Morgunblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977
27
ar hefur tveimur eldri stúlkum
verið bætt í inn þann hóp, sem
stundar æfingar hjá landsliðs-
nefndinni.
Handknattleikssambandið vill
taka skýrt fram, að fyrrnefnt
aldurstakmark er aðeins tima-
bundin ráðstöfun og að ekki er
ætlun þess að framtiðarlandslið
íslands verði ekki skipuð eldri
stúlkum.
Þessi leið, H.S.I hefur valið,
hefur einnig verið farin i ýmsum
Evrópulöndum og má m.a. benda
þar á Holland og Vestur-
Þýzkaland I því efni.
Starf landsliðsnefndar hefur
ætið beinzt að þvi að mæta óskum
starfandi handknattleiksstúlkna
og hefur hún reynt að velja þær
leiðir, sem hún hefur talið vera
iþróttinni mest til framdráttar á
hverjum tima. En það hefur kom-
ið fyrir oftar en einu sinni, að
áhugi stúlknanna hefur verið
mjög sveiflukenndur svo ekki sé
meira sagt. Samið hefur verið um
landsleiki fram i tímann, en þeg-
ar á átti að herða og tekið skyldi
til við æfingar, hafa mætingar
verið mjög lélegar.
í blaðaskrifum hefur því verið
haldið fram af handknattleiks-
stúlkum, að landsliðið í dag sé
lélegt og litt áhugavert, en um
landslið hefur ekki verið að ræða
sian í maí á síðastliðnu ári.
Það hefur aldrei verið hlutverk
landsliðsnefnda að kenna hand-
knattleik og handknattleiksíþrótt-
ina verða stúlkurnar, eins og pilt-
arnir að læra í sinum félögum.
Landsliósnefndir hafa hins vegar
það verkefni að skapa og viðhalda
samskiptum við erlendar þjóðir,
að gefa völdum hópi kost á æfing-
um undir handleiðslu þeirra
þjálfara, sem völ er á á hverjum
tíma og hvetja slíka landsliðshópa
áfram til starfs. Ef að þær sýna
ekki þann þroska og áhuga að
vilja fórna einhverju fyrir þátt-
töku i landsliði og landsliðsæfing-
um, þá verður aldrei gott landslið
til. Það er og verður þvi fyrSt og
fremst stúlknanna sjálfra að
mynda gott og áhugavert landslið.
Baldvin Berndsen skrifar:
Golf árið1976
Á SÍÐASTLIÐNUM árum hafa átt sér stað mörg
glæsileg golfhögg, en hversu mörg eru enn í
manna minnum. Högg eins og stórlaxarnir Ben
Hogan, Arnold Palmér og Jack Nicklaus hafa
unnið stórmót á.
Síðastliðinn júní bætti Jerry Pate einu slíku höggi á listann.
Þetta var innáhögg með 5 járni á síðustu holunni í U.S. Open
keppninni. Það var allt útlit fyrir að þrír eða fjórir menn yrðu
jafnir og Pate þurfti par fjóra á síðustu holunni til þess að
vinna mótið. Teighöggið hans lá í brautarkantinum hægra
megin og varð hann að lyfta kúlunni yfir vatnstorfæru, sem
var fyrir framan flötina. Pate sló kúluna 175 metra inn á
flötina og lenti hún 3 fet frá holu. Hann setti púttið niður i
einu höggi og vann mótið með tveimur höggum.
Arið 1976 var sérstætt að einu leyti. Jaek Nieklaus vann
ekkert af stórmótunum fjórum, en hann vann samt Tourna-
ment Players mótið og World Seroes og Golf. Nicklaus var
einnig það nálægt toppnum í keppnunum á árinu að hann
vann samtals 266 þúsund dollara og var hæstur á peningalist-
anum í áttunda sinn (Dágóð árslaun). Nicklaus var einnig
valinn Golfari ársins af P.G.A. sambandinu.
