Morgunblaðið - 03.07.1977, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JCLI 1977
7
„Hvilíkt djúp ríkdóms og
speki og þekkingar Guðs.
Hversu órannsakandi dómar
hans og órekjandi vegir
hans". Róm. 1 1.33.
Að baki þessara orða Páls
postula liggur stórbrotin og
ævintýraleg reynsla. Hanner
orðinn viðaldur, þegar hann
les skrifara sínum fyrir þessi
orð. Á síðari hluta ævi hans
er tekið að halla, og meðan
hann semur bréf sitt til krist-
inna manna i Rómaborg svífa
honum fyrir hugarsjónum
myndir, myndamergð frá
liðnum, litauðugum árum.
Sem barn hafði hann lifað
áhyggjulaus í heimili efnaðra
og velmetinna foreldra í
borginni Tarsus. Ungur hafði
hann verið sendur að heiman
og til Jerúsalem, og náms-
dvöl hafði honum verið valin
hjá einhverjum bezta
kennara í fræðum Gyðinga,
sem völ vará. Þennan
gáfaða dreng vildu efnaðir
foreldrar búa, sem bezt var
kosturá, undirlífið. Hann
átti að verða sómi þjóðar
sinnar, feðra sinna og feðra-
trúar. Og allt gengurað
óskum. Aðforeldraráði hefur
hann valiðveg, hinn beina
veg.
Sál, eins og hann hét frá
bernsku, verður gagntekinn
hugsjón Fariseanna og þegar
á unga aldri er hann í miklu
áliti fyrir afburðagáfur og
gyðinglegan rétttrúnað
Hann tekur eindreginn þátt í
að ofsækja áhangendur
krossfesta villutrúarmannsins
frá Nasaret Og á því er
ekkert hálfverk fremur en
öðru því sem hann tekur sér
fyrir hendur. Hann gekk
aldrei hálfur maður að leik,
svo var hann heilsteyptur og
sterkur.
Hér voru vegir Guðs ekki
órekjandi. Krókalaust leiðir
hann þennan unga mann að
marki.
En þá verða hin miklu
vegaskil og leiðin liggur inn á
óvænta vegi, vegi sem
engum hafði komiðtil hugar
að ungi Fariseinn frá Tarsus
ætti eftir að ganga: Uppris-
inn Kristur birtist honum á
óvæntri stund, óvæntum
stað, og sigrar hann. Þá
verða vegir Drottins vinum
Páls óskiljanlegir og dómar
hans órannsakandi. Áður
hafði verið auðvelt að rekja
vegi Drottins með hinn unga
mann, en nú var það erfitt
Og það átti eftir að verða enn
erfiðara vinum Páls.
Mörgum árum, áratugum,
síðar situr hann aldraður
maður og virðir fyrir sér
myndiraf baráttunni, þeirri
voðalegu baráttu sem hann
hfði orðið að heyja við sjálfan
sig meðan hann stóð á mót-
um hins óvænta nýja vegar
og hins gamla áður en sinna-
skipti hans urðu alger.
Lifandi stíga fram myndir frá
ægilegum andvökunóttum
og brennandi kvöl, þegar
morguninn reis. Eftir öll þessi
ár finnur hinn aldni postuli
sem enn brenni hann hatrið,
fyrirlitningin, sem hann varð
að þola frá fyrri samherjum,
ættmennum og vinum,
þegar hann varð knúinn inn
á hinn óvænta veg og gerðist
máttugur boðberi þess máls,
sem hann hafði áður svarið
að berjast til sigurs gegn
Hann sér fyrir sér hverja
myndina af annarri frá bar-
áttuárunum og það jafnvel
sterkum átökum við kristna
menn. Jafnvel postulana
sjálfa.
Aldraður horfir hann á
þessargömlu minninga-
myndir, en hann sér einnig
aðrar myndir, meiri, stærri.
Hann minnist sæluþrung-
inna, heilagra stunda í heimi
bæna og vitrana, þegar sú
náð veittist honum að eiga
samfélagslíf við borgara yfir-
jarðneskrar veraldar. Þar
gnæfir hvað hæst minninqin
um þá stóru stund, þegar
hann kveðst hafa verið hrif-
inn úr líkamanum „allt upp til
þriðja himins" og séð þar og
heyrt það, sem hann segirað
mannleg tunga geti hvorki
túlkað né tjáð.
