Morgunblaðið - 13.04.1977, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.04.1977, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1977 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRlL 1977 25 * Isfirðingarnir Einar Valur Kristjánsson og Hafþðr Júlfusson. Einar sigraði í stórsvigi, Hafþór f svigi. gw ..agz: Sannkölluð skfðaf jölskylda, Steinunn Sæmundsdóttir, Sæmundur Ósk- arsson og Ása Hrönn Sæmundsdóttir. Meiri breidd en áöur og mikil keppni íflestum greinum á skíðalandsmótinu '.llllfimUlHff11 M ornrÁt 13 nlrluí nc/IÁtti r r\ct TÁri inn SKlÐALANDSMÓTIÐ f Siglufirði nú um páskana sannaði framar öðru að skfða- fþróttin er f örum vexti hér á landi og hin mikla breidd, sem greinilega kom f ljós á skfðalandsmótinu, hlýtur vissulega að vera mjög jákvæð fyrir skfðafþróttina. Fyrir nokkrum árum var hægt að benda á þrjá keppendur sem Ifklegasta sigurvegara f hverri grein, og yfirleitt urðu úrslit sem búizt var við. Nú hefur dæminu verið snúið við og t.d. f alpagreinum á allur fyrsti ráshópur — og rúmlega það — góða möguleika á sigri f hverri grein. Að vísu eru nokkrir flokkar þannig skipaðir að þar hafa ákveðnir menn yfirburði. Þannig varð t.d. Guðmundur Garðarsson frá Ólafsfirði fimmfaldur meist- ari á mótinu, en þessi efnilegi göngu- og stökkmaður er aðeins 17 ára og keppti í fyrsta sinn i landsmóti fullorðinna. Þá hafa þeir Halldór Matthiasson og Magnús Eiríksson nokkra yfir- burði yfir aðra keppendur ígöngu fullorðinna og sömuleiðis er Steinunn Sæmundsdóttir senni- lega sterkust skiðakvennanna, en hún má ekki misstiga sig, þá eru aðrar komnar fram fyrir hana. í þeim flokkum, sem ekki hefur verið minnzt á, urðu úrslit nokk- uð óvænt, en litum á helztu úrslit. Góður árangur ísfirðinga í stórsvigi karla bar Einar Val- ur Kristjánsson frá ísafirði sigur úr býtum, en sigur hans var þó Góð framkvæmd SIGLFIRÐINGAR eru ekki neinir byrjendur I framkvæmd skiðamóta, og kom það glögglega fram á skiðalandsmótinu um helgina. Bragi Magnússon móts- stjóri og hans menn unnu mjög gott starf í hvívetna. Veður var ekki upp á það allra bezta og þurfti t.d. að fresta keppni um klukkustund á fimmtudag og laugardag, en allt gekk þó vel þegar keppnin hófst. naumur mjög. Aðeins munaði ein- um hundraðasta úr sekúndu á honum og Hauki Jóhannssyni frá Akureyri. Hafði Haukur beztan tíma eftir fyrri ferðina, en Einar Flest gull til Ólafsfjarðar ÍSLANDSMEISTARA- TITLAR á skfðalandsmót- inu skiptust þannig milli staða: ólafsf jörður 6 Reykjavfk 4 Sigluf jörður 3 Akureyri 3 tsaf jörður 3 Valur keyrði mjög vel i seinni ferðinni og skauzt upp fyrir Hauk. Þáttur ísfirðinga var reyndar meiri í stórsviginu, því í þriðja sæti varð Hafþór Júlíusson, en Gunnar Jónsson, bróðir Sigurðar, varð i fjórða sæti. Áttu ísfirðing- ar fjóra keppendur í stórsviginu og urðu þeir í 1., 2., 4. og 8 sæti. Góður árangur það. Hlutur Akureyringanna var ekki eins glæsilegur í stórsviginu, Haukur mátti sjá af sigrinum til Einars Vals og Árni Óðinsson, sem hafði náð góðum hraða i fyrri ferðinni, keyrði út úr neðarlega i brautinni og var þar með úr leik. Var hlutur Akureyringanna heldur rýr í stórsviginu, því fleir- um þeirra