Morgunblaðið - 05.02.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.02.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977 21 Samtal vid Kar/ Schiitz rannsóknariögregiumann: Grein Árni Johnsen ÞÝZKI rannsóknarlögreglumaðurinn Karl Schiitz sem unnið hefur að rannsókn Geirfinns- málsins ásamt íslenzkum rannsóknarlögreglu- mönnum, heldur af landi brott í dag. í tæpa 7 mánuði hefur Karl unnið að rannsókn málsins og eins og Pétur Eggerz túlkur Karls og aðstoð- armaður hans sagði, hefur verið unnið allar helgar auk virkra daga og oft til miðnættis. Morgunblaðið ræddi við Karl I gær um nokkur atriði í rannsókn Geirfinnsmálsins, m.a. um bakgrunn þeirra sem hafa játað á sig morðið á Geirfinni, fikniefnaneyzlu afbrotamanna og atriði tengd morðinu á Guðmundi Einarssyni. Fer viðtalið hér á eftir: GEIRFINNSMÁLIÐ - BAK- GRUNNUR OG ÁSTÆÐUR Stórt afbrot á íslandi Við spurðum Karl Schútz fyrst að þvi hvert væri álit hans á glæpamáli sem Geirfinnsmálinu, miðað við að hér væri i raun um að ræða nýja tegund glæpa á íslandi „Þetta er ákaflega stórt afbrot miðað við ísland." sagði Schutz. „en samanborið við afbrot úti i hinum stóra heimi er um miðlungsstórt afbrot að ræða Við þekkjum hryðjuverkin manndrápin og mannránin með hræðilegum morðaðferðum og þvingunum m a til þess að ná peningum út úr fólki En ég get ekki séð annað en þetta sé mjög stórt og alvarlegt afbrot á íslenzkan mælikvarða Eitthvað það hryllilegasta i málinu finnst mér vera það að fórnarlambið ér algjörlega saklaus maður, sem hefur alltaf lifað heiðarlegu lifi Hann verður fyrir þeirri óskaplegu ógæfu að það verður ruglingur á mönnum, mistök og glæpurinn er framinn." „Hver er bakgrunnur þeirra sem fremja glæpinn?" Viðar, Erla og Sævar eru sakhæf, en um Guðjón getum við ekki sagt, þvi geðrannsókn á honum er ekki lokið Spurningin hvað er geðveiki getur hins vegar verið marg- slungin Maður kemst i vimu, ennþá sterkari en með áfengi, og það er spurningin um það hvort maður getur ekki eftir sem áður verið ábyrgur gerða sinna Það er einnig spurning hvort langvarandi neyzla á þessum efnum getur leitt til geðbilunar Það má bera saman að hægt er að neyta svo mikils áfengis að maður geti tæpast talist sakhæfur, en það skiptir miklu máli um mann i sliku ástandi hvort hann hefur vald á vilja sinum og hvort hann gerir sér grein fyrir þvi að það sem hann gerir kunni að vera refsivert Úrskurður á sliku er dómsmál I sambandi við Geirfinnsmálið tel ég að ástand afbrota- mannanna hafí verið þannig að þeir hafi gert sér grein fyrir þvi sem þeir voru að gera þegar þeir framkvæmdu verknaðinn Ef maður skipuleggur afbrot og tekur síðan inn lyf, áfengi eða fikniefni til þess að hleypa sér i ákveðinn ham, þá hefur hann að minu mati unnið augljóslega til refsingar, þvi ákvörðunin er tekin i eðlilegu ástandi Það má einnig geta þess að það er staðreynd að öll aukning fikniefnanotkunar og misnotkun lyfja og áfengis leiðir til þess að afbrotum fjölgar til muna, nú menn geta orðið brjálaðir bara af 4 glösum af vodka " Nú liggur fyrir játning á morði Geirfinns Einarssonar og Guðmundar Einarssonar, en jarðneskar leifar þeirra hafa ekki fundist. Við spurðum Schútz að þvi hvernig þýzk dómsvöld tækju á slikum málum „Þegar játningin og sannanir eru á veikum grunni og ekkert lik er fyrir hendi, þá er ekki dæmt Aftur á móti þegar fullkomin játning liggur fyrir varðandi glæp og öllum ber saman, bæði sakborningum og rannsóknarmönnum, þá er hiklaust hægt að ákæra án liks. ef það liggur fyrir að morð hefur verið framið " Ástæðan fyrir aðdragandanum að morðinu. „Er stórt smyglmál tengt Geirfinnsmálinu?" „Ég held að þessu megi svara á tvo vegu. í fyrsta lagi hefur stórt umrætt smyglmál ekkert með þetta mál að gera, en i örðu lagi, þá hélt Sævar að i Keflavik væri geymt mikið smygl og hann var að sækjast eftir þvi í ferð þeirra félaga Einmitt sá grunur hans um ólöglegt áfengismagn i Keflavik er ástæðan fyrir aðdragandanum að morðinu, þvi þeir voru að reyna að afla sér upplýsinga um það hvar þetta áfengissmygl væri geymt og siðan ætluðu þeir að stela því." Telja hagstætt að líkin finnist ekki ,,Nú hefur það komið fram í rannsókn Geirfinnsmálsin að jarðneskar leifar hans séu grafnar i Rauðhólum Hefur ekkert komið fram um það hvar jarðneskar leifar Guðmundar Einars- sonar eru niðurkomnar?" ..Afbrotamennirnir virðast vera þeirrar skoðunar að það sé hagstætt fyrir þá að likin finnist ekki Þeir telja beinlínis að þeir geti hlotið ávinning af þvi ef líkin finnast ekki, en það þýðir ekki þar með að við séum hætti að leita að likunum Það er frost i