Morgunblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 47
1 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1977 47 Eggjum kastað að sendiráði Sovétríkjanna LÖGREGLAN var I gær kvödd að sovézka sendiráðinu við Garða- stræti, en þar hafði þá tveimur eggjum verið kastað að húsinu. Brotnaði annað eggið á húsinu en hitt á tröppum þess. Engar skemmdir urðu á sendiráðs- byggingunni. Sovézka sendiráðið gerði lög- reglunni viðvart um klukkan 17 I gær. Ekki tökst að hafa uppi á þeim, sem köstuðu eggjunum en málið er I rannsókn. Lögreglan mun hafa auga með sendiráðinu — að þvf er Morgunblaðinu var tjáð I gærkveldi. — Skotnir með köldu blóði Framhald af bls. 1. Rómversk kaþóslka kirkjan hef- ur harðlega gagnrýnt stjórn hvita minnihlutans í Rhódesíu og stefnu hennar. En í desember myrtu skæruliðar fyrrverandi biskup, nunnu og prest norðan við Bulawayo. Lögreglan telur að þeir sem stóðu að árásinni hafi verið úr hreyfingunni ZANU sem er undir forystu Robert Mugabe. Víðtæk leit er hafin að skæruliðunum, sem eru einnig taldir hafa myrt þrjá óbreytta afríska borgara sem fundust látnir á laugardag. — Bretar semja við Rússa Framhald af bls. 1. 27 sovézkum togurum, sex austur- þýzkum og fimm pólskum fiski- skipum að veiða i lögsögu banda- lagsins. Aðeins 17 sovézkum, og fimm austur-þýzkum og pólskum verður leyft að veiða i einu í nýju lögsögunni. Kvóti Rússa á þessu ári er 38.000 lestir en Austur- Þjóðverja og Pólverja 6.000 lestir til samans. Bretar hafa sagt Rússum að þeir verði að viðurkenna reglur EBE fyrir miðnætti i kvöld og kalla togara sina burt úr lögsögu sinni ella en EBE veitir Rússum líklega nokkurra daga frest ef þeir samþykkja reglurnar. Utan- ríkisráðherrar EBE fjalla um málið á morgun. Tilboð Rússa er talið mikilvægt og geta leitt til viðurkenningar á EBE. — Kommúnistar Framhald af bls. 2 bandalagsmenn ekki fleiri tillög- ur um menn í stjórn og drógu sig i hlé. Stjórnin er skipuð fjórum framsóknarmönnum og þremur sjálfstæðismönnum. Formaður er Gunnar Kristmundsson, Selfossi, varaformaður er Hilmar Jónasson á Hellu, gjaldkeri er Þorsteinn Bjarnason, Hveragerði, ritari er Grétar Jónsson á Selfossi og með- stjórnendur: Tryggvi Magnússon á Hellu, Birgir Hinriksson, Vik, og Kjartan Guðjónsson, Eyrar- bakka. Þingið samþykkti ályktan- ir, sem síðar verða sendar blöðum. Hilmar Jónasson, varaformaður Alþýðusambands Suðurlands, kvað augljóst að þessi kosning væri andsvar við þvi, hvernig kosningum var háttað á þingi Alþýðusambands íslands, er Alþýðubandalagsmenn komu í veg fyrir að lýðræðissinnar yrðu kosnir i trúnaðarstöður sem áður hefur verið. „Kommúnistar skilja ekkert annað en sin eigin vinnu- brögð“, sagði Hilmar. „Til átóð að kjósa stjórnina á breiðum og vin- samlegum grundvelli, en þegar kommúnistar koma með einhiiða framboð og vildu ekki aðra en Alþýðubandalagsmenn í stjórn, snerumst við öndverðir við því svöruðum í sömu mynt með ein- hliða uppstillingu á móti.