Raymond Floyd sigraði i Masters-keppninni í Augusta,
Georgia, með átta höggum, sem er eitt það albezta afrek i
fjörutíu ára sögu mótsins. Floyd barðist við par 5 holurnar í
Augusta með 5 trékylfu, sem hann keypti einungis í þeim
tilgangi, og er ekki hægt annað en að segja að þetta hafi tekizt
vel, þar sem hann var 14 undir pari á þessum fjórunt par 5
holum: einn „eagle", 12 „birdies" og þrjú pör. Floyd vann
mótið á 17 undir pari, sem er aðeins einu höggi verra en
metið.
Johnny Miller vann British Open keppnina á Royal Birk-
dale, en hann varð að spila siðasta hringinn á 66 höggum til
þess að vinna hinn unga Spánverja Severiano Ballesteros,
sem leiddi mótið í þrjá fyrstu dagana. Ballesteros varð annar
ásamt Jack Nicklaus Golfheimurinn er örugglega ekki búinn
að heyra það síðasta af Ballesteros.
A P.G.A. mótinu í Bethesda, Maryland, gátu sex menn
unnið á síðustu holunum en það virtist sem enginn vildi
vinna. Uave Stockton setti loks niður 4 metra pútt á síðustu
holunni og vann nteð einu höggi. Raymond Floyd og Don
January voru númer tvö.
Þess má loks geta að Jerry Pate var kosinn Golfari ársins af
blaðamönnum Bandaríkjanna, en Raymond Floyd var valinn
Golfari ársins af blaóinu Golf Digest.
Bobbv Nichols var einn þeirra golíara sem kom við
sögu á árinu 1976, og náði góðum árangri í mörgum
mótum. Svo virðist sem kappinn sé þó nokkuð
áhyggjufullur er þessi mynd var tekin á móti í
Augusta í Bandaríkjunum s.I. sumar.
Einstaklingar og íþróttastarf
á Austurlandi
Sigurjón Bjarna-
son skrifar:
ins séu peningar fyrir hendi til
þess að halda námskeið fyrir
íþróttakennara, þjálfara og
íþróttamenn og ganga þá frá mál-
um við rétta aðila. Eins á að
styrkja efnilega menn til þess að
sækja námskeið erlendis. Íslenzk-
um þjálfurum er of sjaldan gef-
inn kostur á að fara með í ferðir
til útlanda með keppnisliðum og
einstaklingum. Sjaldan og litið
eru þeir studdir f því að fara á
þjálfaranámskeið erlendis og
ekki látnir ráða stefnunni i upp-
byggingu þjálfunar á tslandi.
Fyrst og fremst eiga íslendingar
sjálfir að bera starfið uppi.
í heildina met ég mikils störf
frjálsiþróttaþjálfara á islandi
enda hafa islendingar hvergi náð
lengra en í frjálsum íþróttum.
Frjálsiþróttasamband íslands,
U.M.F.Í. og iþróttasamband
islands þurfa nú að gera stórátak
í þvi að mennta velviljaða félags-
málaleiðtoga og leiðbeinendur í
iþróttum. Þetta er vandamál í dag
sem þarf að sinna í auknum mæli.
Það má ekki láta viðvaninga koma
inn í starfsemina, sem ekki hafa
alist upp í iþróttah reyfingunni
og skilja ekki sitt hlutverk og
drepa niður starf hugsjónar-
manna.
Einnig get ég gethér, að ég
starfa ekki hjá K.R. að frjáls-
íþróttaþjálfun meðan þeir sem nú
eru I forsvari stjórna þar málum.
Eins segi ég mig úr tækninefnd
F.R.Í., sem ég tók sæti í vegna
þess að ég var þjálfari K.R.. Með
öllu er óvíst hvort ég vinni nokk-
ur verkefni fyrir F.R.i. á næst-
unni. Mér þykir ieitt að þurfa að
taka þessa afstöðu, þvi að mörgu
leyti hefi ég átt gott samstarf við
F.R.Í. stjórniná á liðnum árum.
