Morgunblaðið - 05.12.1976, Síða 17

Morgunblaðið - 05.12.1976, Síða 17
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1976 49 Bók Reiners Kunze, „Ár- in yndislegu“, var stungið að mér, þegar áður en hún kom á markaðinn. Um Ieið var mér ótvírætt gefið f skyn, að ég væri f þann veginn að fara að lesa „Solzhenitsyn Þýzka alþýðulýðveldisins“. Sú athygli, sem þessi bók og höfundur hennar hafa vakið hjá okkur og i Austurþýzkalandi sfð- an, virðist hafa réttlætt þessi orð. 1 bók sinni lýsir Reiner Kunze með mestu hógværð aðstæðum og stöðu barna og unglinga f Austur- Þýzkalandi. Þessi skáldlega og dapurlega lýsing var gefin út á Vesturlöndum og henni var tekið í senn af undrun og skilningi — þó að það væri ekki einvörðungu vegna bókmenntalegra kosta rit- verksins. Vegna þessarar bókar var Kunze svo vikið úr rit- höfundasambandi Þýzka alþýðu- lýðveldissins, og hann var meira að segja stimplaður sem óvinur lýðveldisins. Það var fyrst eftir það, sem ég hitti hann — í Austur-Berlín. En hann kemUr ekki þannig fyrir, eins og hægt er að fmynda sér ríkisóvin eða uppreisnarmann. Hann er fremur meðal hinna hóg- værari manngerða. Ég kannaðist þegar við margt, sem einkenndi hann, af frásögnum annarra, eins og til dæmis hin „bliðlegu, bláu augu“, en með þeim reikar hann — eins og eitt vestur-þýzkt blað komst að orði — tímunum saman um Þýringaskóga í heimabyggð sinni. Hann hafði lagt af stað frá Greiz f Thiiringen klukkan fimm um morguninn til að mæta á rétt- um tíma f Austur-Berlfn. Hann sagðist hafa átt von á þessum Iátum út af bók sinni, en ekki óskað eftir þeim. Sér hafi aldrei dottið f hug að líkja sér við Solzhenitsyn: „í fyrsta lagi held ég, að tilfinningar mfnar fyrir stærðarhlutföllum séu enn óskertar. 1 öðru lagi hef ég átt því mikla láni að fagna að hafa ekki orðið að þola það, sem á Solzhenit- syn hefur verið lagt. Þýzkaland var ekki Rússland, og Þýzka alþýðulýðveldið er ekki Sovétrík- in. 1 þriðja lagi er um pólitízka baráttu að ræða hjá Solzhenitsyn, en hún er mér víðsfjarri." Með skrifum sfnum vill hann ekki hafa pólitízk áhrif, hann reynir ekki að ala neinn upp. „Bók mín er alls ekki áróðursbæklingur," segir hann, „hún ræðst ekki á neinn. Ég er alls ekki óvinur lýð- veldisins. Ég er óvinur lyginnar.“ Hið pólitfzka í bókmenntum er hið pólitíska í þeim veruleika, sem bókmenntirnar fjalla um. Hann er ekki að skrifa til þess að beina sósfalismanum inn á þá braut með skrifum sfnum, sem hann álftur rétta. Hann býst ekki við að geta breytt neinu. Ef til vill trúir hann yfirleitt ekki á mögu- leikana á breytingum. Þannig er honum Albert Camus nærtækari en Karl Marx. „Að lifa og horfast i augu við tómið, að vilja vera maður í vitundinni um fjarstæðu þessarar tilveru, að reynast vera rnaður." Hvers vegna skrifar hann þá? Af því að hann telur sig ekki á annan hátt betur geta sigrast á því, sem mest hafi fengið á sig, hvort sem það er eigin reynsla eða annarra. Þess vegna eru hon- um skriftir lífsnauðsyn. En það er ekki sjálfslækning við sjálfs- elsku: „Með skrifum mínum er ég að reyna að nálgast andlega fólk, sem ég ekki þekki.