Morgunblaðið - 05.02.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977 ÞEGAR forystumenn í heimsmálum heimsóttu Pekincj og Maó Tse-tung féllst á að taka á móti þeim, voru hinar óformlega samræður þeirra nær alltaf leynilegar og síðan lítið eða ekkert látið uppi um innihald þeirra á eftir. En árið 1973, þegar Georges Pompidou, sem þá var forseti Frakklands, ræddi við formanninn, var samtal þeirra, sem stóð yfir í tvær kiukkustundir, tekið upp orðrétt. Nó hefur það að auki verið birt opinberlega. Meðfylgjandi glefsur úr því gefa óneitanlega forvitni- lega mynd af Maó þegar hann fellir „opinberu grímuna'' og lætur allt flakka ef svo mætti segja. Raunar kemst Island eitt andartak inn í sam- ræðuna, en eins og menn rekur sjálf- sagt minni til hittust þeir hér til skrafs og ráðagerða, Pompidou og Nixon. — Maó ræddi við franska forsetann í bókasafninu á heimili sínu, og er meðfylgjandi mynd tekin við það tæki- færi. Pompidou: Það er mér mikill heiður að hitta einn þeirra manna, sem breytt hafa ásýnd heimsins. Maó: Ég, fyrir mitt leyti, er niður- | brotinn. Ég er sjúkur maður. En nóg um það. Eru formlegar við- ræður hafnar? Pompidou: Við erum búnir að ræða stefnur okkar í grundvallar- atriðum. Nú verðum við að leggj- ast enn dýpra. En ég, sem gamall starfsfélagi de Gaulle hershöfð- ingja, má til að segja yður, að mér er einstök ánægja að því að hitta yður að máli. Maó: Ég las endurminningar Adenauers. Ég las líka endur- minningar de Gaulle. Mér virtist hershöfðinginn hafa horn í síðu okkar Kínverja af því, að við værum fullmiklir á lofti, of drembilátir. En um þær mundir voru allir mótsnúnir okkur, og við hlutum að virðast nokkuð fálátir; við vorum neyddir til þess. Pompidou: Menn fást ekki til þess að trúa á land sitt og verja það ef þörf krefur, nema þeim sé blásið dálitlu stolti í brjóst. Maó: Það voru fyrst og fremst Bandaríkjamenn og Sovétmenn, sem voru andsnúnir okkur. Bandaríkjamenn kváðu okkur verri en Hitler. Hvað viðvíkur Krústjoff þá kom hann til Kína 1954, og árið eftir, 1955, bað hann Adenauer að leggjast með sér á sveifina gegn okkur. Lásuð þér endurminningar Adenauers? Pompidou: Já, ég las þær. Maó: Adenauer ræddi viðhorf Krústjoffs við de GauIIe. Reyndar minntist hann á hana við alla, sem hann hitti. Á þessum árum þótti nefnilega öllum gott, að Krústjoff skyldi snúast gegn Kínverjum. Upp frá því hefur okkur alltaf fundizt, að Bandaríkjamenn vildu etja Sovétmönnum gegn Kínverj- um. Pompidou: Ég er búinn að segja forsætisráðherranum ykkar, að sú hafi ekki verið stefna okkar vegna þess, að árekstur með Sovétmönnum og Kínverjum hlyti að hafa áhrif um heim allan. Maó: Já, það var ekki ósennilegt. Og hvað um reglu de Gaulle: „Frá Atlantshafi til Uralfjalla“? Þar virðist Síbería undan skilin. Pompidou: Þá reglu létu Sovét- menn sér lynda á þeím tima vegna þess, að í henni fólst, að sambúð austurs og vesturs færi batnandi, og það gramdist Banda- ríkjamönnum. En nú þykjast Sovétmenn ekki framar geta talið Uralfjöllin marka landamæri. Maó: Sovétmenn hafa ekki lítinn metnað; þeir vilja reyndar gina yfir allri Evrópu, Asíu og Afríku líka. Sovétmenn vilja ráða fyrir þessum meginlöndum þremur. Pompidou: Öll Evrópuríki vilja vera sjálfstæð. Og sama er að segja um Asíu- og Afríkuríki. Þetta varð fullljóst á þingi óbund- inna ríkja, sem haldið var í Alsír- borg. Maó: Andenauer sagði margsinn- is, að Sovétmenn vildu komast yfir