Alþýðublaðið - 18.10.1958, Síða 4

Alþýðublaðið - 18.10.1958, Síða 4
A I þ ý ð u b 1 a 8 J ð Laugardagur 18. októbe,. 1958 VErTVA#6UR B46S/6& UNDANFARNAR VIKUR hef ur verkalýffshreyfingin í land- inu verið einn allsherjar vígvöll »r. .Engum þarf aff blandast hug- ur um það, hvað þaff er, sem hef- »r valdið þessu. Það er klofn- ings- og sundrungarstarf komm- únista allt frá 1930. — Næstum því tveir áratugir hafa eyffst í innbyrffis vígaferli. Þaff hefur ekki affeins skaffað verkafólkið og samtök þess heldur einnig valdiff þjóðinni í heild óbætan- legu tjóni. ÞA® er enginn vandi að rekja hið ótrygga fjárhagsástand þjóð- arinnar til þessará atburða. — Hefði eining verið í verkalýðs- hreyfingunni, þá væri afkoma fólksins öruggari ,atvinnuvegirn ir á fastari grunni og fjárhagur þjóðarinnar í föstum skorðum. Keppnin og baráttan um yfir- ráðin í verkalýðshreyfingunni, stækkuðu samtakaheild þjóðar- innar, hefur Jeitt okkur út í kviksyndið. EINA LAUSININ er eining í Alþýðusambandi íslands. Hún gæti valdið því að snúið væri við á þessari óheillabraut, en hún getur ekki bjargað við því, sem eyðilagst. hefur. Það er eins ,og maður eygi nú lausn, og þó er langt frá því, að vonin um þana sfcyðjist við sterk rök. — Kommúnistar hafa stórtapað í ' kosningunum til Alþýðusam- bandsþings. Þeir hafa algjörlega Getur íslenzkur verkalýð- ur nú hafið nýtt starf. Enginn flokkur í meiri- hluta. Kommúnistar hafa stór- tapað. Þaðan liggja þræðirnir tapað meirihlutanum í Fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. í SJÁLFU Alþýðusambandinu hefur enginn einn flokkur hrein an meirihíuta og heldur ekki neinir tveir flokkar eftir því, seni komist hefur næst: Hver er þá lausnin fyrir þá, sem eiga nú í næsta mánuði að skapa sam- bandinu starfshæfa stjórn? Rök hníga að því, að menn úr fleiri en tveimur flokkum taki við stjórn þess og þeir séu um leið fulltrúar stærstu og öflugustu verkalýðsfélaganna. Um leið ætti að vera hægt að tryggja það, að sambandið snúi sér meir að faglegum málurn og minna af stjórnmálum. Þetta er mikils virði fyrir alþýðusamtökin, en .það er um leið lífsspursmál fyr- ir þjóðina. ANNA.RS er það og aðkallandi nauðsyn að í landinu myndist heilsteyptur verkalýðsflokkur, flokkur með frjálslynda social- aemokratiska stefnuskrá, laus við oftrú á aðferðir einstakra þjóða og óháður þeim átökum, sem nú eiga sér stað um yfir- ráðin í heiminum. Hygg ég að sækja ætti fyrirmyndina til brezka verkamannaflokksins og alþýðuflokkanna á Norðurlönd- um. ÞETTA mun þó ekki takast, nema með því að grundvöllúr slíks flokks sé byggður á sam- stöðu með vestrænum þjóðum, það er lífsnauðsyn ísiands og þjóðarinnar sem byggir landið. Mér virðist, sem í hita landhelg- ismálsins, gleymi einstaka merrn þessu aðalatriði, en þéir menn eru haettir að hugsa. ÍSLENZKUR verkalýður er búinn að vinná sjálfum sér ó- bætanlega tjón á undanförnum tveimur áratugum með því að leyfa sér ævintýraleik hinna. kommúnistisku aevintýra. Hans er sökin og engra annarra. Ef til vill tekst nú að fara að byggja upp að nýju. Það er ekki of séint. Hannes á horninu. M inninga rorð: Æfingar sfúdenfakórsins hefjasf á ný HELZTA nýmælið í félagslífi stúdenta á síðastliðnu ári var sennilega stofnun stúdenta- kórsirts. Hann lét að vísu ekki mikið yfir sér framan af vetri, en þegar hann kom fram að loknu vetrarstarfi á sumar- fagnaði stúdenta að Hótel Borg fundu allir stúdentar til þess, að margra ára draumur hafði rætzt. Stúdentakórinn var kominn á legg og hlaut af- bragðs góðar viðtökur. Hann söng einnig nokkur lög í útvarpsdagskránni sama kvöld og hafði áður sungið ríkisútvarpinu, og voru þau síðan tekin upp á hljómplötur. Sérfróðir menn, sem hlustuðu á söng kórsins í útvarpinu létu svo um mælt, að vel hafi