Morgunblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 29 T3 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI fyrirtæki að ræða, sem farið er hér fram á þótt að sjálfsögðu hljóti það að hafa í för með sér aukinn kostnað. Og ef hann verð- ur ekki fenginn með hækkuðum aðgangseyri á sundstaðina er það kannski rétt að þjóðfélagið fái hann bættan á annan hátt. Síðan er hér bréf um eitt mál, sem mikið hefur verið rætt um þar sem óskað er svara frá við- komandi aðilum, I þessu tilviki tannlæknum. % Sérfræðingar eða tannlæknar? „Heiðraði Velvakandi: Nokkrar upplýsingar varð- andi tannréttingar til foreldra. Nokkrir samlagstannlæknar eru með tannréttingar. Mörg börn eru með mismunandi tannskekkju sem þarf að lagfæra. Eru þessir samlagstannlæknar ekki færir um, ef þeir fást við tannréttingar að lagfæra tannskekkju? Gott væri að fá svar frá þessum „tveim tannréttingarsérfræðing- um“ sem starfa í Reykjavík og hvers vegna þeir ganga ekki í samlagið? Þungur baggi er á mörgum foreldrum sem fara til „sérfræðinganna" og sumir hverj- ir borga vissa upphæð mánaðar- lega eftir getu. Þær tannréttingar sem ég þekki til og framkvæmdar hafa verið af samlagstannlæknum hafa tekist mjög vel og foreldrar ánægðir. Finnst mér að það sé verið að hræða foreldra, sem allt vilja gera fyrir börnin sín, með þvi að enginn geti lagfært tann- skekkju nema þessir tveir sem ekki eru i sjúkrasamlaginu. Tann- réttingar sem samlagstannlæknar vinna endurgreiðast. Þetta minnir óneitanlega á byggingarverkfræðinga og bygg- ingartæknifræðinga, báðir geta hannað hús jafnvel. Óska ég eftir svari annaðhvort frá formanni tannlæknafélags Isl. eða „sérfræðingunum tveim.“ Jóhanna J. Thorlacius, skólahjúkrunarfræðingur, Flataskóla, Garðabæ." Þessir hringdu . . . % Afleiðing áróðurs- tækninnar? Einn áhugasamur: — í Morgunblaðinu I dag, 17. mai, í Velvakanda er grein konu, sem fjallar um sundið og kvartar hún yfir að því sé ekki sinnt nóg I íþróttafréttum fjöl- miðla. Ég er að sumu leyti sam- mála þessari konu og ég tók fram reglustikuna að gamni mínu og gerði ofurlitla athugun á um hvað væri skrifað á iþróttasiðum Mbl. i dag. Útkoman var þessi: 11,4% af efni íþrótta er knattspyrna eða 22 dálkar, þar af 5 dálkar erlend, mest brezk, 5 dálkar eru um bad- minton, enda heimsmeistaramóti nýlokið og 3 dálkar eru um frjáls- ar íþróttir, líka var nýbúið eitt- hvert mót. Mér er spurn: Hvers vegna er svo mikill áhugi á knatt- spyrnu? Það er kannski vegna þess að þetta er af mörgum talin eina iþróttagreinin, sú eina sem takandi er eftir. Það liggur við að maður haldi að áróðurstækni Göbbels eigi hér einhvern hlut að rnáli, það er kannski búið að sann- færa alla um að knattspyrnan sé aðalíþróttin, hinar litilsgildar. Er SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Ungverjalands 1976, sem haldið var í Búdapest í desember, kom þessi staða upp í skák þeirra Pinters og F. Portisch, (bróðir stórmeistarans) sem hafði svart og átti leik. líka hugsanlegt að hér komi til áhugamennska íþróttafréttaritar- anna? Þeir hafa sjálfsagt flestir verið aldir upp við að spila knatt- spyrnu, enda er Ilka fremur auð- velt að spila knattspyrnu, sé á annað borð slétt malar- eða gras- flöt fyrir hendi, svo það er ekki óeðlilegt að margir drengir stundi knattspyrnu. Badminton er að vinna á, en hægt