Morgunblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1977 13 Rabbað við Sigfríð Þórisdóttnr, m.a. nm dýraspítalaim í Víðidal Allan desembermánuð hafði Sigfríð í nógu að snúast við að klippa og snyrta krulluhunda fyrir fólk víðs vegar um landið. mjög vinsælt tómstundagaman, jafnt meðal barna sem fullorð- inna, hér aðeins leikföng, sem börn kunni ekki að fara með. I framhaldi af þessu spyrjum við hvort tslendingar fari yfirleitt illa með sín heimilisdýr. — Þvi miður er það alltof mennt miklu meira fyrir t.d. hundinn sinn og gerir sér grein fyrir að það er því sjálfu að kenna ef eitthvað fer úrskeiðis ekki dýrinu, eins og hér virðist vera algengast að álíta, en auðvitað eru til undantekningar erlendis eins og hér. Dýraspítalinn hýsir dýr fólks í sumarleyfi Eins og sagði í upphafi er reiknað með að dýraspítalinn taki til starfa innan skamms og við biðjum Sigfríð að segja okkur frá hvernig áætlað er að starfsemin fari fram. — Til að byrja með verður dýraspitalinn liklega opinn tvisvar i viku og að þar verði þá dýralæknir og dýrahjúkrunar- kona. Simaviðtalstimi verði síðan á hverjum degi. Hins vegar er fyrirhugað að i sumar verði hægt að geyma dýr í dýraspíltanum, ef eigendur þeirra þurfa að bregða sér frá og geta ekki tekið dýrin með sér. — Annars er ekki á þessu stigi hægt að segja endanlega hvernig starfsemin fer fram, reynslan verður að skera úr um á hvern hátt er réttast og bezt að reka þessa stofnun. Þetta er allt svo nýtt hér á landi og engin reynsla komin á starfsemi sem þessa. Til að mynda er ég að sækja um að fá atvinnuleyfi sem dýrahjúkrunar- kona hjá landbúnaðarráðuneyt- inu. Eiga þeir að þvf er mér skilst í hálfgerðu brasi með leyfið fyrir mig, því slíkir pappfrar hafa aldrei verið gefnir út hér á landi áður. Sigfríö Þórisdóttir við dýraspítalann í Víðidal, sem fljótlega hefur starfsemi sína. algengt, en t.d. í Bretlandi er allt miklu jákvæðara hvað varðar um- gengni fólks og dýra i þéttbýli. Það vantar þessa „hunda- menningu“ hér á landi, sem er hreinlega hluti af lífi fólks t.d. í Bretlandi. Fólk verður að hugsa sig vel um áður en það fær sér heimilisdýr, ef fólk t.d. fær sér hund eða kött, þá er það í rauninni að skuldbinda sig til 10—15 ára. Fólki ber að varast að falla i freistni fyrir litlum hvolpi eða kettlingi, en því miður er það alltof algengt að þetta gerist og þegar dýrin eru orðin hálfstálpuð er þeim lógað, vegna þess að fólk er búið að fá leið á þeim. — Það er of mikið um það að fólk sé að fá sér skraut eða leikfang þegar það eignast heimilisdýr, þessum hugsunarhætti þarf að breyta. Erlendis gerir fólk al- Nóg að gera við hunda- snyrtingu allan desember Ekki hefur Sifgríð verið aðgerðalaus síðan hún kom heim frá námi því auk þess að starfa fyrir fyrrgreind félög, hefur hún m.a. fengizt við að snyrta dýr. — Ég auglýsti í nóvember að ég tæki að mér að snyrta og klippa hunda og frá þvi að auglýsingin birtist hefur verið stanzlaus „traffik". Ég klippti að meðaltali einn hund á dag allan desember- mánuð. Var aðallega um svokall- að krullhunda að ræða, en þeir Framhald á bls. 21 Undir Öfærubjargi. Flúðirnar til hægri eru hluti Lönguskerja. „Náttúran talar þar ein við sjálfa sig” Þórleifur Bjarnason: Horn- strendingabók. Bókaútgáfan Örn og örlygur h.f., Reykjavlk 1976. Þórleifur Bjarnason hefur verið mikill starfsmaður, enda vandist hann því allt frá bernsku sinni i Hælavík að gera allt það gagn, sem aldur og þroski leyfðu. Og frá því að hann lauk kennaraprófi 1929 gegndi hann ábyrgðarmiklum og timafrekum störfum allt til ársins 1973. Hann var fyrst kennari í önundarfirði siðan á Suðureyri I Súgandafirði og frá 1931—’43 var hann kennari bæði við barna- og gagnfræða- skóla á Isafirði, en svo varð hann námsstjóri á Vesturlandi og gegndi því starfi við góan orðstir í þrjá áratugi. En þrátt fyrir þessi störf á hann merkan rithöfundarferil að baki. Fyrsta rit hans var Hornstrendinga- bók, sem kom út árið 1943 á kostnað bókaforlags Þorsteins M. Jónssonar og varð mjög vin- sæl og dáð af flestum um fram aðrar hliðstæðar bækur. Hann hefur og samið kennslubækur i íslandssögu fyrir rikisútgáfu námsbóka, og ásamt Kristni Kristmundssyni skólameistara samdi hann mikið og merkilegt rit um Sléttuhrepp. Þá samdi hann með Jóhanni Hjaltasyni, kennara og fræðimanni, lýs- ingu á Norður-ísafjarðarsýslu, sem birtist i Árbók Ferðafélags íslands. Það varð þegar ljóst af Horn- strendingabók, að þar hafði verið að verki maður, sem væri ekki síður