Morgunblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977 GBEIHARGEBB FRÁ STJÓRN HAHDKHATTLBKSSAMBAHDS ÍSLAHDS UM KVEHMALANDSUÐ STÚLKURNAR HAFA TAKMARKAÐAN ÁHUGA ELDRI SÝNT Ekki eru ýkja mörg ár síðan að erlend samskipti fslenzkra hand- knattleiksstúlkna einskorðuðust við Norðurlandameistaramótið, sem haidið var á tveggja ára fresti, sfðan á þriggja ára og nú á fjögurra ára fresti. Norðurlanda- meistaramót ungiinga hefur hins vegar verið haldið árlega frá 1972 að þessu ári undanteknu vegna Heimsmeistarakeppninnar. Segja má, að það sé fyrst haustið 1974 að breyting verður á en þá eru tekin upp landsleikja samskipti við Færeyinga og Hol- lendinga og í ársbyrjun 1975 er leikið við Bandarfkjamenn, bæði í janúar- og aprflmánuði. í apríl- mánuði er svo einnig Norður- landameistaramót unglinga hér heima.. Landsliðsnefnd var þvf bjartsýn eftir árangurs- og við- burðarrfkt leikár 19774/75 og for- maður landsliðsnefndar fór gagn- gert í heimsókn til handknatt- leikssambanda Hollands, Þýzka- lands og Danmerkur í þeim til- gangi um að semja landsleiki fyr- ir A-landslið og þá e.t.v. einnig fyrir U-landslið á næstu tveimur árum. I október 1975 var svo hafist handa með æfingar eftir summar- hlé, en því miður kom í ljós, að hér hafði orðið á mikil breyting til hins verra.. Eldri stúlkurnar sýndu afar takmarkaðan áhuga á æfingunum, en hins vegar mættu yngri stúlkurnar mikið betur og sýndu starfinu iifandi áhuga. Nú var landsliðsnefndinni vandi á hönduum, búið var að semja um 10—12 landsleiki og m.a. um keppnisferð til ÞÞýzka- lands, Hollands og Danmerkur. H.S.Í. hafði i samráði við lands liðsnenfd samið um þessa gagn- kvæmu landsleiki fyrir áeggjan stúlknanna sjálfra og vegna endurtekinna kvartana þeirra um verkefnaskort. En hér kom í ljós, að hjá eldri og leikreyndari stúlk- unum var áhuginn meiri í orði en á borði. Var nú engu að síður hafinn undirbúningur undir keppnisferðina og auk þess undir þátttöku f Norðurlandameistara- móti unglinga 1976, sem fram fór i Svíþjóð í aprflmmánuði. Segja má að í ársbyrjun 1976 hafi hlaupið á snærið hjá lands- liðsnefndinni, þar semm voru heimsóknir Bandariíkja- og Kan- adastúlkna og léku þessi landslið nokkkra landsleiki við islennzku stúlkurnar.. 1 maímánuði var svo haldið í langa og stranga keppnisferð til Þýzkalands og Hollands. Leiknir þar 3 landsleikir og fjölmargir aðrir leikir, m.a. við meistaralið ýmissa landa, samtals 12 leikir á 10 dögum. Á sfðastliðnu hausti átti fyrsta verkefni kvennalandsliðsins að vera þátttaka í Norðurlandameist- aramóti í lok nóvembermánaðar. Eins og öllu handknattleiksfólki er kunnugt um, hefur H.S.Í löng- um verið á hrakhólum með hús- næði fyrir landslið sín og ráða þar hvorki bænir né fyrirheit. Verður slikt ástand vafalaust óbreytt meðan sambandið ræður ekki yfir eigin æfingaraðstöðu. Ekki fékkst húsnæði fyrir kvennalandsliðið fyrr en i síðari hluta okktóber- mánaðar og var nú skammur tími til stefnu- Boðaður var hópur um tuttugu stúlkna til æfinga og lögð áherzla á mikilvægi fyrstu æfing- anna. Landsliðsnefndin hugsaði nú gott til glóðarinnar, þar sem pólski landsliðsþjálfarinn, dr. Janusz Czerwinski, var mættur til leiks og mætti hann á fyrstu 2 æfingarnar, sem boðaðar voru. Á þessum fyrstu æfingum mættu alls 8 stúlkur, þ.e. á ann- arri æfingunni 77 en hiinni 6. Daginn efftir síðari æfinguna var siíðasti dagur, sem unnt var að draga til bakka þátttökutiilkynn- inguu í Norðurlandamótið og þar sem einsýnt þótti, að verulega skorti á nægann áhuga, var málið tekið til ennduursskkoðunar af HH.S.