Morgunblaðið - 13.04.1977, Page 48

Morgunblaðið - 13.04.1977, Page 48
ÝSINGASÍMINN ER: 22480 2H«rgunblabi& MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1977 KORATRON Þarf aldrei að pressa Nýja hassmálið: Þriðji maðurinn í gæzlu í gær RANNSÓKN nýja hassmálsins var haldið áfram um páskana. Stöðugar yfirheyrslur eru í mál- inu og í gær var þriðji maóurinn settur í gæzluvarðhald. Maðurinn, sem er rúmlega tvítugur Reykvík- ingur, var úrskurðaður i allt að 30 daga gæzluvarðhald. Hér mun vera um að ræðá innflutning og dreifingu á allmiklu magni af fíkniefnum og hafði þetta við- gengizt um alllangt skeið. Brezkir hermenn stöðvuðu Kljáfoss til að leita vopna — ÞETTA FÖR allt einkar kurteislega fram, og reyndar bað liðsforinginn mig marg- sinnis afsökunar á þessu ónæði. Það eina var, að þegar ég sá, að annar varðmaðurinn, sem stóð yfir áhöfninni í reyksalnum, var með byssuna f skotstöðu, þá bað ég liðsforingjann að sjá til þess, að hann væri ekki að miða þetta á mannskapinn. Það var strax tekið til greina og varð- maðurinn var látinn setja byss- una í gólfið, segir Finnbogi Finnbogason, skipstjóri á Kljá- fossi, f viðtali við Mbl., en brezkir hermenn stöðvuðu Kljáfoss úti af Belfast 2. aprfl sl. og gerðu vopnaleit f skipinu. — Þetta var bara skylduverk hjá þeim, segir Finnbogi, en ekki það, að einhver grunur léki á þvf að við værum í vopna- smygli! Þeir hafa mjög stranga gæzlu og fylgjast með öllum skipum, sem fara þarna inn fyr- ir þrjár mflurnar. Morgunblaðið ræddi við Árna Björnsson, fyrsta stýrimann á Kljáfossi. — Við vorum á sigl- ingu frá Reykjavík til Weston Point, segir Árni. Og vorum fyrir utan Belfast-flóann, en þarna siglum við allt upp í eina mílu frá landinu. Það er mjög algengt, að Bretarnir kalli okk- ur upp, þegar við siglum þarna um og spyrji okkur um ferðir okkar, en við höfum ekki lent í leit áður. Nú klukkan var eitthvað um sjö, þegar tundurduflaslæðari kom og gaf okkur stöðvunar- merki. Við stöðvuðum strax skipið og þeir komu tiu á tveim- Framhald á bls. 32 Bara skylduverk hjá þeimogallt fór einkar kurteis- lega fram, — segir Finnbogi Finnbogason, skipstjóri ÁKVEÐIÐ hefur verið að gjald- eyrisyfirfærslur til þeirra, er fara f skemmtiferðir til útlanda, skuli hækka um helming eða úr 50.000 í kr. 75.000 á mann. Hefur þá gjaldeyrisyfirfærsla til ferða- manna hækkað um 100% á tæp- lega einu ári, þvf f júnf f fyrra hækkaði yfirfærslan úr kr. 37.000 í kr. 50.000. í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst f gær frá viðskiptaráðuneytinu segir, að jafnframt þessari hækkun, sem nú er ákveðin, falli niður heimildir ferðaskrifstofa til þess að selja matarávfsanir og kynnis- t fyrsta sinn sfðan um áramót snjóaði f Reykjavík og nágrenni á annan í páskum. Var óðar komið gott skfðafæri f Bláfjöllum og í gærkvöldi voru þar allar lyftur opnar fram til kl. 22. Mikill fjöldi fólks dreif sig f Bláf jöllin f gær, en mynd- ina tók Friðþjófur af ungum skfðamönnum, sem voru að festa á sig skíðin þar efra f gær. Kröfur einstakra iðnaðarmannafélaga: Eru í sumum tilfellum á annað hundrað prósent BAKNEFNDIR vinnuveitenda og I launþega, VSl og ASl, hafa verið boðaðar til fundar f dag, klukkan | 14, en á morgun er boðaður sátta- fundur hjá sáttasemjara rfkisins. