Morgunblaðið - 20.04.1977, Qupperneq 3
3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL1977
Tilfærslur á
sendiherrum
Utanríkisráðuneytiö hef-
ur nú ákveðið að gera
nokkrar tilfærslur á sendi-
herrum íslands erlendis og
koma þær til framkvæmda
í júlí — ágúst n.k.
t frétt, sem Morgunblaóinu
barst frá ráóuneytinu i gær, segir,
að Guómundur í. Guðmundsson
sendiherra í Stokkhólmi taki við
sendiherraembættinu í Bruxelles
og jafnframt stööu fastafulltrúa í
ráði Atlantshafsbandalagsins.
Tómás Á. Tómasson sendiherra
i Bruxelles tekur við starfi fasta-
fulltrúa íslands hjá Sameinuðu
þjóðunum og Ingvi S. Ingvarsson
tekur við sendiherraembættinu í
Stokkhólmf.
Sinfóníutónleikarnir:
Nýjabrum og snillingar
SÍKurður Ájíústsson
Madur týndur
Rannsóknarlögreglan í Kópavogi
hefur lýst eftir 53 ára gömlum
manni, Sigurði Ágústssyni, Birki-
grund 39, Kópavogi.
Sigurður fór af Borgarspítalan-
um klukkan þrjú á mánudaginn
og hefur ekkert til hans spurzt
síðan. Sigurður er um 170 cm á
hæð, grannvaxinn og með
grásprengt hár. Hann var klædd-
ur í græna hettuúlpu, ljósbrúnar
buxur, svörtum uppháum kulda-
sköm og verið getur að hann hafi
haft á höfði svarta húfu með
hvitri rönd. Þeir, sem vita um
ferðir Sigurðar eru beðnir að hafa
samband við lögregluna í Kópa-
vogi.
TÓNLEIKAR Sinfóníu-
hljómsveitar ísland á
morgun, sumardaginn
fyrsta, verða töluvert
nýstárlegir, því að þar
verður frumflutt verk eftir
Þorkel Sigurbjörnsson og
jafnframt flutt verk eftir
bandarískan stjórnanda
hljómsveitarinnar, Samuel
Jones. Ekki nóg með það
heldur verður einleikari
meó hljómsveitinni brezki
píanóleikarinn John Lill,
og mun væntanlega gera
þriðja píanókonsert Beet-
hovens góð skil.
Efnisskrá tónleikanna á
morgún einkennist annars
af helmingaskiptum milli
nýrrar og sígildrar tón-
listar. Fyrst verður frum-
flutt verkið ,,Ríma“ eftir
Þorkel Sigurbjörnsson en
þá tekur við pianókonsert-
inn sem áður er getið. Síð-
an verður flutt verkið „Let
Us Now Praise Famous
Men“ — hljómsveitarverk
eftir stjórnandann Samuel
Jones og loks flytur hljóm-
sveitin Polovtsian-dansa
eftir Borodin.
Hljómsveitarstjórinn dr.
Samuel Jones veitir forstöðu
Shepherd-tónlistarskólanum í
Houston í Texas. Hann er jafn-
framt- eftirsöttur hljómsveitar-
stjóri og hefur stjórnað mörgum
þekktustu hljómsveitum vestan
hafs auk þess sem hann er
afkastamikió tónskáld. Verkið
sem hér verður flutt samdi hann i
tilefni af 200 ára afmæli byggðar I
Shenandoah-dalnum og var
verkið frumflutt í Woodstock i
Virginíu árið 1972 undir stjórn
Jones sjálfs.
John Lill, einleikarinn að þessu
sinni, er hins vegar í röð fremstu
pianóleikara Bretlands, en hann
vakti heimsathygli er hann vann
til fyrstu verðlauna á Tsjai-
kovsky-keppninni í Moskvu 1970.
Síðan hefur hann leikið viða-um
álfur, bæði hérna megin og
hinum megin Atlantshafsins og
viðar. Hann sótti okkur m.a. heim
á Listahátíðinni 1972
L*____L.
að verðmæti 25 milljónir að verðmæti 30 millíónir
Dregið út strax í júlí Dregið út í I2.fk>kki
Sala á lausum miöum stendur yfir
Mánaðarverð míða er kr. 500 -en ársmiði kr. 6.000
Happdrættí
DAS