Morgunblaðið - 13.04.1977, Page 39

Morgunblaðið - 13.04.1977, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1977 39 Hönnun húsnæðis og umferðaræða: höfð af þörfum fatl- aðra og aldraðra 10—20% búa vid einhvers konar fötl- un og flestir, sem komast á full- orðinsár, njóta slíkra ákvæða Halldór E. Sigurðsson. er hann fjallaði um væntanlegar athuganir og áætlanagerðir. Vfða unnið að landbúnaðaráætlunum Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra sagði samstarf milli stefnumarkandi stofnana í landbúnaði nauðsynlegt við ákvarðanatöku um landbúnaðar- áætlanir. Þvl hafi umrædd nefnd verið skipuð I árslok 1974 með þátttöku Framkvæmdastofnunar rikisins, Landnáms ríkisins, Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Búnaðarfélags Islands, til að gera tillögur um áætlanir á sviði landbúnaðar, þar sem lágar tekj- ur, lítil bústærð og fólksfækkun virðist stefna byggð I hættu. Að mati nefndarinnar séu eftirfar- andi svæði I brýnastri þörf fyrir fyrirgreiðslu með samræmdu átaki þeirra, er standa að land- búnaðaráætlananefnd, og fyrir- greiðslu úr Byggðasjóði og stofn- lánadeild landbúnaðarins: 0 1. Norður-Þingeyjarsýsla. Þar hafi orðið mikil framleiðslu- röskun og hörgull sé á mjólk á Þórshöfn, en þar er mjólkur- bú. 0 2. Skeggjastaðahreppur í Norður Múlasýslu. # 3. Vestfirðir. Þar hafi Árnes- hreppur verið tekinn til sér- stakrar athugunar og áætlana- gerðar. 0 4. Vesturland. 6 — 8 hreppar á Mýrum, Snæfellsnesi og I Döl- um hafa sérstaklega verið skoðaðir, þar sem afkoma bænda virðist mjög slæm. Einkum virðist þurfa að stuðla að votheysgerð á Mýrum og sunnanverðu Snæfellsnesi. 0 5. Norðurland vestra. Athygli hefur verið vakin á hnignun byggðar á Vatnsnesi. Erindi hefur borizt um áætlanagerð fyrir Skagasvæði. Ennfremur Hof- og Haganesvíkursvæðið (4 hreppum). 0 6. Suðurland. Ósk hefur borizt um áætlanagerð fyrir V- Skaftafellssýslu. Landbúnaðaráætl.nefnd hef) sett sér þá reglu, að forgang skulu þau svæði hafa, sem búa að of lítilli mjólkurframleiðslu, hafa orðið fyrir óeðlilegri fólksfækkun eða tekjur bænda eru áberandi lágar. Jafnframt er ljóst að ekki verður hægt að sinna samtímis öllum beiðnum um athuganir og áætlanir. Þar verða einhverjir að bíða siðari tíma. „Af þessum or- sökum hefur ekki verið tekin ákvörðun um áætlanir fyrir öll þessi svæði, sem um er rætt og er Vatnsnes og Skagi meðal þeirra. Allmikil upplýsingasöfnun hefur hins vegar farið fram á stöðu þessara svæða og rætt við heima- menn, en það mun létta undir- búning, þegar að þessum svæðum kemur.“ Vonbrigði með svör ráðherra Pálmi Jónsson (S) þakkaði svör ráðherra, sem hann sagði þó valda sér miklum vonbrigðum. Hann vék enn að búnaðarháttum I um- spurðum héruðum og sagði m.a.: „í frumgögnum, sem varða Vatnsnessvæðið, kemur I ljós, að I Þverárhreppi og Kirkjuhvamms- hreppi er túnstærð mjög lítil. í Framhald á bls. 33 Rætt vid Odd Ólafsson, lækni og alþingismann GUNNAR Thoroddsen, félagsmálaráðherra, mælti nýverið fyrir stjórnar- frumvarp til nýrra bygg- ingalaga, og hliðarfrum- Gunnar Thoroddsen, varpi til skipulagslaga, en frumvörpin eru