Knattspyrna: Útlendir þjálfarar á
tslandi.
Á siðustu árum hefu sú stefha
verið tekin að ráða nær eihgöngu
útlenda þjálfara i I. deild. Þessir
þjálfarar fá mikil laun, þótt fæst-
ir þeirra hafi skilað milílum
árangri og verið upphafnir yfir
íslenzka þjálfara af íþróttafrétta-
riturum og forystumönnum
félaga á röngum forsendum oft og
tiðum. Ég tel, að með þessu hafi
nær tekizt að drepa niður hæfa
þjálfara fyrir I. deild á síðustu
árum. Efnilegir knattspyrnu-
þjálfarar hafa nær engin tæki-
færi fengið til þess að vaxa með
verkefnum. Þetta getur ekki ver-
ið framtiðarstefna. Það er furðu-
legt, hversu margir hafa legið
flatir fyrir þessum erlendu
þjálfurum og tekið á sig miklar
skuldbindingar þeirra vegna.
íslendingar eiga i dag marga
menn, sem gætu náð góðum
árangri með félagslið og lands-
liðið. Má nefna árangur Fram-
liðsins á síðustu árum undir
stjórn íslenzkra þjálfara og árang-
ur þjálfara unglinglandsliðsins
þessari skoóun til rökstuðnings.
Handknattleikur
islenzka landsliðið hefur oftast
staöið sig með afbrigðum vel á
liðnum árum. Landsliðið hefiir
sta'ðið sig best undir handleióslu
Hallsteins Hinrikssonar íþrótta-
kennara í Hrfnarfirði, þegar liðið
lenti í 6. sæti í heimsmeistara-
keppni. Nú eigum við aftur
afburðamenn, sem eiga mögu-
leika á þvi að ná langt. Nú í vetur
hefur Janusz Czerwinski frá Pól-
landi náð umtalsverðum árangri
með liðið, enda ekkert til sparað.
íslandsmótið er sett til hliðar
vegna landsliðsins. Ég hef fylgst
með starfi landsliðsþjálfarans og
hann hefur mitt traust enda
afburðaþjálfari. Hann hefur lika
dugnaðarforka með sér við undir-
búning liðsins. Það breytir því
ekki, að ég tel, að Viðar Simonar-
son iþróttakennari hafi á liðnum
vetri sýnt, að hann var á réttri
leið með stórlið. Að minu áliti
efast ég um, að liðið stæði verra
nú hefði hann fengið tækifæri til
þess að halda áfram með liðið og
sömu aðstæður að starfa við. Eins
vil ég nefna, að ég tel, að Geir
Hallsteinsson iþróttakennari geti
gert stóra hluti með landsliðið
Framhald á bls. 33
Vaxandi umræður hafa orðið
um íþróttalif á Austurlandi und-
anfarin missiri, og þann félags-
skap, sem að íþróttalífi stendur,
þ.e. ungmenna- og íþróttafélögin.
Ein er sú íþróttagrein, sem
mest hefur verið stunduð hér
eystra, knattspyrnan. Einhvern
veginn hefur þessi íþróttagrein
orðið svo ríkjandi í félögunum, að
áhugamenn fyrir öðrum iþrótta-
greinum hafa orðið nær áhrifa-
lausir í sinum félögum.
Þær raddir gerast nú æ hávær-
ari, að félögin séu að verða hrein
knattspyrnufélög, og önnur starf-
semi á þeirra vegum liggi niðri.
Nú vil ég beina orðum mínum
til þeirra sem þessa skoðun hafa
og benda þeim á nokkrar stað-
reyndir i málinu.
Öll íþrótta- og ungmennafélög
eru opin öllum almenningi „án
tillits til aldurs eða kynferðis", og
hlýtur því hver íþróttaáhugamað-
ur eða hópur að geta skipulagt sitt
íþróttastarf innan viðkoma di
félags.
