Morgunblaðið - 03.07.1977, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULÍ 1977
ÞESSI
stórkostiegi
Pontiac Grand Prix
árgerð 1973 er til sölu. Bifreiðin er í sér flokki með öllum
aukahlutum sem fáanlegir eru frá GM verksmiðjunum.
Lítið ekinn og vel með farinn. Nánari uppl. veittar hjá
Bilasölu Guðfinns, simi 81588.
URSUS 40 ha. á kr
URSUS 65 ha. á kr
URSUS 85 ha. á kr
(áætlað)
700.000,-
978.000-
1.950.000,-
Pólskir jarðtætarar, mjög góð
reynsla. Verð 155.000 -
Fyrirliggjandi ámoksturstæki fyrir
40 ha., 60 ha. og 85 ha. URSUS.
Vélaborg Sundaborg
sími 86655 og 86680.
BANDARIKINI
Nú á dauða-
refsingin að
heita allra
meina bót
- í nærfellt 10 ár var enginn
dauðadæmdur maður líflátinn í
Bandaríkjunum. En nú er slátrun
nýhafin aftur í einu ríki. Það virð-
ist af ýmsu, að dauðarefsing njóti
sívaxandi vinsælda, ef svo i-
skyggilega má komast að orði, og
ef svo heldur áfram sem nú horfir
kann hún að verða aftur upp tek-
in um gjörvöll Bandarikin.
Um þessar mundir liggur fyrir
ríkisstjóra Kaliforniu frumvarp
til laga um dauðarefsingu. Dauða-
refsing var i lögum i Kaliforníu
hér áður fyrr, en var afnumin.
Rikisstjórinn, Jerry Brown, hefur
margsinnis sagzt mundu beita
neitunarvaldi gegn frumvarpinu
um dauðarefsingu — en ef meiri
hluti Kaliforníuþings vill, að það
nái fram að ganga, mun hann ekki
fá rönd við reist.
Það lítur út fyrir það, að flestir
aðrir Kaliforníumenn en rikis-
stjórinn séu fylgjandi dauðarefs-
ingu. Aimenningur vill, að hún
verði tekin upp aftur. Stjórnmála-
menn vilja það líka. Lögreglan
vill það. Og síðast, en ekki sízt,
keppinautar Browns um rikis-
stjóraembættið, og það kann að
verða honum afdrifaríkt. Það
verður nefnilega kosið til em-
bættissins á næsta ári.
1 maí siðast liðnum samþykkti
neðri deild Kaliforníuþings nýja
dauðarefsingarfrumvarpið. At-
kvæði féllu þannig, að 54 voru
meðmæltir, en 23 á móti og dugði
þetta nákvæmlega til samþykkt-
ar, hvorki meira né minna. Nú á
efri deildin einungis eftir að sam-
þykkja fáein ákvæði; því næst
fær Brown rfkisstjóri frumvarpið
til undirskriftar. Verður hann þá
i meinlegri klípu. Eins og fyrr var
sagt hefur hann margsinnis lýst
sig andvígan dauðarefsingu og
heitið að beita neitunarvaldi við
henni. En það gæti orðið honum
dýrt að standa við hugsjónina. Ef
hann neitaði að undirrita frum-
varpið breytti hann nefnilega
gegn vilja kjósenda; og minna
keppinautar hans hann nú á þetta
dögum oftar.
Þess hefur orðið vart upp á
siðkastið, að æ fleiri viija láta
gjalda afbrotamönnum í þeirra
eigin mynt og hafa það að reglu,
að tönn skuli fyrir tönn og auga
fyrir auga. Ekki alls fyrir löngu
urðu íhugunarverð bréfaskipti í
Los Angeles Times. Charles Mee,
blaðamaður, var að rita um þessi
efni og stakk upp á því að saka-
menn yrðu ekki liflátnir —
heldur yrðu höggnar af þeim
hendur eða fætur, ellegar þeir
yrðu blindaðir. Limirnir mundu
koma að góðum notum við
kennslu í iæknaskólum, en aug-
unum mætti safna í augnabanka
og græða þau svo I heiðarlegt
fólk, sem þyrfti á þeim að halda.
Það skipti engum togum, að blað-
inu barst haugur bréfa frá fólki,
sem allt kvaðst blaðamanni
hjartanlega sammála. Einn bréf-
ritari kvaðst hafa það eitt við
greinina að attuga „sem kona og
móðir", að Mee hefði gleymt að
geta þess, hvernig ætti að aflima
nauðgara. . . Annar kvaðst alla tið
hafa verið fylgjandi dauðarefs-
ingu. Sér fyndist þó nú orðið að
það ætti að láta pyntingar duga. . .
Enn annar kallaði uppástungu
Mees „frábærlega skynsamlega“.
Loks má nefna bréf frá manni,
sem benti á það, að margir alsak-
lausir menn væru handar- og
fótarvana og yrði einhvern veg-
inn að koma i veg fyrir það, að
þeir yrðu að ósekju taldir dæmdir
glæpamenn. Hann hafði lausnina
á reiðum höndum: Það var ekki
nóg að aflima bófana — það varð
að brennimerkja þá líka. Þar með
átti að vera tryggt, að enginn villt-
ist á sekum og saklausum.