“ En það hefur sínar afleiðingar. Heima hjá honum er ekkert lát á gestagangi. Oft koma þeir langt að með svefnpoka og ræða við hann langt fram á nætur. Þeir hafa svo áhrif á sköpun nýrra verka, en birting þeirra eykur svo enn streymi aðkomufólks. Oft flýr hann í þakherbergi bóndabæjar f nágrenni Greiz til að fá næði til að skrifa. Hann leigir það fyrir tutt- ugu mörk á mánuði. Þo að „Árin yndislegu" ( „Die wunderbaren Jahre“) hafi aðeins komið út á Vesturlöndum, fær hann daglega fjölda bréfa frá borgurum í Þýzka alþýðulýðveldinu, sem þakka hon- um fyrir bókina leita ráða hjá honum. Reiner Kunze Greiz 1962. Eftir innrás Varsjár- bandalagsríkjanna í Tékkóslóva- kíu sagði hann sig úr Flokknum. Kona hans er tannlæknir og hefur sérmenntun á sviði tann- lækninga og er í rauninni mjög eftirsóttur starfskraftur, en þó hefur hún enga möguleika á að komast áfram í Þýzka alþýðulýð- veldinu. Dóttir hans, tvftug, talar fimm tungumál: tékknesku eins vel og þýzku, rússnesku, ensku og frönsku. Vegna föður sfns varð hún að víkja úr háskólanum og starfar nú sem aðstoðarstúlka á pósthúsi. Hann er þannig eins konar prestur fyrir heiðingja, segir hann. Einhver skrifaði honum, að það, sem hann skrifaði, fyllti menn ekki hörku, heldur við- kvæmni. „Skiljið þér það? spurði hann mig. „Hið ósagða orð, sem er aðeins tilfinning, það verður eit- ur. Það leiðir til þess, sem mér er borið á brýn að valda — beizkju og þvermóðsku.“ Ráðþrota mönn- um ræður hann að taka óspart til starfa, „en öðrum að láta aðra verða vara við hlýhug þeirra, þeim til hjálpar." Þetta hljómar mjög kristilega. HoYium finnst, að það sé mann- legt. „Menn fá það stöðugt stað- fest, að menn eigi að vera hér vegna annarra, að við þörfnumst hver annars. Fyrir mig er það mikil gæfa að mega lifa fyrir aðra.“ „Kastið honum út!“ Hann tekur sem dæmi bekk tuttugu nemenda, sem hann er að gera ljóst, hverjum hann vilji lið- sinna og fylgja: ekki þessum tveimur á flokkslfnunni, hinum ofstækisfullu, sem eru reiðubúnir að fremja ranglæti í nafni hinnar hreinu kenningar. Ekki þessum sextán makráðu, tækifærissinn- unum, heldur þeim tveimur af þeim tuttugu, sem hafa varðveitt frjálsa hugsun, einnig með þeirri áhættu að missa allt fyrir þá sök. Þeirra vegna ætlar Reinar Kunze að vera um kyrrt í Þýzka alþýðu- lýðveldinu og skrifa. En hvort honum auðnast það, er ekki víst. Menn hafa sagt honum frá verkamannafundum, þar sem hafi verið ráðizt á hann sem mann, sem njóti sérréttinda, sem einn þeirra, sem alltaf megi ferð- ast til Vesturlanda og eigi meira að segja íbúð þar og eyði þar sumarleyfi sfnu með fjölskyld- unni. Slfkum manni veiti svo ríkið einnig enn eina fbúð. Hin rökréttu viðbrögð verkamanna eru: „Kastið honum út!“ 1 raun- inni hefur Kunze hingað til mátt ferðast til Vesturlanda, enda þótt það hafi verið mjög sjaldan, en um „sumarleyfi með fjölskyld- unni“ eða nokkra íbúð hefur aldrei verið að ræða 1 fjórtán ár hefur hann búið í tveggja og hálfs Austur-þýzka skáMið Reiner Knnze - eftir Marlies Menge herbergis íbúð í Greiz, sem hann hefur haft á leigu. Kunze er verkamannssonur, forfeður hans voru námumenn og sjálfur átti hann að verða skó- smiður. Sem ungur piltur í menntaskóla og síðan