Morgunblaðið - 05.02.1977, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1977
u Vral Jj ■>
MOBgdKiyy V ,
BAFF/NO Ú
Va-ri »-kki athugandi fyrir þig
að láta Ifta á rcykháfinn?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
ÞÆR eru margar slemmurnar,
sem unnist hafa á hagstæðu út-
spili. En spilið f dag er nokkuð
óvenjulegt, þvf útspilið var sjálf-
sagt en það er ekki auðséð hvern-
ig best er að færa sér það í nyt.
Suður gefur, allir á hættu.
Norður
S. ÁK108
H. 76
T. 5432
L. ÁGIO
Austur
S. 5
H. DG10843
T. G9
L. 6432
Vestur
S. 2
H. K95
T. K108
L. KD9875
Suður
S. DG97643
H. A 2
T. ÁD76
L. —
Suður opnaði i einum spaða en
vestur sagði tvö lauf. Síðan varð
suður sagnhafi í sex spöðum og
vestur spilaði út laufkóng. Hvern-
ig er hægt að tryggja vinning?
Okkur dettur auðvitað fyrst i
hug að taka á ás og láta hjarta af
hendinni. En við verðum að hafa í
huga sögn vesturs og útspilið.
Hann á varla hjartahjón, fyrst
hann spilaði út laufi, sem aftur
þýðir, að hann hlýtur að eiga
tígulkóng. Þannig þýðir ekki að
svína tígli, eins og sjá má. En
útspilið gefur möguleika á
skemmtilegri spilaaðferð.
Við tökum laufkóng með ás og
látum tígul af hendinni. Spilum
strax laufgosa og látum aftur
tígul en vestur má fá þennan slag.
Nú er sama hverju vestur spilar,
en hann spilar sennilega hjarta,
sem við tökum heima. Förum inn
á blindan á tromp og tíguldrottn-
ingin er látin í lauftiuna.
Eftir að hafa tekið á tígulás er
eftirleikurinn auðveldur. Við
trompum tígul tvisvar á eigin
hendi og þá er síðasti tígull blinds
orðinn frír. Enn er ein innkoma
eftir á tromp og hjartataparinn er
látinn í tigulfimmið.
Útspil vesturs, þó sjálfsagt
væri, var svo sannarlega óheppi-
legt.
Nei, nei. Ekki hér — bara f
vinnunni.
Því heldurðu að hann hafi
fengið hjálp að utan!
Þú getur hengt þig upp á að
þessi pilla dugar.
— Blómasölustúlkan við mið-
aldra mann: Viljið þér ekki
kaupa þennan blómvönd handa
þeirri, sem þér elskið?
— Það er ekki hægt, Ég er
kvæntur maður.
— Unga móðirin var í stök-
ustu vandræðum, þvf að
þriggja ára sonur hennar hafði
Iokað sig inni f barðherberginu
og vildi hvorki né gat opnað
hurðina.
Loks datt henni f hug að
hringja f slökkviliðið, sem brá
skjótt við og kom á vettvang
með stiga. Brunaliðsmaðurinn
spurði konuna hvort það væri
telpa eða drengur, sem væri
lokaður inni, og í staðinn fyrir
að fara út með stigann og klifra
upp, gekk hann að bað-
herbergisdyrunum og sagði:
Komdu nú út telpa litla!
Sármóðgaður opnaði litli
snáðinn hurðina og sagði: Ég er
engin stelpa!
Já, en sjáðu, nú er veskið þitt líka miklu léttara i
vasa?
