Morgunblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 8. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Veggspjöldin í Peking: Afdráttarlaus krafa um að Teng verði forsætisráðherra Peking, 11. janúar. Reuter — NTB. „VIÐ kref jumst þess eindregið að Teng Hsiao-ping verði forsætisráðherra" og „Með Teng Hsiao-ping í sæti for- sætisráðherra getur Chou En-lai hvílt í friði“ stendur á nýjum veggspjöldum, sem sett voru upp í Peking í dag. meiri en einmitt nú. Þá segir, að hann sé góður félagi og hafi orðið til þess að auka mjög á vegsemd og virðingu kommúnistaflokksins í Kina, hersins og stjórnarinnar. Fulltrúar Pekingstjórnarinnar sem undanfarna daga hafa verið inntir eftir þvi hver sé hin opin- bera staða Tengs nú um stundir hafa varizt allra frétta, og af opin- berri hálfu hefur enn engin yfir- lýsing verið birt um hvað í vænd- um sé. Hafa kröfurnar um endurreisn Tengs, fyrrverandi varaforsætis- ráðherra, og skipun hans í forsæt- isráðherraembætti aldrei verið svo afdráttarlausar síðan bera fór á þeim fyrir alvöru á dánarafmæli Chou En-lais fyrir fimm dögum. Á spjöldunum er Teng hælt á hvert reipi, — hann er sagður búinn fágætum hæfileikum og hafi hróður hans aldrei verið Ráðizt á verka- menní Radom Varsjá, 11. janúar. Heuter. RÁÐIZT var að félögum í „Varnarsamtökum verka- manna" með barsmíð og eggja- kasti i gær, en samtökin voru stofnuð til stuónings við verka- menn sem handteknir voru i kjölfar óeirðanna í Póllandi i júní i fyrra. Atburður þessi átti sér stað að loknum vitna- leiðslum í máli verkamannsins Josefs Smagowski fyrir rétti i Radom. Að sögn heimildarmanns úr hópi verkamanna réðust um 20 manns að fulltrúum samtak- anna, sem viðstaddir voru yfir- heyrslurnar, i gangi fyrir framan réttarsalinn, og hróp- uðu: „Burt frá Radom. Þið er- um að selja Pólland i hendur Gyðinga og „Radio Free Europe“.‘‘ Réttarhöldunum yfir Smagowski var frestað um niu daga á grundvelli ósamræmis i framburði vitna fyrir réttin- um, og var um leið ákveðið á láta hann lausan á meðan. Vmsir sérfræðingar um málefni Kina telja að boðskapur á vegg- spjöldum verði á sömu lund þar til opinber tilkynning verði birt um framtið Tengs, en þykir slík tilkynning vera farin að dragast nokkuð á langinn. Gagnrýnin á ýmsa samherja „þorparanna fjögurra“ heldur áfram á veggspjöldum i Peking, og visbending um andúð á frænku Mao Tse-tung, Wang Hai-dung varautanríkisráðherra, hefur komið fram, en ekki var skil- greint af hverju hún stafaði. Teng Austur-Berlín: Vopnadir verd- ir hindra aðgang að skrifstofu V-Þjóðverja Austur-Berlfn, 11. janúar. Reuter-NTB. VOPNAÐIR verðir tóku sér I Abu llaoud, til hægri á myndinni, ásamt frönskum lögreglumanni, leggur af stað til Orly-flugvallar eftir að dómstóll hafði úrskurðað að hafna tilmælum Israelsstjórnar um að framselja hann. (AP- sfmamynd). morgun stöðu fyrir utan skrif- stofu v-þýzka fastafulltrúans f Austur-Berlfn, og vörnuðu inn- göngu fólki, sem ekki hafði skrif- lega heimild austur-þýzkra stjórnvalda til að sinna erindum sfnum f byggingunni. Fulltrúi v-þýzku stjórnarinnar f Austur-Berlfn sagði f kvöld, að hér væri um að ræða alvarlegustu tilraun a-þýzku stjórnarinnar til að hindra starfsemi V-Þjóðverja frá þvf að skrifstofunni var komið á fót árið 1974, en talið er, að tilgangurinn sé að draga úr vax- andi straumi þeirra A-Þjóðverja, sem viija flytjast