“ Hilmar kvað athyglisverðar ályktanir hafa verið samþykktar, m.a. í stór- iðjumálum, sem sambandið telur að skoða verði niður í kjölinn, en ekki staðið gegn öllu að óathug- uðu máli. Þá er einnig áskorun til ASÍ um að á kjaramálaráðstefnu þess verði tekið fullt tillit til héraðssambandanna. — Carter-stjórn- in lýsir ugg Framhald af bls. 1. sovézk blöð hafa sakað hann um ólögleg gjaldeyrisviðskipti. Andófsmenn í Moskvu sögðu L dag að lögreglan hefði I dag hand- tekið tvo félaga úr úkraínskum samtökum sem fylgjast með þvi hvort mannréttindaákvæði Hels- inki-sáttmálans séu virt — Mikola Rudenko, 56 ára gamlan rithöf- und og leiðtoga samtakanna, og Olexy Tihky, kennara. Handtök- urnar eru taldar enn ein sönnun þess að baráttan gegn pólitisku andófi í Sovétríkjunum hafi verið hert. Talsmaður bandaríska utan- rikisráðuneytisins, Frederick Brown, ■ sagði blaðamönnum að yfirlýsingin hefði verið samin vegna þess að Ginzburg stæði framarlega i baráttu fyrir virð- ingu fyrir mannréttindum og „virtist hafa verið valinn til að sæta sérstaklega harðri meðferð". Fyrir tiu dögum gaf bandariska utanrikisráðuneytið út yfirlýs- ingu til stuðnings Andrei Sakhar- ov. Sovézki sendiherrann, Ana- toly Dobrynin, dró hana til baka og Carter forseti sagði að hún hefði átt að koma frá honum eða Cyrus Vance utanríkisráðherra. Þar með var talið að stjórn Cart- ers hefði dregið í land. Brown sagði í dag að Vance hefði samþykkt yfirlýsinguna um Ginzburg. Á föstuaginn kallaði Vance Dobrynin sendiherra á sinn fund til að mótmæla brottvis- un AP-fréttaritarans George Krimsky frá Moskvu. Daginn eftir skipaði bandaríska stjórnin fréttaritara Tass að fara úr landi innan viku. Stjórn Carters hefur lofað að berjast fyrir skilningi á mannrétt- indum um allan heim, en ekki aðeins i kommúnistarikjunum. Vance hefur sagt að Bandarikja- menn muni tala af hreinskilni ef þeir telji það nauðsynlegt. Fyrsta yfirlýsing Carter-stjórnarinnar um mannréttindi var gefn út fyrir hálfum mánuði og var til stuðn- ings andófsmönnum i Tékkó- slóvakiu. — Aðmírál ætlað starfið Framhald af bls. 1. úr okkur að við öfunduðum hann ekki einu sinni," hafði Powell eftir forsetanum. Carter var 59. þegar hann og Turner aðmíráll útskrifuðust. Theodore Sorensen, sem for- setinn tilnefndi fyrst í stöðuna hjá CIA, hlaut ekki samþykki öldungadeildarinnar, einn allra helztu ráðgjafa Carters og dró sig í hlé vegna andstöðu sem hann mætti. Hann var gagnrýndur fyrir reynsluleysi í öryggismálum og sakaður um að hafa notað leyniskjöl úr Hvítahúsinu í bók um Kennedy-árin. Powell sagði að forsetinn og nokkrir ráðgjafar hans hefðu rætt tilnefningu Turners aðmiráls við þingmenn síðustu tvo til þrjá daga. Hann kvað það hafa átt sinn þátt í tilnefningunni að Turner endurskipulagði námsefni flota- skólans þau tvö ár sem hann stjórnaði honum. Turner hefur meistarastigspróf i utanríkismálum frá Oxford þaf sem hann stundaði nám með Rhodes-styrk einu ári eftir Ioka- prófið frá Annapolis. Hann hefur viðtæka reynslu úr flotanum og ' stjórnaði tundurduflaslæðara, beitiskipi og eldflaugafreigátu. Hann er kvæntur og á tvö börn. — Reykeitrun Framhald af bls. 2 sem þarna bar að og stóru tæki, sem komið var með heiman frá Garðsvík. Þau dugðu illa, svo að gripið var til þess ráðs að moka snjó án