Morgunblaðið - 03.07.1977, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULI 1977
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haratdur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuSmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni GarSar Kristinsson.
ASalstræti 6, sfmi 10100.
ASalstræti 6, sfmi 22480.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiSsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 1300.00 kr. ð mánuSi innanlands.
í lausasötu 70.00 kr. eintakiS.
Isex áratugi hefur verið
unnið að því að byggja
upp svonefndan sósíalisma í
Sovétríkjunum. Þar til fyrir
tveimur áratugum er Krúsjoff
flutti fraega ræðu um ógnarverk
Stalíns var allri gagnrýni á Sov-
étskipulagið svarað af mikilli
heift af kommúnistum um
heim allan, m.a. hér á íslandi.
Og löngu eftir að ræðan um
Stalín var flutt héldu hinir svo-
nefndu Alþýðubandalagsmenn
áfram að stimpla gagnrýni
Morgunblaðsins á Sovétkerfið
og heimsvaldastefnu Sovétríkj-
anna sem „Rússagrýlu". Þeirri
vörn fyrir sovézka heimsveldið
hefur verið haldið áfram til
þessa dags á síðum Þjóðvilj-
ans.
Ræða Krúsjoffs um Stalín og.
uppreisnin í Ungverjalandi
1956 urðu sanntrúuðum
kommúnistum um heim allan
mikið áfall. Viðbrögð þeirra við
þessum tíðindum urðu mjög
mismunandi Krúsjoff staðfesti
í ræðu sinni flest það, sem
Morgunblaðið hafði haldið
fram í áratugi um Sovétríkin en
kommúnistar jafnan kallað
„Morgunblaðslygi". Nú stóðu
kommúnistar hér allt í einu
frammi fyrir því, að æðsti páfi
kommúnismans í heiminum
staðfesti, að „Morgunblaðslyg-
in" væri sannleikur. Á þessum
tíma gengu sumir fylgismenn
kommúnismans alveg af
trúnni, aðrir lokuðu sig inni í
eigin hugarheimi en að lokum
kom sú lína, að ýmis mistök
hefðu verið gerð við fram-
kvæmd sólsíalismans í Sovét-
ríkjunum og upp úr því þróuð-
ust þær hugmyndir, að sósíal-
isminn gæti orðið með mis-
munandi hætti, hann yrði t.d.
öðru vísi hér á íslandi en í
Sovétríkjunum.
Þessari línu hafa kommúnist-
ar haldið síðan. Hér í Morgun-
blaðinu hefur því hins vegar
verið haldið fram, að ekki væri
um mistök að ræða við fram-
kvæmd sósíalismans í Sovét-
ríkjunum, heldur væri kerfið
ósköp einfaldlega svona, hinar
„sósíalísku hugmyndir" bjóði í
raun upp á einræði og ógnar-
stjórn. Það hefur tekið Hjalta
Kristgeirsson tvo áratugi frá því
að, hann lýsti ungverskum
flóttamönnum undan sovézk-
um skriðdrekum sem „óabyrg-
um elementum", sem haldin
væru „ævintýraþrá" að komast
að þeirri niðurstöðu, að i Sovét-
ríkjunum ríki þjóðfélagskerfi
sem „réttlæti kúgungraðgerðir
og gerræði með skírskotun til
frelsis og bræðralags manna".
Hjalti Kristgeirsson lýsir þjóð-
félagsskipan í Sovétríkjunum
með svofelldum orðum:
„Alls staðar þar sem hægt er
að koma því við er tilnefnt í
stöðu að ofan, oftast að óvör-
um og með réttlætingu í fárán-
legustu ásökunum á forverann.
Það þekkist ekki, að leitað sé
álits samstarfsmanna, hvað þá
að sózt sé eftir úrlausn mála
með samráðum á jafnréttis-
grundvelli. Sovézkur verk-
smiðjustjóri hefur geðþóttavald
og beiti hann því ekki, er hann
sakaður um ódugnað. Hús-
bændur og hjú — það er
myndin, sem hvarvetna blasir
við. Ríkisflokkurinn gætir hags-
muna húsbændanna gagnvart
hjúunum, en þau hafa ekki
einu sinni verkalýðsfélög sér til
varnar. Stofnanir undir heitinu
verkalýðsfélög eru að vísu til,
en þau eru alls ekki vinnurétt-
arleg hagsmunasamtök heldur
sjá þau um orlofsmál og ýmsa
þætti almannatrygginga. Það
er söguleg tilviljun (ekki sögu-
leg „nauðsyn"), að sovézjra rík-
iskerfið skuli skreyta sig með
heiðursheiti sósíalismans og
réttlæta kúgunaraðgerðir og
gerræði með skirskotun til
frelsis og bræðralags manna.