tek- . izt og dáðust að þeim árangri, sem Hallgrími Helgasyni söng- stjóra tókst að ná eftir jafn skamman tíma með jafn fáa söngmenn, en þegar kórinn kom fram í vor sungu í hon- um aðeins sextán stúdentar eða fjórir-í hverri rödd. Nokkru fleiri stúdentar höfðu . þó tekið þátt í söngæfingum kórsins um veturinn, en hitt er þó öllum Ijóst, að kórinn er of fáliðaður. Það var að ýmsu leyti eðlilegt, að stúdentar hik- uðu við að ganga í kórinn í fyrstu. Byrjunaræfingar kórs eru alltaf erfiðar og leiðinleg- ar méðan ekki hefur tekizt að æfa saman lag með árangri. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að halda uppi söng- kór í háskólanum, en allar end að á sömu lund. Um nokkurra , ára bil hafði engin viðleitni verið gerð til að endurvekja •kórinn. Það var orðin almenn skoðun að endurreisn kórsins væri vonlaust verk og þeir sem hreyfðu málinu á ný voru jafn vel á prenti kallaðir „misskild- ír hugsjónamenn." Þess vegna ! þpgsL'V.í^ «ð‘ vjð„ érfjð- # etjá; í löhávérðu og að margir stúdentar gæfu sér ekki tíma til að sækja æf- ingar fyrr en þeir sæju svart á hvítu hvort tilraunin heppn- aðist eða ekki. Tilraunin tókst. Hún tókst vegna þess að nógu margir stú dentar höfðu brennandi áhuga og sterkan vilja, og vegna þess að söngstjórinn hefur óbilandi trú á að takast megi að gera góðan ■ kór úr þeim söngkröft- um, sem fyrir eru. Nú er vitað um marga góða söngmenn í hópi stúdenta, sem ekki sáu sér -fært að taka þátt í æfing- nokkur lög inn á segulband hjá U1£ 1 S^r Þeirra ..... æiðu með oðrum korum, og einn sör.gfélaganna æfði sam- tímis í Fóstbræðrum og Stú- dentakórnum, Stúdentakórinn er um þessar mundir að taka til starfa á ný og. allir þeir, sem voru í kórn- um í fyrra og hafa aðstöðu til, ætla.sér að syngja saman á- fram í vetur. Þeir treysta því, að nýstúdentar og allir þeir, sem telja sig geta tekið lagið í góðum hópi komi til liðs við sig strax á fyrstu æfingu. — Söngkór verður ekki haldið uppi af einum manni eða einni stjórn— ekki einu sinni af fá- um áhugamönnum. — Honum verður aðeins haldið uppi ,af mörgum áhugamönnum, sem vilja koma saman á æfingu einu sinni í viku og leggja sig fram um að gera kvöldstundirnar sem ánægjulegastar. Ef sá hóp- ur verður nógu stór strax í haust mun kórinn geta komið fram aðalhátíðisdag stúdenta, 1. desember og ávallt upp frá því þegar slíkt Þykir hlýða. Þá mun hann ekki aðeins verða kórfélögum til ánægju heldur öllum stúdentum og öðrum, — sem yndi hafa af söng. Og þá mun kórinn geta sett skemmti- legan blaé á skólabraginn i há- skólanum. Frh. af 7. síffu. Olðfur Finsen læknir i léika : Stúdentakórinn á upptöku í útvarpssal: Talið frá vinstri: BoIH Þórir Gústavsson, Kjartan Pálsson, Loftur Magnússon, Jón Guðmundsson, Jakob Möller, Hreinn Hjartarson, Unnar Stef- dl. Hallgrímur Helgason, Hilmar Sigurðsson, Rudolt ','U 1 ansson, OLAFUR FINSEN, fyrrver- andi héraðslæknir í Skipaskaga héraði, andaðist að heimili sínu Vesturgötu 40 á Akranesi, 10. október, og fer jarðarför har.s fram í dag. Hann var fæddur í Reykja- vík 17. september 1867, og þvi 91 árs er hann lézt. Hann tók stúdentspróf í Reykjavík 1888, varð kandídat í læknisfræði 1892, ,varð læknir á Akranesi 1894 og skipaður héraðslækmr í Skipaskagahéraði 1900, fékk lausn frá embætti 1937. Kvænl ur var hann ágætiskonunn Ingibjörgu ísleifsdóttur, hún andaðist 16. febrúar 1936. Þeim varð 8 barna auðið, og eru 5 þeirra á lífi, F'insen læknir tók mikinn þátt í opinberum málum á Akra nesi, var hreppsnefndarmaður í -6. ár.jí.skólanefnd í 40 ár, — Safnaðarfulltrúi í 6 ár, stöðvar. stjóri LandsSÍmans í 10 ár. — 1934 var hann heiðraður af því op;nbera með veitingu fálka- orðunnar, og kosinn var hann heiðursborgari Akranesbæjar 16. febrúar 1947. Ég kom tíl Akraness 1906 og