Morgunblaðið - 25.05.1977, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.05.1977, Qupperneq 4
4 LOFTLEIDIR 2T 2 1190 2 11*3 IJj^ FEROA.M IOST0OIN HÓPFERÐA BÍL A R HÓPFERÐA M/ÐS TÖÐIN SUÐURL A NDSBRA U T 6 SÍMI-82625 Blússur Ný sending í stærðum 36—48. Gott verð. Dragtin, Klapparstig 37. Stykkishólmur: Grunnskól- anum slitið GRUNNSKÓLAVUM í Stykkis- hólmi var slitið í Félagsheimilinu f gær að viðstöddu fjölmenni. Skólastjóri, Lúðvfk Halldórsson, flutti skólaslitaræðu og minntist starfs á vetrinum og skýrði náms- arangur. Skólinn starfaði f 10 bekkjardeildum. Utskrifaðir voru 52 nemendur. t barnaskólanum voru 160 nemendur, og f gagn- fræðaskólanum 105. Þá starfaði sjóvinnudeild við skólann og luku 4 þaðan 30 tonna skipstjórnar- prófi. Hæstu einkunn á barna- prófi hlaut Margrét Ebba ísleifs- dóttir, f 9. bekk voru hæstar Nanna Lárusdóttir og Þorbjörg Sigurðardóttir, en f 10. bekk Erna Forberg. Heilsufar f skólanum var gott. Þá minntist skólastjóri þess sér- staklega hversu ánægjulegt það hefði verið er börnin tóku upp virka baráttu gegn tóbaksreyk- ingum og taldi hann þar hafa ver- ið um gleðilegastan árangur að ræða meðal skólabarna í vetur. Eins og áður starfaði barnastúkan i samstarfi við skólann, en stúkan og skólinn hafa verið tengd frá upphafi og kennarar og skóla- stjóri lagt henni sitt liðsinni. Börn Ágústs Pálssonar, fyrrum skipstjóra, færðu skólanum vand- aða kvikmyndasýningarvél að gjöf til minningar um foreldra sína. Ymis verðlaun voru veitt fyrir frammistöðu svo sem áður, bæói fyrir stærðfræði, íslensku, árangur í kristin- og bindindis- fræðum. Fyrirhugað er að koma af stað framhaldsdeild við skól- ann og er unnið að því nú og hefir Grundfirðingum verið boðin þátt- taka í deiidinni. —fréttaritari MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 utvarp Reykjavík A1IÐMIKUDKGUR 25. maf MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 <og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Ágústa Björnsdóttir byrjar að lesa söguna „Dýrin á Snælandi“ eftir Halldór Pétursson. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Hljómsveitin Fílharmonía í Lundúnum leikur „Lítið na*turljóð“, sérenöðu (K525) eftir Mozart; Otto Klemperer stj. / Zino Francescatti og Fílharmóníusveitin í New York leika Fiðlukonsert í D- dúr op. 77 eftir Brahms; Leonard Bernstein stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Nana“ eftir Emile Zola Karl tsfeld þýddi. Kristfn Magnús Guðbjartsdóttir les (13). 15.00 Miðdegistónleikar Fílharmonfusveitin f Vfnar- borg leikur „Don Juan“, sin- fónfskt Ijóð op. 20 eftir Richard Strauss; Wilhelm Furtwángler stj. Hljómsveit- in Fflharmónfa f Lundúnum leikur Sinfónfu nr. 2 f d-moll eftir Antonfn Dvorák; Rafael Kubelik stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 18.00 Bangsinn Paddington Breskur mvndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson. Sögumaður Þórhallur Sig- urðsson. 18.10 Börn um vfða veröld. Þessi þáttur er um börn á Indlandi. Þýðandi og þulur Stefán Jökulsson. 18.35 Rokkveita ríkisins Hljómsveitin Cirkus Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. II lé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.30 Nýjasta tækni og vfs- indi Umsjónarmaður Sigurður II. Richter. 20.55 Onedin-skipafélagið L <U__________________________ 16.20 Popphorn Halldór Gunnarsson kynnir 17.30 Litli barnatíminn Finnborg Scheving sér um hann. 17.50 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. Framhald fyrri þátta. Aðalhlutverk: Peter Gilmore og Jessica Benton 1. þáttur. Þegar „Helen May“ fórst James Onedin færir enn út kvíarnar, en hann á nú f harðri samkeppni við skipa- félög, sem eiga gufuskip. Elfsabet s.vstir hans hefur undirtökin í stjórn Frazer- skipafélagsins, og er hún ekki síður óvægin en James. Róbert bróðir þeirra er þingmaður og reynir að forðast hin ráðrfku systkin sfn. Þýðandi Öskar Ingimarsson. 21.45 Stjórnmálin frá strfðs- lokum. Franskur frétta- og fræðslu- myndaflokkur. í þessum þættí er einkum fjallað um Frakkland, Ítalíu og Þýskaland á árunum 1950—60. Þýðandi og þulur Sigurður Pálsson. 22.45 Dagskrárlok. KVÖLDIÐ______________________ 19.35 Súmerar — horfin þjóð Jón R. Hjálmarsson fræðslu- stjóri flytur sfðara erindi sitt. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: Sigurveig Hjaitested syngur lög eftir Bjarna Böðvarsson Fritz Weisshappel leikur á pfanó. b. Ferðast f vesturveg Þórður Tómasson safnvörður f Skógum flytur þriðja og sfð- asta hluta frásögu sinnar af ferð til Bandarfkjanna f fyrra. c. Leitin Baldur Pálmason les nokkur kvæði úr nýlegu Ijóðakveri Björns Haraldssonar f Aust- urgörðum f Kelduhverfi. d. Sungið og kveðið Þáttur um þjóðlög og alþýðu- tónlist f umsjá Njáls Sigurðs- sonar. e. Vafrastaðir og völuleiði Rósa Gfsladóttir frá Kross- gerði les úr þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar. f. Kórsöngur: Karlakór Akur- eyrar syngur fslenzk lög. Söngstjóri: Áskell Jónsson. Pfanóleikari: Guðmundur Jóhannsson. 21.30 Utvarpssagan: „Jómfrú Þórdfs Eftir Jón Björnsson Herdfs Þorvaldsdóttir leik- kona les (23). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Vor f verum" eftir Jón Rafnsson Stefán Ögmundsson les (13). 22.40 Nútímatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 25. maf Morgunstund barn- annakl. 8: Dýrin á Snælandi í morgunstund barnanna í hljóð- varpi kl 8 í dag hefst lestur nýrrar barnasögu Er það sagan Dýrin á Snælandi sem er eftir Halldór Pjetursson, en Halldór hefur m.a samið barnabækurnar Viltu segja mér og Selurinn gangandi Söguna um dýrin á Snælandi les Ágústa Björnsdóttir og hafði Mbl samband við Ágústu til að fregna örlítíð um söguna „Þetta er sönn saga af dýr- um og börnum," sagði Ágústa. „Hún segir frá þv! er krakkar komu að bænum Snælandi I Kópavogi og fengu að skoða dýrin þar, en það var mjög vinsælt þegar þau Guðný og Sveinn ráku bú þar með mörgum skepnum. Sérstaklega höfðu börnin gaman af þegar kúnum var sleppt út á vorin. Segir sagan frá slikum degi þegar hjónin Guðný og Sveinn sýna börnunum dýrin. Kemur Halldór sjálfur þar við sögu, því hann bjó f næsta húsi við Snæland Ég reikna með að sagan gerist fyrir um það bil 25 árum Verður hún lesin I fjórum lestrum. Slðar í sumar mun ég svo lesa aðra sögu eftir Halldór. Sú saga heitir Fuglarn- ir minir og fjallar um kynni Halldórs af hinum ýmsu fuglategundum, er hann dvaldi ungur á Austurlandi." sagði Ágústa að lokum Halldór Pjetursson Onedin skipafélagid, kl. 20.55: Barist um olíu í nýjum þáttum í sjónvarpinu f kvöld kl. 20.55 hefjast að nýju sýningar á hinum vinsælu þáttum Onedin- skipafélagið. j spjalli við Morgun- blaSiS sagSi Óskar Ingimarsson þýSandi þáttanna, aS sá flokkur sem nú væri aS fara af staS væri eiginlega beint framhald af þeim sem slSast voru á skjánum. Óskar sagSi ennfremur: „Málin standa þannig aS Ellsabet systir James Onedin er f samkrulli meS tengda- föSur sínum, Frazer. aS heyja sam- keppni viS Onedin-skipafélagiS. Eins og kunnugt er giftist Elisabet Onedin syni Frazers, Albert. og fáum viS aS heyra frá honum 1 þessum fyrsta þætti, án þess ég vilji skýra frá þvl nú meS hvaSa hætti þaS verSur. f hinni harSn- andi og vaxandi samkeppni skipa- félaganna tveggja, Onedin og Frazer. er nýtt efni komiS til sög- unnar. Er hér um aS ræSa ollu- flutninga frá Ameríku. í þessum fyrsta þætti kemur I Ijós aS skipa- félögin tvö munu berjast hart um flutninga þessa. og reyna þau hvort um sig aS tryggja sér verk- efniS. Frazer þykist sjá fram á tækifæri til aS klekkja á James Onedin I þessu sambandi, og verS- ur fróSlegt fyrir sjónvarpsáhorf- endur aS fylgjast meS þessum átökum." Óskar sagSi aS leikarar væru flestir hinir sömu og fyrr, og aS þessir þættir gerBust eins og hinir fyrri bæSi á sjó og landi. Bangsinn Paddington — KL 18.00: íslenzk stúlka vann að gerð þáttanna ÍSLENSK stúlka, Helga Egilsson, hefur unnið mjög að gerð bresku myndaflokkanna um bangsann Paddington en einn þeirra þátta er einmitt sýndur I sjónvarpinu kl 18 1 dag Helga er dóttir Ásu Gunnarsdóttur og Gunnars Egilssonar klarinettleik- ara og hefur frá árinu 19 70 dvalið erlendis við nám I grafik og gerð sjónvarpsauglýsinga Að sögn Gunnars, föður Helgu, var upphafið að því að Helga fór að vinna að gerð þessara þátta um Paddington, að hún vann I kvikmyndastúdiói. sem framleiðandi þáttanna stjórnaði og unnu þau tvö að gerð þáttanna til að byrja með. Annaðist Helga sérstak- lega allar hreyfingar bangsans. Seinna hvarf stjórnandi þáttanna til starfa hjá öðru stúdíói og annaðist Helga þá ein stjórn þáttanna. — Ég veit ekki hversu mikill hlut- ur Helgu er i þeim þáttum, sem nú er verið að sýna I Islenska sjónvarp- inu Nú vinnur hún I öðru stúdlói að gerð teiknimynda Annars á hún ekki langt að sækja leikni sýna I teiknun, þvl I móðurættina er hún náskyld Halldóri heitnum Péturssyni listmálara og I minni ætt er hún skyld Muggi eða Guðmundi Þor- steinssyni, sagði Gunnar að lokum. Helga Egilsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.