niðurstaða margra missera könnunar og undirbúnings á þessum vettvangi. t framsögu með frum- varpinu vakti ráðherra sér- staka athygli á nýjung í 4. gr., 3 mgr. frumvarpsins, þar sem segir: að í bygg- ingareglugerð skulu setja ákvæði varðandi umbúnað bygginga til að auðvelda ellihrumu og fötluðu fólki að komast leiðar sinnar. Hér er um félagslega mjög mikilvægt atriði að ræða, sem rétt er að vekja sér- staka athygli á. Aðdragandi þessa máls á Alþingi nær allt aftur til ársins 1972 sagði ráðherr- ann, en þá var samþykkt tillaga til þingsályktunar, sem Oddur Ólafsson, lækn- ir, 2. þingmaður Reyknes- inga (S), flutti, þess efnis, að kannaðar verði leiðir Oddur Olafsson, sem tryggi að byggingar og umferðaræðar framtfðar- innar, er njóti fjárhags- legrar fyrirgreiðslu opin- berra aðila, verði hannaðar Framhald á bls. 33 MÞinOI Guðbjört Einars- dóttir - Kveðjuorð Fædd 18. sept. 1896. Dáin 31. marz 1977. GUÐBJÖRT var fædd 18. september 1896 I Stakkadal á Rauðasandi. Foreldrar hennar voru Elin Ólafsdóttir og Einar Sigfreðsson, búandi hjón I Stakkadal. Ólst hún upp við sveitavinnu, eins og titt var. Hún vann nokkuð við saumavinnu á Patreksfirði, en fluttist til Reykjavíkur i nóvembermánuði 1918. Stundaði hún þar m.a. saumanám. Síðan fluttist hún til Akureyrar. Þar kynntist hún Jóni Eirikssyni skipstjóra hjá Eim- skipafélagi Islands. Giftust þau þar 1933. Sama ár flytja þau til Kaupmannahafnar. Eiga þau þar heima til ársins 1944, en Jón var i siglingum við island er heims- styrjöldin brauzt út. Sáust þau hjón ekki fyrr en Guðbjört komst heim til islands um Petsamó 1944. Síðan áttu þau heima í Reykjavik. Þau hjón eignuðust tvö börn, Ein- ar, sem er stúdent og stundar póstafgreiðslustörf í Reykjavík, og Bergljótu lækni, sem er nýlega látin. Hún var gift Guðmundi Sigurðssyni lækni. Þau eignuðust 3 börn. Fyrir hönd vina og frændfólks Guðbjartar sendum við skyld- mennum innilegar samúðarkveðj- ur. Elsa og Kristinn Guðmundsson. Ballettsýningum frest- að vegna veikinda ÞJÓÐLEIKHUSIÐ hefur orðið að fresta um sinn sýningum á ball- ettinum Ys og þys út af engu, sem frumsýndur var á skfrdag. Auður Bjarnadóttir, sem dans- ar eitt aðalhlutverkið i sýning- unni, getur ekki dansað um sinn vegna meiðsla í fæti og verða sýn- ingar felldar niður í hálfan mán- uð. Þá hefjast þær að nýju og sovézki gestadansarinn Maris Liepa kemur aftur til landsins. Seldir aðgöngumiðar og áskriftar- kort á 2. og 3. sýningu gilda 23. og 24. aprll en þá hefjast sýningar á ný. Vegna þessara breytinga fær- ist sýning á Gullna hliðinu, sem vera átti á miðvikudagskvöld, 13.4., yfir á föstudagskvöld, en sýningin á Lé konungi, sem aug- lýst hafði verið á fimmtudag, helzt óbreytt. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hi i aaðnrianðsbraiit U - Reykjavík - Simi 38600 LADA 1200 Verð ca kr. 1145 þús. m. ryðvörn LADA 1200 STATION Verð ca kr. 1233 þús. m.ryðvörn LADA 1500 S TOPAS Verð ca kr. 1357 þús. m.ryðvörn. Hagstætt varahlutaverð Góð m viðgerðaþjónusta^ Hátt endursöluverð Hagstæðir greiðsluskilmálar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.