i háskóla (þar sem hann stundaði nám í heimspeki og blaðamennsku) var hann ríkinu þakklátur fyrir að hafa bjargað sér út úr þeim kring- umstæðum, sem hann var fæddur í. Á þeim tfma urðu til kvæði, sem hann kallar núna „smíði afvega- leidds manns frá skáldskapar- legu, heimspekilegu og hug- myndafræðilegu sjónarmiði“. Hann var í fjögur ár aðstoðar- kennari við háskólann, og á þeim tíma hófust vonbrigðin, hann tók að fyrirlíta hina hugmyndafræði- legu ítroðslu. Skömmu áður en hann varð doktor, hætti hann störfum við háskólann af þessum sökum og vildi heldur vinna sem aðstoðarmaður á verkstæði. Konu sinni, sem er tékknesk, kynntist hann gegnum bréf. Hú hafði beðið hann um kvæði, sem hún hafði heyrt í útvarpinu. Ur þessu eina bréfi spruttu skipti á fjögur hundruð bréfum. Kvöld nokkurt hringdi hann svo til hennar og spurði hana, hvort hún vildi giftast sér. Meðan þau biðu eftir leyfi til giftingar, dvaldi hann hjá henni í Tékkóslóvakíu. Þar sneri hann tékkneskum kvæðum á þýzku. Hans eigin ljóð komu út f Tékkóslóvakíu á tékk- nesku. Þannig var það eðlilegt, að honum fyndist hann tengdur þessu landi, einnig eftir að hann fluttist aftur með konu sinni til En þó vill Kunze vera áfram f Austur-Þýzkalandi. „Hér hef ég alizt upp og búið í fjörutíu ár, og annað kemur ekki svo auðveld- lega í stað þess,“ segir hann. „En ef það af einhverjum ástæðum verður óhjákvæmilegt, að ég fari héðan, og svo fari, að ég geti ekki skrifað lengur án þeirra mann- legu samskipta, sem ég bý við hér, þá sæi ég samt ekki eftir því að hafa skrifað þær bækur, sem hafa verið mér svo mikils virði.“ í því tilviki myndi hann ekki flytjast til neinnar glæsilegrar stórborgar Sambandslýðveldisins, heldur einhvers staðar úti á landi eða í smábæ. Og hann er viss um, að einnig hér myndi hann finna nóg af fólki, sem hann gæti hjálpað með því, sem hann skrifar. Ekki segja það, sem maður hugsar ekki Hann ætlaði aðlesa upp f kirkj- um í Austur-Þýzkalandi f lok október, en nú hefur hann afboð- að þá upplestra. Ekki af ótta við frekari vandræði, heldur „vegna ábyrgðar gagnvart mörgu ungu fólki, sem hefði getað orðið að þola afleiðingar þess að hafa farið til að hlýða á upplestrana — og vegna ábyrgðar gagnvart því svig- rúmi frelsis, sem kirkjur Þýzka alþýðulýðveldisins veita þessu unga fólki. Og auk þess vil ég sýna fram á, að mönnum skjátl- ast, ef þeir halda, að ég hafi haft það í hyggju að lesa í skini hinna hryggilegu elda í Zeitz eða jafnvel f kastljósi því, sem Wolf Bier- mann, sem ég hef í hávegum sem skáld, varpaði á frammistöðu sína f kirkju I Prenzlau f blaðinu „Spiegel". Kirkjur í Þýzka alþýðulýðveld- inu segir hann, að séu alls ekki athvarf gagnbyltingarsinna. Ungt fólk, sem hittist þar, séu ekki á móti rfkinu, sem það býr f. Margt af því kemur alls ekki af kristi- legri sannfæringu, heldur til þess, eins og Kunze lýsir i bók sinni, að „þurfa ekki að segja það, sem það hugsar ekki“. Eftir samtal okkar hélt Reinar Kunze beint afturtil smábæjarins- Greiz í Thtiringen. — svá — þýtt úr „Die Zeit“ DIE ZEIT TINNI OG HÁKARLA- VATNIÐ Þegar hún sá Tinna og Hákarlavatnið varð hún hrædd af því að hún er bara fimm