Alþýðublaðið - 15.10.1958, Síða 6

Alþýðublaðið - 15.10.1958, Síða 6
6 AlþýðublaðiS Miðv'kudagur 15. október 1958 h’aifinkEr verkameirn lafa fsiifi f% hækkun auk ýmissa lagíæringa. BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði frumsýndi s. 1. laugardags- kvöld hina ágætu mynd Rík- harður III., sem gerð er af Sir Laurence Qliver eftir leik riti Shakespeares, Óhætt er að fullyrða, að þessi mynd stendur jafnfæti-s kvikmynd- unum Hamlet og Júlíus Cesar sem einhver bezta kvikmynd, er gerð hefur verið eftir Shakespeareleikriti. Stafar þetta vafalaust m a af því, ao leikritið Ríkharður III. er að ýmsu leyti betur fallið til kvikmyndunar en mörg önn- ur leikrit hins mikla snill- ings. Saga Ríkharðs III., eins og Shakespears segir hana, er einshver hin ógeðslegasía saga um valdagræðgi og al- gjört samvizkuleysi, sem hægt er að hugsa sér og hefur Ríkharður áreiðanlega ekki verið svo slæmur, sem hann er gerður í leikhúsinu. Fyrir tnörgum árum fundust tvær beinagrindur af börnum und- ir stiga í Tower í London, og er talið líklegt, að þar hafi verið beinagrindur hinna ungu sonu Játvarðar IV. bróð ur Ríkharðs sem hann á að hafa rutt úr vegi tii að kom- ast sjálfur í hásætið. Ekkert hefur verið til spar að að gera þessa mynd sem bezt úr garði og það jafnvel svo, að snillingar eins og Ced- ric Hardwicke og John Giel- gud hafa þarna með höndum smáhlutverk, Játvarðs IV. og hertogans af Clarence, sem báðir voru bræður Ríkharðs. Af stórum nöfnum má auk þess nefna Laurence Oliver sjálfan ,sem leikur Ríkharð af mikiiii snilld, Ralph Rich- ardson, sem leikur hertogann af Buckingham, einnig mjög vel, Claire Bloom, sem leikur Lady A:ane,. síðari konu Rík- harðs, af prýði, auk fjölda annarra ágætra leikara. Óhætt er að hvetja menn eindregið til að sjá þessa á- gætu mynd. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá tækifæri til að sjá verk eins af stórsnillingum heimsbók- menntanna flutt af slíkum snilldarbrag. Ekki þurfa menn að óttast enskuna, því að framburður og framsögn er með miklum ágætum, eins og við var að búast af vönum Shakespeareleikurum, en til aukinnar þæginda hafa menn einnig danskan texta, svo að auðvelt á að vera að fylgjast með. G.G. VEBKAiMANN AFÉL AGIÐ Hlíf í Hafnarfirði hélt almenn- an félagsfund sl. sunnudag. A fundinum voru lagðir fram og skrðir nýir kjarasamningar, som gerðir hafa verið við at- vinnurekendur. Voru samning- arnir samþykktir einróma. Samkvæmt þessum nýju samningum hækkar kaup hafn. firzkra verkamanna um 3,5% (hafði áður hækkað um ö% hmn 25. júlí sl.)- Ýmsar breyt- ingar voru gerðar á kaupgjalds flokkum o. fl.). Giidistími samningsíns er frá 19. okt. nk. til 15. okt. 1959. Fyrri kjarasamn.ngur Vmf. Hlííar og atvinnurekenda var, gerður 24. júlí si. og var gildis- tími hans til 1 júní 1959. SAMÞYKKTIR Á þessum félagsfundi Vmf. Hlífar voru samþvkktar eftir- farandi tillögur: „í tilefni af skr.fum og um- ræðum um afnám kaupgjadls- vísitölu og kaupbindingu sam- þykkir fundur í Vmf. Hiíf 12. okt. 1958 eftirfarandi: 1. Þótt greiðsla á dýrtíðarupp bótum á laun samkvæmt kaup- gjaldsvísitölu hafi ekki gef.