Morgunblaðið - 03.07.1977, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULl 1977
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
ÁGÚSTA MAGNÚSDÓTTIR.
Safamýri 69,
er andaðist 23. júní, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 4. júlí kl 13.30e.h.
Jón Sveinbjörnsson,
börn, tengdabörn,
bamaböm og barnabarnabarn.
+
ÓLAFUR E. GUOMUNDSSON.
Ellihaimilinu Grund
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 6. júll kl. 1 30
Fyrir hönd vandamanna.
Þorvaldur B. Grondal.
+
ANNA SÓLVEIG ÞÓRÓLFSDÓTTIR.
Fellsmúla 12,
verður jarðsungin frá Fossvogskirk|u þriðjudaginn 5. júll kl. 3.
Blóm og kransar afbeðin. en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er
bent á Kristniboðið I Konsó
... Halgi ÞorgHsaon,
Mr Halgason. Comelia Ingólfsdóttir.
+
Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar.
SVEINBJÓRG SKÚLADÓTTIR,
Bólstaðarhllð 8,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. þriðjudaginn 5. júlíkl. 13.30
GuSmundur Sigurbjömsson.
Steinunn Guðmundsdóttir.
og barnaböm
+ Eiginmaður minn, faðir okkar. tengdafaðir og afi.
JÓN SIGURÐSSON
Hringbraut 59
Raykjavlk
verður jarðsungmn frá Frfkirkjunni f Reykjavfk miðvikudaginn 6 júlf kl.
1.30 Þeim sem vilja minnast hins látna, er vinsamlega bent á
Styrktarfél vangefinna Guðrún Einarsdóttir
Halldóra Jónsdóttir Hilmar Karlsson
Gunnar Jónsson Guðrlður Ágústsdóttir
Sigurður Jónsson Ágústa K. Magnúsdóttir
og bamaböm.
+
Eiginkona mln, móðir okkar. tengdamóðir. amma Og langamma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Brávallagötu 42,
sem andaðíst 27. júní, verður jarðsungin frá Dómkírkjunni I Reykjavík
þriðjudaginn 5. júll kl 13 30.
Þeim sem vilja minnast hinrtar látnu er bent á liknarstofnanir
Guðmundur Hjörfeifsson.
Lerfur Kr. Guðmundsson, Sigrún Runólfsdóttir.
ína S. Guðmundsdóttir. Eysteinn Leífsson,
Ema Guðmundsdóttir, GIsli Kristjánsson.
Klara M. Guðmundsson, Ólafur Þ. Guðmundsson
og barnaböm.
+
Útför eiginmanns mlns,
BENEDIKTS STEINSEN.
Rauðarárstfg 7,
sem lé/t 26 júní. fer fram frá Fossvogskírkju miðvikudaginn 6. júl! kl.
10 30 fyrir hádegi
Fyrir hönd sonar okkar og annarra vandamanna,
Þórdls Steinsen.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúð. við andlát og jarðarför
BJÓRNS GÍSLASONAR
frá Sauðárkróki,
Hátúni 10A,
Hólmfrfður Jónsdóttir Ema Jónsdóttir
Staingrimur Björnsson Elsa Einarsdóttir
Jóhannas Bjömsson Esther Svavarsdóttir
Dagrún Bjömsdóttir Valdimar Gunnarsson
og barnaböm
Eyborg Guðmundsdótt-
ir listmálari - Minning
Ég kynntist Eyborgu á þeim ár-
um, þegar fylkingum Fímmara og
Súmmara laust hvað harkalegast
saman. Líklega hafa leiöir okkar
iegið saman, að einhverju leyti
vegna þess, að orrahrfðin var að
okkar mati hégómi. Nú er vist að
mestu gleymt hvað barizt var uní,
svo að óþarfi er að ræða þau mál
nánar. Eyborg hringdi oft og tal-
aði lengi, og var „indingneruð"
yfir skilningsleysinu í „fiskiþorp-
inu“ Reykjavík, og „drullumaki"
málaranna, eins og hún orðaði
það. Aldrei var þó um neinn reiði-
lestur að ræða, þvf að inn á milli
sagði hún sögur frá París. Eyborg
bankaði léttiiega með fingurgóm-
unum á símtólið, þegar hún var að
lýsa þvf hvernig Janíkovskí, vinur
hennar nostraði við myndflötinn.
Eg þekkti ekki mikið til Eyborgar
þá, en fáein brot úr lffsferli henn-
ar röðuðu sér í mynd, sem mér
féll vel f geð. Hún ólst upp f
Ingólfsfirði norður á Ströndum,
vann við skrifstofustörf i Reykja-
vik f meira en áratug hjá Búnað-
arfélagi íslands, og hálffertug
dreif hún sig til Parfsar. Þar
dvaldi hún f tæplega sjö ár, og
kynntist ýmsum geómetriskum
abstraktmálurum, sem settu svip
sinn á listalffið i París á þessum
árum, þar á meðal Folmer og
pólska málaranum Janikovskf.
Einkum var það þó Vasarely og sú
Op-list, er hann stóð fyrir, sem
hafði heilladrýgst og varanlegust
áhrif á listsköpun Eyborgar. Eftir
komuna heim til íslands hélt hún
sig við sinn geómetriska stfl, hvað
sem tautaði og raulaði, og undi
glöð við sína ferhyrninga og
hringi. Það var einmitt einn af
mörgum góðum eiginleikum Ey-
borgar, að hún var ætíð sjálfri sér
samkvæm. Þannig var hún f mál-
aralistinni, og í öllum mannlegum
samskiptum var hún klár og kvitt
og afar einlæg. Hún var traust
manngerð, sem hélt sínu striki.