Sé sovézka kerfið skoðað í Ijósi
þess, sem höfuðsmiður sósíal-
ískra kenninga setur fram í rit-
um sínum, er niðurstaðan ein-
dregið fordæming á hug-
myndagrundvelli og félagsgerð
sovétsamfélagsins."
Þetta er lýsing Hjalta Krist-
geirssonar á því þjóðfélags-
kerfi, sem boðendur sósíalism-
ans um heim allan og þ.á m.
hér á landi hafa í meira en
hálfa öld bent á sem fyrirmynd
sósíalismans. Ekki verður ann-
að sagt en að Hjalta Kristgeirs-
syni og hans líkum ef hann á
sér skoðanabræður í hópi
þeirra gömlu félaga, sem hlutu
menntun sína I ríkjum „sósíal-
ismans" austan járntjalds fyrir
svo sem tveimur áratugum,
miði sæmilega á þroskabraut-
inni enda ekki seinna vænna
fyrir miðaldra byltingarmenn.
Eftir að Hjalti Kristgeirsson hef-
ur komizt að þessari niðurstöðu
um það þjóðskipulag sem ríkir I
Sovétríkjunum er þess væntan-
lega ekki langt að bíða, að
hann átti sig líka á því, að þessi
austræni þurs heldur uppi
utanríkisstefnu sem er ógnun
við heimsbyggðina og að fá-
mennari og vanmáttugri ríki
hljóti að grípa til ráðstafana til
þess að verja hendur sinar.
Kannski rennur sú stund upp,
að Hjalti Kristgeirsson og félag-
arhans þrammi milli Keflavíkur
og Reykjavíkur — ekki til þess
að mótmæla ráðstöfunum, sem
gerðar eru til þess að verja
sjálfstæði og frelsi þjóðar þeirra
— heldur til þess að krefjast
þess, að þær ráðstafanir verði
nógu öflugar.
En úr því að sósíalismann er
ekki að finna í Sovétrikjunum
að dómi Hjalta Kristgeirssonar
og þá væntanlega ekki heldur í
öðrum austantjaldslöndum —
hvar er hann þá? Jú, nú horfa
þeir vonglöðum augum til hins
svonefnda „Evrópukomm-
únisma". Með því er átt við
stefnu kommúnistaflokkanna í
Frakklandi, Ítalíu og Spáni,
sem hafa gerbreytt um stefnu
og vilja nú, að eigin sögn,
starfa innan hins lýðræðislega
þjóðskipulags V-Evrópu. Eitt er
þeim mjög í mun og öllum
sameiginlegt. Þessir flokkar
telja það miklu skipta að styðja
Atlantshafsbandalagið af alefli,
enda telja þeir öryggi ríkja
sinna ógnað af Sovétrikjunum
og að Atlantshafsbandalagið
og varnarsamstarf við Banda-
ríkin sé bezta vörnin. Nú bíða
menn í ofvæni eftir næstu
grein Hjalta Kristgeirssonar,
þar sem hann boðar stefnu
Evrópukommúnista í utanríkis-
málum íslands — stefnu
stuðnings við aðild íslands að
Atlantshafsbandalaginu og
varnarsamstarfið við Bandarík-
in. Vonandi er þess ekki langt
að bíða, að sú grein birtist. En
þar til hún birtist og Alþýðu-
bandalagið gerbreytir um utan-
ríkisstefnu, eru sósialistar á ís-
landi taglhnýtingar Sovétríkj-
anna í utanríkismálum, hvað
sem líður gagnrýni þeirra á
þjóðfélagskerfið sem slíkt.
Taglhnýtingar Sovétríkjanna
í utanríkismálum
! Reykjavíkurbréf
Laugardagur 2. júlí
Atvinnuvegirnir
og nýir kjara-
samningar
Aðstaða atvinnuveganna til
þess að standa undir kostnaði við
hina nýju kjarasamninga er að
sjálfsögðu mjög mismunandi.
Þannig er ijóst, að aukinn launa-
kostnaður hjá þjónustugreinum
hlýtur aö verulegu leyti að fara
beint út í verðlagið og verziunin,
sem haldið hefur verið i spenni-
treyju í álagningarmálum, stend-
ur tæpast undir stórhækkuðum
launaútgjöldum, ef stefnan i
álagningarmálum verður óbreytt.
