Morgunblaðið - 13.04.1977, Side 28

Morgunblaðið - 13.04.1977, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1977 STAÐAN STAÐAN f 1. deild er nú þessi: Valur 12 10 0 2 268:238 20 Víkingur 13 10 0 3 325:292 20 FH 13 7 2 4 306:280 16 Haukar 13 6 3 4 270:263 15 IR 13 5 2 6 282:291 12 Fram 11 4 2 5 231:236 10 Þróttur 14 2 4 8 272:308 8 Grótta 13 0 1 12 252:309 1 Markhæstir: Hörður Sigmarsson Haukum 99 Konráð Jónsson Þrótti 85 ,!Viðar Símonarson FH 79 Ólafur Einarsson Vík- ingi78 Þorbjörn Guðmundsson Val 70 » « • * V & t ♦ ■ Geir Hallsteinsson sækir að Vfkingunum Viggó Sigurðssyni og Ólafi Einarssyni ekki föst en hnitmiðuð, oft i gólfið og því illviðráðanleg fyrir mark- verðina, þar sem færið er stuttu. Þá átti Sæmundur Stefánsson mjög góðan leik, bæði í vörn og sókn og Björgvin Björgvinsson átti ekki sjö dagana sæla á lin- unni hjá Sæmundi. Magnús Ólafs- son hefur komið geysisterkur upp i vetur og hann átti ekki siztan þátt i því að leggja Vikingana að velli. Þá áttu þeir Viðar, Geir og Arni einnig góðan leik. Vikingarnir áttu ekkert svar við vörn FH-inga þegar leið á leik- inn. Páll Björgvinsson, sem oft er drjúgur við þessar aðstæður, fann sig ekki, hvorki í sókn né vörn. Þeir Ólafur Einarsson, Viggó og Þorbergur sáu um að skora mörk- in ásamt Björgvin, en hann fékk lítið svigrúm á línunni, þar sem hann var i mjög strangri gæzlu Sæmundar. Björgvin gerði samt 4 mörk og fiskaði auk þess nokkur vitaköst, en flest þeirra voru mis- notuð, en Víkingarnir misnotuðu 4 vítaköst í leiknum. Vörnin var slök hjá Víkingunum að þessu sinni og markvarzla engin. Það atriði, sem liklega kemur verst niður á liðinu er skortur á reynd- um stjórnanda utan vallar, þar sem þjálfarinn Rósmundur Jóns- son hefur einnig leikið með iið- inu. Dómarar voru Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson og dæmdu þeir leikinn vægast sagt illa, án þess það bitnaði meira á öðru liðinu en hinu. —SS. Það dugði Víkingi ekki til sigurs að skora 30 mörk Islandsmeistaratitillinn blasir nú við Valsmönnum Enska knatt- spyrnan Urslit i ensku knattspyrnunni i gærkvöldi: I. DEILD: Það voru töluverðar sveiflur i leik liðanna. Víkingarnir byrjuðu af miklum krafti, boltinn gekk vel á milli manna og stórskytturnar Ólafur Einarsson, Viggó Sigurðs- son og Þorbergur Aðalsteinsson skoruðu úr hverju skoti. Hinum megin á vellinum var það aftur á móti Janus Guðlaugsson sem helzt fann leiðina í markið með sínu snöggu og lúmsku skotum sem markverðir Vikings réðu ekki við þrátt fyrir að þau væru ekki mjög föst. Undir iok seinni hálfleiksins brugðu FH-ingar á það ráð, sem átti eftir að reynast þeim vel. Þeir fóru að leika vörn- ina framar en áður og við það truflaðist sóknarleikur Víkings stórlega, ekki sízt vegna þess að Páll Björgvinsson, sem Víking- arnir treysta mest á við svona aðstæður, var ekki nema svipur hjá sjón. Víkingarnir, sem náð höfðu 5 marka forskoti um miðj- an fyrri hálfleikinn, fyrst 10:5 og síðan 12:7, misstu þetta forskot niður smám saman og í hálfleik var staðan 14:13 Vikingi I vil. 1 upphafi seinni hálfleiks náðu Víkingarnir þriggja marka for- skoti en