Ferill hennar sein málara var
ekki ýkja langur, en hann var
heilsteyptur. Undir það sfðasta
vann Eyborg sín beztu verk, þá
var eins og ný öfl leystust úr
læðingi, og málverkin öðluðust
meiri léttleika og yndisþokka.
Gott dæmi um þennan síðasta
kafla er lítil mynd í eigu Lista-
safns Alþýðusambands fslands,
ennfremur má nefna nokkrar
skyldar myndir f eigu Reynis, eig-
inmanns hennar, og Gunnhildar,
dóttur þeirra. I banalegunni
sýndi Eyborg einstaka þraut-
seigju. Hún var hrygg i fyrstu og
talaði gjarnan um dauðann, en
þegar á leið birti yfir henni, og
loks var eins og ekkert hefði
breytzt. Hún var sú sama og hún
hafði alltaf verið, gamansöm, for-
vitin um manneskjur og málefni
og fhugul. Ævi Eyborgar átti
vissulega sfnar dapurlegu hliðar,
samt voru engar óveðursblikur á
lofti f hennar hugarheimi, þvi að
hún kaus fremur heiðríkjuna f
lffi sinu og list.
V ilhjálmur Bergsson.
Mikil kona hvarf okkur, þegar
Eyborg Guðmundsdóttir lést hinn
20. júní. Eyja var ein þeirra fáu
mannvera sem gefa okkur, er
kynnumst þeim, aftur trú á mann-
inn, einmitt á þeim augnablikum
er við efumst mest.
Ég kynntist Eyju f Paris fyrir
16 árum, á þeim tfma er hún var
að mótast sem listakona. Á þess-
um árum uppgötvaði Eyja og
reyndi óendanlega margt nýtt.
Hún eignaðist jafnframt lffstíðar-
vini sem hrifust af einlægni og
hugrekki þessarar konu er ætíð
kom til dyranna eins og hún var
klædd.
Eyja tók við áhrifum þessa
nýstárlega stórborgarumhverfis
með þeim opna hug og þeim ein-
læga áhuga, sem hún sýndi reynd-
ar allt til æviloka bæði mönnum
og málefnum. Allt vakti athygli
þessarar gagnmerku konu og öllu
tók hún með skilningi og
umburðarlyndi. Ég dáðist ætíð að
hvernig Eyju tókst að vera sjálfri
sér samkvæm og trú uppruna sín-
um í þessari hringiðu framand-
legra viðhorfa og hugmynda.
Hún skilur eftir sig eiginmann
og litla dóttur sem henni voru
kærari en allt annað. Aðeins sú
tilhugsun að valda þeim harmi
kom lengi f veg fyrir að hún gæf-
ist lfknsömum dauða á vald.
Ég óska þess nú á þeirri stundu
þegar þörfin er mest, að hún hafi
+
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við útför föður okkar
og tengdaföður
HARALDAR JÓHANSSONAR
Börn og tengdabörn
látið þeim eftir þó ekki væri nema
brot af þeim mikla sálarstyrk sem
einkenndi hana sjálfa.
Catherine Ey jólfsson.
„í leit að dropanum tæra“
Þannig skýrði Eyborg eina af
myndum sfnum og þannig finnst
mér lífsstfl Eyborgar bezt lýst.
Við Eyja hittumst fyrst fyrir
hartnær 20 árum, að kvöldi dags,
er hún kom f heimsókn til þess að
máta silfurhring, er fyrrverandi
eiginmaður minn var að smfða
henni. Upphaf vináttu okkar
Eyju var hringur í raunverulegri
merkingu. En er Eyja hefur nú
kvatt og Iagt af stað f ferðina
miklu, finnst mér þetta tfmabil
vináttu okkar vera eins konar
hringur, sem nú hefur lokazt —
og þó... er ekki hringurinn ein-
mitt tákn eilífðarinnar? Mynd
Eyju mun ætíð fylla hug minn,
svo sterk, Iifandi og nálæg. Ég sé
fyrir mér vakandi og athugult
augnaráð hennar, glettnislega
brosið. Bjarti innilegi hláturinn
hennar hljómar fyrir eyrum mér'
— ég minnist hnitmiðaðra at-
hugasemda hennar f rökræðum*
okkar er á stundum voru harðar.
Eyja var vel heima í málum og
málefnum og rökföst með af-
brigðum — alltaf var hún reiðu-
búin að hlusta, fhuga og endur-
meta, en gaf ekki eftir þar hún
taldi réttara vera. Hún var manna
sáttfúsust, og mikill mannvinur.
Framhald á bls. 37
Skilti og krossar
á grafreiti
Steypt úr áli eða kop-
ar, með upphleypt-
um stöfum. Einnig
álsteyptir vegvísar,
bæjarskilti, stafir og
fl.
Mðlmsmiðjan Hella h/f.
Síðumúla 17.
Sími 35635.
Nýkomnir
tjakkar fyrir
föiks- og vörubíia
frá 1-20 tonna
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
BilavÖrubúðin Fjöðrin h.f.
Skaifan 2, sími 82944.