Morgunblaðið - 25.05.1977, Síða 13

Morgunblaðið - 25.05.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 13 ERLING ÆVARR JÓNSSON: Allt I lagi að fá á mig kvóta ef verðið er sann- gjarnt. vitur eftirá. Það er búið að vera augljóst lengi, hvert stefndi. Og nú er rætt um að stöðva skipin, og láta sjómennina hætta að fiska. Hvernig var það? Vildi hann dr. Bragi ekki fá eiphverjar milljónir af þvi menntamálraráðherra lét hann hætta að vinna? Ja, það skyldi nú ekki vera.“ Og Guðmundur Friðriksson, út- gerðarmaður og saltfiskverkandi i Þorlákshöfn, kveikir í pipu sinni og glottir yfir reykinn. Guðmundur kom í land fyrir tveimur árum, en þá hafði hann verið skipstjóri í 25 ár og ekki ósjaldan endað vertíð sem afla- kóngur Þorlákshafnar. — Nú er fullyrt að menn hafi fleiri net i sjó, en leyfilegt er? Þekkirðu það nokkuð? „Já, það er margt fullyrt," svarar Guðmundur með hægð. „Yfirleitt held ég nú að svo hafi ekki verið, en það kom fyrir.“ —Hvers vegna? „Hvers vegna? Sjálfsagt hefur einhver veiðigleði verið með í spilinu, en það hefur líka verið nauðsynlegt til að halda mann- skap. Fleiri net gefa fleiri fiska og fleiri fiskar meiri peninga.“ —Nú hefur það líka verið sagt, að sunnlenzkir sjómenn haldi svo stffri netagirðingu með öllu Suðurlandi, að þeir bókstaflega hirði allan hrygningarfiskinn. .Jlver segir þetta?" — Reiðilegt bank með pipunni. — „Nei, segðu ekkert. Ég veit þetta gengur fram af munni þeirra, sem eru að af- saka smáfiskadráp. En það þýðir ekkert að þyrla málinu upp í einhvern hreppakrit og segja, að þessir drepi hrygn- ingarfiskinn og hinir smáfiskinn. Auðvitað erum við sunnlending- ar, eins og allir aðrir, búnir að drepa of mikið af fiski. Það er búið að drepa of mikið af fiski á öllum íslandsmiðum. Það er vandamálið og það verður að leysa af sanngirni fyrir alla aðila. Hitt er svo aftur annað mál, að það er betra að drepa stóran fisk en smáan. Eða hvenær urðu það búvisindi að drepa lömbin á miðju sumri í stað þess að biða þess, að þau gefi eitthvað af sér? Það verður að horfa á, hvað hver fiskur gefur af sér. Þess vegna eru það búvisindi að drepa stóran fisk, en smáfiskadráp er eins og að míga í skónn sinn.“ Það hefur hitnað I Guðmundi við þessa ræðu. Ég held hann taki hreint ekki eftir þvi, að það er dautt í pípunni , því hann tottar hana ákaft. Nú sér hann hvers kyns, hægir á sér og tekur upp eldspýturnar —Og aflinn fer stöðugt m minnkandi. „Það er rétt. Og vandamálið er, að það eru alltof mörg skip á miðunum. Ég hef aldrei fengið friðunar- dæmið til að ganga upp, þegar ég tek inn i það stórfelld og stöðug skipakaup. Og þeir eru alltaf að bæta við flotann. Það koma nýir bátar, loðnuskip og skuttogarar. Og samt þykjumst við vita að sóknin er of mikil og hefur lengi verið. Þetta þykja mér óhugnan- legar aðgerðir. Það eru ef til vill til einhverjir menn, sem geta reiknað svona dæmi til jákvæðrar útkomu. En ekki hann ég.