Morgunblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1977
11
Jón E. Guðmundsson, Helga Steffensen og Hallveig Thorlacius með
brúður úr Að skemmta skrattanum.
Starra í Garði. Beiskust er þó
sú niðurstaða verksins að
strompar hinnar nýju verk-
menningar hafi tekið við þvi
hlutverki skrattans að slökkva
á sólinni.
Það er greinilega Krafla sem
Helga hefur í huga og deilir á i
verkinu. Kröfluvirkjun liggur
að vonum vel við höggi enda er
enga vægð að finna I Að
skemmta skrattanum. En
ádeila verksins sem er að visu
undirstaða þess skyggir hvergi
á kimilegu hliðarnar sem eru
fjölmargar. Brúðurnar sjálfar
eru gerðar af mikilli kunnáttu,
ekki síst skrattinn og gamla
konan. Verkið er ef til vill
nokkuð hægfara sé miðað við
brúðuleikhús almennt, en þess
ber að gæta að textinn gegnir
veigamiklu hlutverki. Hann er
ekki út í bláinn eða aðeins til
þess að skrýtnar brúður segi
eitthvað. Hætta brúðuleikhúss
er m.a. fólgin í þvi að það sé
aðeins sýning á brúðum eða
sprell. Það verður að gera þær
kröfur til brúðuleikhúss að það
hafi einhverju að miðla áhorf-
andanum. Gaman væri að fram-
hald yrði á verki eins og Að
skemmta skrattanum með þeim
hætti að góðir höfundar kæmu
til móts við brúðuleikhúsið.
Stjórnendur brúða hafa náð
athyglisverðum árangri og það
er íslensku brúðuleikhúsi mikil
stoð að njóta leiðsagnar Jóns E.
Guðmundssonar. Brúðuleik-
húsið er vandmeðfarin list þar
sem engu má skeika. Helst
mætti finna að þvi að tal leikar-
anna hafi ekki verið nógu skýrt
(tæknilegs eðlis), en sé þess
getið sem framúrskarandi var
er það tvímælalaust túlkun
Önnu Guðmundsdóttur á kerl-
ingunni sem skrattinn sækir.
Sama dag og Að skemmta
skrattanum var frumsýnt sýndi
Leikbrúðuland þrjá gamla
kunningja: Fræið, 10 litla
negrastráka og Meistari Jokob
vinnur I happdrættinu. Um
þessa þætti hefur áður verið
fjallað, en sú skoðun skal árétt-
uð að Fræið hafi verið
skemmtilegast, trúast eðli
brúðuleikhússins. En framleg
Leikbrúðulands er við hæfi
barna og mátti heyra að börnin
kunnu vel að meta það sem
fram var borið.
Það er nú að færast I vöxt í
brúðuleikhúsi að brúðurnar
séu ekki einráðar á sviðinu. í
Að skemmta skrattanum lék
Bryndís Gunnarsdóttir hlut-
verk verkfræðingsins. Þessu
Framhald á bls. 18
að fyrirtækið hefði löngum haft
sérstakan áhuga á útgáfu bóka
um Norðurlönd og væri Island
þar efst á blaði vegna sérstakrar
menningar og sögulegs bak-
grunns nútímaþjóðfélagsins.
Sagði Christopher, að bókin
Northern Sphinx ætti tildrög sin
að rekja til timabils síðasta
þorskastriðs. Hefði honum þá
fundist vanta tilfinnanlega gagn-
merka bók á ensku um íslendinga
sjálfa, menningu þeirra og sér-
kenni. Hefði hann um þær mund-
ir komist i samband við Sigurð A.
Magnússon sem hefði haft undir
höndum handrit að bók, einmitt
bók eins og hann hefði haft í huga
að gefa út. Að visu hefði þurft að
gera smábreytingar á handriti og
uppfæra það örlítið, en i megin
atriðum hefði það verið eins og
bókin kemur fyrir sjónir. Sagði
Hurst bókina eiga að vera að-
gengilega fyrir almenna borgara
þótt eflaust gæti hún jafnvel kom-
ið að notum fyrir fræðimenn sem
áhuga hefðu á íslandi. Á fund-
inum með fréttamönnum fór
Christopher Hurst mjög lofsam-
legum orðum um höfund bókar-
innar og sagði verkið vera
meistarastykki í samþjöppun
efnisatriða, án þess að um upp-
talningarrit væri að ræða. „Þetta
er góð lestrarbók, sem getur
örugglega orðið mörgum að liði
við að fræðast betur um íslend-
inga og sérkenni þeirra þjóð-
félags,“ sagði Christopher. Sig-
urður A. Magnússon sagði að
samning handrits hefði tekið um
5 ár í heild, en í lok þessa tíma
hefðu svo ýmis atriði verið færð i
réttari mynd miðað við breyt-
ingar sem orðið hefðu. Bókinni
verður dreift hérlendis af Bóka-
verzlun Snæbjarnar Jónssonar og
mun kosta tæpar 3 þúsund
krónur.
Kökusala
um borð í
varðskipi
Á SUMARDAGINN fyrsta heldur
félag aðstandenda Landheigis-
gæzlumanna, Ýr, kökusölu, og
ve.rður hún um borð í varðskipinu
Óðni við varðskipabryggjuna á
Ingólfsgarði. Þar verða . á boð-
stólnum gómsætar kökur af öllum
tegundum við vægu verði. Skip-
verjar á varðskipinu munu sýna
þeim gestum skipið sem áhuga
hafa á. Ágóði af kökubasarnum
mun renna í væntanlegan orlofs-
heimilissjóð Landhelgisgæzlu-
manna. Það er Pétur Sigurðsson,
forstjóri Landhelgisgæzlunnar,
sem af vinsemd hefur leyft Ý að
halda kökusöluna um borð i þvi
varðskipi sem mun verða i höfn á
sumardaginn fyrsta. Kökusalan
hefst kl. 14 e.h.
Bernhöftstorfan
rædd í ríkisstjórn
Ekkert er enn afráðið um örlög
Bernhöftstorfunnar af hálfu
Stjórnvalda, en að sögn Vilhjálms
Hjálmarssonar menntamálaráð-
herra hefur þó Bernhöftstorfan
komið fyrir á fundi í ríkisstjórn-
inni. Þar var ákveðið að kanna
málið betur áður en nokkur
ákvörðun yrði tekin hvað gera
skyldi. Ekki vildi ráðherra spá
neinu urn hvenær ákvörðunar
væri að vænta um þetta mál en
það gæti varla talist mjög aðkall-
andi miðað við ýmis önnur mál
sem ríkisstjórnin fæst við um
þessar mundir.
Hafið þið kynnst, þú og
King Oscar?
King Oskar kipper síld er íslenzk framleiðsla og eitt alódýrasta
og bezta áleggið á markaðnum í dag.
Góð með brauði og kexi, ágætis uppistaða í salöt og margt fleira.
KIPPER SNACKS
0F HERRING * LIGHTLY SMOKED
FILLETS
Ertu að byggia?
Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa
í huga er að tryggja sér gott timbur.
t meir en 70 ár höfum við verslað með timbur.
Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum
okkar til góða. Við getum m.a. boðið:
Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og
sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í
innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin.
Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar
og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina.
Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af
krossvið og spónaplötum, svo og harðtex,
olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress
í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði.
Efni í glugga og sólbekki.
Onduline þakplötur á þökin.
Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss
konar mannvirki.
áTá Timburverzlunin
▼ Vdlundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244