Morgunblaðið - 25.05.1977, Page 31

Morgunblaðið - 25.05.1977, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAl 1977 31 MALARLEIKIR ÍREYKJAVÍK OG AKUREYRI, EN LEIKIÐ Á GRASI í KAPLAKRIKA ÞRlR leikir verða i 1. deild Islandsmótsins I knattspyrnu I kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 20. 1 Hafnarfirði verður leikið á fagurgrænum grasvellinum I Kaplakrika en á möl I Reykjavfk og á Akureyri. Leikir kvöldsins í 1. deildinni verða Fram — Vikingur á Mela- velli, Þór — lA á Akureyri og FH — IBK f Kaplakrika. Þar að auki mætast Völsungar og KA f 2. deildinni á Husavik klukkan 20 og verður það fyrsti leikur KA f 2. deildinni i ár. Þá leika einnig Fram og Breiðablik i Islandsmóti kvenna. Svo vikið sé að Laugardalsvell- inum, þá sagði Galdur Jónsson að þessa dagana mætti heyra grasið gróa í Laugardalnum og báðir vellirnir lofuðu mjög góðu fyrir sumarið. — Við höfðum vonað að leikurinn i kvöld gæti orðið i Laugardalnum, en vegna litils háttar skemmda á litlu svæði á nýja vellinum getur ekki orðið af því, sagði Baldur. — Leikur Vfk- ings og IBV á laugardaginn verð- ur örugglega á grasinu og jafnvel leikur Vals og KR á föstudaginn, sagði vallarstjóri að lokum. 100. LEIKURINN NR. 99? Áætlanir forráðamanna Knattspyrnusambands tslands röskuðust verulega er færeysku landsliðsmennirnir komust ekki hingað til lands um sfðustu helgi. Landsleikur íslands og Svíþjóðar á Laugardalsvellinum 20. júlí átti að vera 100. lands- leikur íslendinga i knattspyrnu. Þar sem Færeyjaleikurinn féll niður verður hann það ekki nema KSl takist að koma á landsleik, sem ekki hafði verið ráðgerður. Er það þó erfitt því flest landslið hafa þegar skipulagt sumarið og vegna deildakeppninnar hér á landi er erfitt að koma fleiri landsleikjum fyrir. Um landsleik tslands og Færeyja er það hins vegar að segja að ekki mun endanlega hafa verið hætt við hann, en reynt mun verða að koma honum á þó siðar verði á sumrinu. Stjömulið Charltons verður stöðugt sterkara NOKKRIR af þeim knattspyrnu- snillingum, sem reiknað hafði verið með að kæmu hingað með stjörnuliði Bobby Charltons hafa nú forfallast ýmissa orsaka vegna og koma þvf ekki. Ótrúlegt en satt þá koma f stað þessara kappa jafnvel enn sterkari leikmenn og mæta úrvalsliði KSl miðviku- daginn f næstu viku. Verður leikurinn á gamla Laugardals- Járnkarlfnn Norman Hunter er einn þeirra leikmanna, sem koma hingað með Bobby Charlton f næstur viku. Hunter var á sfnum tfma aðalmaðurinn f hinni frægu vörn Leeds-liðsins. Lék um 700 leiki með Leeds United, en var sfðastliðið haust seldur til Bristol City. Hefur fengið það orð á sig að vera einn harðskeyttasti varnar- maður ensku knattspyrnunnar ásamt Tommy Smith hjá Liver- pool. ■ vellinum og þeir sem hug hafa á að fá sæti f stúkunni ættu að tryggja sér miða f tfma, þvf án efa verður uppselt f öll sæti áður en kemur að sjálfum leikdeginum. Nú hefur Knattspyrnuráði Reykjavíkur, sem stendur að þessari heimsókn, borist endan- legur listi yfir leikmenn þá sem hingað koma og eru þeir eftirtald- ir: Normann Hunter, Brian Kidd, George Wood, Tommy Smith, Alex Stepney, Jackie Charlton, Ian Callaghan, Alan Ball, Ralph Coates, Tony Dunne, Howard Kendall, Peter Lorimer, John Hurst, Peter Osgood, Gerry Daly og síðast en ekki sízt Bobby Charlton. Þetta einstæða úrvalslið brezkra knattspyrnumanna kemur hingað siðdegis á miðviku- dag í næstu viku og leikur á Laugardalsvellinum gegn úrvals- liði KSÍ þá um kvöldið. Hefst leikurinn klukkan 20.30. Forsala aðgöngumiða verður við Útvegsbankann á morgun, föstu- dag, og þriðjudag og hefst klukk- an 13 þessa daga. íslenzka liðið, sem mætir þess- um leikmönnum, verður skipað þeim leikmönnum er valdir voru til leiksins gegn Færeyingum síð- asta sunnudag. Er í rauninni um landslið íslands að ræða, en liðið verður þó kallað úrvalslið KSl. Vegna leika stjörnuliðsins gegn úrvalsliðinu hefur tveimur leikj- um í 1. deildinni verið frestað. Leikjum