Möguleikar framleiðsluiðnaðar-
ins til þess að hleypa launahækk-
unum sínum út í verðlagið eru
hins vegar mun takmarkaðri, þar
sem verðlag á iðnaðarvörum hlýt-
ur mjög að taka mið af verði er-
lendra samkeppnisvara og í
helztu viðskiptalöndum okkar
minnkar verðbólgan nú stöðugt.
Þar eru ekki gerðir kjarasamn-
ingar, sem leiða til slíkra launa-
hækkana sem hér. Þess vegna
hlýtur samkeppnisaðstaða iðnað-
arins bæði á innlendum markaði
og i útflutningi að versna mjög,
þegar við erum ekki í takt við
verðbólgustig í nálægum löndum.
Úrslitum ræður þó um þróun
efnahagsmála og atvinnulífs á
næstu misserum hver staða út-
gerðar og fiskvinnslu er til þess
að axla þær byrðar, sem nú hafa
verið lagðar á atvinnuvegi þjóðar-
innar. Nokkra hugmynd um það
má fá í grein, er Eyjólfur ísfeld
Eyjólfsson, forstjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, ritaði
í Morgunblaðið sl. miðvikudag um
þessi mál. I grein þessari varpar
forstjóri Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna fram þeirri spurn-
ingu, hvort hækkanir á fiskafurð-
um á erlendum mörkuðum hafi
verið svo miklar, að fiskvinnslan
af þeim sökum geti staðið undir
þessum kauphækkunum og segir:
„Þvi miður þá fer því víðs fjarri,
þrátt fyrir óvenjumiklar verð-
hækkanir á sl. ári og það sem af
er þessu ári. í fyrsta lagi þá voru
allar hækkanir fram að áramótum
þegar uppetnar i kostnaðar- og
fiskverðshækkun hér innanlands,
þannig að teflt var á tæpasta vað
um afkomu á þessu ári f von um
frekari hækkanir. Sem betur fer
hefur sú orðið raunin og vel það,
enda hefur framleiðsla gengið
snurðulaust til þessa. Þær verð-
hækkanir, sem nú eru til ráðstöf-
unar, eru því einungis og í hæsta
lagi þær hækkanir, sem orðið
hafa frá áramótum til þessa dags.
Ef gengið er út frá svipaðri fram-
leiðslu f frystingu og varð á árinu
1976 þá nema verðhækkanir 1800
millj. á ári eða um 6%. Við þetta
bætist tekjuaukning vegna geng-
issigs krónunnar að upphæð 600
milljónir eða 2%. Alls eru þetta
því 2.400 milljónir eða 8% hækk-
un söluandvirðis. Ekki er kunn-
ugt um hækkanir á saltfiski eða
skreið og raunar hefur nýlega
orðið nokkur verðiækkun á salt-
fiski. En að sjálfsögðu njóta þess-
ar greinar einnig gengissigs, sem
væntanlega hefur bætt þessa
verðlækkun. Hækkun launa-
greiðslna í fiskvinnslu við ný-
gerða kjarasamninga nemur að
meðaltali um 25% eða alls 2.700
milljónum á ári. Þetta er því
nokkru meira en tekjuaukningin
hefur orðið og er þá ekki gert ráð
fyrir neinni hækkun á öðrum
kostnaðarliðum en beinum laun-
um.“ Síðan segir Eyjólfur Isfeld
Eyjólfsson: „Það er þvf greini-
legt, að ekki er króna eftir til
fiskverðshækkunar og staða
vinnsiunnar er lakari en hún var
við upphaf ársins. Hvað svo sem
bollalagt er um getu eða getuleysi
þjóðfélagsins til greiðslu einhvers
tiltekins lágmarkskaups, þá er
þetta sá vandi sem sjávarútvegur-
inn og stjórnvöld standa frammi
fyrir að leysa með einum eða öðr-
um hætti. Ekki er enn kunnugt
um, hvaða kröfur verða bornar
fram um fiskverðshækkun af
hálfu seljenda, né hver málaiok
verða í þeim efnum, en það má
gera sér nokkra grein fyrir stærð
vandans, ef haft er í huga, að
heildar fiskkaup nema um 30.000
milljónum á ári, Fiskverðshækk-
un á bilinu 20—25% næmi því
6000—7500 milljóna útgjalda-
hækkun á ári fyrir vinnsluna.
