Morgunblaðið - 05.02.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977 7 4 — StÐA — ÞJÓÐVILJINN 4. febrdar It77 DJÖÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍ VERKALÝDSHRE^ OG ÞJÓÐFRELSI! SAKAMÁL UPPLÝST I fyrradag boðuðu rannsóknaraðilar til þun fundar með fréttamönnum og greindu þar aö frá niðurstöðum af langri og erfiöri rann- iiði_ sókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar, „jnelh , jtP _ _ P Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvaemdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Kitstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300 — 1830«. Skrifstofur i Aftal- stræti 7. sfmi 26500 — afgreibslusiml 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verft i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánubi. Blabaprenth.f.f Geirfinnsmálið Forystugreinar um lyktir sakamáls. Sakamál upplýst Þjóðviljinn fjallar i leið ara i gær um lyktir eins umfangsmesta sakamáls siðari tima í sögu þjóðar- innar. Blaðið segir: „Það er ástæða til að fagna því nú, að málið skuli Í megin- atriðum vera upplýst, jafnframt þvi, sem við hljótum að harma ógæfu allra þeirra, sem hlut eiga að máli. Þegar slíkt mál ber að höndum gildir að- eins eitt, — það að gera allt sem unnt er til að leiða hið rétta I Ijós. Ekk- ert er i slikum máium verra en það, að fólk, sem ekki á hlut að máli, liggi undir þungum grun til frambúðar. Þegar öll kurl koma til grafar er það, að fá sannleikann á borðið, einnig bezt fyrir þá, sem i ógæfu hafa ratað, þótt þungbært sé um sinn." Að efla réttarkerfið Síðar ! leiðaranum segir blaðið: „Þann lærdóm er vert að draga af þvl erfiða sakamáli. sem hér um ræðir, að brýna nauðsyn ber til að efla réttarkerfi okkar, tryggja þar hæfa starfskrafta og búa þeim fullnægjandi aðstöðu til að leita hins rétta ! hverju máli. Um þetta ber mönn- um að sameinast, þótt áfram verði deilt um ein- stök atriði varðandi fyrir- komulag og framgang hinna ýmsu dómsmála. — Hér er jafnframt vert að undirstrika. að allt sem gert verður ! þessum efn- um, má þó að engan hátt fela I sér skref til lögreglu- rikis, þar sem refsigleðin mótar réttarfarið." Enginn sekur fyrr en sekt er sönnuð Enn segir blaðið: „Hvað sem í skerst ber okkur jafnan að hafa I heiðri þá sjálfsögðu reglu, að eng- inn sé talinn sekur fyrr en sekt hefur verið sönnuð, og engum ósæmilegum aðferðum má beita til að knýja fram játningar, þótt um alvarlegt sakamál sé að ræða. Innan þess ramma ber hins vegar að stórbæta aðstöðu rannsóknaraðila í saka- málum til að leiða hið rétta í Ijós í hverju máli." Sigur fyrir réttarkerfið Timinn fjallar einnig um þetta mál i leiðara ! gær. Niðurlag hans hljóðar svo: „Menn geta áreiðan- lega gert sér ! hugarlund, hvernig nú væri ástatt, ef málið hefði ekki verið upplýst. Þá hefðu kvik- sögurnar fest rætur og saklausir getað verið dæmdir af almenningsálit- inu. Trúin á réttarfarskerf- ið hefði orðið fyrir miklu áfalli. í kjölfarið hefði get- að fylgt upplausn og aga- leysi. Uppljóstrun Geir finnsmálsins er sannar- lega mikill sigur fyrir réttarfarið, álit þess og til- trú. En það er ekki nóg að fagna þessum sigri, held- ur verður að fylgja honum eftir. Þetta hefur dóms- málaráðherra skilið manna bezt. Hann hefur ekki aðeins lagt fram góð- an skerf til þess að Geir- finnsmálið upplýstist, eins og áður er vikið að. Hann hefur haft forgöngu um að rannsóknarstarfið verði stórlega eflt með stofnun sérstakrar rannsóknarlögreglu rikis ins. Nú er það fjar- veitingavaldsins að sjá um, að þessi nýja stofnun fái nægilegt starfsfé til að geta valdið verkefni stnu. Þeirra orða hins þýzka sérfræðings, sem svo miklu góðu hefur komið hér til vegar, skyldu menn einnig minnast, að hann hefði sjaldan kynnzt eins duglegum lögreglumönn- um og hér og aldrei eins lágt launuðum. Til lengd- ar helzt ekki á góðum starfsmönnum, nema þeir séu launaðir að verðleik- um." Lífseigt bráða- birgðaákvæði Björg Einarsdóttir ritar grein um skattamál í Vísi í fyrradag og fjallar þar m.a. um 50% frádráttinn. Hún segir: „Að þetta bráðabirgða- ákvæði hefur gilt í nær tvo áratugi kennir að oft er lífseigt það, sem aðeins á að lappa upp á gallað kerfi um stundarsakir. Þegar tveimur árum eftir gildistöku 50% reglunnar urðu breytingar á skatta- lögum er rýrðu gildi henn- ar og hafa nú orðið svo miklar breytingar á lögun- um að það sem