„Vinsældir" dauðarefsingar
GASKLEFINN í San Quentin í Kaliforniu: Kemst hann í gagnið aftur?
upp á siðkastið stafa, eins og
nærri má geta, af því að glæpum
hefur fjölgað mjög og ofbeldi auk-
izt. Að sögn ríkissaksóknarans í
Kaliforniu (hann er reyndar í
framboði til rikisstjóraembættis-
ins) er þrefalt meira um morð að
yfirlögðu ráði nú en var árið 1963,
þegar aftökur voru aflagðar. Ann-
ar frambjóðandi til ríkisstjóraem-
bættisins, Ed Davis, lögreglu-
stjóri I Los Angeles, er einn helzt-
ur málsvari dauðarefsingar. Hann
er formaður „starfshóps“, er hef-
ur það eitt baráttumál að gasklef-
inn verði aftur i lög leiddur í
Kaliforníu. Er starfshópurinn i
herferð og eys óspart fé á báðar
hendur, ef það mætti verða til
framdráttar hugsjóninni. Að
sjálfsögðu er allur stuðningur vel
þeginn. Fyrir skömmu fékk Davis
bréf frá konu nokkurri, sem
kvaðst fylgjandi því að dauðarefs-
ing yrði aftur lögleidd — og ætti
hún þó son i dauðadeildinni.
Davis ritaði konunni aftur um
hæl og kvaðst hafa fengið „nýjan
innblástur" til baráttunnar er
hann las bréf hennar.
En þrátt fyrir þessar háværu
kröfur er nú ekki einsýnt, hvern-
ig dauðarefsingarmálinu lyktar.
Vel kann að vera, að dauðarefs-
ingaræðið undan farið sé bóla ein-
og hjaðni áður langt liður. Nokk-
uð er það, að aftökum hefur farið
fækkandi jafnt og þétt siðast
liðna hálfa öld, og hefur dauða-
refsing þó verið í lögum lengst af
þeim tima. Það er sem sé ekki
vist, að Bandarikjamenn séu jafn-
blóðþyrstir i rauninni og þeir
virðast i svipinn.
CHARLESFOLEY
ELLIN
Listin að ,,lifa
fram í andlátið”
reyna að verSa fyrri meö fréttirnar
eftirleiðis. Ég er nefnilega orSinn
nfræSur."
Alex Comfort heitir læknir og hef-
ur veriS aS rannsaka öldrun f meira
en aldarfjórSung. Hann gaf nýlega út
bók um öldrun. Nú munu flestir
hugsa þannig til ellinnar, aS henni
fylgi óhjákvæmleg hnignun. hún sé
aSeins biStfmi til dauSans; um leiS
og menn taki aS eldast fari um leiS
aS halla undan fæti f flestum eSa
öllum greinum. Þeir, sem eru þessar-
ar skoSunar, fmynda sér væntanlega
Ifka. aS bók um ellina hljóti aS vera
heldur dapurleg lesning. En þaS
verSur ekki sagt um bók Comforts.
ÞaS fólk, sem hann færir til sögu
sinnar, er hreint ekkert dapurlegt I
lund. Er þaS þó flest á nfræSis- og
tfræSisaldri.
Alex Comfort býr f Kalifornfu,
vinnur þar aS öldrunarrannsóknum
sfnum, og „rekur áróSur fyrir ell-
inni". Ég hitti Comfort aS máli, þeg-
ar hann átti leiS um London fyrir
stuttu. Eg hafSi orS á þvf. aS mér
fyndist hann skilja gamalt fólk ótrú-
lega vel. þótt hann væri sjálfur ung-
ur aS árum. Comfort er 57 ára aS
aldri. Hann svaraSi þvl til. aS hann
væri búinn aB rannsaka gamlingja
lengi — „einkum þó aldraSar mýs.
Ekki veit ég þó. hvort skilningur
minn á ellinni hefur aukizt nokkuS
viS þaS. Aftur á móti lærSi ég margt
og mikiS af föSur mfnum. Hann var
aS deyja núna eftir áramótin. Hann
varS 94 ára — og hann var ekki
gamall nema tvo sfSustu mánuSina.
Hann var meS alhressustu mönnum.
Ekki löngu áSur en hann dó var bariS
aS dyrum hjá honum og hann fór
fram. StóS þá tatari fyrir utan og
sagSi aS bragSi: Ég hef gleSifregnir
aS færa þér; þú getur hæglega orSiS
áttræSur, ef þú kærir þig um."
„Jæja. góSi," sagSi pabbi, „þaS er
nú gaman aS heyra. En þú ættir aS
GEORGE BURNS
Fæddur 1896 og áttræður þegar
hann fór í fyrsta skipti með aðal-
hlutverk I kvikmynd, hreppti
Óskarsverðlaunin fyrir frammi-
stöðuna.