Morgunblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977
3
Sinfóníutónleikar:
Israelskur fiðluleik-
ari, en Vladimir
Ashkenazy stjórnar
tSRAELSKUR fiðluleikari,
Boris Belkin að nafni verður
einleikari á sjöundu regluleg-
um tónleikum Sinfónfuhljóm-
sveitarinnar I Háskólahfói
annað kvöld, en Vladimir
Ashkenazy stjórnar hljómsveit-
inni á þessum tónleikum.
Á verkefnaskrá þessara
tónlcika verða tvö verk eftir
Tsjaikovsky — Forleikur að
Rómeó og Júliu og fiðlukonsert
en auk þess píanókonsert nr. 2
eftir Rachmaninoff.
Boris Belkan er fæddur i
Rússlandi 1948, hóf fiðlunám 6
ára og kom fyrst fram sem
fiðluleikari ári siðar. Á náms-
árum sínum lék hann með
ýmsum rússneskum hljómsveit-
um, og árið 1972 vann hann
fyrstu verðlaun í keppni fiðlu-
leikara sem haldin er árlega í
Sovétríkjunum. Arið 1974
fiuttist Belkin til ísraels og
hefur siðan leikið víða, m.a.
undir stjórn Zubin Mehta og
Leonard Bernstein. Á þessu ári
mun Belkin m.a. leika með
hljómsveitunum New Phil-
harmonia og Royal
Philharmonic í London og fara
í hljómleikaferðir til Hollands,
Þýzkalands, Grikklands, Sviss
og Danmerkur.
Ashkenazy er á hinn bóginn
nýkominn heim úr tónleikaför
um Bandaríkin en þar lék hann
með ýmsum hljómsveitum auk
þess sem hann hélt sjálfstæða
hljómleika, m.a. í Carnegie
Hall. Ashkenazy heldur héðan
til Árósa til hljómleikahalds og
þaðan fer hann til London til
hljómplötuupptöku.
Fjármálaráðuneytið:
Setur ráðuneytum og
ríkisstofnunum strang-
ar reglur um útgjöld
FJÁRMALARAÐUNEYTIÐ mun gera strangar kröfur til þess, að á
árinu, sem f hönd fer, verði tryggt, að rfkisstofnanir starfi innan
ramma fjárlaga og mun af hálfu ráðuneytisins verða fylgzt náið með
útgjöldum hinna einstöku rfkisstofnana í samráði við rfkisendurskoð-
un. Frá þessu er skýrt í bréfi Matthfasar A. Mathiesens fjármálaráð-
herra og Jóns Sigurðssonar ráðuneytisstjóra til allra ráðuneyta og
stofnana rfkisins.
Með þessu bréfi, sem sent hefur
verið áðurnefndum aðilum, er
sérstakt eyðublað fyrir greiðslu-
áætiun viðkomandi stofnunar og
er forsvarsmönnum hennar veitt-
ur frestur til 15. janúar að skila
greiðsluáætlun fyrir árið 1977. Er
i þvi sambandi sérstaklega tekíð
fram, að ekki sé unnt að hefja
útgreiðslu samkvæmt fjárlögum
1977, fyrr en greiðsluáætlanir
stofnana hafa borizt ráðuneytinu,
að undanskildum greiðslum
vegna launa. í bréfi fjármálaráðu-
neytisins segir m.a.:
„Enda þótt endanlegar reikn-
ingstölur ársins 1976 liggi ekki
fyrir er ljóst að umtalsverður bati
hefur náðst í fjármálum rikisins á
þessu ári. Rekja má bata þennan
m.a. til þess, að þær útgjaldaáætl-
anir, sem byggðar eru á greiðslu-
áætlun ríkisstofnana hafa staðist
að verulegu leyti og viil ráðuneyt-
ið þakka það þeim fjölmörgu aðil-
um sem starfað hafa innan
ramma fjárheimildar á árinu
1976.“
I bréfinu er forstöðumönnum
ríkisstofnana settar talsverðar
skorður um fjármál þeirra fyrir-
tækja, sem þeir bera ábyrgð á.
T.d. segir að séu framkvæmdir
fjármagnaðar með lánsfé, skuli
taka tillit til þess kostnaðar, sem
af lántöku leiðir. Óheimilt er að
framkvæma fyrir hærri fjárhæðir
er nemur lánsfjárhæðinni að frá-
dregnum lántökukostnaði.