jörðu nú og undir slikum kringumstæðum þyrftum við að nota sprengiefni við leit Slíkt kynni að vera skaðlegt við Framhald á bls 22 Óhamingjusöm æskuár „Ef til vill er ástæðuna að finna þar? Það gildir sama um Sævar og Kristján Viðar, að þeir hafa báðir átt mjög óham- ingjusama æsku. Um talsverða áfengisnotkun er að ræða hjá foreldrum beggja á heimilum þeirra ög þeir voru mjög ungir þegar þeir voru algjörlega á sjálfs sin vegum. Sérstaklega gildir þetta um Kristján Viðar Hann vantaði tengsl við fjöl- skyldu sina á föðurhlið og i rauninni getur Kristján Viðar aðeins fundið tilfinningatengsl til ömmu sinnar Þótt ganga megi út frá þvi að hún hafi aðeins viljað honum það bezta, hafði hún hvorki kraft né þrek til þess að hafa taumhald á svo böldnum unglingi sem Kristjáni Viðari 15 ára gamall varð Kristján Viðar algjörlega á eigin vegum, borðaði yfirleitt á veitingastöðum og greiddi fyrir með matarmiðum sem hann fékk hjá Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar Sævar er ákaflega ungur þegar vandræði koma í Ijós í sambandi við fjölskyldu hans og það leiðir síðan til þess að hann er að nokkru leyti alinn upp á upptökuheimilum Strax í æsku var hann hættur að sofa heima og stundum svaf hann úti undir beru lofti, jafnvel í mannlausum ibúðum Sævar hefur aldrei alla sína ævi haft neina fasta atvinnu. Eiginlega hefur hann komizt yfir þá peninga sem hann hefur haft á milli handa i gegn um margs konar afbrot Það má segja um Sævar að hann hafi alltaf haft augu og eyru opin fyrir þvi hvar mögulegt væri aðframkvæma auðgunarafbrot. Sævar komst mjög ungur inn í viðskipti á fíkniefnum og lyfjum, en það er einkennilegt að Sævar hefur aldrei neytt fíkniefna sjálfur svo nokkru nemi Maður verður að líta á Sævar sem þann mann sem hefur skipulagt afbrotin almennt. Hitt er svo að það kemur margt til í sambandi við það hvernig til afbrota kemur Það á sinn þátt i þvi hvers konar fólk afbrotamenn umgangast og einnig skiptir máli hvers konar tilhneigingar hafa erfst frá foreldrum Eiginlega virðist það sem þeir hafa fengið i arf ekki hafa verið of jákvætt Þekkti Kristján Viðar ekki áður Guðjón Skarphéðinsson hefur allt annað baksvið en Sævar, Erla og Kristján Viðar. Hann er á allt öðru plani og hann er allt öðruvisi alinn upp Sem sagt, allt önnur manngerð Viðerum mjög ánægðir með það að eftir að Guðjón kemur ! yfirheyrsl- ur. hefur hann ekki beitt ósannindum, heldur skýrt rétt frá, en það er annað en sagt verður um hina aðilana Við erum einnig ánægðir með að Guðjón hefur aldrei gert tilraun til þess að bera rangar sakir á aðra. Hann er greindur • og klókur en það er ákaflega óeðlilegt að maður með hans menntun og bakgrunn hafi samband við mann eins og Sævar. Það er rétt að geta þess að Guðjón þekkti Kristján Viðar ekki fyrir afbrotið, en Guðjón kynntist Sævari fyrst þegar Sævar var nemandi hans Það verður að vera hlutverk dómstóla að skera úr um hvort Erla á sök eða ekki Hún virðist aðeins hafa verið nálægt þegar afbrotið var framið, en tengsl hennar í þessu efni eru þau að hún hefur lengi búið með Sævari og þau eiga barn saman." Fíkniefna- og lyfjanotkun afbrotamanna „Tengist fikniefna-og lyfjanotkun Geirfinnsmálinu?" „Að visu hafa þeir neytt fiknilyfja, að Sævari frátöldum, en ekki notað sterkari lyf eins og heróin eða slikt Þeir hafa reykt talsvert mikið af hassi. en það er tæpast hægt að tala um að það hafi breytt persónuleika þeirra Aftur á móti hafa þeir fyrir utan fikniefnanotkun, misnotað talsvert lyf og þá gjarnan með þvl að taka bæði uppörvandi lyf og slævandi Uppörvandi lyf eins og anfetamin og slævandi eins og hið svokallaða mebba Meðal þeirra hefur verið notuð sem mókmeðal i óhófi. ÞEGAR við spurðum Karl Schiitz að þvf hvort hann hefði verið beðinn um að rann- saka fleiri mál á fslandi, hló hann við og sagðist ekki hafa hugsað sér að setjast að á fslandi, allt tæki einhverntfma enda. Ljósmyndir Mbl. RAX. samsetning lyfja sem er kölluð „krossinn", en það er sambland af uppörvandi og slævandi lyfjum, t.d anfetamini og sterkum svefntöflum. Að hve miklu leyti notkun þessara lyfja getur breytt persónuleika manns er vfsindamanna að gefa útskýring- ar á Það er í rauninni hvorki hægt að svara játandi né neitandi hvort notkun þessara efna er tengd glæpnum Kristján Viðar að minnsta kosti, hafði tekið einhver lyf nær því daglega um langt skeið, en það er atriði sem fagmenn verða að segja til um hvort maður getur komizt í það ástand að verða ekki sakhæfur. Aftur á móti hefur það komið í Ijós við geðrannsókn að Kristján

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.