem hið erfiðasta og árangurslausasta. Hann viðurkennir að hafa í næstu mynd sinni, Lolita, vitnað nokkuð háðskt f þetta tímabil, þar sem Peter Sellers sem Quilty hvíslar: „Ég er Spartacus, frelsaðu mig.“ Þessi reynsla er sögð hafa haft mjög mikil áhrif á Kubrick og þótt flestikstjórar berjist fyrir list- rænu frelsi og fullkominni stjórn á verkum sínum, hefur enginn gert það af jafn miklum krafti og einurð og Kubrick. Framed, am. gerð 1974. Leikstjóri: Phil Karlsen. ÞÆR eru ófáar myndirnar upp á síðkastið, sem hafa fjallað um gerspillingu kerfisins og æðstu embættismanna. Skammt er að minnast myndar Pakula, The Paralax View, sem einnig var sýnd í Háskólabíói og fjallaði mjög skynsamlega um þetta efni. Því miður verður ekki sama sagt um Framed, sem er vægast sagt moðkennd mynd og mislukkuð i flesta staði. I fyrsta lagi er aðalleikarinn, Joe Don Baker, fráhrindandi persónu- leiki, og skapar alls ekki þá samúð, sem hlutverkið gefur til kynna að hann, sem fórnardýr samviskulausra pólitfkusa, eigi að öðlast hjá áhorfendum. 1 öðru lagi er vinkona hans (Conny Van Dyke) ákaflega ósannfærandi söngkona og í hæsta máta brjóstumkennan- legur persónuleiki, sem tekst aldrei að skapa lifandi augna- NORRÆN menningarvika hófst í Kópavogi í gær og stend- ur til 24. október. Til sýninga á þessari viku hefur verið.fengin danska kvikmyndin Man sku’være noget ved musikken og verður hún sýnd í Kópavogs- bíói á mánudagskvöld, 18. okt., og föstudagskvöld, 22. okt. Mynd þessi er gerð árið 1972 af Henning Carlsen, einum fremsta kvikmyndagerðar- manni Dana, og hlaut myndin mikið lof i Danmörku og þar sem hún hefur verið sýnd annars staðar, eins og t.d. í Frakklandi. Carlsen, sem mun vera einna þekktastur fyrir mynd sina Hunger (’66), (eftir sögu Hamsuns) fjallar hér um nokkrar persónur, sem sækja ákveðna ölstofu á öllum mögu- legum tlmum. Einn er slátrari, annar gluggapússari, gamlingi á eftirlaunum og fráskilin kona i ástarsorg eftir nýja viðhaldið og svo auðvitað þjónustustúlk- an og þjónninn, og pianóspilari hússins, sem leikinn er af Otto Brandenburg. Danskir gagn- rýnendur gera sér nokkurn mat úr því að telja myndina eins konar þverskurð af dönsku þjóðlífi í dag. Hver einstök per- sóna á sér draum, sem hún reynir að láta rætast, en fram- blik í leik sinum. Þegar tilfinn- ingaátökin áttu að vera hvað mest, hefði leikstjórinn Karl- son alveg eins getað klippt á freðinn þorskhaus eins og strengt og stíft andlit þessarar vesalings „leikkonu”. 1 þriðja Iagi er handritið losaralegt og efnisþráðurinn blaktir i allar áttir. Þegar Baker er leiddur í gildruna, er stolið af honum fullri tösku af seðlum. Fjórum árum sðar nær Baker töskunni úr höndum borgarstjórans, og ekki einn einasti seðill hafði verið hreyfður! Aðalglæpon- inn, Morello (borgarstjórinn), er tættur lifandi í sundur af sínum eigin Doberman-hundi, sem sýnir náttúrlega, að jafnvel hundurinn hefur fengið bak- þanka um heiðarleika hús- bónda sins! Er nokkur furða, þó einhver leiði hugann að því, hvert sé eiginlega markmiðið með þessum óskapnaði?? kvæmdir eru fyrst og fremst raup fram og til baka um það sem ætti að gera, án þess að það sé gert. Nafn ölstofunnar, Strúturinn, er þannig f fullu samræmi við hegðun persón- anna, sem biða örlaga sinna aðgerðarlausar. Jafnframt þvi að vera ádeilukennd er myndin sögð bráðfyndin, fjalla um per- sónurnar á hlýlegan, mannleg- an hátt og nokkrir danskir gagnrýnendur töldu hana bestu dönsku gamanmyndina, sem gerð hefði verið um árabil. Þeg- ar Man sku’være noget ved musikken var sýnd í Frakk- landi höfðu nokkur blöð viðtöl við Carlsen og myndarinnar var getið að góðu. Le Monde líkti myndinni við verk tékknesku leikstjóranna Formans, Menzel og Jires, og Le Nouvel Observateur likti Carlsen við Renoir og Bergman. Þetta er ekki samanburður af verri endanum og ummælin sannar- lega þess virði, að kvikmynda- áhugafólk sleppi ekki þessu tækifæri til að kanna málið og sjá um leið aðra kvikmynda- gerð danska en „Sengekents"- framleiðslu, sem einhverjir aðilar telja vera það eina af dönskum myndum, sem þjóð- inni sé nauðsyn til sáluhjálpar. SSP. SSP. Umræður f Strútnum. „Man sku’være noget ved musikken” Dönsk kvikmynd á norrænni menningarviku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.