Morgunblaðið - 03.07.1977, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULI 1977 3T
Kristín Margrét
Kristjánsdóttir frá
Hjalteyri -Minning
Mánudaginn 4. júlí fer fram út-
för föðursystur minnar og nöfnu,
sem lést á sjúkradeild Hrafnistu
að morgni 22. júní sl. 83 ára að
aldri. Engum kom á óvart hennar
kveðjustund, og gott að vita hana
lausa frá þvl að lifa án skynjunar
og að hvíldin kom til hennar I
svefni. Kristín var fædd á Skaga-
strönd 12/12 árið 1894 dóttir
hjónanna Kristjáns Pálssonar,
ættaðs úr Landeyjum, og
Margrétar Jónsdóttur úr Arnar-
neshreppi við Eyjafjörð en
þangað fluttu þau með dætur
sínar, Kristinu og Sigurbjörgu,
árið 1898. Kristján fékk ábúð á
Ytri-Bakka þar sem hann bjó til
ársins 1917, að hann byggði hús I
Ytri-Bakkalandi, sem fékk nafnið
Sæborg. Hann stundaði trésmiðar
og sjóróðra. Þegar Kristin giftist
sinum ágæta manni, Einari Jónas-
syni, ættuðum úr Höfðahverfi,
árið 1919, settust þau að i Sæborg.
Faðir minn, sem var hálfbróðir
þeirra systra og alinn upp hjá
föður sínum og hans góðu konu,
settist einnig að I Sæborg fljót-
lega eftir að hann kvæntist.
Svona margbýli var algengt í þá
daga og varð gjarnan eins og smá
þjóðfélag út af fyrir sig. Þarna
voru lengst af sjö manns á hvoru
heimili, og afi og amma á loftinu á
meðan þau lifðu. í fimmtán ár
bjuggum við þarna saman og allar
eru minningarnar um hana og
hennar fjölskyldu góðar. Síðan
fluttum við öll til Hjalteyrar og þó
ekki væri búið undir sama þaki
mátti heita daglegur samgangur á
milli heimilanna á einn eða annan
hátt.
öll litum við til liðins tíma
þegar við kveðjum vin og hvort
sem ég lit til sorgar eða gleði-
stunda æskuára kemur mynd
hennar fram. Kristín var einstak-
lega rösk og vinnusöm kona vand-
virk og var einksr lagin að fá
mikið úr litlu og nýta alla hluti til
fulls, allt sem hún gerði með
höndum sínum hvort sem það var
að sauma flík úr gömlu eða nýju
eða búa um sár á litilli
manneskju, varð ekki betur gert.
Kristfn var frá á fæti og þegar
hún þurfti að bregða sér bæjar-
leið hljóp hún alltaf við fót, og fór
hraðinn mjög eftir þvi hve
erindið var mikilvægt. Henni var
gefin lifsgleði og lífsviska sem
gleymist ekki þeim sem með
henni voru.
Kæra kveðju sendir móðir min
og þakkar öll þeirra samveruár og
þá hjálp og hlýju sem þún alltaf
átti vísa hjá þeim hjónum. Hér
hefur verið stiklað á stóru I lifi
merkrar konu. Þau Kristin og
Einar eignuðust fimm börn sem
öll lifa. Þau eru Jónas, búsettur i
Noregi, Haraldur í Garðabæ,
Pétur, Þórhallur og Maria búsett i
Reykjavík. öll eru þau dugleg og
gott fólk, sem hafa launað foreldr-
um sínum gott uppeldi með sér-
stakri umhyggju þegar þau fluttu
til Reykjavikur, til að vera í
návist niðja sinna. Stór var hópur
barna, tengdabarna og barna-"
barna sem kvaddi Einar þegar
hann dó í febrúar 1969, og ennþá
stærri sem kveður elskulega
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu á morgun og þakkar
fyrir allar samverustundir.
Margrét K. Þórhailsdóttir.
— Minning
Eyborg
Framhald af bls. 36
Ég var lánsöm að eignast slíkan
vin sem Eyju. Skemmtileg var
hún hlý, vitur og dugmikil, ein-
læg og einörð.
Það er ekki aðeins vinur minn
Eyja sem er mér svo minnis-
stæður, heldur og myndlista-
maðurinn Eyborg. Mér finnst
þýzki myndlistamaðurinn
Georges Folmer lýsa mjög vel
myndlist Eyborgar í sýningarskrá
hennar 1968:
„Okkur langar til að kynnast
henni. i list sinni er Eyborg
ímynd sjálfrar sín: skýr og göfug i
hugsun, mannleg og laus við
venjulega hleypdóma, —
heilbrigt og ákveðið hugarfar.
Þessi almennu orð nægja til að
skýra þann áhuga, sem máiverk
hennar vekja. Það er eins og út
frá þeim stafi sérstætt innra lif.“
Á seinni árum þurfti Eyja að
samræma myndlistarstörf og
húsmóðurstörf. öll sin hlutverk í
lifinu tók hún alvarlega og lagði
sig heilshugar fram. Hún hafði af
miklu að miðla — allt þetta upp-
lifði hún af mikilli gleði og virkni,
þar til á siðustu stundu er kraftar
þrutu. Erfiða og langa sjúkdóms-
legu lét hún ekki draga úr sér
lífsgleði og lífsáhuga. Hún kvaddi
sátt og þakkiát.
Eiginmanni Eyborgar, Reyni
Þórðarsyni, og dóttur hennar,
Gunnhildi litlu, svo og öðrum, er
Eyborgu voru kærir, votta ég
djúpa samúð mína.
Minningin um Eyju fyllir hug
minn þakklæti og hlýju.
Sigga Björns.
Birting
afmælis-
og minning-
argreina
ATHYGLI skal vakin á þvl, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast I sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.
Hversvegna ekki hvort tveggja?
nýr AMIGO og sólarlandaferð
SKoda Amigo erodýr bifreió. þess vegna getur þu leyft þer aó fara lika til
sólarlanda.
Skoda Amigo er mjög falleg og stíihrein bifreió. Hun er buin fjölda tæknilegra
nýjunga og öryggió hefur verió aukió til muna.
Komió og skoóió þessa einstöku bifreió.
JÖFUR
HE
AUOBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600