Morgunblaðið - 20.04.1977, Side 13

Morgunblaðið - 20.04.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1977 13 Jafnsjálfsagt að verja Grjótagjá og byggðina - segir framkvæmdastjóri Náttúruverndarráds — ®PermobeI — Þetta er nú það fyrsta, sem ég heyri um að Grjótagjá sé í hugsanlegri hættu af varnar- garðagerð á Mývatnssvæðinu, sagði Árni Reynisson, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndar- ráðs, er Mbl. leitaði til hans vegna mótmæla Vogabúa, sem telja að með svonefndum varnargarði 7 sé stefnt að þvf að beina hugsanlegu hraunrennsli að Grjótagjá og eyðileggja hana. — Við höfum reglulega fundi með heimamönn- um þarna og sá næsti verður um helgina. Ég tel Ifklegt að þá verði þetta mál rætt en það get ég sagt strax að frá sjónarmiði Náttúru- verndarráðs er jafnsjálfsagt að verja Grjótagjá og að verja byggð- ina. Þetta eru tvenns konar verð- mæti sem full ástæða er til að verja, sagði Árni Reynisson. Arni sagði, að Náttúruverndar- ráð hefði fallizt á tillögur um garðagerð til að verja byggðina fyrir hugsanlegu hraunrennsli, en i umræðum um þessi mál hefði aldrei verið á það bent, að slík garðagerð gæti stefnt Grjótagjá i voöa. — Þetta mál verður vafa- iaust sérstaklega rætt á fundinum með heimamönnum um helgina, sagði Árni, og reynist ótti Voga- búa á rökum reistur, verður að sjálfsögðu gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að vernda Grjóta- gjána. Skátar og Sumargjöf sjá um skemmtanir í Reykja- á sumardaginn fyrsta BLONDUN á stadnum bílalökk á allfle^i|r tegundir bíla frá Evrópu Japan og USA 1 CARCOLOtt Á sumardaginn fyrsta munu skátar f Reykjavfk og Sumargjöf standa að skemmtunum f tilefni dagsins sem endra nær. Að þvf er segir í fréttatilkynn- ingu frá Skátasambandi Reykja- vfkur, þá verða skátamessur haldnar á vegum skáta í Nes- kirkju og Breiðholtsskóla. Enn- fremur verður messa í Hallgrfms- kirkju sérstaklega ætluð eldri skátum og velunnurum þeirra. Þar mun sr. Ragnar Fjalar þjóna fyrir altari en frú Ingibjörg Þor- valdsdóttir predika. Skrúðgöngur verða frá Hljóm- skálanum og Sjómannaskólanum kl. 13.00 og verður gengið að Austurbæjarskólanum þar sem skátarnir hafa komið fyrir Tívoli og verður selt inná svæði skólans fyrir vægt verð. Kr. 100.00 fyrir fullorðna og kr. 50.00 fyrir börn, síðan verður Sumarkróna seld á staðnum og verður hún gjaldmið- ill fyrir þau leiktæki sem verða að staðnum. Þar verða m.a. skot- bakkar, dósabakkar, spákonur og margt annað sem fróðlegt er að sjá og reyna. Skemmtiatriði munu verða á palli innan svæðisins og munu þau verða endurtekin með stuttu millibili þann tíma sem Tívoliið er opið. Um kvöldið mun svo verða al- mennur dansleikur í porti skólans og mun hljómsveitin ,,Póker“ sjá um að skemmta fólki þar. Einnig munu skátarnir sjá um sitt eigið skátaball í Tónabæ og verður það aðeins fyrir skáta. BLOSSX í SKIPHOLTI 35 Verilun 8 i3-so REYKJAVlK Í!ÍS Langt frá öllu lagi segir formadur Lagarfljótsnefndar um hug- myndir um hækkun vatnsborðs Lagarfljóts Morgunbladid óskareftir bladburdarfólki — Ég tel þessar hugmyndir svo langt frá öllu lagi, að ég veit hreint ekki hvaða orð ég á að hafa um þær, sagði Hjörieifur Gutt- ormsson, formaður Lagarfljóts- nefndar, þegar Mbl. leitaði álits hans á þeim ummælum rafveitu- stjórnans á Égilsstöðum, Erlings Garðars Jónassonar, að til um- ræðu væri að rafmagnsveiturnar fengju að hækka vatnsborð Lagarfljóts i vetur. — Með þvf að fara I 21 metra, eða ef til vill hærra, er