Morgunblaðið - 17.10.1976, Page 36
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
B>»V0unbIflí>ií>
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1976
Reykjavík:
Fjölgun íbúanna
er hæg, en meðal-
aldur fer hækkandi
t NVtJTKOMINNI Arbók Reykja-
vfkur fyrir 1976, sem Hagfræði-
deild borgarinnar vinnur, skipa
upplýsingar um mannfjölda mik-
ið rúm, enda eru þær helzti
grundvöllur viðmiðunar, þegar
mat er lagt á stöðu eða kjör
borgarbúa, hvort heldur er
innbyrðis eða f hlutfalli við þá,
sem búa annars staðar, eins og
segir f bókinni.
Sérstaka athygii vekur annars
vegar hæg fjölgun og hækkandi
meðalaldur Reykvíkinga og hins
vegar fremur ör fjölgun og lágur
meðalaldur íbúa flestra grann-
sveitarféiaga Reykjavíkur. Þessi
einkenni má að talsverðu leyti
rekja til flutningsáhrifa og þeirra
gætir einnig í samanburði á
búsetu í gömlum og nýjum hverf-
um segir þar.
Á árinu 1975 er íbúatalan á
landinu alls 219.033, þar af búa í
Reykjavík 84.856. Hafði fjölgað
um 84 í Reykjavík frá árinu áður
miðað við 2405 manna fjölgun á
landinu öllu.
í Reykjavík eru borgarar 67 ára
og eldri samtals 8.093, en á öllu
landinu búa samtals 17.515 eldri
en 67 ára. Á einu ári hafði fólki á
þessum aldri fjölgað um 446 á
landinu, og þar af komu 252 á
Reykjavák eða meira en helming-
ur. íbúum Reykjavíkur fjölgaði
því alls um 84, en öldruðum
fjölgaði um 252 á sama tíma.
Hefur þv yngri Reykvíkingum
fækkað milli áranna 1974 og 1975.
Það kemur einnig fram í Árbók-
inni, að hlutur Reykjavikur af
íbúafjölda landsins hefur farið
vaxandi fram um 1960, þegar
Reykjavík var komin með 40,84%
af öllu landinu, og stóð siðan
nokkuð í stað næstu árin. Hlutur
Reykjavíkur hefur síðan 1964 far-
ið stöðugt minnkandi og var á
árinu 1975 orðinn 38.74%.
Hass
fannst
í bíl
LÖGREGLUMENN úr um-
ferðardeild Reykjavfkurlög-
reglunnar, Eiður Eiðsson og
Eirfkur Beck, stöðvuðu f fyrri-
nótt bifreið f Öskjuhlfð. Þótti
ástæða til að athuga öku-
manninn nánar. Var hann
færður á lögreglustöðina vegna
gruns um neyzlu ffknilyfja. 1
bfl mannsins, sem er 25 ára,
fundust fíkniefni, 2—3 grömm
af hassi og eitthvað magn af
amfetamfr.dufti. Kvaðst maður-
inn hafa keypt fíkniefnin fyrir
utan veitingastaðinn Tjarnar-
búð f Reykjavfk.
Að lokinni yfirheyrslu í fyrri-
nótt var maðurinn færður í
fangageymslur lögreglunnar og
í gærmorgun var maðurinn svo
tekinn til yfirheyrslu hjá fíkni-
efnadeildinni. Um helgar er
lögreglan með strangt eftirlit i
höfuðborginni. í fyn nótt voru
t.d. 14 lögreglubílar við eftirlit
og voru tugir bíla stöðvaðar og
athugað hvort ökumenn hefðu
neytt áfengis. Fjórir ökumenn
voru teknir vegna grvns um
ölvun við akstur og einn vegna
gruns um fíkniefnaneyzlu, en
það er frekar sjaldgæft að
menn séu teknir af þeim ástæð-
um i umferðinni.
Eiríkur Beck með hass-
molann, sem fannst við
leit f bflnum.
Ljósmynd Friðþjófur
Aðsúgur gerður að lög-
reglunni í miðbænum
Fylgst med
ölvun unglinga
LÖGREGLAN f Keflavfk og
barnaverndarnefnd staðarins og
nágrannabæja gengust á föstu-
dagskvöld fyrir sérstöku eftirliti
með ölvun unglinga við félags-
heimilið Stapa f Njarðvfkum og f
nágrenni staðarins.
Að sögn Hauks Guðmundssonar
rannsóknarlögreglumanns þurfti
lögreglan að hafa afskipti af 10
unglingum vegna ölvunar. Voru
þeir fluttir til síns heima. Sagði
Haukur að þetta væri f 4. skipti,
sem lögreglan og barnaverndar-
nefndir gengjust fyrir slíkum
eftirlitsferðum. Sagði Haukur að
ástandið hefði stöðugt farið batn-
andi og hefði verið með albezta
móti í fyrrakvöld, hverju sem það
væri að þakka.