ára. Hún var búin að segja: Pabbi, ég er hætt að vera hrædd við Ijótu kallana í bíó. En þegar nauðlenda varð flugvélinni á fjallstindi, prófessorinn hóf sjónhverfingar sínar, Tinni lokaðist inni í hellinum, steluþjófarnir stálu krökkunum og feiti kallinn kveikti í vindlinum áður en hann gaf ógnvænlegar skipanir var henni nóg boðið. DANS- KVÆÐI UM BIER- MANN Dann bin ich der preussische Ikarus mit grauen Flúgeln aus Eisenguss . . Wolf Biermann. Þú ert kommúnisti og kveður við raust. Það er kvíði í strengjum og komið haust. Samt finnurðu hugmyndum farveg til okkar meðan fallvaltur heimur i tryllingi rokkar og lagið þitt flýgur sem fugl yfir engjum, það er kvíði í strengjum og komið haust. En alþýðulögreglan leikur á gítar og lemur gaddavírsstrengi til hlítar óhrædd og endalaust. Það er kvíði í strengjum og komið haust. En þú bíður færis að finna fúinni rót þrjósku og dagdrauma þinna þela í jörðu, en múrinn er grjót gaddavír sement og grjót. Þú ert kommúnisti og kveður við raust og kveður þinn galdur endalaust, kveður og syngur kliðandi tóna þó komið sé haust, trúður og temjari Ijóna, þau tryllast af æði við fórnir og blót, en sirkustjaldið er svikuil hringur þú ert svikinn þar endalaust, það er kvíði í engjum og komið haust og gaddavírsmúrinn er grjót. Og lagið flýgur sem fugl af strengjum, vísnasöngvarans vinahót. nóv. 76. Matthías Johannessen. Hún sneri sér undan. meðan Hákarlavatnið flæðir yfir okkur frá vestri og austri. Hún sá alvöru leiksins sem hinir sáu ekki. í hennar augum er Hákarlavatnið til. Hákarlavatninu er skipt í tvennt: öðru megin er eins konar frelsi þar sem allir skemmta sér, hinu megin er alþýðulýðveldi og þangað er ekki auðvelt að komast. xr Sum fimm ára börn hafa jafnvel lært að vera ekki hrædd. Jóhann Hjálmarsson. ^ Hergé hefur líklega verið fimm ára þegar hann samdi þessa Tinnabók og Hákarlavatnið hefur verið honum alvara. Nú heldur togstreitan áfram á Torgi hins himneska friðar, en það er ekki vandalaust að muna kínversku nöfnin ' og best að gleyma þeim Þegar Hergé var ungur samdi hann Tinnabók sem gerist í Kreml og lýsir valdabaráttunni þar. Hergé var forspár. En bókin hefur ekki verið prentuð í bókaflokknum um Tinna til þess er hún of ungæðisleg. Að vetr- arlagi eftir Bjarna Sigurðsson frá Mosfelli í þessu laufi hefir sólskin og regn og vindar leikið sér sumar- langt. Á meðan hló það við himininum, en kærði sig kollótt um jörðina. Þeir sitja saman á garðveggnum stóri baksvipur- inn og litli baksvipurinn. Þeir hafa setið hérna tímunum saman, og lengi vel áttaði ég mig alls ekki á, hvað þeir höfðu fyrir stafni; þeir töluðust við. Sumt segja þeir með orðum, sumt með þögn, en mest þó með óskýrgreindu móti handan orðs ogþagnar. Þessar stillur, sem tóku sumarið sér við hönd og leiddu það inn I veturinn, svo að enginn veitti því athygli að haustnætur eru löngu gengnar hjá, verða nú skemmtilegar af- lestrar í ókyrra baksvipnum og lotna baksvipnum og skapa undirleik við yfirbragð þeirra. Núna á hljóðum degi í gor- mánuði kúra blöðin sig hvert að öðru I saggafullum bing við garðvegginn. Og þeir horfa i laufþyrpinguna, hvar hún liggur og á sér enga