Morgunblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 25 fólk í fréttum + Stúlkan á mvndinni, Karen Prior, 19 ára að aldri, á sér þá ósk heitasta að verða námu- verkamaður. Karen sem á heima i Englandi sér nú fram á að fá ósk sína uppfyllta og hefur að sögn góða möguleika á að komast að sem kolanámu- maður I Yorkshirefylki. Hún verður fyrsta stúlkan sem hefur námugröft að atvinnu I Bretlandi. + ARM í ARM — Amy Carter dóttir Bandaríkjafor- seta, dansar hér við Luba Borisova, dóttur fulltrúa í sovézka sendiráðinu í Washington, við hátiðarhöld sem fram fóru við skólauppsögn hjá þeim nýlega. FLOTT SKAL ÞAÐ VERA — Þessi sýningarstúlka klæðist hér demanta- prýddum bikinisundföt- um og gætu sjálfsagt fáir laugargestir hér á landi klæðst slfkum leppum en þeir eru metnir á 120 þús. dollara og fóru 250 demantar f þau. + Albert prins I Belglu hefur alltaf haft mikinn áhuga á hvers konar bflum og öllu þeim viðkomandi. Hann opn- aði nýlega mótorhjólasýningu í Briissel og stóðst ekki freist- inguna að setjast á eitt hjólið. Sigurður Þórir í Gallerí Súm + Sigurður Þórir Sigurðsson sýnir f Gallerf Súm 52 graffkmyndir og stendur sýning hans til 30. maf. Sýningin var opnuð f gær, föstudag, og verður opin daglega frá kl. 4—10. Sigurður Þórir stundar nám við konunglegu akademfuna f Kaupmannahöfn. Kammertónleikar Undirritaður vill biðja hlut- aðeigandi afsökunar á þvi hve umsögn þessi er seint á ferð- inni, en til þess liggja ýmsar ástæður, sem óþarft er að fjöl- yrða um. Kammermúsikklúhb- urinn hélt 4. tónleika sina í Bústaðakirkju sunnudaginn 15. maí s.l. Á þeim tónleikum fluttu Reykjavik Ensemble verk eftir Boccherini, Kodaly og Brahms. Reykjavík Ensemble skipa Guðný Guð- mundsdóttir, Ásdis Þ. Stross, Mark Reedman, Nina G. Flyer, Sigurður I. Snorrason og Páll Einarsson. Fyrsta verkið á Tönllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON efnisskránni var Strengjakvint- ett eftir Luigi Boccherini fyrir tvær fiðlur, lágfiðlu og tvö selló. Boccherini var samtíma- maður Haydns og er tónstíll þeirra mjög áþekkur. H :nn var góður sellóleikari og samdi mikið af kammerverkum fyrir strengi. Verkið var léttilega og falllega leikið, sem er nú meira en að segja það, því þó lagferlið sé sakleysislegt má engu muna að illa fari. Næsta verk var Duo fyrir fiðlu og selló eftir Zoltan Kodaly. Verkið er mögnuð tón- smíð, með sinfónísku yfirbragði er spannar yfir ótrúlega vítt svið i styrk og tónferli. Guðný Guðmundsdóttir og Nina G. Flyer fluttu verkið af þvílíkum glæsibrag, að ekki verður jafn- að við nokkuð það er þekkist hérlendis. Það sló þvf hljóm- leikagesti illa er það kvisaðist út, að stjórn Sinfóniuhljóm- sveitar íslands væri búin að segja upp samningi við Guð- nýju sem konsertmeistara. Frammistaða hennar var I hróplegri andstöðu við þá ákvörðun og reyndar óskiljan- leg, á sama tima og ráðamenn eru að kvarta yfir flótta is- lenzkra hljóðfæraieikara út úr landinu. Islenzk tónmennt stendur höilum fæti og verður ekki upp á hana lappað með erlendum silkibótum. Hún verður það sem grær upp úr íslenzkri mold og þrifst við sömu skilyrði og islenzk menn- ing. Það má vera að hægt sé að narra hingað erlenda tónlistar- menn, sem telja lága kaupið á íslandi betri kost en frelsið fyr- ir austan tjald. Þrátt fyrir það að margir þeirra reynist mætir mcgin og gerist landar, munu þeir tæp- lega valda miklu um islenzka menningu. Guðný mun sjálf- sagt ekki vera I vandræðum með að komast í starf erlendis, frekar en aðrir landar, sem flú- ið hafa vegna erfiðleika í sam- starfi við ráðamenn Sinfóníu- hlómsveitar islands. Það má vel vera að ýmsir samstarfshnökr- ar séu mikilvægari en hæfileik- ar og kunnátta, en er ísl. tónlist- arlíf ogtilvera hljómsveitarinn- ar ekki svo viðkvæmt mál, að nauðsynlegt sé að fara á þeim vettvangi með gætni og forðast flokkadrætti og sundrung. Þvi má bæta við að Sinfóniuhljóm- sveit