hlekktist á en Árna og næsti Akureyringur varð í 9. sæti, var það Tómas Leifsson. í sviginu varð Hafþór Júliusson sigurvegari, en eftir fyrri ferðina leit úr fyrir öruggan sigur Árna Óðinssonar. Hafði hann mun betri tima en næstu menn, en Árna hlekktist á og hafnaði í fjórða sætinu. Þeir Jónas Ólafsson og Tómas Leifsson skutust báðir upp fyrir Árna. Jónas Ólafsson er einn af hinum efnilegu Reykvík- Sveit Reykjavikur I boðgöngu, Guðmundur Sveinsson, Ingólfur Jónsson og Halldór Matthfasson. Þeir færðu Reykjavfk fyrsta sigurinn f boðgöngu fyrr og sfðar. MEÐ FIMM GULL HEIM AF MÓTINU — JtJ ég er eðlilega f sjöunda himni yfir árangrinum hér f Siglufirði og bjóst alls ekki við að mér gengi svona vel, sagði Guðmundur Garðarsson, 17 ára pilturinn frá Ólafsfirði, sem hélt heim með fimm gullverðlaun af skfðalandsmótinu. Guðmundur keppti nú f fyrsta skipti á skfðalandsmóti fullorðinna. Á unglingamótunum undanfarin ár hefur honum gengið vellvel, en aldrei hefur honum þó tekizt að krækja f gull fyrr en núna. Guðmundur sagði í viðtali við meiri áhugi á norrænu greinun- Morgunblaðið að hann hefði æft mun meira fyrir göngu en fyrir stökk, en siðarnefnda greinin sagði hann að sér fynd- ist þó skemmtilegri þegar stökkin væru farin að mælast um 50 metra löng. — Reyndar hef ég hlotið gull á unglinga- móti, en þá aðeins í boðgöngu, ekki í eintaklingsgrein, sagði Guðmundur. — Heima á Ólafsfirði er mun um heldur en alpagreinunum. Þetta hefur þó verið að breytast undanfarin ár, en áhuginn fer eiginlega eingöngu eftir aðstöð- unni hverju sinni. Næsta vest- ur stefnum við Ólafsfirðingar að enn betri árangri og er fyrirhuguð hópferð til Noregs til æfinga, sagði Guðmundur Garðarsson um leið og hann sópaði gullverðlaununum sín- um saman. NAUÐSYNLEGT AÐ KOM- AST UTAN TIL ÆFINGA ISFIRÐINGARNIR Einar Valur Kristjánsson og Hafþór Júlfus- son voru menn alpagreinanna á Skfðalandsmótinu. Hafþór gerði sér Iftið fyrir og sigraði f svigi, þó svo að hann væri f öðrum ráshópi, sigraði hann einnig f alpatvfkeppni. Einar Valur sigraði f stórsviginu, að vfsu naumur sigur yfir Hauki Jóhannssyni, en sigur var það. mörg ár, fylgjast alls ekki nógu vel með. Ekki þar fyrir að ég eigi við Siglfirðinga með þessu, þetta er bara mjög algengt. Hafþór Júlíusson hefur for- ystu eftir landsmótið í stiga- keppninni, en sá er sigrar í henni og nær beztum árangri yfir veturinn í heild fær íslandsbikarinn i lok vertíðar. Haukur Jóhannsson frá Akur- eyri er nokkrum stigum á eftir Hafþóri, en Haukur hefur ekki keppt á eins mörgum mótum. Segist Hafþór hafa mun meira gaman af að keppa í stórsvigi, en hann sigraði þó i sviginu í Siglufirði. Á punktamótinu á Húsavik vann hann svigið. Einar Valur tekur i sama streng og segist hafa meira gaman af stórsviginu. í vetur hefur hann náð mjög góðum árangri i stórsviginu, 1., 2. og 3ja sætið á þremur punktamót- um. Sagðist hann ekki hafa átt von a að ná Árna Óðinssyni í seinni ferð stórsvigsins. — Ég ver þó ákveðinn i að gera mitt bezta og hugsa meira um hrað- ann en öryggið og það tókst að þessu sinni, segir Einar Valur. Báðir hafa þeir verið við æf- ingar i Noregi um tima í vetur og segja það orðið