Þá er óheimilt að gera verk-
samning fyrir hærri fjárhæð en
sem nemur 90% af þeirri fjárveit-
ingu, sem ætluð er til viðkomandi
verks. Þeim 10%, sem halda skal
eftir, er ætlað að mæta ófyrirséð-
um útgjöldum. Við skiptingu ann-
arra rekstrargjaida fyrir hvern
mánuð leggur ráðuneytið áherzlu
á að stofnanir hafi til ráðstöfunar
í desembermánuði umfram út-
gjöld mánaðarins eigi lægri fjár-
hæð en nemi 5% af heildarfjár-
hæðinni, sem ætlað er að mæta
ófyrirséðum útgjöldum vegna
þessa útgjaldaliðar.
Þær ríkisstofnanir, sem fjár-
magnaðar eru að einhverju eða
öllu leyti með mörkuðum tekju-
stofnum, skulu, ef i ljós kemur, að
hinir mörkuðu tekjustofnar nái
ekki þeirri fjárhæð, sem fram
kemur í fjárlögum, endurskoða
framkvæmda- og greiðsluáætlanir
sinar, þannig að starfað sé innan
þess fjármagns, sem mörkuðu
tekjustofnarnir leyfa.
Bréf fjármálaráðuneytisins til
ráðuneyta og ríkisstofnana lýkur
svo: „Að lokum vill ráðuneytið
vekja athygli ráðuneyta og stofn-
ana á þvi, að sé óskað eftir til-
færslum á greiðsluáætluninni
milli mánaða innan fjárlagaárs-
ins, skal hafa samband við gjalda-
deild fjármálaráðuneytisins.
Komi hins vegar í ijós að stofnan-
ir telji sig þurfa að fá leiðréttingu
á fjárlagaheimild, skulu slíkar
beiðnir berast fjárlaga- og hag-
sýslustofnun, sem i samráði við
ríkisendurskoðun metur fram
komnar umframbeiðnir."
Reykjavíkurveg-
ur skiptir sókn-
um í Hafnarfirði
Rafmagnsbil-
un í Breiðholti
Rafmagnsbilun varö i
Breiðholti um tíma i gær.
Bilun varó i háspennu-
streng en fljótlega tókst að
finna bilunina og einangra
hana.
Straumurinn fór af hverfinu
um kl. 3.30 í gær en rafmagn var
komið á allt hverfið um fimmleyt-
ið aftur.
REYKJAVlKURVEGUR verður
markallnan á milli prestakall-
anna I Ilafnarfirði, þ.e. Hafnar-
fjaróarprestakalls og hins nýja
Vfðistaðaprestakalls, sem nýlega
var auglýst laust til umsóknar.
Verður Norðurbærinn og hluti
Vesturbæjarins I Hafnarfirði I
hinni nýju sókn. Gert er ráð fyrir
að fhúar I Vfðistaðaprestakalli
verði um 6.200 þegar lokið verður
við þær byggingarframkvæmdir,
sem nú standa yfir I Norðurbæn-
um. lbúar I Hafnarfjarðarpresta-
kalli eru hins vegar um 6.700, en
þar er fjölgun íbúa mun hægari.
Fyrsti safnaðarfundur í Víði-
staðaprestakalli verður i Viði-
staðaskóla næstkomandi þriðju-
dag og hefst klukkan 20.30. Verð-
ur þar kosin safnaðarstjórn, sem
siðan fær m.a. það verkefni að
ræða við bæjaryfirvöld um stað
fyrir safnaðarheimili og kirkju
siðar meir. Hafði kirkju í þessari
nýju sókn reyndar verið fundinn
staður nyrzt i Norðurbænum, en
sá staður þykir ekki heppilegur.
Þar til aðstaða verður sköpuð i
Viðistaðasókn verða guðsþjónust-
ur væntanlega i Hafnarfjarðar-
kirkju.
V"
Skídaferð um páskana\
5 dagai
Brottför 6. apríl
Flugferð, gisting og morgunverður
Verð kr. 24.000 -
Barnagjald:
4ra ára og yngri kr. 4.000 -
5—1 2 ára kr. 12.300 -
Skíðakennsla
Kvöldvökur
Ferðaskrifstofan
Ferðaskrifstofan
*.._ .... 4T
UTSYH,
AUSTURSTRÆTI 17 — SIMI 26611 OG 20100