glöggur á menn og menningu en á land og lands- hætti, og hafa komið frá hendi Þórleifs skáldrit, sem eru mun merkari en þorri manna hefur gert sér grein fyrir, enda hefur hann ekki átt að neina kliku- bræður til lofgerðar skáldskap sínum. Hann þreifaði fyrir sér sem sagnaskáld með hinni stuttu, en geðþekku skáldsögu. Og svo kom vorið, en hún var birt þrem árum sfðar en Horn- strendingabók. Siðan komu út 1948 og ’58 hinar löngu skáld- sögur Hvað sagði tröllið? og Tröllið sagði, en þær eru sam- felldar að efni — og hefur höf- undurinn í hyggju að rita loka- bindi, sem honum hefur ekki enn gefizt tóm til að semja, sakir annarra og aðkallandi verkefna. En þau bindi, sem út eru komin, eru merkileg fyrir margra hluta sakir. Þar er dreg- in upp heildarmynd af lífsbar- áttu fólksins á Hornströndum allt frá seinustu áratugum 19. aldar og fram á fyrstu ár þess- arar, þar eru margar mannlýs- ingar, gæddar lifi og margvís- legum sérkennum, og í þeim gætir gamalla menningarerfða og áhrifa harðleikinnar, en þó heillandi náttúru. Bókaútgáfan Norðri gaf þessar bækur út, og þá er ráðin var útgáfa þeirrar fyrri, var Kristján Karlsson ráðunautur Norðra um gildi ýmissa þeirra bóka, sem frá for- laginu komu. Minnist ég þess gjörla, að ég hitti hann á förnum vegi, þegar handritið af Þorleifur Bjarnason fyrri bókinni lá hjá Noðra. For- vitnaðist ég um það, hvernig honum litist á handritið, og lét hann vel af þvi og gerði sér góðar vonir um framtíð höfund- arins sem sagnaskálds. Rædd- um við það siðan nokkuð — og kom þá í ljós sem vænta mátti, að Kristján gerði sér glögga grein fyrir verðleikum hand- ritsins. En Þórleifur hefur og gefið út tvö smásagnasöfn, það fyrra, Þrettán spor, árið 1955, og það síðara, Hreggbarin fjöll, nitján árum siðar — eða árið 1974. I þessum smásagnasöfn- um eru margar haglega samdar sögur og nokkrar, sem skipa má á bekk með hinum beztu ís- lenzku smásögum. Loks vil ég svo minna á bókina Hjá afa og ömmu, minningaþætti, sem Al- menna bókafélagið gaf út 1960, en það gaf einnig út Hreggbar- in fjöll. Hjá afa og ömmu er skemmtileg bók og vel samin, og gætir þar bæði fræðimanns- ins og skáldsins. Svo er þá Hornstrendingabók komin út á ný, og hefur bókaút- gáfan Örn og örlygur lagt áherzlu á að gera hana vel úr Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN garði. Hana prýða allar þær myndir, sem voru í fyrri útgáf- unni, en þær hafði góðvinur Þórleifs, Finnur Jónsson, al- þingismaður og ráðherra, allar tekið, en við hefur svo verið bætt mörgum myndum, sem eru verk ísfirðingsins Hjálmars Bárðarsonar siglingamála- stjóra, sem er frábærlega kunn- áttusamur og smekkvís áhuga- ljósmyndari. Nú er þetta merkisrit gefið út i þrem hand- hægum og snoturlega bundnum bindum, en með áframhaldandi blaðsíðutali. Fyrsta bindið heitir Land og líf, annað Baráttan við björgin og það þriðja Dimma og dul- mögn. Höfundur birtir formála fyrri útgáfunnar og síðan nýjan, þar sem hann getur þess, að hann hafi leiðrétt smávægi- legar villur, sem slæðzt höfðu inn I frumútgáfuna. Hann segir og svo: „Ýmislegt er mér betur kunn- ugt nú en mér var þá, svo að á nokkrum stöðum hefur verið bætt við texta og fyllri frásögn gefin. Þá eru hér fjórir kaflar, sem ekki voru í fyrri útgáfu. Þeir eru Hvalveiðar, Mótor- bátaútgerð i Sléttuhreppi, Fiskimið Aðalvikinga og siðast sagnaþátturinn Rauður logi í Rekavík. „Síðar I formálanum getur Þórleifur þess, að hann hafi gert nokkrar breytingar, þar sem honum hafi ekki fallið fyrri frágangur sinn, en varla muni það breyta svip bókarinn- ar. Allar viðbætur höfundar eru góður fengur, og þá ekki sízt hinn harmræni kafli, Rauður logi í Rekavík, sem gefur glögga mynd af réttarfari á 18. öld og að Hornstrendingar létu sér og ekki ótt um að til kæmu afskipti yfirvalda, þá er mis- jafnlega seka brotamenn rak á fjörur þeirra, enda var það al- kunna, að þeir forðuðu frá höggstokk eða Brimarhólmsvist mörgum manninum, með því að koma honum í erlendar duggur — og þá helzt hollenzkar eða franskar. Þvi er ekki að leyna, að þegar við Þórleifur vorum samtiða á Isafirði og urðum mjög nánir vinir, eggjaði ég hann oft og mörgum sinnum til að færa i letur sögur og sagnir af Horn- strendingum og ennfremur lýsa landsháttum og lifsbaráttu. Ég er því gamalkunnugur öllu því, sem er í frumútgáfu Horn- strendingabókar, en nú las ég hana i sinni að nokkru nýju mynd með mikilli ánægju enda hafa Hornstrandir og Horn- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.