Morgunblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977
Kristófar Bjarnason skipstjóri á Haraldi (t.v.) og Gtsli Hallbjörnsson vélstjóri I brúnni ð Haraldi. (Ljósm.
Friðþjófur).
nefndu skipunum er mun
meiri peningur, það er vitað
mál, en sllkar veiðar eru ekki
fyrir alla og peningar eru ekki
allt, segir Kristófer.
— Við róum mikið út fyrir
Hraunið núna, en á Jökul-
tungunum, sem oft hafa gef-
ið vel, hefur varla fengizt
bein úr sjó það sem af er
vertiðinni. Friðunin I Flóan-
um hefur haft gífurlega mikið
að segja, sérstaklega hvað
varðar ýsuveiðarnar. Ég held
meira að segja að Keflvíking-
arnir sem voru manna mest á
móti þessari friðun viður-
kenni réttmæti hennar nú
orðið.
Árið á bát éins og Haraldi
frá Akranesi skiptist I þrjá
hluta ef svo má segja. Frá því
I miðjum september og allt
fram I endaðan febrúar eru
stundaðar línuveiðar. Þá tek-
„Sæmilegt kropp það
sem af er vertíðinni
— AFLINN er ekkert
meiri en í fyrra, en
hins vegar byggjast
veiðarnar núna meira á
grunnslóð og því er
ekki að neita að fiskur-
inn er frekar f smærra
lagi. í fyrra vorum við
yfirleitt dýpra og feng-
um þá stærri fisk.
Þetta hefur1 verið
sæmilegt kropp það
sem af er vertíðinni og
það er alveg Ijóst að
friðunin í Faxaflóa hef-
ur haft gífurlega mikið
að segja, sérstaklega
hvað varðar ýsumagn-
ið f aflanum.
Þannig mæltist Kristófer
Bjarnasyni skipstjóra á vél-
bátnum Haraldi frá Akranesi,
en Morgunblaðsmenn hittu
hann er hann kom úr róðri
eitt kvöldið I vikunni. Harald-
ur AK 10 er 1 99 tonna skip,
smiðað í Noregi 1961. Hefur
Kristófer, sem er 32 ára, ver-
ið með skipið síðan i septem-
ber 1973. í janúarmánuði
fengu þeir 101 tonn í 18
linuróðrum, en sex eru á og
fimm beitingamenn i landi.
Að sögn Kristófers eru niu
bátar nú gerðir út á línu frá
Akranesi, tveir þeir stærstu
eru Haraldur og Grótta, um
200 tonn, en þeir minnstu
60—70 tonn að stærð Ekki
sagði Kristófer að línuveið-
arnar gæfu mikið i aðra
hönd, sjaldan meira eh
trygginguna, sem losaði um
100 þúsund krónur á mán-
uði. Hver túr tekur um 18
tima, þannig að það er ör-
ugglega unnið fyrir þessu.
— Það gengur þó ágæt-
lega að fá mannskap á þessa
báta, þetta er ágætt fyrir
menn, sem vilja vera nálægt
heimilum sínum og fjölskyld-
um. Þetta eru dagróðrar og
þó þetta sé strembið meðan
hávertíðin stendur, þá eru
menn þó meira heima hjá sér
én t.d. á~ skuttogurunum og
loðnubátunum. Á siðast-
UnniB s8 löndun úr Haraldi f rá Akranesi.
ur netavertíðin við og er fram
í miðjan mai. Siðan eru það
handfæri í um 2 mánuði, en
þá fá sjómennirnir sumarfrí,
sem þó er einnig notað til að
„skvera" bátinn og gera klárt
fyrir næstu törn. Svona líður
árið, eitt tekur við af öðru
hring eftir hring, með litils-
háttar frávikum þó til að
krydda tilveruna.
Á dögunum gerðist það að
bil var hreinlega ekið um
borð i Harald þar sem hann
lá við bryggju á Akranesi og
Kristófer segir okkur frá því i
lokin: — Þetta var sögulegt
með bildjöfulinn og mikil
mildi að enginn skyldi slasa
sig er bíllinn lenti á þilfarinu
hjá okkur Reyndar höfðum
við fært bátinn um eina báts-
lengd klukkustund áður en
bílnum var ekið um borð, ef
við hefðum ekki gert það
hefði bíllinn fari beint i sjó-
inn. Við vorum heppnir að
ekkert skyldi skemmast og
við ekki missa túr. Það eina
sem skemmdist i rauninni
var „dráttarkall" en við gát-
um reddað öðrum fljótlega.
— áij.
LandformaSurinn hampar einum vænum
Sigurður Arnmundsson og Jóhann Ár-
sælsson f (þróttahúsinu gamla. þar sem
þeir nú starfrækja bátaviðgerðir og ný-
smfðar. Rimlarnir f baksýn eru nú not-
aðir til að hengja á verkfæri.
Bátavið-
gerðir
þar sem
áður var
íþrótta-
salur
1 GAMLA fþróttahúsinu við
Laugabraut á Akranesi hefur
fyrirtækið KNÖRR sf. starfað
undanfarna mánuði. Þeir félagar
Sigurður Arnmundsson og Jó-
hann Ársælsson reka þetta fyrir-
tæki og láta vel af aðstöðunni f
fþróttahúsinu, sem áður fyrr var
vettvangur skólaæskunnar á
Akranesi og þar undirbjuggu
nokkrir af okkar fræknustu
knattspyrnumönnum fyrr og sfð-
ar sig fyrir átök sumarsins hér á
árum áður.
Á gólfi íþróttahússins eru nú
ýmiss konar verkfæri til báta-
smíði og viðgerða og þar eru tveir
rúmlega 5 tonna bátar, sem verið
er að gera við, auk tveggja minni
fleytna. Þegar nýja iþróttahúsið
var tekið I notkun á Akranesi var
ákveðið að selja gamla húsið og
buðu þeir Sigurður og Jóhann í
húsið. Fengu þeir það fyrir 4
milljónir og 750 þúsund og fylgdi
eignarlóð með I kaupunum. Húsið
er um 380 fermetrar að flatar-
máli.
Á ferð Morgunblaðsmanna um
Akranes á dögunum var litið við
hjá þeim félöguhum í gamla
íþróttahúsinu. Létu þeir mjög vel
af aðstöðunni þar: — Þetta er al-
veg skínandi aðtaða fyrir okkur,
hér er hátt til lofts og vítt til
veggja, auk þess sem húsið er
bæði vatns- og vindhelt, en það er
meira en hægt er að segja um
mörg hús, sem notuð er fyrir
starfsemi sem okkar, sögðu þeir
Sigurður og Jóhann.
Þeir eru bæði með nýsmiði og
viðgerðir, en sögðu að svo virtist