“ —Hvað vilt þú þá láta gera? „Höfuðverkur ráðamanna er, að það er komið alltof mikið af skip- um. Ég tel að eina leiðin út úr ógöngunum, sé að setja einhvers konar kvótakerfi á þorskinn. En þá er ekki nóg að úthluta hverju skipi einhverjum ákveðnum afla- kvóta I tonnum. Það þarf líka að ákveða hámarksstykjafjölda í kvótanum." —Heldur þú að ef þú værir skipstjóri enn, þá gætir þú fellt þig við afkakvóta? „Ég held ég gæti það sem neyðarráðstöfun. En það verður auðvitað um leið að sjá til þess, að þegar þorskkvótinn er kominn, þá hafi skipstjórar aðgang að öðrum fisktegundum. Þaó þýðir ekkert að daðra við þá tilhugsun að það sé unnt að stoppa flotann á ein- hverjum ákveðnum punktum. Annars vildi ég ekki vera skip- stjóri í dag. Ég held að með þvi pólitiska ráðslagi, sem hefur ver- ið á stjórnuninni, þá sé skipstjóra- starfið að verða óbærileg raun.“ —Var þetta öðru visi hér áður fyrr? „Já. Þetta var allt i lagi meðan flotinn var hæfilega stór. Þá var þetta bezta vinna, sem hægt var að fá. Hún gaf mönnum þénustu. Þá lagói vertiðin sig með þetta 800—1000 tonn og 1200, þegar vel gekk. Og ég sótti þau frá korters stími upp í tvo tíma. Þetta var skikkanleg atvinna. Við gátum landhverjum degi og dregið megnið af netunum. Nú er þetta orðið svo, að menn landa kannski tvisvar i viku; á miðvikudögum og laugardagsmorgnum. Það er ekk- ert dregið frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns." —Og útkoman verra hráefni ofan á allt annað? „Með ótið og helgarfrium, eins og nú er orðið, hlýtur hráefnið að vera mjög misjafnt. En það hefur verið góð tíð I vetur. Og til þess að ég slái nú um mig með tölum, eins og þykir hæfa í svona spjalli nútildags, þá skal ég gefa þér yfirlit yfir inn- veginn fisk hjá mér til aprílloka. í fyrsta flokk fóru rösk 66%, i annan flokk 16% og rösk 17% fóru í þriðja flokk.“ Fiskkaup- endurborga meira en verðlagsráð segir • „Ég held nú að allt þetta tal um netagirðinguna sé á misskiln- ingi byggt. Það eru ekkert siður togaranir, sem varna fiskinum að ganga á grunnið, því þeir elta djúpkantana. En staðreyndin er sú, að magnið sem gengur upp á miðin minnkar stöðugt," segir Erlingur Ævarr Jónsson, skip- stjóri á ísleifi IV ÁR 66. „Það er margt skrýtið að gerast í sjónum," heldur Erlingur áfram. „Eitt er það, að nú sést ekki ýsa, sem Vestmanneyingar gerðu það gott i á trolli siðasta ár. Þetta eru einhvers konar skilyrði í sjónum. Ég hef rekið mig á svona á krabbanum. Stundum hverfur humarinn alveg og það kemur bara eitthvert slý á veiðar- færin. Annað er það, að ufsi sést ekki heldur og var okkur þó sagt, að nóg ætti að vera af honum. Við vitum að Vestur-Þjóðverjarnir sækja hart á hann, en ufsinn, sem oft hefur verið uppihaldið hjá okkur i janúar, febrúar og marz — hann sést ekki nú.“ — En heldur þú, að fleiri net en leyfileg eru, séu óþekkt fyrir- brigði hér i Þorlákshöfn? „Það gæti verið, að einhverjir væru með meira en má. Hins veg- ar segir trossufjöldinn ekki alltaf alla söguna. Það er nú oftast talað um fimmtán net i trossu, en marg- ir eru með færri net i trossu, þannig að netafjöldinn kemur eins út, þó trossurnar séu þáYleiri en tólf. Hins vegar þekkist líka að vera með fleiri en fimmtán net i trossu. Ég hef til dæmis rekizt á átján neta trossu og stundum sér maður að ein trossan er allt að helmingi lengri en önnur miðað við bólin á þeim.