nær vonlaust að ætla sér að vera i baráttunni á'toppnum í skíðaíþróttinni hér á landi án þess að dvelja í lengri eða skemmri tima við æfingar erlendis á vetri hverj- um. Um aðstöðuna á ísafirði sögðu þeir að hún batnaði með hverju árinu, en sögðu vand- svarað hverju þeir ættu að þakkaárangurinn á skíðalands- mótinu. — Ekki höfum við þjálfara, sögðu þeir. Um keppnina á skiðalands- mótinu sögðu þeir að í sviginu hefði brautin grafizt mjög illa. í stórsviginu hefði hins vegar verið betra færi og jafnara. Þá daga sem keppt var í þessum greinum sögðu þeir að veðrið hefði verið mjög slæmt og Ein- ar Valur bætti við: — í raun- inni fæst ekki raunhæfur samanburður í svona móti, nema veður sé gott og önnur skilyrði. Þá er ekki tekið tillit til óska keppenda oft á tíðum og þeir gömlu góðu kappar, sem eru búnir að standa í þessu i Hðkon Olafsson, formaður Skfða- sambands Islands, fylgdist af áhuga með framvindu mála á landsmótinu og hafði gjarnan yngsta fjölskyldumeðliminn í pokaájáakinu. ingum, sem stóðu sig með prýði á mótinu og varð Jónas annar í alpatvíkeppninni. Auk hans af Reykvíkingunum, sem fengu stærri hlut á þessu móti en á skíðalandsmóti f mörg ár, má nefna Árna Þ. Árnason Kristin Sigurðsson, Bjarna Þórðarson og Ólaf Gröndal. Húsvikingar eiga einnig efnilegu liði á að skipa, en þeim tókst þó ekki að krækja í verðlaunapening á þessu móti. 1 flokkasviginu var um öruggan sigur Akureyringa að ræða. Urðu Reykvíkingarnir í öðru sæti og veittu þeir Akureyringum nokkra keppni, allt þar til að Valur Jóna- tansson féll illa í siðustu ferð flokkasvigsins. ísfirðingum hlekktist á i fyrri ferðinni og áttu ekki möguleika eftir það og hættu síðan keppni er Hafþór Júlíusson keyrði út úr brautinni í seinni ferð sinni. Bróðurlega skipt hjá stúlkunum Þær Steinunn Sæmundsdóttir, immt Myndir og texti Ágúst I. Jónsson Margrét Baldvinsdóttir og Jórunn Viggósdóttir skiptu bróðurlega með sér íslandsmeistaratitlum í kvennagreinum. Steinunn vann stórsvigið, Margrét svigið og Jór- unn varð önnur í báðum greinun- um og sigraði í alpatvíkeppninni. Sigur Steinunnar i stórsviginu var mjög öruggur, sen hún fékk samanlagt l‘A sekúndu betri tíma en Jórunn. Sami munur var svo aftur á Jórunni og Margréti, þannig að sigur Reykjavíkur- stúlknanna var ekki i hættu í þessari grein. Fjórða varð svo ungUngameistarinn Ásdis Al- freðsdóttir, en hún var yngsti keppandinn á mótinu. í sviginu sigraði Margrét nokk- uð örugglega, Jórunn varð önnur, en Steinunn varð i sjötta sæti. Hlekktist henni á í fyrri ferðinni og átti ekki möguleika á sigri eftir það. Allar eru þessar þrjár stúlk- ur ungar að árum, Margrét er þeirra elzt, en þó ekki nema tvi- tug. Hafa þær allar mikla reynslu í svigmótum og vonandi halda þær áfram að sinna æfingum og keppni. Á hæla þeim eru þegar farnar að koma jafnvel enn yngri stúlkur, sem eiga eftir að ná enn betri árangri á næstu árum. í flokkasviginu hjá stúlkunum var um mjög öruggan sigur Akur- eyrar að ræða. Má fyrst og fremst þakka hann þeim Sigríði Jóns- dóttur og Guðrúnu B. Leifsdóttur, þær keyrðu báðar betur en búizt hafði verið við. Margrét Baldvins- döttir fékk beztan tímann í seinni ferðinni