Morgunblaðið - 25.05.1977, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.05.1977, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Frá Skálholtsskóla í Skálholti starfar lýðháskóli er veitir al- menna fræðslu eftir frjálsu vali til undir- búnings frekara námi og ýmsum störfum. Nú er hafin innritun.nemenda skólaársins 1977 — 1978. Nánari uppl. er að fá í skrifstofu rektors, sími um Aratungu. Skálholtsskóli. Aðvörun til búfjáreigenda í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu. Athygli búfjáreigenda (sauðfjár, hrossa, kúa, alifugla, o.fl.) í umdæminu er hér með vakin á því, að samkvæmt lögreglu- samþykkt fyrir Gullbringusýslu nr. 160/1943 25. gr. og fjallskilareglugerð fyrir Gullbringusýslu nr. 121 /1965, 39. gr. skal þeim skylt að stuðla að því, að búpeningur þeirra gangi ekki i löndum annarra og valdi þar usla og tjóni. í þessu skyni skal þeim, sem hafa fénað sinn á heimahögum að sumrinu skylt að halda honum í afgirtum löndum, enda bera búfjáreigendur, auk sekta, fulla ábyrgð á því tjóni, sem gripir þeirra kunna að valda.Búfé, sem laust gengur gegn framan- greindum ákvæðum er heimilt að handsama og ráðstafa, sem óskilafénaði lögum samkvæmt. Lögreg/ustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýs/u. 20. maí 1977. GEÐVERNDARFÉLAG ÍSLANDS Samræmd endurhæfing — Virk endurhæfing Dregið verður 10. júní 1977. HAPPDRÆTTI 1977 Nauðungaruppboð, sem auglýst var í 98., 99. og 100. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1976 á Holtagerði 57, þinglýstri eign Gunnars Kr. Finnbogasonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 1. júní 1977 kl. 14. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 3., 6. og 8. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1977 á íbúð á 4. hæð t.v. í Þverbrekku 4, Kópavogi, þinglýstri eign Péturs Gold- stein, fer fram á eigninni sjálfri miðviku- daginn 1. júní 1 977 kl. 11. Uppboðshaldarinn í Kópavogi, Ólafur St. Sigurðsson, Héraðsdómari. Nauðungaruppboð, sem auglýst var í 80., 81. og 83. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1975, á Þverbrekku 2, — hluta, þinglýstri eign Gunnar Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 1. júní 1977 kl. 12. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð, sem auglýst var í 3., 6. og 8. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1977 á Víðihvammi 14, — hluta —, þinglýstri eign Stefáns Karlssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. júní 1977 kl. 14. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð, sem auglýst var í 98., 99. og 100. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1976 á Skólagerði 61, — hluta —, þinglýstri eign Sigríðar Kristinsdótt- ur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudag- inn 1. júní 1 977 kl. 1 1.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð, sem auglýst var í 7., 9. og 11. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1977 á Kársnesbraut 79, — hluta —, þinglýstri eign Indriða Indriðasonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 1. júní 1977 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð, sem auglýst var í 85., 86. og 88. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1976 á Kársnesbraut 26 — hluta — þinglýstri eign Hildar Ottesen, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 1. júní 1977 kl. 10. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð áður auglýst uppboð á fasteigninni Fiskverkunarhús við Stekkjanes, Suðureyri, eign h.f. Bárunar Suðureyri, fer fram á eigninni sjálfri föstu- daginn 27. maí kl. 15. eftir kröfu Fisk- veiðasjóðs íslands fyrir kr. 3.328.658 auk vaxta, kostnaðar og gengisviðauka. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu. Guðrún Gunnarsdótt- ir — Minningarorð Vitur maöur hefur sagt að þaö leiðinlegasta við að eldast sé það, að maður er alltaf að sjá á bak vinum sínum. En hvað ég finn sárt til þessara sanninda á útfarardegi vinkonu minnar frú Guðrúnar Gunnars- dóttur. Ekki það að dauði hennar kæmi okkur á óvart, hann var líkn sem hún hafði lengi beðið. Guðrún Grunnarsdóttir var fædd að Hákoti í Flóa 23. ágúst 1906, en um fermingaraldur flyst hún með foreldrum sinum til Hafnarfjarðar og voru þau þar, i hennar skjóli þar til þau dóu í hárri elli. Árið 1937 giftist hún eftirlifand eiginmanni sinum, Magnúsi Haraldssyni stýrimanni, miklum drengskaparmanni. Þau eign- uðust fjögur börn, tvær dætur og tvo syni, sem öll eru búsett í Hafnarfirði, mikið ágætis- og myndarfólk. Vinátta var með Guðrúnu og móður minni, þannig kynntist ég henni fyrst, móðir min var alltaf fundvis á gott fólk. Þær unnu saman á fiskreitnum hjá Jóni Gíslasyni í þá daga þegar Hafn- firðingar frafnleiddu besta salt- fisk í heimi. Til þeirra starfa vald- ist oft úrvalsfólk, þar á meðal hún Guðrún