þó. Það þarf á einhvern hátt að sinna meira þessu unga fólki sem er að stunda aðrar greinar, sund, blak, jafnvel skylmingar ef þá einhver stundar þær nú. Ég geri mér grein fyrir þvi að þessar tölur eru aðeins teknar af handahófi svona einn dag, en samt held ég sé óhætt að segja að knattspyrnan fái alltaf einna mest rúm i umfjöllun fjöl- miðla um iþróttir. % Annað væri óeðlilegt Vel má vera að knattspyrnan fái meira rúm á iþróttasiðum Morgunblaðsins og í íþróttafrétt- um annarra fjölmiðla en aðrar greinar íþrótta. Að mati undirrit- aðs væri annað reyndar óeðlilegt, knattspyrnan er sú grein íþrótta, sem flestir ióka hér á landi, ef HOGNI HREKKVÍSI kra-kra-kra! Hvað hefur orðið af bjarndýrsfeldinum okkar? SlGeA V/íJGA rtiLVEWW Seint verdur hönd höggi fegin Smá eftirmáli vegna greinar Gunnars Markússonar skólast jóra skýrslur um iðkendafjölda eru marktækar. Það leiðir af sjálfu sér að þeim mun fleiri, sem iðka íþróttina, þeim mun fleiri hafa áhuga á að fylgjast með fram- vindu mála i greininni. Sá áhugasami er hafði samband við Velvakanda furðar sig á því hversu mikið var skrifað um knattspyrnu þennan þriðjudag. Heigina á undan var hins vegar nær ekkert annað um að vera á íþróttasviðinu en knattspyrnu- leikir og hefði eflaust heyrzt hljóð úr horni ef þeim leikjum hefðu ekki verið gerð Itarleg skil á sið- um Morgunblaðsins. „Áhugasamur" gerir sund, blak og skylmingar að sérstöku um- ræðuefni og finnst vanta meiri fréttir af þessum íþróttagreinum. Morgunblaðið hefur ævinlega reynt að gera öllum íþróttagrein- um skil og hafa hvorki blak né sund þar orðið útundan, þó svo að knattspyrna, handknattleikur og fleiri iþróttagreinar fái meira rúm á síðum blaðsins. Hins vegar hefur lítið verið greint frá skylm- ingum, enda er það í samræmi við fjölda iðkenda I íþróttinni hér á landi. Ágúst I. Jónsson blaðamaður. I Morgunblaðinu 14. maí getur að lita greinarkorn undir fyrir- sögninni „Um tónmennt — og aðra mennt i skólum landsins“. Það er nánast orðið að tísku að skrifa blaðagreinar um skólamál, og því er vísast að fáir hafi nennt að lesa þessa, enda eru svona greinar' að öllu jöfnu puntaðar með tilvisunam í ýmsar greinar1 laga og reglna, sem mönnum eru ekki kunnar, ásamt Biblíutilvitn- unum, og að lokum eru tíndir til sagnfræðimolar úr ýmsum áttum, svona til að alþjóð viti að menn hafi litið í bók. Framan af er grein þessi „fastir liðir eins og venjulega" — en þegar tekur að liða á lesninguna rennur upp fyrir lesandanum að skólastjórinn hefur söðlað Pegasus i heilagri reiði og kemur á einni gandreið fram á ritvöllinn og lætur svipuna ganga yfir „allt landið og miðin“. I upphafið greinarinnar segir skólastjórinn: „Ætti ég sæti á al- þingi, mundi ég. . — Það dugar ekki minna. I óskhyggju sinni tel- ur skólastjörinn að honum muni ganga betur að stjórna landinu en skólanum í Þorlákshöfn. Og svo kemur þetta orðrétt: „Tuttugu sinnum hef ég setið á skólanefndarfundi, þar sem rætt hefur verið um ráðningu kennara fyrir næsta skólaár og tuttugu sinnum hef ég farið út af slíkum fundi án þess að vera fyllilega ánægður." Og þá er spurningin: Hvað varð um fólkið frá í fyrra? Var nærveru þess ekki óskað eða neitaði það að endurráða sig, og þá hvers vegna? Ég má til með að skjóta því hér inn i að i sania blaði og grein skólastjórans birtist var ágætis