en í þeirri fyrri fékk Steinunn beztan tima. Reyndi hún allt hvað hún gat I seini ferð- inni að saxa á gott forskot Akur- eyrar, en ætlaði sér um of og hlekktist á. Næsta mót í Reykjavík ÁKVEÐIÐ var á Skfðaþingi á föstudaginn, að næsta landsmót á skíðum fari fram f Reykjavík um næstu páska, en unglingameist- aramótið á Akureyri. Um mótið fyrir fullorðna sóttu Reykviking- ar og Isfirðingar. I kosningu um hvor staðurinn yrði fyrir valinu féllu atkvæði þannig, að Reykja- vik fékk 18 atkvæði, ísafjörður 11. Akureyri og Siglufjörður sóttu um unglingamótið, fékk Akureyri 14 atkvæði, Siglu- fjörður 12. Halldór og Magnús f sérflokki í göngukeppni fullorðinna voru þeir Magnús Eiríksson og Halldór Matthíasson í sérflokki. Sigraði Halldór I 15 km. göngunni, en Magnús hefndi fyrir i 30 km. göngunni og gerði reyndar svo vel að hann sigraði í tvíkeppni f göngu. Þeir Halldór og Magnús hafa mjög ólikan stíl. Er Halldór mun skreflengri og betri á flata, en Magnús hins vegar skíðar aldr- ei upp úr förunum og styrkleiki hans er fyrst og fremst í brekkun- um. Höfðu menn á orði að brautin i 30 km. væri sérstaklega lögð fyrir Magnús, en mikið var af brekku i brautinni þá. Var Halldór ræstur á undan Magnúsi, en á milli þeirra var Haukur Sigurðsson, mjög sterkur göngumaður frá Ólafsfirði. Eftir 7.5 km. hafði Magnús saxað mjög á forskot Halldórs og fór fram úr eftir tvo hringi. Þurfti Halldór þá að skipta um annað skiðið, en i brekkunum gripu skiðin illa í. Var Magnús greinilega heppnari með smurningu, en það er hluti af göngukeppninni að velja réttan áburð. Eftir þrjá hringi var Halldór á ný kominn i forystu, en á síðasta hring gekk Magnús mjög vel og sigraði með nokkrum yfirburðum. Gekk hann siðasta hringinn það vel að hann náði einnig sigri i tvíkeppninni, það er samanlagður árangur ur 15 og 30 km. göngu. Fimmfaldur meistari Guðmundur Garðarsson frá Ólafsfirði varð fimmfaldur meist- ari á mótinu á Siglufirði. Sigraði hann i stökki og göngu 17—19 ára, norrænni tvíkeppni og saman- lögðu í göngu 10 og 15 km. Fer það ekki á milli mála að Guð- mundur er mikið efni og hlýtur það að heyra til undantekninga að sami maður skuli sigra fimmfalt á einu og sama mótinu. Keppendur frá Ólafsfirði voru i miklum sér- flokki i flokki 17—19 ára, en i flokki fullorðinna voru keppend- ur frá Siglufirði og Reykjavík einnig atkvæðamiklir. Hins vegar áttu ísfirðingar enga verðlauna- hafa í norrænu greinunum að þessu sinni og Fljótamenn voru ekki meðal keppenda í göngunni. í stökkinu varð Matthías Kristjánsson öruggur sigurvegari, en stökkinu eru gerð skil annars staðar i blaðinu. Hafþór Júlfusson á fullri ferð f sviginu. Björn Þór Ólafsson frá Olafsfirði, sjöfaldur Islandsmeistari f stökki, og arftakinn. Marteinn Kristjánsson frá Siglufirði. Grátlega lítið gert fyrir stökkíþróttina MARTEINN KRISTJÁNSSON frá Siglufirði varð sigurvegari f stökkkeppni skfða- landsmótsins, en keppt var f þeirri grein á miðvikudag f sfðustu viku. Átti Marteinn langlengsta stökkið f keppninni, en hlekktist á f þvf og lenti illa, að hálfu leyti fyrir utan braut. Slapp hann þó tiltölulega vel frá þessari magalendingu en rispaðist og marðist illa