gleði hvað þá heldur metnað framar. Það er undarlegt, hvað þeir una sér þarna þessir tveir bak- svipir, svo óllkir sem þeir þó eru, og horfa I rotnandi binginn. Og lífsreyndi bak- svipurinn hugleiðir, hvað á daga laufsins hafi drifið. Og einhvern tíma á úteyktum spyr lotni baksvipurinn bak- svipinn, sem iðar í skinninu, hvort honum standi nokkur stuggur af rökkrinu, og kampa- káti baksvipurinn anzar bogna baksvipnum engu, því að hann skilur ekki til fulls, hvert hann er að fara. En herðibreiði bak- svipurinn hallar sér að honum: Taktu þétt í höndina á mér, barnið mitt. Hokni baksvipurinn minnist bjartra sólskinsnátta aftur i fjarskanum, eða var það kannski á liðinni skerlu? Þá mátti heyra laufið spretta, og þrestir flögruðu milli kvista .eftirvæntingarfullir. Einhvern tíma á hlýjum morgni tók það að ilma eftir regn, og ölvun laufsins smó inn I vitundina fram hjá farvegi skilningarvit- anna. Kannski var það þá ekki einu sinni orðið áþreifanlegt. En þarna var það engu að síður líkt og draumur, sem rætist í svefnrofunum. Og mig er nú kannski hætt að dreyma, blómið mitt, nema þá drauma, sem eiga sér enga ráðningu siðan í vor. Þú svona pervisinn og frábitinn veru- leikanum ert raunar eina stað- reyndin, sem ég viðurkenni á þessum seinustu dægrum. Og það dregur ský yfir álúta bak- svipinn á garðveggnum, en bjartsýni baksvipurinn stækkar og finnur til sín. Þau voru eitthvað að tala um, að það væri óþrifnaður að öllu þessu laufi hérna í garðinum. En ég skal segja þér, að vonir minar sem sveimuðu innan um andvarann og léku sér I hári hans á björtum vordægrum, eru nú aftur komnar til baka og kúra sig í þessum sölnaða bing. Mestur er hann horfinn út í buskann, en þetta, sem dottar i kvöldgolunni, vill fá að sam- einast moldunni til að spretta aftur upp handa nýjum baksvip á nýju vori. Og litli baksvipur- inn heldur áfram að réttast i seti, meðan ihuguli baksvipur- inn hefir lækkað og gengið saman. 1 legstað hvers bjargs, sem ég hóf úr urðinni, spruttu reynir og björk og þúsundir grasa. Ekki getur þú ímyndar þér, hve þær voru aumkunarverðar og ósjálfbjarga hrislurnar, sem ég gróðursetti hér um vor löngu áður en heimurinn var skapaður, þinn heimur. Endur fyrir löngu, þegar börnin mín fæddust, gróðursetti ég eins margar hríslur og ég komst með góðu móti yfir á næsta vori. En timinn gekk hjá, oft með fangið fullt af gjöfum, en stundum fór hann ránshendi um garðinn minn. Og þú sérð litlu hrislurnar við suðurgaflinn. Þær hafa bætzt við ein og ein við burtför vina minna nú, þegar degi hallar. Og nú er ég orðinn hluti af þessum laufbing, sem er að hverfa til að taka að sér nýtt ætlunarverk. En mundu mig um það; þegar þú gengur hérna um að vori, dengsi minn, að feta þig varlega um handar- verkin hans afa, sem bregða sér I nýtt hlutverk nú til að geta glatt þig seinna. Og ibyggni baksvipurinn þegir langa lengi og sýnist horfa gegnum kot- roskna baksvipinn. Og aldrei var vist, hvort það var bogni baksvipurinn eða sölnað laufið, sem hvislaði þvi inni I hugskoti beina baksvipsins, að örlög gamla baksvipsins mundu líka Framhald á bls. 5 1.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.