Í og landsliðsneffnnd.. Landsliiðsnefndinni þótti það mjög hryggilegt, hhve stúlkurnar sýndu lítinn áhhuga, þótt einn færasti þjálfari heims væri kom- inn þeim til leiðbeiningar og að- stoðar. Þætti það vvafalaust saga til næsta bæjar i hvaða landi sem er, að aðeins mættu 6 og 7 hand- knattleiksiðkendur á æfingu hjá dr. Czerwinski. Sameiginleg viðbrögð H.S.Í og landsliðsnefndar við áhhugaleysi stúlknanna var ákvörðun um gagngera endurskoðun fyrri áætl- ana. Tillögur landsliðsnefndar, sem samþykktar voru af stjórn H.S.Í. voru í þremur liðum. 1. Þar sem ekki væri von til að unnt yrði að ná saman frambæri- legu liði á þeim skamma tíma, sem til umráða væri, skyldi hætt við þátttöku í Norðurlandameist- aramóti 1976. 2. Tekin verði upp þjálfun stúlkna 15—18 ára og vejði fyrst um sinn höfð ein tvöföld æfing í viku. 3. Tekin verði upp þjálfun stúlkna í aldursflokknum 19—23 ára og úr þeim hópi valinn lands- liðskjarni, sem komi fram fyrir íslands hönd i þeim leikjum sem framundan eru í febrúar- og aprilmánuði 1977. Æfingar verði fram að áramótum ein tvöföld æf- ing f viku, en verði sfðan fjölgað eftir þörfum og aðstæðum. Eftir þessum tillögum hefur verið starfað fram til dagsins f dag, en framundan eru 5 A- landsleikir á yfirstandandi keppnistfmabili. Það var lands- liðsnefndinni þegar ljóst, að það yrði þessum ungu stúlkum, sem margar hverjar eru lítt leikreynd- ar, erfiður róður að leika gegn vel þjálfuðum landsliðum annarra þjóða. Var þvi ætíð haft í huga að bæta mætti inn í þetta lið eldri stúlkum, ef að sýnt þætti að slíkt mætti verða til að styrkja það. í dag standa málin þannig, að þeg- Ahugaleysi segir stjórn HSÍ að riki nú hjá allmörgum handknattleikskonum, og vist er að margir kvennaleikir í vetur hafa borið þess vitni að sumar stúlkurnar eru tæpast i góðri æfingu. Ólafur Unnsteinsson hefur verið óþreytandi að miðla iþróttamönnum af þekkingu sinni og reynsl'i, og margir notið góðs af störfum hans. Myndin var tekin á Melavellinum s.l. haust og sýnir Ólaf leiðbeina islandsmethafanum i kringlukasti, Erlendi Valdimarssyni Dekur við úlendinga í íþróttastarfinu AÐ gefnu tilefni sé ég mig til- neyddan til þess að gera grein fyrir þvf hvers vegna ég hef hætt störfum sem frjáisfþróttaþjálfari hjá KR. t dagbiaðinu Vfsi 2. febrúar er fyrirsögn þess efnis, að ég vilji ekki starfa með rúss- neskum þjálfara og sömuleiðis f Þjóðviljanum daginn áður. iþróttafréttaritari Vísis undrast þessa afstöðu mfna án þess að hafa rætt málið við mig áður. Ráðinn þajlfari hjá K.R. Haustið 1975 kom ég til íslands eftir tveggja ára dvöl í Dan- mörku. Þar hafði ég stundað nám ÓLAFUR UNNSTEINSSON SKRIFAR við Iþróttakennaraháskólann, sótt námskeið fyrir frjálsiþróttaþjálf- ara, þjálfað eitt sterkast frjáls- íþróttalið Danmerkur A.K. 73, sem hefur á að skipa mörgum Danmerkurmeisturum og methöf- um. Einnig starfað eitt ár sem menntaskólakennari í íþróttum við Birkeröd Statsskole. K.R.