afiáts á eldinn. Með því móti var hægt að halda honum nokkuð í skefjum þangað til slökkvibíll frá Akureyri kom um 45 mínútum eftir að eldsins varð vart. Boðum hafði verið komið til slökkviliðsins um talstöð hóp- ferðabílsins. Mikill skafrenning- ur og ófærð á Svalbarðsstrandar- vegi töfðu ferðir slökkvibilsins og sjúkrabils, sem einnig var sendur á staðinn. Reykeitrunareinkenna varð vart hjá fjórum unglingum og voru þeir sendir með sjúkrabíln- um til Akureyrar og lagðir inn i Fjórðungssjúkrahúsið. Þeir höfðu setið í aftasta sæti hópferðabíls- ins og því orðið síðastir út úr honum. Einum þessara fjögurra unglinga varð að gefa súrefni í sjúkrabílnum á leiðinni til Akur- eyrar. Sumum öðrum i hópi farþega varð mikið um atburðinn og þeir voru lengi að jafna sig. Meðan beðið var aðstoðar var farið með unglingana heim i Sveinbjarnar- gerði og hlynnt að þeim þar, en allir komust heim í nótt eða undir morguninn. Líðan þeirra, sem taldir voru tjafa orðið fyrir reykeitruninni, vár allgóð í dag og fengu þeir allir að fara heim af sjúkrahúsinu. _______— Sv.P. — Reykjavíkur- borg Framhald af bls. 15 sem gert er til þess að bæta aðstöðu iþróttafólks og almennings til iþróttahalds Ég vona að við athugun sjáist að þetta sjónarmið er haft i huga við niðurröðun verkefna — Áður en skilist er við fram- kvæmdir við iþróttamannvirki f borginni verður að geta þess.að við skólana er jafnan verið að byggja nýja iþróttasali eða sundlaugar Það sem verður á dagskrá á þessu ári, er sundlaug við Fjölbrautaskólann. Þetta er mannvirki, sem að stærð og afkastagetu er svipað og sundlaug Vesturbæjar Þá verður emnig unnið að byggingu iþróttasalar við Hliða skóla Til þessara framkvæmda er áætlað að verja kr 80 0 millj. úr borgarsjóði — Að lokum, Stefan, eru Reykvik- ingar áhugasamir um iþróttir —Já, það held ég sé alveg öruggt Öll iþróttahús eru nýtt frá morgni til kl. 23.00 á kvöldin, svo og á laugardögum og sunnudögum og komast færri að en vilja Sund- staðir eru mjög vel sóttir og áhugi fyrir skiðaferðum er mjög mikill . Starf iþróttafélaganna hefur marg- faldast á síðustu árum, skilningur almennings á gildi iþrótta og útiveru hefur vaxið og þess vegna stækkar alltaf sá hópur, sem stundar iþróttir í einhverri mynd. —E.Pá — Fékk meira Framhald af bls. 3 t.d. gil sem þarf að fara yfir. Ég hef heldur aldrei farið þessa leið að vetrarlagi og það er allt annað að sjá land að vetri til en sumri, svo að maður verður að taka tillit til þess." Bæði Ingibjörg og Sigurþór voru vel undir ferðina búin. „Ég er ávallt i skinnfötum í ferðum af þessu tagi, á galla úr gruskinni, sokka og eins vettlinga, en auðvitað eru ullar- nærföt fyrsta skilyrðið. Dóttir mín var að vísu ekki eins vel búin ög ég, en í ullarfötum innan klæða, tvennum buxum og vindþéttum ytri fatnaði. Við vorum hins vegar e.t.v. ekki sem bezt klædd til svona langr- ar göngu en þó kom aldrei til greina að fækka fötum eins og veðrið var,“ sagði Sigurþór að endingu. — Varnir Framhald af bls.46 sem felur I sér mesta hættu Þeir álíta, að þegar bandarískt herlið sé einu sinni komið vestur fyrir Atlants- haf þá verði Vestur-Evrópa