Morgunblaðið - 20.04.1977, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1977
23
Minning:
Birgir Thorberg
málarameistari
Við kveðjum í dag, vin okkar og
félaga Birgi Thorberg Magnús-
son, málarameistara, sem and-
aðist aðfaranótt 6. apríl s.l. Okkur
setti hljóða þegar okkur barst
andlátsfrétt hans. Vegir guðs eru
órannsakanlegir, en ef grannt er
skoðað þá finnur maður stundum
rök almættis þegal- frá líður.
Þegar okkur berst andlátsfregn
góðs vinar þá hrökkvum við við,
og spyrjum gjarna „Hvers
vegna?“
Af tilviljun dvaldi Birgir heit-
inn á heimili okkar siðustu næt-
urnar, sem hann lifði og grunaði
okkur þá, að dauði hans væri ekki
langt undan.
Við erum ekki ein um það hve
svo skyndilegur dauði, kemur
fólki á óvart, og er það þó sárast
fyrir nánustu aðstandendur eins
og i þessu tilfelli eftirlifandi konu
hans og börn.
En allir verða að horfast í augu
við það að jarðvist okkar hér i
þessum heimi tekur enda, hvort
sem hún reynist stutt eða löng.
Hún er einnig misjafnlega björt,
gatan sem við við göngum hér,
ýmist grýtt eða slétt.
Birgr heitinn fékk að ganga
þessar götur báðar. Við höfum þá
trú að líf okkar hérna megin graf-
ar, sé fyrst og fremst skóli og
reynsla hvers og eins, svo mis-
jöfn, sem hún kann að vera, sé
aðeins undirbúníngur undir hið
eilifa líf á himnum, sem bíður
okkar þegar viö hverfum héðan.
Birgir heitinn var aðeins 44 ára
þegar hann lést, en margir fá
lengri tíma til að læra í þessum
skóla og eru þá jafnframt betur
PLASTI-GLAS ÞÉTTIEFNI
FRÁ G00D YEAR
Piasti-Glas þéttir leysir mörg þéttingarvandamál
á einfaldan hátt.
Þök og rennur má þétta með aðeins einni
umferð af Plasti-Glas.
Plasti-Glas má bera beint á flötinn, jafnvel í
vætu.
Laugaveg 29
sími 24320 og 24321
HJOLBARÐAR
DUNLOP eykur stöðugleika bifreiðarinnar i akstri
DUNLOP hjólbarðarnir eru sérstaklega
virkir í bleytu
DUNLOP er endingargóð gæóavara
Verð
Stærðir aðeins
145*10 sport 4PR 5.610.-
155x12 sport4PR 5.510.-
145x13 sport4PR 6.460.-
560x1 5 D75 4PR 6.760 -
750x16 RK3 6PR 11.760 -
Gerið
verðsamanburð
/1USTURBAKKI HF
Skeifan 3A, SÍMAR 38944-30107
undir lokaprófið búnir en þeir
sem hverfa héðan á þessu aldurs-
skeiði.
En það er okkar heitasta ósk, að
vel hafi verið á móti honum tekið,
hjá þeim sem öllu ræður og í öllu
og alstaðar býr.
Birgir heitinn var trúaður mað-
ur, þótt hann hefði ekki hátt um
þau mál í hinu daglega lífi. Hann
var einlægur vinur vina sinna,
alltaf reiðubúinn að gera öðrum
greiða og hjálpa, þótt hann hefði
sannarlega nóg við tíma sinn að
gera, hann hafði fyrir stóru heim-
ili að sjá.
Við dvöldum á heimili hans i
nokkra mánuði fyrir nokkrum
árum, þa'r sem við vorum að bíða
eftir að flytjast í íbúð okkar, þá
fengum við tækifæri til að kynn-
ast hans konu og elskulegu börn-
um og eigum við ógleymanlegar
minningar frá þessum samveru-
stundum. Einnig ferðuðumst við
Oft saman út í sveit á sumrin, sem
var mjög ánægjulegt.
Við viljum enda þessar fátæk-
legu línur, um leið og við vottum
konu hans börnum og öðrum ást-
vinUm hans, dýpstu samúð, með
ljóðlínum Daviðs Stefánssonar.
„Þú safst niér bæúi jíl(‘úi mína «j> sorjíir.
þú ^afst rtiúr þusund hrundar sk< jahorKÍr.
þú gafst mér gullna hljóma.
þú gafst mér hclj'idóma.
og lést mÍR teyga angan hjartra hlóma."
Kristín og Sigurjón II.
Fæddur 10. sept. 1932
Dáinn 6. apríl 1977
Ein af þeim rúnum sem seint
verða ráðnar er hve misþunga
bagga lifið bindur mannanna
börnum. Sumir lifa sólarmegin í
tilverunni alla sína ævidaga án
sjáanlegra erfiðleika eða átaka.
Aðrir heyja látlausa baráttu frá
vöggu til grafar við innri öfl og
ytri aðstæður sem rekja má jöfn-
um höndum til erfða og um-
hverfis. Vera má að þessháttar
barátta sé einatt þroskandi og
jafnvel göfgandi, en oft á tíðum
verður hún svo tvísýn og ógnvæn-
leg, að manni koma í hug álög i
þeim sögnum og ævintýrum sem
sprottin eru beint úr þjóðar-
djúpinu og túlka með sinum ein-
falda og átakanlega hætti viðhorf
almúgans við margvislegum og
meinlegum örlögum mannkindar-
innar. jr
Hálfbróðir minn, Birgir Thor-
berg, sem í dag er borinn til graf-
ar tæplega hálffimmtugur, var
einn þeirra einstaklinga sem lifið
lagði á hinar þyngstu byrðar allt
frá fyrstu bernsku. Á viðkvæm-
asta skeiði ævinnar varð hann að
una því að móðir hans lægi árum
saman hjálparvana á sjúkrabeði,
en hann flæktist milli vanda-
lausra, sem eflaust veittu honum
þá ástúð og hlýju sem í þeirra
valdi stóð, en ofurviðkvæmu geði
hefur þessi langi viðskilnaður við
móðurina áreiðanlega verið mikil
raun og mótað alla gerð og við-
Framhald á bls. 31
Þú færö mikiö fyrir peninginn þegar þú kaupir
f// A T
131
131
er með barna-
læsingum á hurðum
er með stá/styrkt
farþegarými.
er með áskrúfuðum
frambrettum, sem mjög
auðvelt er að skipta um.
131
er með sérbyggðum
stuðara, sem gengur
inn allt að 6 cm áður
en yfirbygging verður
fyrir tjóni.
131
Glæsilegar innréttingar og fallegt mælaborð.
Auk þess má nefna stórt farangursrými, tvöfalt
bremsukerfi, einangraðan topp, færanlegt stýri
og sérlega vel ryðvarinn frá verksmiðju.
FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI
Davíð Sigurðsson hl
SÍOUMULA 35. SÍMAR 38845 — 38888