Það er til of mikils mælst að
stjórn eins íþróttafélags skipu-
•leggi starfsemi fyrir fólk sem
ekki starfar í félaginu. Ef ákveð-
inn einstaklingur eða hópur finn-
ur hjá sér hvöt til að stunda vissa
iþrótt ætti hann að láta það veróa
sitt fyrsta verk að ganga í sitt
heimafélag, mæta á næsta aðal-
fund þess, og beita sér fyrir þvi að
skipuð verði sérstök nefnd til að
skipuleggja viðkomandi íþrótta-
grein, eóa a.m.k. vinna að því að
ötull fulltrúi hennar eigi sæti i
stjórn félagsins.
Þegar iþróttafélag kallar saman
almennan fund skulu menn hafa
það hugfast, að barna er hinn
rétti vettvangur til að koma máli
sinu á framfæri. Aðalfundir fél-
aganna þurfa ekki að vera ein-
hæfir knattspyrnufundir, nema
þá að engir sjái sér fært að mæta
nema knattspyrnumenn.
Sem betur fer er einhæfni
starfseminnar ekki eins mikil og
af er látið. Mörg félög hafa skipu-
legar innanhússæfingar að vetrin-
um fyrir ýmsar iþróttagreinar, en
grunur leikur á að margir sem
þannig stunda æfingar hjá félög-
unum, sjái ekki sóma sinn i að
gerast reglulegir félagar í við-
komandi félagi.- Þeir eru þannig
ómagar á framfæri sins félags.
greiða e.t.v. æfingagjöld en eru
fullkomlega óábyrgir í sjálfu
félagsstarfinu. Þessu þarf að
kippa i lag, og i öllum fjölmennari
félögum er nauðsynlegt aö skipa
ráð, sem sér um hverja íþrótta-
grein undir eftirliti stjórnar.
Ef íþróttaiðkendur skiptast
hins vegar í marga óábyrga
flokka, fer ekki hjá því að sjálft
iþrótta- eða ungmennafélagið
verður óþekkjanlegt frá hinum
klikunum.
FYRSTU UMFERÐUNUM I
BIKARKEPPNI HSÍ LOKIÐ
TVEIMUR umferSum í bikarkeppni
Handknattleikssambands islands I
meistaraflokki karla er nú að mestu
lokið. Aðeins einn leikur i annarri
umferðinni er eftir, milli Vals og
Víkings, en honum hefur verið frest-
að fram I marz, eða fram yfir B-
heimsmeistarakeppnina i Austurriki
Sjö 1. deildar lið eru því enn með i
keppninni og tvö lið úr 2. deild.
Úrslit leikja i tveimur fyrstu
umferðunum hafa orðið þessi:
I. UMFERÐ:
Leiknir—Afturelding 23—18
Stjarnan — KA
Þór— ÍBK
Fylkir ÍA
2. UMFERÐ:
KA — Fylkir
Haukar — Leiknir
Grótta — ÍR
Armann — Fram
KR — Breiðablik
Þróttur— Þór, Akureyri
Týr — FH
21 — 25
ÍBK gaf leikinn
22—21
19—14
27—17
24—26
18—21
27— 18
28— 22
17—36
Eftir er leikur Vals og Vikings sem
fyrr greinir. Dregið hefur verið um
það hvaða lið leika saman i 3. um-
ferð og varð niðursstaðan þessi:
FH — KA
ÍR — Þróttur
Fram — KR
Haukar — Valur/Vikingur
BIKARKEPPNI KVENNA:
Þá er fyrstu umferð i bikarkeppni
kvenna lokið og urðu úrslit leikja
þessi:
Fram— Þór Akureyri 20—8
Stjarnan — KR Stjarnan gaf
Ármann— ÍBK 15—5
UBK— Haukar 12—17
FH — ÍR 25—15
Þróttur — Vikingur 9—20
Fylkir — Valur Fylkir gaf
UMFS— UMFG 9—21
Dregið hefur verið I 2. umferð og
leika þá eftirtalin lið saman:
Ármann — FH
Vikingur — KR
UMFG — Valur
Haukar— Fram.