fljótið komið svo veru- lega yfir náttúrulega hæð sfna, að upp koma alls kyns atriði, sem engar skýringar hafa fengizt á, sagði Iljörieifur. Hann kvaðst hins vegar ekkert hafa heyrt um þessar hugmyndir fyrr en Mbl. skýrði honum frá þeim, en skylt er að hafá samráð við Lagarfljótsnefnd i máli sem þessu. — Ég vil benda á, sagði Hjörleifur, að hæð vatnsborðsins var mál, sem á sinum tíma var mjög lengi á athugunarstigi. Þetta var mjög viðkvæmt mál og það var ekki hlaupið að þvi að finna því friðsamlega lausn, sem ég tel að hafi tekizt. Samkomulag- ið um 20,5 metra vatnsborð við Lagarfljótsbrú á timabilinu 1. október til 30. apríl gildir til árs- loka 1978 og ég tel hiklaust, að það væri bezt að fá reynsluna af þeirri miðlun út næsta ár, áður en áfram er haldið, og með fyrri sam- komulagsgerð i huga tel ég hreint ekki auðvelt að freista þess að ná samkomulagi um einhver frávik frá þvi. Austurbær: Flókagata, neðri # Uthverfi: Blesugróf _ % Upplýsingar í síma 35408 Flugleiðir bjóða ný- stárleg sérfargjöld FLUGLEIÐIR hafa tekið upp ný- breytni í þjónustu sinni því að frá 1. aprfl hafa tekið gildi ný sérfar- gjöld á leiðinni milli íslands og Evrópulanda. Fyrir tilstilli þess- ara sérfargjalda, sem eru hlið- stæð vor- og haustfargjöldum, geta þeir sem eiga þess kost að gera ferðaáætlun með nokkrum fyrirvara nú átt þess kost að ferð- ast frá Islandi til 57 borga í Evrópu. Þessi almennu sérfargjöld gefa einnig möguleika á þvi að unnt er að hafa viðkomu í öðrum borgum, bæði á leiðinni út og á leiðinni heim, þannig t.d að sá sem er á leið til Danmerkur getur haft við- komu í Ösló á leiðinni til Kaup- mannahafnar og síðan i Glasgow á leiðinni heim. Eftir að til Kaup- mannahafnar er komið gildir far- seðillinn siðan áfram til allra borga i Danmörku en verðið er eftir sem áður hið sama eða 53.740 krónur. Þetta er frábrugð- ið venjulegu leiguflugi, þar eð farseðillinn í þeim er bundinn við viðkomandi áfangastað, að því er Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugleiða, skýrði Morgun- blaðinu frá í gær. Auk þessara sérfargjalda eru nú í gildi sérstök fargjöld i áætl- unarflugi, sem geta kostað minna heldur en annarrar leiðar far á þessari sömu flugleið en því fylg- ir það skilyrði að ferðamaðurinn verður að kaupa með þessu far- gjaldi viðdvöl og greiða fyrir það aukalega um 25 sterlingspund eða röskar 8 þúsund 'krónur. Ásamt þessu munu Flugleiðir sðan í sumar standa fyrir 111 leiguflug- ferðum til Evrópulanda á sam- svarandi kjörum og gerðist hjá öðrum þeim sem hér halda uppi leiguflugi. Aðstoðarutan- ríkisráðherra Sovétríkjanna í heimsókn - Aðstoðarutanríkisráðherra Sovétrikjanna, Igor Nikolayevich Zemskov, kom i opinbera heim- sókn til Íslands i gær. Hann mun dvelja á íslandi i tvo daga og eiga viðræður við Einar Ágústsson utanríkisráðherra og embættis- menn utanríkisráðuneytisins. |>olid e t ótfúlegt Veðrunarþol er einn veigamesti eiginleiki, sem ber að athuga þegar málað er við íslenzkar aðstæður. Þol — þakmálningin trá Málningu h.f. hefur ótvírætt sannað gæði sín, ef dæma má reynslu undanfarinna ára. Stöðugt eftirlit rannsóknastofu okkar með framleiðslu og góð ending auk meðmæla málarameistara hafa stuðlað að vinsældum ÞOLS. ÞOL er alkýðmálning. Einn lítri fer á um það bil 10 fermetra. ÞOL er framleitt í 10 staðallitum, sem gefa fjölmarga möguleika í blöndun. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST málning'f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.