FH-ingarnir minnkuðu muninn aftur og þegar fimm mín- útur voru liðnar af seinní hálf- leiknum höfðu þeir jafnað metin 16:16. Næstu mfnúturnar var leik- urinn í jafnvægi en þegar 10 mín- útur voru liðnar af seinni hálfleik náðu FH-ingar sinum bezta leik- kafla, skoruðu 6 mörk í röð og náðu öruggri forystu, 26:20. Á þessum kafla varði Magnús Ólafs- son með ágætum í marki FH, en kollegar hans i Vikingsmarkinu vörðu varla bolta leikinn út í gegn. Þrátt fyrir þennan marka- mun gáfust Vikingarnir ekki upp og litlu munaði að þeim tækist að jafan metin rétt fyrir leiksiok. Þeim tókst að minnka muninn í 31:29 og Viggó Sigurðsson brun- aði upp i hraðaupphlaupi og skaut i stöng þegar hann átti tök á þvi að minnka muninn í aðeins eitt mark. Þá voru þrjár mínútur til leiksloka og allt gat gerzt. En þarna fór siðasta von Vikings og líklega fór þarna lika von Víkinga urn að hljóta Islandsbikarinn í ár. FH-ingar náðu þarna án vafa sinum bezta leik í vetur. Munaði miklu fyrir þá að fá Reyni Ólafs- son þjálfara aftur á bekkinn, en hann sýndi fyrri félögum sinum í Val þá vinsemd að mæta ekki þegar FH og Valur léku á dög- unum. Stjórnaði Reynir liðinu af röggsemi, og fáir standa honum á sporði við skipulagningu varnar- leiks, eins og bezt sást í þessum leik. Janus Guðlaugsson átti nú enn einu sinni ágætan leik. Hann er geysilega hreyfanlegur í sókn- inni og hann er óragur við að demba sér inn i varnir andstæð- inganna og skjóta. Skotin eru Bristol City — Tottenham 1:0 Leicester — Derby 1:1 Stoke — Leeds 2:1 2. DEILD: Burnley — Bolton 0:0 Carlisle — Oldham 1:1 Hull — Blackburn 1:0 Luton Town — Millwall 1:2 Sheffield Utd. — Blacpool 1:5 ElnKunnagiBtln ^... . . ..............-... ..... ... FH: Magnús Ólafsson 3, Janus Guðlaugsson 3, Viðar Sfmonarson 3, Jón Gestur Viggósson 1, Guðmundur Árni Stefánsson 1, Arni Guðjónsson 2, Sæmundur Stefánsson 3, Guðmundur Magnússon 1, Geir Hallsteinsson 2, Birgir Finnbogason 1. VlKINGUR: Rósmundur Jónsson 1, Ólafur Einarsson 3, Magnús Guðmundsson 1, Páll Björgvinsson 1, Björgvin Björgvinsson 3, Ólafur Jónsson 1, Þorbergur Aðalsteinsson 3, Viggó Sigurðsson 3, Jón G. Sigurðsson 1, Erlendur Hermannsson 2, Grétar Leifsson 1. HAUKAR: Þorlákur Kjartansson 1, Sigurður Aðalsteinsson 1, Ingimar Haraldsson 1, Elfas Jónasson 1, Jón Hauksson 3, Ólafur ólafsson 2, Stefán Jónsson 1, Guðmundur Haraldsson 1, Sigurgeir Marteinsson 2, Hörður Sigmarsson 3, Þorgeir Haraldsson 3, Gunnar Einarsson 3. GRÓTTA: Guðmundur Ingimundarson 2, Hörður Már Kristjáns- son 1, Björn Pétursson 1, Kristján Guðlaugsson 1, Magnús Sig- urðsson 2, Arni Indriðason 3, Grétar Vilmundarson 1, Georg Magnússon 2, Magnús Margeirsson 1, Gunnar Lúðvfksson 2, Stefán örn Stefánsson 1. LIÐ IR: Ingimundur Guðmundsson 1, Bjarni Bessason 1, Sigurð- ur Svavarsson 1, Sigurður Sigurðsson 1, Agúst Svavarsson 4, Björn Guðmundsson 1, Vilhjáimur Sigurgeirsson 2, Hörður Hákonarson 2, örn Guðmundsson 2, Brynjólfur Markússon 3, Sigurður Gfslason 1. LIÐ ÞRÓTTAR: Sigurður Ragnarson 1, Halldór Bragason 2, Gunnar Gunnarsson 2, Jóhann Frfmannsson 2, Sævar Ragnarsson 1, Sveinlaugur Kristjánsson 