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér f gær er kröfugerð stéttarfélaganna nokk- uð misjöfn. Þau hafa að undan- förnu verið að afhenda Sérkröfur sfnar og t.d. f kröfum Sambands byggingamanna kemur skýrt fram að launabil verði aukið. Þá er blaðinu einnig kunnugt um að hæstu kröfur Málm- og skipa- smfðasambandsins gera ráð fyrir yfir 60% hækkun sé aðeins miðað við sérkröfur, en þegar svo við bætast almennar kröfur ASl er kaupkrafan orðin hátt á annað hundrað prósenta. Kröfur þessara iðnaðarmanna- félaga sem annarra eru i litlu samræmi við þá láglaunastefnu, sem kjaramálaráðstefna ASÍ markaði. Þó hafa ýmis félög fylgt þeirri stefnu, sem þar var mörkuð og eru þar á meðal mannmörg launþegasamtök, svo sem eins og iðnverkafólk og verzlunarmenn. í greinargerð, sem Vinnuveitenda- I sambandið lagði fram á samninga- fundi, sem haldinn var fyrir viku, | og birt er í Mbl. í dag, var m.a. lögð fram spurningin: „Með tilliti Framhald á bls. 32 ferðir gegn greiðslu f íslenzkum krónum. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Stein Lárusson, formann Samtaka ferðaskrifstofanna, sagði hann að vissulega gleddist hann yfir þessari hækkun gjald- eyrisskammtsins. „Og ég vona innilega að yfirfærslunni verði skipt réttilega milli ferðaskrif- stofanna og ferðamannanna. Það er staðreynd að með þeim hluta ferðakostnaðarins sem ferðaskrifstofurnar hafa fengið vegna hótelkostnaðar í sólarlönd- unum, er raunverulega útilokað að láta íslendinga búa í sómasam- Framhald á bls. 32 Hafsteinn Hjaltason, annar vélstjöri, og Árni Björns- son, fyrsti stýrimaður, I brúnni á Kljáfossi f gær. Ljósm: Ól.K.M. Einvíginu fram hald- ið á Loftleiðum í dag Sjá nánar um skákina á bls 18 ÁKVEÐIÐ hefur verið að annað aukaeinvfgi Horts og Spasskys hefjist að Hótel Loftleiðum klukkan 17 f dag, og að seinni skák aukaeinvfgisins verði á sama stað og tfma á föstudaginn. Frá þessu vár skýrt á blaðamanna- fundi, sem Skáksamband Islands hélt f gærkvöldi, en fyrr um kvöldið höfðu forráðamenn Skák- sambandsins ráðfært sig við skák- mennina um framhald einvfgis- ins. Eins og búizt var við lykt- aði 14. skákinni með jafntefli, en hún var tefld áfram f gær. Urðu skákmennirnir ásáttir um jafntefli eftir 57 leiki. Hafa þeir nú báðir 7 vinninga, en 13. skákin varð einnig f jafntefli. Strax að lokinni skák- inni í gær var dregið um liti f öðru aukaeinvíginu og valdi Spassky hvfta peðið úr hendi Horts og hefur hann þvf hvftt f -dag. Sfrax i gær var hafizt handa við flutning alls útbúnaðar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð til Hótel Loftleiða, en vegna vel- vildar skólayfirvalda MH fengust afnot af húsnæði skólans yfir páskana. Ríkissáttarsemjari hafði húsnæðið að Hótel Loftleiðum bókað í dag, en hann var tilbúinn að hliðra til fyrir skákmönnunum Framhald á bls. 32 Hort og Spassky heilsast viA upphaf skákar- innar á laugardaginn, en þarna hittust þeir við skákborðið eftir langt hlé vegna veikinda Spasskys. Ljósm. Friðþjófur. Y firf ærsla í g jald- eyri til ferðamanna hækkar um 50%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.