Morgunblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977 31 Leyfðar bifreiðastöður á 6 nýjum stöðum í miðbænum UMFERÐARNEFND Reykjavík- ur hefur nýlega samþykkt ad heimila bifreiðastöður á 6 stöðum I miðborginni og nágrenni, þar sem bifreiðastöður hafa verið bannaðar fram til þessa. Var ákveðið að setja upp stöðumæla á þessum stöðum og bætast þannig við 42 nýir stöðumælar. Að sögn Guttorms Þormars, yf- irverkfræðings hjá Reykjavíkur- borg, á ákvörðun umferðarnefnd- ar fyrst og fremst rætur að rekja til breyttra aðstæðna á umrædd- um stöðum, frá þvi bann við bif- reiðastöðum var sett á. Þannig hefur verið ákveðið að setja upp 7 stöðumæla I Ingólfsstræti gegnt Gamla bfói, en þar voru bifreiða- stöður bannaðar á sinum tima vegna umferðar strætisvagna, en bannsins er ekki þörf lengur, þar sem strætisvagnar aka ekki leng- ur um götuna. í Naustunum, milli Hanfarstrætis og Tryggvagötu verða settir upp 6 stöðumælar, i Xryggvagötu að vestanverðu, við Hamarshúsið verða settir upp 7—8 stöðumælar, f Garðastræti austanverðu, milli Ránargötu og Vesturgötu verða gerð 6 stæði með stöðumælum, I Kirkjustræti, frá Thorvaldsensstræti að Tjarnargötu, gegnt Landssima- húsinu, verða settir upp 9 stöðu- mælar og loks verða settir upp 6 stöðumælar f Bergstaðastræti austanverðu, við Skólavörðustíg- inn. Nýlega afhenti Grfmur Laxdal, framkvæmdastjóri Radfobúðarinnar f Skipholti, kaupanda að 2000. hljómtækjunum af gerðinni Crown, verðlaun, sem voru tölvuúr af gerðinni Microma að verðmæti 30 þúsund. Verðlaunin hlaut Ingibjörg Bjarnadðttir sem sést hér taka við úrinu af Grfmi Laxdal. Stórbruni varð f vöruhúsi einu á Manhattan f New York s.l. laugardag. Bruninn var hinn skæðasti sem orðið hefur í borginni í átta ár. „Ríkur er reyklaus maður” Fyrstu verdlaun í samkeppni um varnarord gegn reykingum Krabbameinsfélag Reykjavíkur veitti síðast- liðið haust þrenn verð- laun til samkeppni meðal skólabarna um varnaðar- orð gegn reykingum. Fyrstu verðlaun i þessari keppni hlaut Róbert Helgason á Breiðdalsvík fyrir setninguna „Rikur er reyklaus maður“. Fékk hann í verðlaun segulbandstæki. Önnur verðlaun í keppninni hlaut Ágústa Heiðar Hlíðaskóla i Reykjavik fyrir „Við lifum án þín, þú Nikótín" og þrióju verðlaun voru veitt Guð- rúnu Ólafsdóttur Gagn- fræðaskóla Keflavikur fyrir „Reykingamaóur. Hvaða rétt hefur ÞÚ til að eitra loftið, sem er lífs- nauðsyn MÍN?“ Þátttaka i þessari sam- keppni var mjög góó og bárust alls á áttunda hundrað tillögur frá grunnskólanemendum um land allt. Allir verð- launahafarnir eru 13 ára að aldri og auk þeirra þriggja, sem verðlaunuð voru, komu fram margar aðrar athyglisverðar til- lögur. Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Krabba- meinsfélag íslands hófu í október síðastliðnum út- gáfu á nýju blaði, sem er fyrst og fremst helgað samtökum ungs fólks gegn reykingum. Blað þetta, sem nefnist Tak- mark, er í vetur sent ókeypis öllum 12 og 13 ára börnum á landinu og afhent i skólunum. í síð- asta tölublaði Takmarks er greint frá nýrri verð- launasamkeppni og er þátttaka heimil öllum nemendum á grunnskóla- stigi. Svara skal 10 spurn- ingum um tóbak o.fl. Margir iðnaðarmenn með lausa samninga GUNNLAUGUR Snædal, formaður Krabbameinsfélags Reykjavfkur, afhenti verðlaunin f sa'mkeppn- inni um varnaðarorð gegn reykingum. Fyrir hönd Róberts Aðalsteinssonar tók vinur hans, Smári Helgason, við 1. verðlaununum, vönduðu segulbandstæki. Hinir verðlaunahafarnir, Ágústa Heiðar (f miðju) og Guðrún Olafsdóttir (lengst til vinstri) hlutu útvarpstæki. TALSVERÐUR samdráttur er um þessar mundir f atvinnu hjá iðn- aðarmönnum. Atvinna iðnaðarmanna ræðst á vetri hverjum mjög af tíðarfarinu og hafa tslenzkir aðalverktakar nýlega sagt upp 25 trésmið- um, en hvort til þess kemur að þeir hætti hjá fyrirtækinu fer svo eftir tfðarfarinu. Hjá Breiðholti hf. var 20 trésmiðum sagt upp um sfðustu mánaðamót og eru þeir með lausa samninga um næstu mánaðamót. Sagði Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri Breiðholts f samtali við Morgunblaðið f gær að verið væri að fhuga uppsagnir á 60 iðnaðar- mönnum til viðbótar og væri ástæðan til þessa sú að flest verkefni þau, sem fyrirtækið væri með væru nú á lokastigi, en Breiðholt er eitt af stærstu byggingarfyrirtækjum á landinu og þar starfa nú um 180 iðnaðarmenn. Benedikt Davfðsson hjá Lands- sambandi byggingarmanna sagði Morgunblaðinu f gær að allmikið hefði verið um það að undanförnu að iðnaðarmönnum hefði verið sagt upp og væru margir iðnaðar- menn nú með lausa samninga. Samanborið við siðastliðinn vet- ur, sagði Benedikt að ástandið væri verra í atvinnumálum iðnaðarmanna nú. Bæði væri það að byggingarfyrirtæki hefðu ekki mikil verkefni og auk þess haml- aði fjárskortur mörgum fyrir- Vagnstjórar SVR berj- ast fyrir nagladekkjum 74 af liðlega 100 vagnstjórum Strætisvagna Reykjavfkur hafa sent Morgunblaðinu undirskrifta- lista þar sem þeir staðfesta álykt- un, sem samþykkt var á fundi vagnstjóra 19. desember sfðastlið- inn. I þeirri ályktun var bent á „þá geysilegu hættu, sem skapast f umferðinni, þegar allt að 50 stórir strætisvagnar eru f umferð- inni algjörlega vanbúnir til akst- urs f hálku.“ Vilja vagnstjórarnir með undirskrift sinni leiðrétta orð stjórnarformanns SVR, sem mun hafa dregið f efa að um almennan vilja vagnstjóra hafi verið að ræða, varðandi samþykkt þessarar ályktunar. Eins og áður sagði voru það 74 vagnstjórar sem stóðu að undir- skriftalistanum. 1 viðtali við Morgunblaðið í gær sögðu þeir Sigurður Gislason og Trausti Gunnarsson, sem báðir eru vagn- stjórar, að I nokkra af vagnstjór- um SVR hefði ekki náðst, enda væri unnið á þriskiptum vöktum, og nokkrir hefðu ekki viljað skrifa undir þennan lista af ýms- um ólikum ástæðum. Sögðu þeir Sigurður og Trausti að undanfarið hefði saltburður á götur Reykjavikur aukizt talsvert, en hvergi nóg væri þó enn gert til að auka öryggið. Sögðu þeir að brýna nauðsyn bæri til að búa strætisvagnana nagladekkjum, annað væri óforsvaranlegt. Bentu þeir á, að strætisvagnar Kópavogs væru búnir nagladekkjum og hafa vagnstjórar i Kópavogi lýst yfir stuðningi við aðgerðir vagn- stjóra I Reykjavík og baráttu þeirra fyrir að auka öryggið í um- ferðinni með því að búa vagnana nagladekkjum. Siðastliðinn laugardag var erfið færð um götur Reykjavíkur og sögðu þeir Sigurður og Trausti, að 8 vagnar hefðu annaðhvort lent i árekstrum eða orðið að stöðva á Laugaveginum vegna erfiðrar færðar. — Ef ekki á að búa al- menningsvagnana fullkomnum tækjum, hvaða bifreiðar þá, spurðu þeir Sigurður og Trausti. — Ef vagnstjórarnir sjálfir geta ekki dæmt um hvað er nauðsyn- legt fyrir öryggi vagnanna i um- ferðinni, hverjir eru þá betur færir um það?, sögðu þeir félagar að lokum. tækjum. Aðspurður sagði Benedikt að Landssambandið og stéttarfélög iðnaðarmanna reyndu að halda uppi einhverri atvinnumiðlun, en það gengi ekki vel á þessum tima árs. Gripu margir iðnaðarmenn því til þess að fara á vertíð að vetrinum, þegar minnst væri að gera í iðn þeirra. Ingólfur Finnbogason hjá ís- lenzkum aðalverktökum sagði i gær að 25 trésmiðum hefði verið sagt upp og yrðu þeir með lausa samninga um næstu mánaðamót. Ljóst væri að um einhverja fækk- un iðnaðarmanna yrði að ræða hjá fyrirtækinu, en hvort allir þeir 25, sem sagt hefði verið upp, hættu myndi ráðast að miklu leyti af tiðarfarinu. Sigurður Jónsson hjá Breiðholti sagði að ekki væri séð fyrir end- ann á þvi hve margir starfsmenn yrðu látnir hætta hjá fyrirtækinu. Þegar hefði 20 trésmiðum verið sagt upp og væru þeir með lausa samninga frá næstu mánaðamót- um. I bigerð væri að segja jafnvel upp 60 iðnaðarmönnum til viðbót- ar, en hvort þeir yrðu látnir hætta færi nokkuð eftir útboðum og hvort Breiðholt fengi einhver ný verkefni, en flest verkefni fyrir- tækisins væru á lokastigi. Sagði Sigurður að sér virtist sem kerfis- bundið væri stefnt að þvi að draga úr byggingarframkvæmd- um og byggingarfyrirtæki gætu þvi ekki annað en dregið saman seglin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.