f andliti, maga og á lærum. t öðru sæti f stökkkeppninni varð Björn Þór Ólafsson frá Ólafsfirði, en bann hefur sjö sinnum orðið tslandsmeistari f stökki. Morgunblaðsmenn ræddu við þá Mar- um síðastliðin ár. Björn~Þór segir það tein og Björn Þór i Siglufirði og sögðu draga nokkuð úr stökkáhuga piltanna að þeir félagar að grátlega lítið væri gert aöstaða til stökkiðkunar er litil sem eng- fyrir stökkiþróttina hér á landi. — Það er mjög slæmt til þess að vita að stökkið skuli ekki vera iðkað að neinu ráði nema á Ólafsfirði og Siglufirði, sögðu þeir. — Stökkiþróttin verður hvorki fugl né fisk- ur hér á landi, nema stærri staðirnir komi upp góðum stökkpöllum. Það er talað um að stökkiþróttinni fari hnign- andi, en það er aðeins vegna þess að ekkert er gert, bara talað. — Það er eins og skipuleggjendur skiðaiandsmóta yfirleitt vilji ljúka norrænu greinunum af sem allra* fyrst og sem mestu áður en keppnin í alpa- greinunum byrjar. Þannig var keppt í 15 km göngu á þriðjudegi, stökki á miðviku- dag og síðan i boðgöngu á fimmtudegi, en þá var fyrst keppt i alpagreinum. Þannig voru menn eðlilega orðnir þreyttir, sem kepptu i öllum þessum greinum, segja þeir og Björn Þór bætir því við að það hafi örugglega haft mikið að segja að Ólafsfirðingar unnu ekki boðgönguna að þreyta sat i hinum ungu keppendum Ólafsfjarðar. Um skiðaáhuga á Ólafsfirði segir Björn Þór okkur, að hann sé töluverður og beinist mjög að norrænu greinunum. Um 20 strákar æfa þar göngu reglulega, en 10—12 æfa stökkið. Björn er þjálfari þeirra Ólafsfirðinga og hefur haldið ut- an um skiðamenn staðarins, ef svo má segja, undanfarin ár. Getur Björn vissu- lega verið ánægður með hlut sinna manna þvi Ólafsfirðingar hafa nær óslit- ið átt aila göngumeistara á unglingamót- in annars staðar en á Ólafsfirði. — Það má eiginlega segja að ég komi eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn i hóp Ólafsfirðinganna grípur Marteinn fram I. — ölafsfirðingar geta þó að ein- hverjum hluta þakkað sér árangur minn á mótinu hér, þvi ég æfði á Ólafsfirði fimm daga fyrir mótið. Annars hef ég lítið getað æft i vetur, þar sem ég er háseti á Dagnýju héðan frá Siglufirði. Ég tók mér þó fri i þrjá túra til að geta æft fyrir mótið. Hvað ég tapaði miklum peningum á þvi, ætli það hafi ekki verið rúmlega hálf milljón? Marteinn hefur staðið sig mjög vel á skfðalandsmótunum undanfarin þrjú ár. Hann varð þriðji 1975, en það ár keypti hann sér fyrst regluleg stökkskíði. 1976 varð hann i öðru sæti og nú bar hann sigur úr býtum. Við biðjum hann að segja okkur frá síðasta stökkinu i keppn- inni, en þá hlekktist honum á og meidd- ist talsvert. — Ég náði mjög góðu stökki og þegar ég var búinn að svífa á að gizka 40 metra kom greinilega vindhviða og ég sveigði i átt frá brautinni. Lenti ég síðan með annað skiðið i brautinni, hitt fyrir utan. Rann ég á maganum einhverja vega- lengd og má sjálfsagt þakka fyrir að ég meiddist ekki meir en þetta, segir Mar- teinn. » Hann er þó ekki á þeim buxunum að gefa sig i stökkinu og stefnir að þvi að komast til A-Þýzkalands eða Austurríkis næsta vetur tii að æfa stökk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.