20 unglingar fluttir heim til sín vegna ölvunar
„ÞÁÐ VAR færra fólk f miðbæn-
um en um sfðustu helgar, 3—400
manns þegar mest var. Þetta voru
eldra unglingar en áður, ölvun var
meira áberandi og meira um
slagsmál. Við tókum sérstaklega
eftir þvf að slagsmálamenn, jafn-
vel austan úr sveitum, eru farnir
að safnast þarna saman og ég ótt-
ast að þarna geti orðið hálfgerðar
götuóeirðir um helgar, ef ástand-
ið breytist ekki,“ sagði Erlendur
Sveinsson, varðstjóri á mið-
borgarstöð lögreglunnar f samtali
við Morgunblaðið f gær.
Landsmönnum hefur orðið tíð-
rætt um ástandið á svo nefndu
„Hallærisplani“ í miðborg
Reykjavíkur undanfarnar helgar.
Minna
af rjúpu
Erlendur sagði að með opnun
Tónabæjar hefðu yngstu aldurs-
flokkarnir horfið úr miðbænum,
en vandamálin væru þau sömu og
áður og jafnvel verri. „Það var
mikið um ólæti og slagsmál i
fyrrinótt og þegar lögreglan ætl-
aði að skerast í leikinn var gerður
aðsúgur að henni og f 'nokkrum
tilfellum voru höfuðföt tekin af
lögreglumönnum og þeim grýtt
langar leiðir," sagði Erlendur. Að
sögn Erlends voru 15 lögreglu-
menn á vakt í miðbænum f fyrri-
nótt og fyrrakvöld og varð að
kalla á aðstoð um tíma vegna
óláta.
Lögreglumenn þurftu að flytja
20 unglinga heim til sín úr mið-
borginni vegna ölvunar. Voru
þetta unglingar á aldrinum
14—16 ára. Sumir þeirra voru
ofurölvi. Nefndi Erlendur sem
dæmi, að þeir hefðu haft afskipti
af 14 ára stúlku, ofurölvi, sem bar
sig mjög illa. Hún átti að fermast
á sunnudaginn.
Það fólk, sem safnaðist fyrir í
miðbænum, var flest á aldrinum
14—20 ára.
RJCPNAVEIÐI hófst á föstudag-
inn. Að sögn Hafsteins Ólafssonar
f Fornahvammi, héldu 20 skyttur
til veiða frá Fornahvammi á
föstudagsmorgun f ágætu veðri.
Veiddu þeir samtals 130 rjúpur,
og sá sem flestar fékk skaut 17
rjúpur. Að sögn Hafsteins telja
veiðimenn að ekki sé eins mikið
Framhald á bls. 35
ÞESSI ungi piltur lá ofurölvi f
Lækjargötu aðfararnótt laugar-
dagsins. Hann hafði fallið á gang-
stéttina og hlotið höfuðmeiðsl.
Lögreglukonur hlynna að honum
á meðan beðið er eftir sjúkrabfl
og fyrir aftan má sjá annað ung-
menni spila létt lög á gftar. Við-
stöddum þótt það Iftt viðeigandi,
eíns Og ástatt var. I.jósmynd Friðþjófur
BANASLYS varð í Ishúsi Hafnar-
fjarðar við Strandgötu s.l. föstu-
dagskvöld. Sextugur maður féll
úr stiga og hlaut bana af. Ekki er
hægt að birta nafn mannsins að
svo stöddu, þar sem ekki hafði
náðst f alla ættingja hans f gær.
Slysið varð um klukkan 20.30.
Maðurinn var að vinna við vél-
gæzlu f frystihúsinu. Hafði hann
reist stiga upp við vegg og var að
vinna f honum í þriggja metra
hæð. Skyndilega sporðreistist
stiginn og féll maðurinn niður á
steinsteypt gólfið. Lenti hann á
höfuðið, og er álitið að hann hafi
látizt samstundis. Áverkar voru á
höfði og hálsi.
Umræddur maður er fæddur
1916. Hann var búsettur í Hafnar-
firði og hafði unnið í áratugi hjá
Ishúsi Hafnarfjarðar. Maðurinn
var einhleypur.
Ný loðnumið
fundin út af
Straumnesi
GOTT veður var komið á loðnu-
miðunum úti fyrirVestfjörðum f
fyrrakvöld og voru tveir bátar á
miðunum auk rannsóknaskipsins
Bjarna Sæmundssonar. Báðir
bátarnir, Guðmundur RE og
Hrafn GK, fengu dágóðan afla, en
sem fyrr var loðnan í frekar smá-
um torfum og var erfið viðureign-
ar.
Bjarni Sæmundsson leitaði
loðnu nokkru norðar og á svæðinu
um 50 sjómílur rétt vestan við
norður af Straumnesi fann skipið
mikið loðnumagn. Héldu báðir
bátanna á þau mið í gær, en spáð
var góðu veðri á þessum slóðum i
nótt.
Banaslys í
Hafnararði