V egaskemmdir
og hálkuvarnir
„Talsvert hefur verið rætt og
ritað undanfarið um hálku á veg-
um og um þau ráð, sem helst
mega að gagni koma. Hefur í
vetur einkum verið mælt með
saltaustri á götur (sbr. t.d. grein í
Morgunbl. 13. jan. sl.) og þeirri
aðferð talið flest til bóta. Ég er
dálítið undrandi á þessari herferð
gatnayfirvalda fyrir saltaustri á
götur. öllum mættu vera ljósir
ýmsir miklir ókostir, sem þessi
hálkuvarnaraðferð hefur í för
með sér. Vil ég í því sambandi
nefna hér nokkur atriði:
1) Salt leysir upp límefni as-
faltsins, og veldur þar með stór-
skemmdum á götunum. Frá
gatnamálayfirvöldum hafa stund-
um birst tölur sem sýna viðhalds-
kostnað gatna vegna notkunar
snjónagla. En engar tölur hef ég
séð, sem áætla viðhaldskostnað
gatna vegna skemmda af völdum
saltausturs. Væru þó slikar tölur
síst ófróðlegri. Þó má geta þess,
að einkum eru það leiðir strætis-
vagna sem eru saltbornar en flest-
ar aðrar götur verða ekki aðnjót-
andi þeirra hálkuvarna.
2) Þar sem salt er borið á
snjóugar götur myndast mikið
frost, er saltið leysir upp snjóinn.
Þetta frost leitar niður fyrir
þunna asfalthúðina og frystir
vatn sem viða situr undir henni.
Við frostþenslu vatnsins,
springur asfaltið upp, og myndast
við það þær illræmdu holur sem
svo einkennandi eru fyrir salt-
bornar götur síðari hluta vetrar.
Slíkar holur sjást varla á öðrum
götum. Hversu mikið skyldi kosta
viðgerð á þessum holum ? Auk
þess verða oft meiri og minni
skemmdir á bílum við að aka ofan
i þessar kröppu holur.
3) Á saltbornum götum liggur
jafnan svört límkennd leðja
(upplausn af salti og asfalti) sem
slettist á neðri hluta bilanna svo
að þeir verða útataðir og illa til
reika. Saltið veldur ryði á
bilunum, og styttir þar með
endingu þeirra til mikilla muna.
Enginn veit, hversu miklu tjóni
þetta veldur bifreiðaeigendum og
landinu i heild.
4) Límefni þau í asfaltinu, sem
saltið leysir upp, safnast á slitflöt
hjólbarðanna, og gera þá hála.
Þegar ekið er af saltborinni götu
yfir á ósaltborna götu, þar sem
hálka er veita hjólbarðarnir þvi
litfa sem enga mótspyrnu.
Bílarnir renna þá áfram eins og
sleði, þótt hemlað sé, því hin hála
límupplausn úr asfaltinu sem
loðir á hjólbörðunum, kemur í
veg fyrir það. Þetta kvoðulag úr
asfaltinu, sem safnast á hjól-
barðana, er svo seigt, að talsvert
langt þarf að aka, jafnvel á auð-
um vegi, til að losna við það. —
Saltaustur á sumar götur getur
því verið alvarlegur slysavaldur
enda aldrei hægt að bera salt
nema á lítinn hluta gatna í stórri
borg eins og Reykjavik.
5) Þegar gángandi fólk gengur
ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI
Framhaldssaga eftir Mariu
Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
24
fortíð. Nútfðin var mörkuð
dauðanum og kyrröinni, en ein-
hvers staðar langt úti f framtfð-
inni var eitthvað sem sfðar
kæmi skýrar f Ijós og væri
sannarlega verra en náttúrleg-
ur dauði — tilhugsunin um
þetta viðbjóðslega morð sem
framið hafði verið og þann sem
það hafði gert. Nú tók við að
reyna að hafa upp á honum,
króa hann af og gera hann
óskaðlegan.
úhrister W'ijk átti að koma á
vettvang — og það var ég sem
átti að sækja hann — og hann
átti ð gleyma — eða vera
neyddur til að glevma að hann
hafði komiðtil Rauðhóla af allt
annarri ásta-ðu. Hann átti að
stjórna leitinni og hann mvndi
ekki gefast upp fyrr en mark-
inu væri náð. Og þá? Ilvernig
stæðu máfin þá.. .fyrir Christ-
er.. .fyrir Fanny frænku.. .já
fyrir okkur öll sem vorum f
þessu húsi.