ð algerlega jákvæðan árangur, þar sem sú hefur ætíð verið viðleitni valdhafanna hverju sinni, að falsa vísitöiuna með niðurgreiðslu á v.ssum vöru- flokkum, þá hefur þetta kerfi þó verið eina vörn launþeganna gegn skefjalausum kjararýrn- unum vegna hækkaðs vöru- verðs. Fyrir því telur fundurinn, að ekki komi til mála að verka- lýðshreyfingin fall.st á afnám kaupgjaldsvísitölu, nema aö upp verði tekið annað kerfi, sem á betri og raunhæfan hátt tryggi launþegum kaupuppbæt urvegna hækkaðs vöruverðs. 2. Binding á kaupgjaidi er slík árás á hagsmun; og frelsi verkalýðsins að verkalýðshreyf ingin verður að bregðast hart á móti og fyrirbyggja. slíka fyrir ætlun með mætti samtakanna. ,,Fundur haldinn í Verka- mannafélaginu Fllíf sunnúd. 12. okt. .1958 ítrekar fyrri sam- þykkt Hiífar um fögnuð yfir út- færslu á f skveiðilandheiginni og fordæmingu á ofbeldisáð- gerðum Breta. Telur fundurinn, að eigi verði hjá því komist, ef Breiar halda uppteknum hætti, að slíta við þá stjórnmálasam- bandi og að ríkisstjórn íslands ber. að kæra þá tafarlaust fyrir Sameinuðu þjóðunum fyrir vopnaða árás á vopnlausa smá- þjóð. Þá télur fundurinn, að hin svívirðilega framkoma Breta gagnvart íslandi í landbeJgis- málinu svo og að sú þjóð, er tók að sér hervarnir landsins, skuli láta slíka árás og ógnun aí- skiptalausa, sanni á svo ótví- ræðan hátt, ,að eigi verði um villzt að ísland eigi ekkert er- ind. í Atlantshafsbandalaginu od beri alþingi og ríkisstjórn að vinna að úrsögn íslands úr því. .Telur fundurinn, að hiutverk íslands á alþjóðavettvangi eigi að vera það, að bera kiæði á vopn hinna stríðardi aðila og bera sáttarorð milli þjóða.“ ■■■■■■■■»■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• ÞAÐ er ekki álitlegt fyrir ; sjómann að verða éftir af > skipi sínu í Japan. Hefur ýmsum orðið ærið hált ó því : nú upp á síðkastið. Allir er- ■ lendir sjómenn, sem eftir j verða í Japan, eru dregnir: fyrir rétt samkvæmt inn- ; flytjendalöggjöfinni og ■ hljóta hegningu. j Þeir eru svo færðir í fang- : elsi ellegar í fangabúðir. En ; bæði í fangabúðunum og ■ fangelsinu verður sjómaður- : inn að borga fyrir uppihald- ; ið með þremur dölum á dag ; greiða fyrir vörzlu og flutn- j ing. j Þá er sjómaðurin skyldug- j ur til að greiða sjálfur far- ; gjald sitt frá landinu, ef; " hann fær ekki vinnu á sltipi. j ■ Hefur það komið þráfaUllega U : fyrir. að ungir menn hafi beð ; ; ið mánuðum saman í fanga- ; ■ búðum. : LENGSTU jarðgöng heims- ins koma til með að liggja und ir hæsta fjall Evrópu, Mont Blanc. Fúllgerð stytta þau leiðina frá París til Mílanó um 313 km. Göngin verða 12 km. löng og liggja frá Aosta á Italíu til Chamonix í Frakk. landi. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið 1961. Um langan aldur hafa verið uppi áætlanir um að gera jarð göng undir Mont Blanc en kostnaðarhliðin hefur hingað til verið óyfirstíganleg. Hin i stórúukna bílaumferð síðari i ára og n.ý tækni við bvggingu , jarðganga hefur vakið nýjar vonir manna meðal um, það að fært verði að hrinda Þess- ari áætlun í íramkvæmd. lial- irnir hafa þegar haf.