úr landi. Að undanförnu hefur stöðugur straumur A-Þjóðverja verið i v- þýzku skrifstofuna, en talið er að þar hafi alls um 10 þúsund manns óskað eftir fyrirgreiðslu vegna brottflutnings úr landi frá þvi að skrifstofan tók til starfa fyrir tveimur árum. í gagnkvæmum samningi ríkjanna um starf- rækslu skrifstofa í höfuðborgum beggja er ákvæði um að þar skuli veita „aðstoð og stuðning“ þeim, sem eftir kunni að leita. Forráðamaður v-þýzku skrif- stofunnar, Gúnter Gaus, hefur óskað eftir sérstökum fundi vegna málsins með fulltrúum utanrikisráðuneytis A- Þýzkalands, og í Bonn sagði full- trúi v-þýzku stjórnarinnar, að þessar aógerðir Austur-Þjóðverja væri litnar mjög alvarlegum aug- um, og hefði formlega verið óskað eftir skýringum. Þá báru fulltrúar Breta, Frakka og Bandarikjamanna í Moskvu í Framhald á bls. 18 Andófshreyfingin í Tékkóslóvakíu: Y firheyrslum haldið áfram Vfnarborg, 11. janúar Reuter SEX tékkneskir andófsmenn, sem öryggislögreglan f Prag handtók í gær voru leystir úr haldi seint f gærkvöldi, en voru á ný kallaðir til yfirheyrslu f morgun. Reuters-fréttastofunni tókst f gærkvöldi að ná sambandi við einn andófsmannanna, leikrita- skáldið Vacloav Havel. Kvaðst Allon bregður Frökkum um hugleysi og ódrenglyndi Skæruliðaforinginn kominn til Alsír París 11. janúar Reuter ÁKVÖRÐUN franskra stjóm- valda um að láta palestínuskæru- liðann Abu Daoud lausan úr haldi og senda hann til Alsfr hefur valdið miklum úlfaþyt og hefur málið orsakað mikla spennu f samskiptum Israelsst jórnar og frönsku rfkisst jórnarinnar. Skömmu eftir að fregnin barst um þessa ákvörðun kallaði fsraelsstjórn sendiherra sinn f Frakklandi heim til viðræðna um málið, og Yigal Allon, utanrfkis- ráðherra lsraels, lét svo um mælt f kvöld, að þessi ráðstöfun bæri vott um hugleysi og ódrenglyndi. Hann ásakaði Frakka um van- efndir á alþjóðasamningum. Þá hefur Bandarfkjastjórn látið f Ijós megna óánægju yfir þvf að hvorki ísraelskum dómstólum né v-þýzkum skuli hafa verið gefið tækifæri til að yfirheyra Daoud um hin hroðalegu morð á fsraelsku fþróttamönnunum ellefu á Olympfuleikunum f Múnchen árið 1972. f yfirlýsing- unni segir að hryðjuverkamenn eigi að sæta ábyrgð gerða sinna gagnvart löglegum yfirvöldum f öllum löndum. Einn helzti leiðtogi kristilegra jafnaðarmanna á sambandsþing- inu f Bonn, Friedrieh Zimmer- Framhald á bls. 18 Ilavel hafa verið boðaður til frekari yfirheyrslu á morgun og væri svo einnig um þá féiaga hans sem hann hefði talað við. Areiðanlegar heimildir f Prag herma að Gustav Husak, leiðtogi kommúnistaflokksins i landinu. hafi gefið fyrirmæli um að öryggislögreglan skuli fara aó andófsmönnunum með gát og er talið að yfirvöld í Tékköslóvakiu vilji forðast að gera þá að píslar- vottum af ótta við almenn mót- mæli og andstöðu vegna þessa máls. Pavel Kohout annar leikrita- höfundur sem öryggislögrelgan handtók var i dag stöðvaður ásamt konu sinni. Hjónin neituðu að hlýðnast fyrirskipunum um að yfirgefa bifreið sina og var þá ógnað með byssum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst fréttamönnum i Vin ekki að ná simasambandi við aðra andófs- menn en Havel i dag en hann kvaðst hafa ástæðu til að halda að langtum fleiri hafi verið færðir til yfirheyrslu en þeir sem hann hafi hitt fyrir i Ruzine, sem er i senn fangelsi og bækistöð Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.