um leið komin á vald Sovétmanna, sem muni skjótlega snúa aftur með her- sveitir sinar Ýmsir evrópskir stjórnmálamenn, sem á næstu árum geta komizt til valda í löndum sínum innan fárra ára, eins og t.d. Francois Mitterand, halda þvi fram í einkaviðræðum að jafnhliða samdráttur Varsjárbanda- lagsins og Atlantshafsbandalagsins á hernaðarsviðinu sé sú leið, sem ákjósanlegust sé Þetta hefur verið einn helzti þátturinn i utanríkis- stefnu Sovétmanna allt frá því að Molotov lýsti henni fyrstur yfir í upphafi sjötta áratugarins. Flestir hernaðarsérfræðingar, sem ég hef átt tal við, eru þeirrar skoðunar, að hvorki brottkvaðning sovézks og bandarísks herliðs né útrýming kjarnorkuvopna í Evrópu sé trygging fyrir stöðugleika til frambúðar í staðinn mæla þeir með því að NATO — og þó einkum Bandarikjamenn — þrýsti á Sovétrikin að draga úr hinni ógnvekjandi vopnaframleiðslu og takmarka þannig um leið hernaðarmátt sinn að þvi er tekur til venjulegra vopna Það sé hið “eina „détente", sem vert sé að sækjast eftir — KGB Framhald af bls. 29 svo mjög versnað er uppvíst varð um njósnamálið i Noregi. Þá kom fiskimálaráðherra Sovétríkjanna Alexander Ishkov, ekki til viðræðna um hafréttarmál í Osló í siðustu viku eins og ráð hafði verið fyrir gert. Er ástæðan fyrir því að hann hefur ekki komið þangað sögð vera sjúkleiki Sovétmannsins, en á sama tima hefur hann sést á ferli og við störf í Moskvu. — Snjóflóð Framhald af bls. 3 árum féll þarna skriða, sem tók með sér skreiðarhjall og flutti niður I fjöru. Eins og áður segir er titt að snjóflóð falli í önundarfirði. Árið 1934, í októbermánuði, féll snjóflóð við Búðanes, en þá létust tveir Flateyringar. 11 og 12. febrúar í fyrra féllu snjóflóð á Selabólsurð, nokkru utar en vant var. Lenti flóðið á eyðibýlinu Selakirkjubóli og braut húsin þar. Háspennulinan skemmdist þá ekki, því að snjóflóðarplógur var til varnar. — Skólabörn Framhald af bls. 20 kæmist ekki á ákvörðunarstað þar sem hermenn mundu drepa það,“ sagði sr. Sommerreisser. Margir foreldranna kvörtuðu yfir þvi að þau hefðu fengið alltof litinn tima til að tala við börnin. Flest barnanna, sem fóru heim, voru stúlkur á aldr- inum 13 til 16 ára. Ein þeirra sagði að skæruliðarnir, sem komu til Manama-skólans, væru enn i Rhódesiu og að hún vildi ekki fara aftur til Manama af ótta við þá. Talsmaður Rhódesiuútvarps- ins sagði I dag að þrír sjón- varpsmenn þess sem voru tekn- ir fastir í Botswana þegar þeir fylgdust með ferð foreldranna yrðu leiddir fyrir rétt þar á morgun. — Lýðræðis- sinnar... Framhald af bls. 37 18 mánaða fjarveru. Hins vegar eru fréttamenn New York Times, Reuter, AP og annarra fréttastofnana sjaldan ónáðaðir nú. Togstreita? Engu að síður vekur þrasið í sambandi við Indian Express og The Statesman mann til umhugsunar. Getur verið að þessar aðgerðir endurspegli togstreitu meðal hinna sjálfyfirlýstu hugsjóna- manna í krangum forsætisráðherrann? Eru meðal samstarfsmanna hennar menn, sem hafa látið eitrið ná yfir- tökunum yfir skynsemi og virðingu, menn sem eru svo gegnsýrðir af valda- græðgi, að þeir verða að ná yfirtökum á öllum málum í landinu, þar