Hinn aldni postuli gerir
málhvíld frá að lesa skrifara
sínum bréfið fyrir, svo yfir-
þyrmandi eru minningarnar
sem vitja hans nú. Og þá
fölna allar hinar, líkt og hörfi
þær burt, þegar upp úr
þagnardjúpinu stiga
minningar um þær stundir,
er hinn upprisni Kristur
vitraðist honum sjálfur, talaði
við hann og altók hann svo,
að loks gat hann með sann-
færingarþunga sagt: „Sjálfur
lifi ég ekki framar, heldur lifir
Kristur í mér"!
Yfirallt þetta lif, þennan
ævintýralega feril, sem
skipazt hafði á gersamlega
annan veg en sjálfur hann,
ættingjar hans og vinir höfðu
búizt við á fyrri árum horfir
hann, og þá streyma fram af
vörum hans orðin, sem skrif-
ari hans festirá pergamentið:
„Hvilíkt djúp ríkdóms og
speki og þekkingar Guðs
Hversu órannsakandi dómar
hans og órekjandi vegir
hans"!
Nú hugleiðum við þessi
miklu orð Hvernig orka þau á
þig? Vekja þau verðugan
gagnóm í hjarta þínu? Hafa
þau nokkuð það við þig að
segja, að hjarta þitt brenni?
Minna þau þig á nokkuð það
úr lífsreynslu þinni, sem
mæli sínu máli um hand-
leiðslu heilaga á þér, þegar
þú varst knúinn inn á óvænta
vegi? Hugsaðu um það, sem
á daga þina hefur drifið og á
að vera þér órækur vitnis-
burður þess, þótt þú sæir
það ekki ævinlega í byrjun,
að yfir þér var vakað af
dásamlegri speki með undur-
samlegri og vísdómsfullri
handleiðslu.
Um það langar mig að
mega ræða við þig örlítið
nánara, skrifi ég gréin fyrir
næsta sunnudag.
Óvœntir
vegir
FIMLEIKASÝNING
Danski fimleikaflokkurinn frá THISTED sýnir í íþróttahúsinu Ásgarði,
Garðabæ, mánudaginn 4. júlí n.k. kl. 21.00.
Það er engin tilviljun, að fimleikar njóta sívaxandi vinsælda.
Mætið stundvíslega. GERPLA.
Snyrtistofan Q
HótelLoftieiðum, sími 253202?
&
&
Andlitsböð, húðhreinsun, fótaaðgerð, handsnyrt-
ing, litun, fjarlægi óæskileg hár af fótleggjum og
andliti. Líkamsnudd — partanudd.
1. flokks aðstaða
Helga Þóra Jónsdóttir, fótaaðgerða- og
snyrtisérf ræðingur
Heimasimi 36361
Létt sem fis
....og endist og endist
Við sjáum yfirteitt bara ristina
í frárennsliskerfinu. Undirhenni
eru ótalmargir hlutar, sem
hjálpast að við að koma vatninu
á leiöarenda.
VATNSVIRKINN hefur allt, sem
til þarf í þessu sambandi.
VATNSVIRKINN hefur starfað í
25 ár sem sérverzlun
með efnivörur til pipulagna.
VATNSVIRKINN býður
viðskiptamönnum sínum
einungis úrvals vörur, sem eru
þekktar að gæðum.
VATNSVIRKINN kynnti árið
1966 frárennsliskerfi, sem er
unnið úr plastefninu
polypropylene. Þetta efni hefur
augljósa kosti:
• Það þolir sjóðandi vatn og
sýrur.
• Það er létt sem fis.
• Það endist.....og endist.
Ármúla 21 - Sérverzlun með efnivörur til pípulagna
Höfum fyrirliggjandi
farangursgrini
og
bindingar
áallarstærðir
fólksbfla,
Broncojeppa
og fleiri bfla.
Einnig skíðaboga
Bílavörubúðin Fjöðrin h.f.
Skeifan 2. simi 82944.