Evrópu, koma bandaríska herliðinu burt úr Vesturevrópu og treysta tök sín á Þýzkalandi; að þeir vildu, með öðrum orðum, ná Evrópu allri á sitt vald. Pompidou: Nú er Vesturevrópa mjög lítil að flatarmáli. Og hún er ein heild. Þess vegna treystu þeir Adenauer og de Gaulle vináttu- böndin með Frökkum og Þjóð- verjum enda þótt hvorir tveggja ættu margar leiðinlegar minning- ar um hina. Maó: Þegar öllu er á botninn hvolft má segja, að Hitler hafi lagt drögin að sættum ykkar, með innrás sinni í Frakkland. Pompidou: Hann neyddi okkur til sátta. Maó: Með árás sinni á Sovétríkin gerði Hitler þau einungis enn voldugri en fyrr. Pompidou: Já, en hann hafði leitað sátta við þau áður. Maó: Um þessar mundir héldu sumir því fram, að Hitler vonaðist tii að brjóta Sovétmenn á bak aftur með leifturstríði — Blitzkrieg. Pompidou: Þeir, sem hafa svo mikinn metnað mega ekki leggja út í leifturstríð. Allt fer vel af stað, en svo fer að ganga úrskeið- is. Við vorum nú samt sem áður heppnir, að við losnuðum við Hitler. Maó: Vilji einstaks manns skiptir ekki máli í þessu. Það eru atburð- ir, sem skipta máli. Ég er ekki menntaður maður. Ég kann, til dæmis, engar erlendar tungur. Pompidou: En þér þekkið kín- versku þjóðina. Maó: Nokkuð, en ekki til fulls. Nú er ég orðinn gamall maður. Óg ég hef verið önnum kafinn við stjórnarstörf. Pompidou: Þér hafið líka fengið miklu áorkað. Maó: Já, ég stóð í stríði í 20 ár. Þá eyddi ég öllum kröftum mínum. Ég var barnaskólakennari áður. Pompidou: Það var ég llka. Maó: Nei, þér voruð prófessor. Ég fór í stríð vegna þess, að stríð hlaut að verða. Og við börðumst í 20 ár. Seinna börðumst við svo við Bandaríkjamenn í Kóreu. En við Chiang Kai-shek urðum við að berjast mikið og lengi. Og meðan á því stríði stóð gerðu Japanir innrás og stríðið við þá stóð í átta ár. Allir útlendingar, sem réðust inn I Kína um þetta leyti höfðu ekkert nema vandræði af því. Kínverjar eru nefnilega útsmogn- ir í stríði. Og upp frá þessu verð- um við að horfast í augu við risa- veldin tvö. Ég sagði einhvern tíma, að veröldin væri eins og milli steins og sleggju þar, sem þessi tvö veldi væru. Pompidou: Við munum nú reyna að halda friðinn. . . Maó: Já, en þið verðið að vera viðbúnir. Pompidou: Ég hef hitt leiðtoga risaveldanna tveggja að máli. Þeir segjast vilja hafa frið og ég held, að þeir hafi ástæðu til þess að halda frið. Maó (b^andar hendi í andmæla- skyni):;Ég er alls ekki sammála því. Strið hlýtur að verða fyrr eða seinna. Hyggilegast væri að gera ráð fyrir því stríði. Eftir það, en ekki fyrr, ætti svo að huga að möguleikum til friðar. Ellayrðum við óviðbúnir. Pompidou: Mig minnir, að þér rituðuð einhvers staðar „. .. til þess að losna við byssuna hljótum vér á gripa til byssunnar". Maó: Ég hef oft hitt franska vini mína að máli. André Malraux, til dæmis að nefna. Hvað er að frétta af honum? Hann er ekki sériega hrifinn af þinginu. Og það er ekki hrifið af honum lengur. Pompidou: Malraux hefur skrífað töluvert um fund ykkar. Maó: Ég hef líka hitt Schumann, Bettancourt, Couve de Murville og tvær sendinefndir þingmanna. Englendingum hef ég aftur á móti lítið kynnzt. Ég hitti aldrei for- sætisráðherra þeirra (Sir Alec Douglas-Home), þótt hann kæmi hingað í opinbera heimsókn (1972). Hann mæltist reyndar ekki til fundar við mig. Og ég beitti þá heldur embættis- mönnum fyrir mig. Það er betra á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.