Biblíutilvitnun, sem gæti ef til vill átt erindi á næsta skólanefnd- arfund í Þorlákshöfn, og er hún svona: En látið yður nægja það sem þér hafið, því að sjálfur hefur hann sagt: Ég mun alls ekki sleppa þér og eigi heldur yfirgefa þig, svo við getum öruggir sagt, . . . (Hebr. 13,5—6). En aftur að greininni sem hét „Um tónmennt — og aðra mennt i skólum landsins", — og svo kemur þetta frá sjálfum skóla- stjóranum — aftur orðrétt: „Flutningsmenn þingsályktunar- tillögunnar gerðu grein fyrir ástandinu í tónmenntarmálum, svo því skal sleppt hér.“ Og búið með tómennt. Greinin er reyndar hvorki um tónmennt né aðra mennt heldur opinber játning um tuttugu ára gæfuleysi í starfi, sundurlaust harmakvein, sem er höfundi til lítils sóma. Væri honum nær að taka aðra skólastjóra í landinu sér til fyrirmyndar, en þeir hafa flestir vit á að bera harm sinn í hljóði. Þessi endemis gandreið skóla- stjórans endar svo með einskonar „harakirí" og auðvitað er öll skólanefndin látin flakka í leið- inni: „Við höfum ráðið menntunar- lausa unglinga, — já drykkju- sjúklinga og dópista til að kenna börnum okkar. ..“ o.s.frv. Hér vakna þá nokkrar spurn- ingar, sem undirritaður vildi gjarnan fá svar við, en rúmsins vegna verða þessar látnarTiægja: 1) Hvað hafa margir mennt- unarlausir unglingar verið ráðnir til kennslu við grunnskólann í Þorlákshöfn, og hvernig stóð á þvi að þeir höfðu aldrei komið i skóla? Hvað heita þeir? 2) Hvað hafa margir drykkju- sjúklingar verið ráðnir til kennslu við grunnskólann i Þor- lákshöfn, og hvað heita þeir? Voru þeir drukknir við kennslu? 3) Hvað hafa margir dópistar verið ráðnir til kennslu við skól- ann? Hvaða lyfja neyttu þeir og hvernig fóru þeir að afla þeirra? Hvað heita þeir? 4) Þurfa skólastjórar í skólum landsins að geta gert greinarmun á eigin ímyndunum og raunveru- leika, eða þurfa þeir þess ekki? Herra skólastjóri, sannleikur- inn mun gera yður frjálsan. Virðingarfyllst Árni L. Jónsson ,,kennari“. Ferming Á sunnudaginn var, 22. mai, fór fram ferming í Patreksfjarðar- kirkju og voru þessi börn fermd: Ágústa Hera Birgisdóttir, Bjarkargötu 8, Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Brunnum 19, Dýrleif Guðjónsdóttir, Urðargötu 26. Eygló Ingólfsdóttir, Urðargötu 22, Nanna Leifsdóttir, Brunnum 7, Sigurveig Jóhanná Ölafsdóttir, Brunnum 11, Sesselja Gunnarsdóttir, Aðalstræti 41, Þóra Sjöfn Kristinsdöttir, Urðargötu 15, Árni Kópsson, Hólum 17, Helgi Magnússon, Hólum 15, Jónas Dalberg Karlsson, Sigtúni 11 Kristinn Halldórsson, Þórsgötu 2, Kristinn Pálmason, Mýrum 10 Magnús Sigurgeirsson, Hjöllum 7 Óðinn Þórarinsson, Brunnum 22, Óttar Hjartarson, Aðalstræti 87 Sigurður Pétur Guðmundsson, Hjöllum 15, Ægir Jónsson, Mýrum 3. Fullkomió philips verkstæói Fagmenn sem hafa sérhæft sig i umsjá og eftirliti með Philips-tækjum s'á um allar viðgerðir. heimilistæki sf SÆTÚNI 8. SÍM 1:1 3869. 21. ... Hxd5’ 22. Dxd5 Dxg4 23. Kfl (Svartur hótaði 23. ... Dg2 24. Hfl Hd8) Dh3+ 24. Kel Dg2 25. Hfl Hd8! 26. Df5 (Eftir 26. Dxc6 Bd2+ 27. Kdl Df3+ er hvítur mát) Re5 27. Rd4 Hxd4! og hvitur gafst upp, því að eftir 28. cxd4 Rd3+ 29. Kdl Df3+ 30. Kc2 Rb4+ verður hann mát, og eftir 28. Dxe5 Bd2+ 29. Kdl Dxfl+ er staða hans vonlaus. Skákmeistari Ungverjalands varð stórmeist- arinn Sax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.