á meðal tveimur heldur bragðlitlum dagblöðum, sem aðeins brot af 650 milljónum Indverja lesa? Það hlýtur að vera, þvi að svona ruddaskapur getur ekki verið þaulhugsaður af frú Indiru, hann hlýtur að vera afleiðing taugaóstyrks meðal ein- stakra manna innan stjórnarinnar. Eitt vandamálið er, að margir af ráða- mönnum landsins líta á gagnrýni sem undirróðursstarfsemi, sem stjórnað sé erlendis frá. Sagan rennir stoðum undir slíkan grun að vissu marki, en þvi miður veldur hann því að ýmsir nánustu samstarfsmenn forsætisráðherrans láta hafa eftir sér ummæli, sem varpa skugga á forsætisráðherrann og það, sem hún er að vinna að, því að þau hafa orðið til þess að hún he^ur einangrað sig frá öllum öflum utan Kongressflokksins og jafnvel ákveðnum aðilum innan hans. Mohammes Yunus, sem er einn af nánustu rágjöfum forsætisráðherrans, er frægur ræðumaður. Hann sagði við mig i samtali: „I sumum fylkjum Banda- ríkjanna hafa konur enn ekki kösninga- rétt, Bretar héldu ekki kosningar i 11 ár meðan á striðinu stóð. Ég talaði nýlega við Iranskeisara og spurði hann hvað þeir gerðu við fanga sína og hann svaraði við höfum enga fanga, við skjótum þá.“ Hr. Yunus er í Indlandi það sem Enoch Powell er i Bretlandi og jafnvel meira, en hann er ekki einhver furðu- fugl, heldur nánasti samstarfsmaður forsætisráðherrans fyrir utan son hennar. Engu að síður bendir ekkert til þess að frú Indíra, þessi harðgera en jafnframt viðkvæma kona, stefni að algeru einræði. Kannski er erfitt að gera sér grein fyrir hvert takmark hennar er. Hún gæti hafa sent lögreglumenn til að loka Indian Exprss í eitt skipti fyrir öll og það hafa verið haldnir margir úti- fundir, einkum i Tamil i suðurhluta landsins, þar sem stjórnin hefur verið gagnrýnd án þess að nokkuð væri aðhafst. Margir áhyggjufullir Margir Indverjar eru þó áhyggjufullir. Þeir hafa áhyggjur af því tillitsleysi, sem sýnt hefur verið í sambandi við fjölskylduáætlunarherferðina, ekki hugmyndanni, sem liggur á bak við hana. Annað áhyggjuefni er félagsskapur forsætisráðherrans i Nýju Delhi, einkum þar sem stjórnarskrárbreytingarnar leiði til þess að einræðiskerfið verði tagl- tækt ef einhverjir hrifsa völdin af Indíru, jafnvel þótt Indíra sjálf hafi enga tilhneigingu til sliks stjórnarfars. Sumir þingmenn Kongressflokksins hafa jafnvel hvatt til enn rótækari breyt- inga. Hvers vegna? Það kann að vera að í Indlandi muni aldrei dafna stjórnarfar á borð við það sem varð í Þriðja ríkinu, ef Indírr. tekst að gefa þjóðinni þó ekki væri nema örlitla innsýn inn i Þúsunðárarikið, innan t.d. 2—3 ára, eins og sk- nsamur indverskur blaðamaður komst að orði. Hættan fyrir forsætisráðherrann og hættan á að frelsi og von inversku þjóðarinnar fari út um þúfur liggur því í þeim möguleika að mennirnir, sem hafa tekið stjórnarskrána í sundur bregðist og geti ekki komið hugsjónum sínum í framkvæmd. Aziz sagði: „Við þurfum á konungi að halda, það myndi gera líf okkar auðveldara." Það er erfitt að segja að hann hafi haft rangt fyrir sér, en menn verða að hafa vakandi auga með hirðmönnunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.