átti að stefna i réttlætisátt er orðið að argasta óréttlæti. Það er meiri háttar áþján á vinnumarkaðinum að njóta þessarar frá- dráttarreglu og vinna við hlið þeirra, sem hún bitn- ar á aðeins vegna hjú- skaparstöðu, án tillits til annarra aðstæðna. Þessa reglu ber að af- nema og þaðfelur einmitt framlagt skattafumvarp i sér. Það verður að krefj- ast þeirrar siðgæðis- vitundar af þeim konum, sem hag hafa af 50% reglunni, vitandi að aðrir gjalda hennar, standa saman um að fella hana burt." Þorramatu fyrirsamkvæmi aföllum stæröum í þorrabakkanum okkar er allt þaö sem tilheyrir ekta íslenzkum þorramat — lagað upp á gamla mátann. Hringið og pantið saman þorramat hjá okkur. Lagmarkspöntun 10 Sendum bakkar. heim Brauðbær Veitingahús V/0ÐINST0RG Kjarvalsstaðir íMtðöur á morgun DÓMKIRKJAN Nýir messu- staðir vegna viðgerðar á kirkjunni: Klukkan 11 árd. messa i kapellu háskólans, gengið inn um aðaldyr. Séra Óskar J. Þorláksson. Kl. 5 siðd. Messa i Frikirkjunni. Séra Þór- ir Stephensen. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. i Vesturbæjar- skólanum við Öldurötu. Séra Þórir Stephensen. NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Frank M. Halldórs- son. HÁTEIGSKIRKJA Barna- guðþjónusta kl. 11 árd. Séra Tómas Sveinsson. Messa kl. 2 siðd. Séra Arngrímur Jónsson. Síðdegisguðþjónusta kl. 5. Séra Tómas Sveinsson. GRENSÁSKIRKJA Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Guð- þjonusta kl. 2 siðd. Organisti Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal. Langholtsprestakall Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Guðþjonusta kl. 2 sfðd. Ráð- stefna Bindindisráðs kristinna safnaða eftir messu. Séra Arelfus Nfelsson. FRlKIRKJAN Reykjavík. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Organleikari Sigurður ís- ólfsson. Séra Þorsteinn Björns- son. HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Fjölskyldumessa kl. 2 siðd. Séra Karl Sigurbjörns- son. LANDSPlTALINN Messa kl 10.30 árd. Séra Karl Sigur- björnsson. LAUGARNESKIRKJA Barna- guðþjónusta kl. 11 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Sóknar- prestur. BÚSTAÐAKIRKJA Barnasam- koma kl. 11 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Dr. Þórir Kr. Þórðar- son prédikar. Birgir Ás Guðmundsson organisti. Barna- gæzla. Séra Ólafur Skúlason. FELLA- OG HÓLASÓKN Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta i skólanum kl. 2 siðd. Séra Hreinn Hjartar- son. Arbæjarprestakall Barnasamkoma i Árbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðþjónusta i skólanum kl. 2 síðd. Æskulýðs- félagsfundur á sama stað kl. 8 síðd. Séra Guðmundur Þor- steinsson. ELLI- OG HJÚKRUNAR- EIMILIÐ Grund. Messa kl. 10 árd. Séra Jón Kr. ísfeld messar. FÍLADELFÍUKIRKJAN Safn- aðarguðþjónusta kl. 2 síðd. Almenn guðþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gislason. GUÐSPJALL DAGSINS: Matt. 20, 1—16: Verka- menn í vfngarði. Litur dagsins: Grænn. Táknar vöxt. einkum hins andlega lffs. HJALPRÆÐISHERINN Helg- unarsamkoma kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 síðd. Kafteinn Daniel Óskars- son. BÆNASTAÐURINN Fálka- götu 10. Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. Samkoma kl. 4 siðd. Þórður M. Jóhannesson. ENSK MESSA verður í Kapellu háskólans kl. 12.30. SELTJARNARNESSÓKN Barnasamkoma i félags- heimilinu kl. 10.30 árd. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. ÁSPRESTAKALL Messa kl. 2 síðd. að Norðurbrún 1. Séra Grimur Grímsson DÓMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 siðd. KÁRSNESPRESTAKALL Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 2 síðd. Guðni Þór Ólafsson guðfræðinemi prédikar. Séra Árni Pálsson DIGRANESPRESTAKALL Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastig kl. 11 árd. Messa í Kópavogskirkju kl. 11 árd. Séra Þorbergur Kristjánsson. KAPELLA St. Jósepssystra, Garðabæ. Hámessa kl. 2 siðd. Framhald á bls 22 Norræn veflist Ein glæsilegasta sýning sem hér hefur verið haldin. Myndvefnaður, rýjateppi, ásaumur, tau- þrykk, Patchwork, macramé, batík, prjón, góbelin og vefskúlptúr. Sunnudagur 6. feb. kl. 17. Manuela Wiesler leikur á flautu Miðvikudagur 9. feb. kl. 18. Ásgerður Búadóttir vefari gengur með gestum um sýninguna. Opið 1 4— 22 helga daga, 1 6—22 virka daga Lokað á mánudógum. Geymið auglýsinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.