4, Bjarni Jónsson 3, Sigurður Sveins- son 3, Konráð Jónsson 2. FII-INGAR hleyptu heldur betur spennu I Islandsmótið þegar þeir lögðu Vlkinga að velli I 1. deild þegar liðin mættust I fþróttahúsinu I Hafnarfirði miðvikudaginn fyrir páska. Vfkingarnir skoruðu að vanda mörg mörk eða 30 að tölu en það dugði ekki I þetta sinn þvf FH- ingar gerðu 34 mörk, en f hálfleik hafði staðan verið 14:13 Vfkingí f vil. Þannig voru gerð 64 mörk f þessum 60 mfnútna leik, 27 f fyrri hálfleik en 37 í þeim seinni. Er sjaldgæft að svona mörg mörk séu gerð f toppleik sem þessum. Annar leikur með háu skori var fyrri viðureign sömu liða, f mótinu en þa sigraði Vfkingur 35:26. Þessar markatölur gefa til kynna góðan sóknarleik en slakar varnir og markvörzlu. Þetta var fyrsta tap Vfkinga eftir 10 sigurleiki f röð, og eru þar innifaldir tveir sigrar yfir Valsmönnum, sem FH hefur lfklega fært íslandsmeistaratign- ina á silfurfati með sigrinum yfir Vfkingi. Valur á eftir tvo leiki við Fram og titillinn blasir við félaginu. Hin slaka byrjun Vfkings í mótinu virðist ætla að verða liðinu að falli, en það tapaði tveimur fyrstu leikjunum fyrir Haukum og IR. SKYLDUVERK AÐ LJÚKA LEIKNUM ÞAÐ VAR greinilegt þegar Haukar og Grótta mættust f 1. deild Islandsmótsins f handknattleik I Hafnarfirði á miðvikudagskvöld fyrir páska að ekki var neitt I húfi fyrir liðin. Haukarnir úr leik f baráttunni um meistaratitilinn og engin fallhætta fyrir hendi og Grótta þegar fallin I 2. deild. Það var ekki æsingur útaf neinu, leikurinn gekk hægt og rólega fyrir sig og án allra átaka, alveg eins og menn væru að ljúka skylduverki. Lið Hauka var hinn öruggi sigurvegari eins og búast mátti við, það skoraði 26 mörk gegn 18 mörkum Gróttu, en f hálfleik var staðan 14:10 Haukunum f vil. Framan af fyrri hálfleiknum héldu Gróttumenn I við andstæð- inga sina eða allt þar til 7 minútur voru eftir af hálfleiknum. Þá var staðan jöfn 9:9, en næstu 5 mörk gerðu Hakarnir og þar með var öll von Gróttumanna um að krækja sér í stig til viðbótar því eina sem þeir hafa nú þegar, fokin út I veður og vind. 1 seinni hálfleik héldu Haukarnir áfram að bæta við forskotið og munaði ekki minnst um framlag Gunnars Ein- arssonar markvarðar, sem hrein- lega lokaði markinu langtímun- um saman í seinni hálfleik. Loka- tölurnar urðu sem fyrr segir 26:18 og mikið lifandis ósköp urðu menn fegnir þegar flautað var til leiksloka. Ekki þarf að fjölyrða um frammistöðu einstakra leik- manna. Minnzt hefur verið á þátt Gunnars Einarssonar I marki Hauka en auk hans áttu Jón Hauksson, Þorgeir Haraldsson og Hörður Sigmarson beztan leik. Hörður náði ekki 100 marka múrnum í leiknum, hann vantaði eitt mark uppá og er nú búinn að skora 99 mörk og á einum leik ólokið. Það þykir helzt tfðindum sæta hjá Gróttu, að Björn Péturs- son skoraði ekki eitt einasta mark í leiknum, en hann hefur verið ein styrkasta stoðin í sóknarleik Gróttu þann tfma sem liðið hefur verið í 1. deild. Dómarar voru Jón Friðsteins- son og Valur Benediktsson. Leik- urinn var auðdæmdur og þeir dæmdu hann vel. __

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.