Gunnars. Mér var sagt að hún hafi oftast vaskað flesta fiska, þegar hún vann við fisk- þvottinn og voru það þó engir veifiskatar sem unnu þau störf. En útlit hennar bar það ekki með sér að hún væri sú þrekmann- eskja, sem hún reyndist vera alla tíð, hún var lágvaxin og tággrönn, handsmá og fótnett og bar með sör suðrænan þokka. „Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna, siðdekri öilu æðri, af orðum sem lærist." (B.Th.) Mörgum árum seinna urðum við Guðrún svo nágrannar og vorum það um árabil og þó að aldursmunur okkar væru mörg ár áttum við börn á sama reki. Hún giftist seint, ég snemma. Þær minningar, sem ég vildi síst vera án, eru um það samfélag sem við lifðum í á Vitastígnum og þar í kring. í hópi þessa ágæta fólks sem þarna bjó, er Guðrúnar skýra mynd. Allir voru ungir og friskir, börnin okkar að vaxa úr grasi og „alit i kringum okkur sprungu vonirnar út eins og lifand blóm“. Þetta voru hamingjudagar í lifi okkar beggja, enda finnst mér, þegar ég hugsa til þessara stunda að það hafi alltaf verð sólskin á Vitastígnum. í birtu þessara minnnga á hún Guðrún sinn stóra þátt. Hún var ákaflega skemmti- leg kona, fljúgandi greind og glaðsinna, en hvað ég naut þess að fá að ræða við hana um lífið og tilveruna. Hún var alltaf glöð, hún átti svo gott með að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni og sindrandi glaðværð hennar bergmálaði um húsið. En stund- um varð hún líka mikið reið, en það var ekki vegna þess að litill hnefi hefði misst stein í rúðu eða traðkað hefði verið á grasi af litl- um fótum, það var yfir vonsku heimsins, það var vegna misvit- urra stjórnmálamanna, sem voru að gera ýmsa umdeilda hluti á þeim árum, ekki siður en núna. Þetta var á þeim dögum, sem Halldór Laxness var að skrifa Atómsstöðina og margar blikur á lofti. Hún kom stormandi inn í eldhús, þessi litla fíngerða kona, lyfti manni frá amstri hversdags- leikans og hvatti mann til dáða. Fyrir þetta og ótalmargt annað ber mér nú að þakka. Rikjandi þættir i skapgerð Guð- rúnar voru samúð og fórnfýsi. Ef henni fannst hún geta hjálpað einhverjum sem átti bágt, hvort það var heldur skyldur eða vanda- laus, gekk hún hiklaust til verks, þar var engin hálfvelgja eða hik. Það var eins og hún hefði alltaf nægan tíma, þó gerði hún allt af alúð og umhyggju. Eftir að hún hafði tekið þann sjúkdóm, sem hefur nú leitt hana til dauða, gekk hún til móts við þann skapadóm með þeirri einurð og hreinskilni að með eindæmum má kalla. Það var ójafn leikur en hún stóð á meðan stætt var. Um leið og ég sendi eiginmanni hennar og börnum innilegar samúðarkveðjur okkar hjónanna, Framhald á bls. 19 Guðrún Jónsdótt- ir — Minning Fædd 7. júni 1901. Dáin 10. maí 1977. Tengdamóðir mín, Guðrún Jónsdóttir, Langholtsvegi 85, verður jarðsett í dag, miðvikudag- inn 25. maí. Með henni er horfin til feðra sinna mikil sómakona, sem lét sér einstaklega annt um aðra og nutu hennar nánustu ríkulega af þeirri hugulsemi. Um Guðrúnu stóð aldrei styr, þvi hún tranaði sér aldrei fram, en hjálp- semi hennar var einstök. Guðrún fæddist 7. júní 1901 á Vakursstöðum i Hallárdal i Vind- hælishreppi i Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru Kristín Sigvaldadótt- ir og Jón Jónatansson, sem þar bjuggu. Guðrún var þriðja yngst í hópi niu systkina, sem nú eru öll látin. Snemma fór Guðrún að heiman, líklega um eða eftir 10 ára aldur og þá til Bolungarvíkur. Einn vetur mun hún hafa verið þar i skóla og þar var hún fermd. Snemma fór Guðrún að vinna eins og þá var siður enda veraldleg gæði af skornum skammti. Starf- aði hún við fiskvinnu, heimilisað- stoð og fleira, sem til féll. Til Reykjavikur fór hún 1925. Hún giftist 1928 Guðmundi Guð- jónssyni, vélstjóra, sem lifir hana i hárri elli, enda fæddur 1883. Börn eignaðist Guðrún fjögur, einn son og þrjár dætur, sem öll eru á lífi og öll gift. Barnabörnin eru 16 á lífi og barnabarnabörnin 4. Á kreppuárunum mun oft hafa verið þröngt í búi hjá Guðmundi og Guðrúnu, þegar atvinnuleysi og veikindi steðjuðu að. Mun þá hafa reynt á Guðrúnu að sjá um, að heimilisfólkið nyti matar og fata, enda mun hún árum saman hafa staðið við þvottakarið og vaskað fisk, sem ekki var ætíð dúnmjúk vinna við þær aðstæður, sem þá tíðkuðust. Má furðu gegna sú seigla sem bjó í þessari lág- vöxnu konu, en sjálfsbjargarvið- leitnin mun hafa verið rikur hvati þeirrar einbeitni, sem hún sýndi. Ekki safnaði Guðrún jarðneskum auði, enda þótt efnahagur batnaði þegar frá leið. Til þess var hún of hjálpsöm og gjafmild. Á því máli, sem talað er í dag, mundi vera sagt, að hún hefði ekki sést fyrir, en hamingja hennar lá ekki í að safna heldur að aðstoða og gleðja aðra. Væntumþykja Guðrúnar í garð fjölskyldu sinnar var tak- markalaus og naut min fjölskylda Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.