Íslands er ekki einkafyrir- tæki. Nóg um það. Tónleikun- um lauk með Klarinettukvint- ett eftir Brahms. Undirritaður hefur aldrei heyrt verkið eins vel leikið hérlendis. Einstaka kaflar, eins og t.d. hægi kafl- inn, var sérlega vel leikinn. Sig- urður Snorrason var mjög góð- ur og tóntak er einstaklega mjúkt, þó á stundum helzt til veikt. Eftir þessa tónleika er ástæða til að óska Guðnýju og félögum hennar til hamingju og vona að hún þurfi ekki að hverfa af landi brott til að fást við áhuga- mál sín, nefnilega að leika kammertónlist. Réttasta lausn- in væri að ríkið réði hana og flokk með henni til að leika eingöngu kammertónlist. Söngur og hörpusláttur Það er blátt áfram nauðsynlegt a8 efnisskrá sé þann veg úr garði gerS, að hljómleikagestir viti hvað sé á seyði Þegar um söng er aS ræSa, er ekki vit i öðru en aS textar söngvanna séu annaðhvort þýddir e8a greint grá innihaldi þeirra. Efnisskráin fyrir tónleika Peter Pears og Osian Ellis I Há- skólabió s.l. laugardag var vægast sagt ófullnægjandi a8 ger8. Tón- leikarnir hófust með fjórum söngvum eftir Henry Purcell. Að- eins nafn á Ijóði er vita gagns- laust. sérstaklega þar sem fram- burður söngvarans var, að minnsta kosti fyrir undirritaðan, ekki greinilegur. Trúlegt er að söngvar þessir hafi af þeim sökum farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, þó flutningur söngvarans væri mjög glæsilegur. Söngvar hörpuleikarans eftir Schubert voru á einhvern hátt í flutningi Peters Pears ekki að skapi undir- ritaðs. í efnisskrá eru lögin nefnd Söngvar harparans, sem hljómar einna líkast þvl að átt sé við mann sem ber á harpls. sambærilegt við „tjargara". Næst á efnisskránni var Sónata eftir John Parry og eins og stendur i efnisskrá, samin fyrir hörpu í d-moll. sem má til sanns vegar færa. Ekki var gerð grein fyrir kaflaskiptingu verksins né höfundi, en Osian Ellis gerði því máli góð skil. Ellis er frábær hörpuleikari og var góð skemmtan að verki hins velska hörpuleikara. Ekki var raunasaga efnisskrár- ritara öll á enda. þv( þrjú lög og fimm grlsk þjóðlög voru öll eignuð Francis Paulenc. en þar átti Ravel einnig hlut að. Þrátt fyrir vandað- an flutning. hlýtur túlkun söngv- anna að hafa verið næsta marklltil fyrir flesta hljómleikagesti og varla hefði örlítil vitneskja um innihald þeirra skaðað Siðustu tvö verkin voru eftir Benjamin Britten og aðeins tilgreind sem Hörpusvlta „Birthday Hansel", rétt eins og hér væri um á ræSa eitt verk, enda voru margir hljóm- leikagestir staðnir upp og nokkrir farnir út. áður en listamennirnir komu aftur fram á sviSið til að flytja si'Sasta verkiS. Hörpusvitan var skilmerkilega útskýrð af hörpuleikaranum. Svitan er ifimm köflum og er mjög eftirtektarverð tónsmiS, glæsileg og skýr ( formi, eins og allt sem Britten gerSi og full meS skemmtilegum tiltektum. SiSasta verkiS á efnisskránni reyndist vera lagaflokkur yfir- kvæSi eftir Robert Burns. Undirrit- Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON aSur hefur lagt mikla áherslu á þýSingu þess fyrir hlustandann, aS gerS sé tilraun af hálfu hljóm- leikahaldara að textar söngva séu þýddir. ÞaS fer eftir ýmsu, hvort nauðsynlegt er að þýða texta ná- kvæmlega. en i tónsmfSum Benjamin Brittens er texti ekki bara orS, svo söngvarinn geti sungið lagiS, heldur samofin tón- smiðinni á mjög sér stæSanhátt LjóSatúlkun Brittens er talin einn glæsilegasti þáttur i tónsköpun hans. Hér er þvi ekki um geðillsku aS ræSa, heldur skoSun á grund- vallaratriSi. ÞaS má mikiS vera ef viSbrögð hlustenda hefSu ekki orSiS önnur, ef góSar þýðingar á textum söngvanna hefðu verið prentaðar i efnisskrá. Fyrir utan þaS, aS ekki er tilhlýðilegt aS taka svo flausturslega á móti heims listamanni, eins og hér átti sér staS, né heldur ástæSa til aS spara, þegar um slikan viSburð er að ræSa sem heimsókn Peter Pears.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.