“ — En hvað með gæðin? „Ja, þar get ég nú bara svarað fyrir mig. Við vorum með 530 tonn og aflaverðmætið lagði sig á tæpar 30 milljónir króna. Meðalverðið hjá okkur var 61,40 krónur, en verðið i fyrsta flokk er 71 króna, 56 krónur í annan flokk og 38 krónur í 3ja flokk, miðað við óslægðan fisk.“ — Hvað finnst þér um togar- ana? „Skuttogararnir eru alltof stór- tækir. Annars má segja hreint út að þetta sé stríð, þar sem barizt er um það, hvort það á að taka fisk- inn á meira dýpi með togurum, eða leyfa honum að siast upp á grunnin fyrir bátaflotann. Og hvorum megin, sem þú litur á myndina, sérðu of mikla sókn: En ég er hræddari við togarana. Ann- ars er það auðvitað rétt stfefna að fjölga þeim, ef takmarkið er að leggja þetta allt i rúst!“ — Hvað telur þú til ráða? „Fyrst og fremst vil ég láta banna flotvörpuna. Það er hreint út sagt forkastanlegt, að þegar búið er að banna bátunum þorsk- nótina, sem ég dreg ekki i efa að hafi verið réttmætt, þá er milljón- um hent í nýtt veiðarfæri handa togurunum, sem reynist svo bara vera eins og þorsknótin og tekur fiskinn uppi i sjónum, eins og við gerðum. Framhald á bis. 19 Lúðrasveit Tónskóla Sigluf jarðar. Ljósm. Steingrimur Kristinsson. Um 100 nemendur í Tónskóla Siglufjarðar Siglufirði f maf. NEMENDATÓNLEIKAR Tón- skóla Siglufjarðar voru haldnir að Hótel Höfn f Siglufirði föstu- daginn 6. maf s.l. valdsson, Louise Theódórsdóttir, Kristján Sigtryggsson og skóla- stjórinn Jón Heimir Sigurbjörns- •son ■ . . — Steinxrimur STALVIK LANDAR I FÆREYJUM Siglufirði, 23. maf STÁLVÍK byrjaði að landa um 180 lestum af fiski í Færeyjum í dag og lýkur löndun þar á morgun. Goðafoss tðk 5000 kassa af frystum fiski hér í dag á B and ar ík j amarkað Hér var 20 stiga hiti í dag, og vægast sagt eru leysingar ofsalegar. Vatn flæðir eftir götum bæjar- ins og lónið ofan við Skeiðs- fossvirkjun er nú sem óðast að fyllast á ný. Fólk hér í Siglufirði er orðið hissa á að ekki skuli vera byrjað á að ryðja Lágheiði, en um leið og hún opnast styttist leiðin til Akureyrar um 80 kilómetra fyrir Sigl- firðinga. mi INNHVERF IHUGUN DENTAL MEDITATION PROGRAMME . wr t.-,wr Maharishi Mahesh Yogi Almennur kynningarfyrirlestur verður að Kjarvalsstöðum r kvöld, miðvikudag kl. 20.30. Kynnt verður taeknin Innhverf íhugun, sem er auðlærð. auðæfð, krefst engrar einbeitingar eða erfiðis. Sýndar verða m.a. vísindalegar rannsóknir, sem staðfesta að djúpstæð streita losnar, skýrleiki hugsunar eykst og sköpunargreind vex. Öllum heimill aðgangur. Islenska Ihugunarfélagið. Um eitt hundrað nemendur stunduðu nám við skólann í vetur. Kennt var á pianó, gitar og ýmis blásturshljóðfæri. Á tónleikunum kom fram i fyrsta skipti opinberlega nýstofn- uð unglingalúðrasveit, sem nokkrir nemenda skólans leika í. Kennarar voru í vetur Elias Þor- IÐNVAL BOLHOLTI 4 8-31-55 byggingaþjónusta 8-33-54 ALLT A EINUM STAÐ Timbur, gluggar, miðstöðvarofnar, einangrunarplast. Tvötalt einangrunar- gler, steypujárn, þakjárn, álklæðning, handrið. Stigar, milliveggjaplötur, hleðslusteinn, steypurör. Blikksmíðavörur, inni- og útihurðir, eldhúsinnrétt- ingar, teppi. Fataskápar, harðviðarklæðning, raftæki, vegg- og gólfflísar og fleiri vöruflokkar til húsbygginga. LElTIÐ TILBOÐA YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.