- ingar lögðu fast aó mér, að taka að mér þjálfun hjá félaginu á liðnu ári. ÉG var nokkrum af afreks- mönnum félagsins innanhandar við þjálfun, þeim Stefáni Hallgrimssyni, Eliasi Sveinssyni og Vilmundi Vilhjálmssyni. Ég greiddi götu þeirra meðal annars árin sem ég dvaldi i Dan- mörku 73—75. Á liðnu hausti hafnaði ég þvi að verða þjálfari hjá K.R. Forráðamenn frjálsíþrótta- deildar K.R. gengu þá í *það i nóvember, að leita til rússneska sendiráðsins um það að fá þjálf- ara frá Rússlandi. Um áramót höfðu engin svör borist frá Rússlandi. Þá var aftur lagt fast að mér að taka til við þjálfun hjá félaginu. Ég lét til leiðast vegna eindreginna til- mæla. Munnlegan samning gerði ég um að starfa til 1. maí, ef ekkert óvænt kæmi til. Einnig kæmi þá mjög til greina að starfa um sumarið ef samningar tækjust um það. íþróttamenn félagsins mættu 100% á æfingar í janúar, og hlauptest og hopptest og árang- ur í mótum gefur góðar vonir fyrir þá marga I sumar verði þjálfað áfram af áhuga. Margir nýir hófu æfingar undir minni stjórn og ég skipulagaði stórmót í K.R.-húsinu 23. jan., sem vakti landsathygli. 24. janúar kemur upp sú staða að rússneskur þjálfari býðst í gegnum rússneska sendiráðið til K.R. Forráðamenn frjálsíþrótta- deildar K.R. hvöttu mig til þess að halda áfram starfi og helst að taka því eing og sjálfsögðum hlu{ að starfa með rússanum. Ég gerði þeim strax ljóst, að sem félagsþjálfari mundi ég ekki starfa með öðrum erlendum þjálf- ara. Stjórnina bað ég um að gera málið upp við sig í nokkra daga. Laugardaginn 29. janúar mæta stjórnarmenn deildarinnar á fund hjá F.R.Í. og tilkynna þeir þar, að þeir ráði rússneska þjálfarann til sín fyrir keppnistímabilið. Stjórnarmenn F.R.Í. höfðu boðað til fundar allra leiðtoga í frjálsum Iþróttum á Reykjavíkursvæðinu og eins frá F.RJU.B.K. og H.S.K. úm það að ráða Rússann til allra félaganna. Þetta gera þeir án til- lits til íslenzkra þjálfara I félögunum. Mér finnst hér, að stjórnar- menn F.R.Í. hafi hér farið aftan að íslenzkum þjálfurum, sem bor- ið hafa uppi starfið á liðnum ár- um. Ég sætti mig ekki við máls- meðferð K.R.-inga og F.R.Í. stjórnarinnar. Hvers vegna ekki að starfa með rússneskum þjálfara? 1. Mér var það ljóst, að hvort sem ég ynni mikið eða litið fyrir K.R., fengi ég lítinn heiður af starfi mínu hjá K.R. með rússneskum þjálfara. 2. Ekki er grundvöllur fyrir starfi 2 manna á launum fyrir svo fáa íþróttanenn enda takmarkað- ur áhugi þeirra á skipulögðu starfi. 3. Eins þykir mér fráleitt, að taka að mér störf með manni sem ég þekki ekkert til og efast stór- lega um að það sé farsælt fyrir íþróttamenn félagsins. 4. Ekki hefur fundist hinn eini sannleikur við frjálsíþróttaþjálf- un frekar en I öðru. Menn geta náð jafn góðum árangri sem þjálfarar, þó að menn þjálfi nokk- uð hver á sinn veg. Ég hef mest lært af Norðurlandamönnum, Bandaríkjamönnum og Vestur- Þjóðverjum I þjálfun. Tækni þeirra er mér mest að skapi og eins og þjálfunaraðferðir. Þar finn ég minar leiðir. Ekki ber að skilja orð mín svo, að ég sé á móti erlendum þjálfur- um. Sjálfsagt er að fá þá til lands-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.