hafði því löng kynni af honum, bæði almenn kynni og kynni af honum sem lækni. í dagfari var* hann glaður og prúður og sem læknir hafði hann brenhandi áhuga fyrir því ,að veita’hjálp, sem honum var mögulegt, enda var skyldu. rækni hans takmarkalaus. Ég minnist þess, er ég vitjaði hans að næturlagi, hversu óskiljan- lega fljótur hann var, að koma full klæddur til dyra og búa sig af stað, ef um það var að ræða, að hann þyrfti að fara til sjúklings. Lengst af hans læknistíð voru lagðir vegir ekki í héraðinu, lá leiðin því víða um illfærar mýrar, og eftir fjör um undir bökkum og á leirum, sem var vond leið til að ferð- ast eftir, sérstaklega að nætur. lagi, en Finsen læknir var mjög duglegur ferðamaður, og nokkr um sinnum var um; það talað, að fylgdarmaðurinn hefði ekki getað orðið honum samferða. Hann var mjög g'óður fæðingar læknir ,og að allra áliti mjög lipur við tangafæðingu. Lækn- ingaáhugi hans var mjög mik- ill’ Mér var það persónulega kunnugt, að hann las af áhuga það sem ha'nn komst yfir og rit að var um nýjungar í læknavís indum. Hann keypti tímarit og bækur í því skyni. Þegar það kom til tals, að sjúkraskýli yrðj reist á Akra- nesi; fylgdi hann því máli eftir af- brennandí áhuga, og þegar sjúkrahús háfði verið reist á Akranesi, og það tekið til starfa, leið varla dagur, syo að hann færi ekki í sjúkrahúsið til að fylgjast með sjúklihgunum, — sem margir voru einnig hans sjúklingar frá Því hann var hér. aðslæknir. Ennfremur var hann nærstaddur við marga upp- skurði. Hann var með svo brenn andí áhuga fyrir læknisstarf- inu, og bata sjúklinganna, að hann hafði ekki þol til að vera heima, ef .hann vissi. að. eitt- hvað mikilsvert var að gerast á sjúkrahúsinu. Ólafur Finsen var læknir á þeim tíma, þegar læknavísindin voru langt frá því að vera kom. in á það stig, sem þau nú eru, og þá voru aðstæður héraðs- lækna mjög erfiðar. Aðstoð enga að fá, og ófullkomin á- Ólafur Finsen arnauð, var læknir'nn bókstaf- lega í vandræðum, og varð þá að grípa til næsta manns, til þess að notast við hann, þann- ig var ég einu sinni hotaður til að svæfa konu við tangafæð- ingu, svo var neyð læknisins mikil í það sinn. Ég þekkti.Ólaf Finsen tölu- vert náið. Mér var því vel. kunn vgt um það, hver mannkosta- maður og góðmenni hann var. Mér var það vel kunnugt að honum var ekki síður ljúft, að láta hjálp sína í té, við þá sem lítils voru um komnir enda bendir sjóðsstofnun hans, til hjálpar fátækum sjúklingum í héraðinu, til þess. Hann var glaður í vinahópi, söngelskur, enda söngmaður góður. Hann átti marga vini, eða ef til vill væri réttara að segja, að hann leit á alla sem vini sína. Hann var trúmaður enda kirkjurækinn. Hann lét sér annt um, að unglingar nvtu fræðslu og temdu sér góða hegðun. Hann tók ekki þátf í bindindisboðun, en honum leið ekki vel i návist við ölvaða menn, og sérstaklega fann hann sárast til, þegar hann vissi, að unglingar voru að leiðast út á vínnautnar braut eða til óreglu. Ólafur Finsen, var einn alíra heilsteyptasti og bezti borgari sem verið hefur á Akranesi á Þeirri tíð, sem ég hef verið þar. Persónulega stend ég í þakk arskuld við Ólaf Finsen, fyrir svo margt sem hann var mér, og Akurnesingar allir. s.em voru honum samtíða, meðan hann var í starfi býst ég við að taki undir. það með mér, að með Ólafi Finsen, er góður maður gepg’nn. Ég kveð þig, um sinn, Ólaf- ur Finsen. Sveinbj. Oddsson. Glímumenn Ármanns. Glímuæfingar í vetur verða á miðvikudögum og laugar- -dögum-kl. 7—8 síðd. í stóra salnum í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Glímukenn- ari er. Kjartan Bergmann. Fjölmennið á æfinguna í kvöld og' mætið réttstundis. Stjórnin.' í kringlukasti mánu- í*'' d»rtíri»cÁáki1 i'ii

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.