Þetta er þó aðeins upphafið, því
að hér er á engan hátt tekið tillit
til verðbólguhjólsins, sem fer að
snúast með auknum hraða eftir að
áhrifa vfsitöluhækkana fer að
gæta í öllum kostnaðarliðum."
Ekki skal dregið f efa, að þær
tölur, sem forstjóri Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna dregur hér
fram séu réttar og ekki er sú
mynd fögur, sem hann dregur
upp af horfunum framundan og
möguleikum fiskvinnslunnar til
þess að standa undir umsömdum
launahækkunum. Ekki þarf að
skýra það einu sinni enn, að fisk-
vinnslan getur að sjálfsögðu ekki
velt kostnaðarhækkunum út í sitt
verðlag. Það eru markaðsöfl á er-
iendum mörkuðum, sem ráða þvf
verðlagi. Það má því með sanni
segja, að boltinn stöðvist hjá
frystihúsunum og þar verði menn
að horfast i augu við kaldan veru-
leikann og því ekki óeðlilegt, að
sú rödd heyrist úr þeirri átt, sem
hér er gerð að umtalsefni. Þó er
ástæða til að minna á þaó, að
fulltrúar frystihúsanna, sem aðild
eiga að Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna áttu að sjálfsögðu aðild
að gerð þessara kjarasamninga,
þ.á.m. stjórnarformaður Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, þann-
ig að Sölumiðstöðin hefur að sínu
leyti tekið ábyrgð á þessum kjara-
samningum og hlýtur þvf að bera
ábyrgð á undirskrift þeirra ekki
sfður en aðrir.
Kjarni málsins er þó sá, að nú
eins og jafnan áður er afkoma
frystihúsa og annarra fisk-
vinnslustöðva í landinu ákaflega
misjöfn. Sum frystihús eru afar
vel rekin, þau hafa komið sér upp
mjög fullkomnum tækjaútbúnaði
og lagt mikla vinnu í að koma á
sem beztri vinnuhagræðingu. Með
þessum hætti og jöfnu hráefnis-
framboði hefur fjölmörgum
frystihúsum tekizt að bæta af-
komu sína mjög og það er á allra
vitorði, sem vita vilja, að afkoma
margra frystihúsa hefur verið
mjög góð á sfðustu misserum. Er
ekki nema allt gott um það að
segja, góð afkoma frystihúsanna
er forsenda fyrir þróttmiklu efna-
hags- og athafnalffi í landinu.
Frystihúsin sjálf hafa staðfest
þessa góðu afkomu, t.d. með þeim
samningum, sem frystihúsin á
Vestfjörðum stóðu að áður en
samkomulag náðist á vinnumark-
aðnum í heild. Frystihúsin á Vest-
fjörðum eru alþekkt fyrir góðan
rekstur, sterka stjórnun og já-
kvæða afkomu og áttu mikinn
þátt f Vestfjarðasamkomulagi
svonefndu, sem i raun hleypti
samningaskriðunni af stað. Ekki
ber að draga í efa, að þeir menn
sem skrifuðu undir þá samninga
fyrir hönd frystihúsamanna á
Vestfjörðum töldu sig vera að
skrifa undir samninga, sem þeir
gætu staðið við, enda voru þeir
ekki knúnir til að skrifa undir
fremur mætti segja að þeir hafi
verið lattir til þess.
Þótt heildarmyndin, sem
Eyjólfur Isfeld dregur upp, sé þvf
í sjálfu sér rétt segir hún ekki alla
söguna. Þau frystihús sem eru iila
rekin og hafa af þeim sökum og
mörgum öðrum lélega afkomu
draga meðaltalið niður. Það er
auðvitað óþolandi með öllu, að
afkoma almennings í þessu
landi eigi að byggjast á afkomu
verst reknu og lélegustu frysti-
húsanna. Það er heldur ekki við-
unandi, að gengi krónunnar taki
mið af afkomu lélegustu frysti-
húsanna. Þess vegna er nauðsyn-
legt, til þess að menn geti áttað
sig á hinni raunverulegu stöðu
undirstöðuatvinnuveganna til
þess að axla byrðar kjarasamning-
anna, að nákvæmari upplýsingar
liggi opinberlega fyrir um af-
komu frystihúsanna. Það gæti t.d.
verið i því formi að fram kæmu
svæðisbundnar upplýsingar um
rekstur og afkomu fiskvinnslu-
stöðva, bæði frystihúsa og salt-
fiskverkunar á tilteknum svæð-