Fram gegn ÍA, sem verður á þriðjudaginn og leik Víkings og ÍBK, sem verður ekki þriðjudaginn 31. maí, heldur þriðjudaginn 7. júní. Frægur dómari kveður á Islandi AUSTUR-ÞÝZKI knattspyrnu- dómarinn Rudi Gloeckner er einn fremsti knattspyrnudómari f heimi. Hann dæmdi m.a. úrslita- leik heimsmeistarakeppninnar 1970 milli Brasilfu og Italfu, en hefur nú ákveðið að hætta dómarastörfum. Sfðasti leikurinn sem hann dæmdi f A-Þýzkalandi var um sfðustu helgi og sfðasti landsleikur hans verður leikur ts- lands og Norður-lra hér á landi 11. júnf næstkomandi. Fylkir DREGIÐ hefur verið i happdrætti Fylkis og kom vinningur á miða númer 3478. Spjótkast Frjálsíþróttasamband Islands efnir til keppni í spjótkasti á kast- svæðinu f Laugardal á morgun, fimmtudag, kl. 18. Er vonast til að landsins beztu spjótkastarar mæti til keppni, en eins og kunnugt er þá er framundan landskeppni í kastgreinum við Dani. 'istih 20 70 -ÆJL „VEÐJAÐU við kunningja þinn um hver sé efstur á heimsafrekalistanum í kúluvarpi í ár og þú hefur mikla möguleika á að vinna það veðmál (svo framarlega sem kunningi þinn er ekki svo skynsamur að lesa DN). Fremsti kúluvarpari í heimi um þessar mundir er nefnilega tslendingur, Hreinn Halldðrsson er nafnið. Hann varpaði kúlunni nýlega 20.70 metra og hefur því vinninginn á heimsmethafann fyrrverandi, Terry Albritton.“ Þannig byrjar grein í sænska blaðinu Dagens Nyheter frá þvi i sfðustu viku og segir i framhald- inu að hinn 28 ára gamli Islendingur sé svo sannar- lega sá frjálsíþróttamaður, sem mest hafi komið á óvart í kastgreinum á árinu. Fjallað er um frammi- stöðu Hreins á sfðasta ári og siðan óvæntan sigur hans á Evrópumeistaramótinu innanhúss á Spáni í vetur. Segir síðan i greininni að Island hafi nú á ný eignazt toppmann í frjálsum fþróttum, en íslend- ingar hafi ekki verið ofarlega á blaði siðan Vil- hjálmur Einarsson var meðal fremstu þrístökkvara i heimi. Er loks minnzt á Gunnar Huseby og tvo Evrópumeistaratitla hans í kúluvarpi. Eins og sagði að framan er grein þessi frá þvf i sfðustu viku og á Hreinn reyndar ekki lengur bezta afrekið í kúluvarpi í ár. Geoff Capes varpaði kúl- unni 20.98 metra á sunnudaginn og tók þvi örugga forystu á heimslistanum. Eftir því sem við kom- umst næst hafa eftirtaldir kúluvarparar náð bezt- um árangri I ár: Geoff Capes, Bretlandi, 20.98, Hreinn Halldórsson, Islandi, 20.70, Terry Albritton, Bandaríkjunum, 20.65, Pete Schmock, 20.43, A1 Feuerbach, Bandarikjunum 20.43, Mac Wilkins, Bandaríkjunum 20.08. Meistaramyndir MYNDIR segja oft meira en mörg orð og þær sem hér fylgja lýsa bezt gleði leikmanna Manchester United að loknum leik liðsins gegn Liverpool i úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley á laugardaginn. Manchester sigraði 2:1 i fjörugum leik. I kvöld mætir Liverpool v- þýzku meisturunum Borussia i Róm og verður þar eflaust hart barizt en erfitt verður það fyrir leikmenn Liverpool ef ósigur verður aftur hlutskipti þeirra I kvöld. KEMUR NÆST gæti Stuart Pearson hafa sagt við Kevin Keegan er þessi mynd var tekin, en að baki þeim fagna Martin Buchan og Gordon Hill góðum sigri. LOKSINS — Tommy Docherty, framkvæmdastjóri Manchester United, var á laugardaginn f áttunda skipti viðloðandi lið f úr- slitum á Wembley og loksins þá tókst honum að sigra. TIL HAMINGJU BRÓÐIR — Jimmv og Brian Greenhoff eru báðir leikmenn Manchester United og höfðu þvf rfka ástæðu til að skiptast á hamingjuóskum að úrslitaleiknum loknum. Á sama tfma og Liverpool tapaði á Wembley tryggði Borussia sér sigur f 1. deildinni f V- Þýzkalandi. Udo Lattek var ákaft fagnað, en spurningin er hver fagnar I Róm f kvöld? BÁRNALEIKUR — Gordon Hill er býr á svipinn og virðist segja um úrslitaleikinn, að hann hafi verið barnaleikur fyrir hann og félaga hans. Kerry, 9 mánaða dóttir Hills, virðist hins vegar ekki alveg eins sátt við þetta eftirsótta leikfang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.