Hún horfði á mig sfnum
greindarlegu augum og þó
fannst mér hún horfa f gegnum
mig og ég skildi ekki hvað fólst
í augnaráði hennar. Svo and-
varpaði hún þunglega og
endurtók:
— Svona nú, barn. Farðu nú og
náðu f hann. Hann hefur her-
bergi í álmu Gabriellu. Þú get-
ur farið þessa leiðina.
Ég hlýddi eins og vélrænt og
uppgötvaði að frá svefnher-
bergi Frederiks Malmers gat ég
farið beint inn í stóra borðsal-
inn. Einar af stóru dyrunum,
sem vissu út að flötinni og vatn-
inu, stóðu f hálfa gátt.. .ég opn-
aði hana og sté út í döggvott
grasið.
Það var engu Ifkara en fegurð
morgunsins hlægi hæðnislega
að mér. Vatnið var spegilslétt
og gáraði hvergi á þvf og rósirn-
ar sem vöfðu sig upp eftir hús-
inu virtust fagnandi f gleði
sínni yfir hjörtum deginum,
sem var að ganga f garð. Ég
gekk hikandi nær tröppunum
og velti fyrir mér hvað ég ætti
að gera ef útidvrnar væru nú
læstar.
En ég þurfti ekki að hafa
neinar áhvggjur. Ég gekk gæti-
lega inn f litla forstofu. Vindu-
stigi lá upp á næstu ha*ð, opnar
dyr til ha*gri og þaðan sá ég inn
f notalegt bókaherbergi, en
dyrnar til vinstri voru lokað-
ar.. .Ég ýtti niður húninum og
gægðist inn. Og þar sá ég
Christer sofandi.. .og hann var
sem belur fer einn. ..Ilann
vak'naði ekki þegar ég nefndi
nafn hans f hálfum hljóðum,
svo að loks lagði ég höndina á
öxf hans og hristi hann dálítið
til. Hann tautaði syfjulega:
„AHt f lagi elskan mfn,“ og
engu Ifkara en hann reyndi að
draga mig niður til sfn.
Svo vaknaði hann skyndilega.
Það skeði ekki hægt og rólega
heldur með eldingshraða og ég
sá með ákveðinni öfund að all-
ar heilasellur tóku til starfa á
samri stundu og hann opnaði
augun.
— Ilvað er nú þetta? Er ég
búin að fá nýja kærustu? Ja, ég
verð að segja að verri hefði hún
getað verið.. .En góða bezta
Puek, hvað er eiginlega að sjá
þig! Svona gra*nn f framan
verður maður ekki af inflú-
énsu. Ilvað hefur komið fyrir?
Eg veit ekki hversu mikið
hann skildi af þessu sundur-
lausa röfli mfnu um kvalastun-
ur, þyt f rörum, nýlagað kaffi,
og um IWinu frænku og Fanny
frænku, en áður en ég hafði
lokiö máli mfnu var hann kom-
inn f buxur, skyrtu og sandala
og dökkt hárið var snyrtilegt,
rétt eins og hann væri að fara á
skrifstofuna sfna. Með Christer
við hlið mér gekk ég aftur út í
ntorgunrakt grasið og í hjarta
mfnu bað ég hljóðrar ba*nar
um að f Ijós kæmi að þetta væri
martröð en ekki veruleiki. En
við komum inn í svefnherbergi
gamla forstjórans og Fanny
fra*nka tók á móti okkur svo
alvarleg f fasi að ekki var
ástæða til að ala meðsér neinar
frekari vonir. Hún kinkaði
kolli f áttina að sjúkrarúminu.
— Þvf er að Ijúka.. .hann er f
djúpu meðvitundarleysi og
hjartaö slær mjög óreglulega
og með kramparykkjum. Mér
sýnist að hér sé ekki um neitt
lengur að ra*ða.. .nema að
bfða...
Christer leit af mögru og blá-
leiíu andliti Frederiks Malm-