ð að grafa frá sinni hlið. Áætlunin gerir ráð fyrir að jarðgöngin verði iýst upp og 24 benzínstöðvar verði á Jeið- inni. Brautir verða átta m. breiðar og sprengja verður burtu eina millj. kúbikmetra af grjóti. Kostnaður er áætl- aður um 300 milljón krónur. Sænskum verksmiðjum hef ur verið falið að fram.Ieiða öll tæki til framkvæmdanna og sænskir sérfræðingar verða ítölskum verkfræðingum til aðstoðar. iÞað var ítalski greitinn Lorq-Totino, sem fyrstur hóf framkvæmdir við að gera jarð göng undir Mont-Blanc. Þær framkvæmdir stöðvuðust þó fljótlega, en þá hafði verið grafið 200 metra inn í fjallið. Jarðgöngin verða grafin í um það bil 1380 metra hæo, og verður að leggja dýra vegi að opi þeirra. Bannað verður að nema staðar í göngunum — umferðin má aldrei stöðv- ast. Þá verður bannað að aka fram úr og strangar reglur um hámarkshraða verða settar. Öll farartæki sem um göngin fara munu greiða skatt og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn verði greiddur þannig á til- tölulega skömmum tíma. Bandaríska bókasýningin að Langavegi 18 A hefur verið mjög vel sótt og er tala gesta komin yfir 6000 manns. Mikið hefur selzt af bókum og eru sum eintök unpseld, en geta má þess, að unnt er að panta allar bækur, sem sýndar eru. Hér á eíri myndinni siást forseti fslands, Ásgeir Ásgeirsson, og mennta- málaráðherra. Gvlfi Þ. Gílason, skoða sýninguna. -— Á neðri myndinni er ísak Jónsson, sjíólastjóri, að skoða barnabækur á sýningunni. r Hpfcipalur ambassador Koregs á bME. ABALRÆÐISMAÐUR Noregs ( í San Francisco, Bjarne Vil-1 helm Börde, var á ríkisráðs- fundi 10. þ. m. útnefndur am- bassador Noregs á íslandi. Mun hann væntanlega taka við embætti sínu í Reykjavík einhvern tíma fyrir næstu áramót. Börde ambassador fæddist árið 1897 í Östre Aker nálægt Osló og er verzlunarskólageng inn. 1918 vaf hann ráðinn rit- ari í Upplýsingaskrifstofu at- vinnuveganna í Noregi. Árið ! 1934 gerðist hann starfsmaður utanríkisþjónustunnar, en varð skrifstofustjóri í Birgðamála- ráðuneytinu árið 1939 og gegndi því starfi á stríðsárun- um. Ráðuneytisstjóri í verzlun- ardeild utanríkisráðuneytis- ins árið 1945, en árið eftir for- stjóri Útflutningsráðs Noregs. Arið 1948 var hann sendimað- ur ráðsins í vesturríkjum USA með aðsetri í San Francisco. Árið 1951 tók Börde aftur við stjórn Útflutningsráðsins, þar til hann varð aðalræðis- maður í San Francisco árið 1952. Börde ambassador hefur i ritað margar greinar um við- í skipíamál og oft verið fulltrúi Noregs í viðræðum og samning um við aðrar þjóðir. BEIRUT, þriojudag (NTB— AFP). Átján manns féllu í á- tökum milli múhameðstrúar- manna, sem fylgja ríkisstjórn- inni, og hægrisinnaðra krist- 1 inna manna í Beirut í dag. Mörg verkalýðsfélög í Líbanon hafa boðáð verkföll á morgun ef stjórnarkreppan verður ekkl leyst fyrir þann tíma. Ef af verkfallinu verðúr', lamast allt athafnalíf í landinu, Falangi'st- ar hafa staðið í verkfdili' í þrj'áf vikur samfleytt. Afhugasemd Að gefnu tilefni skal þess getið, að hinir nýju kjarasamn- ingar Framsóknar taka gildi 19. október nk.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.