Morgunblaðið - 03.07.1977, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULl 1977
39
Minnisvarði Vilhjálms Stefánssonar ( Árnesi.
allstór hópur yfirgaf nýlenduna
of flutti suður til Bandarikjanna,
nam land rétt sunnan við landa-
mærin í fylkinu Norður-Dakota
og er byggðin oftast kennd við
þorpið Mountain. Þetta var frjó-
samt akuryrkjuland enda blóm-
gaðist byggðin fljótlega og þetta
varð fjölmennasta byggð landa
okkar í Bandaríkjunum.
fyrir norðan en Calgary fyrir
sunnan. I þessum borgum hefur
fólki af íslenskum ættum farið
sífjölgandi á undanförnum ára-
tugum, flest flutt þangað frá
byggðum Manitoba og víðar að,
sumir frá íslandi.
KYRRAHAFSSTRÖNDIN.
Að lokum skulum við halda
vestur á Kyrrahafsströnd og at-
huga byggðir landa vorra á þeim
slóðum. Aðeins ein landnáms-
byggð myndaðist þar, að mestu í
Bandarikjunum alveg við landa-
mærin og kennd við bæinn Blaine
og einnig skagann Point Roberts
og þó að hópurinn væri fámennur
og I næsta nágrenni við mikil
þéttbýlissvæði hefur hann haldið
eigind sinni furðu vel. í stórborg-
inni Vancouver I British Co-
lumbiafylki var mjög fátt fólk af
íslenskum ættum alveg fram til
1930 en þá fór að strayma þangað
fólk austan frá Manitobabyggð-
um, fullsatt af vetrarhörkum og
erfiðleikum leitaði það I hið milda
loftslag vesturstrandarinnar og
betri afkomuskilyrði. Þó nokkur
slæðingur af fólki fluttist einnig
þangað frá íslandi á vissu tíma-
bili. Nú eru islendingar orðnir
fjölmennir I Vancouver og nær-
liggjandi byggðum og þar starfar
nú fjölmennasta félag íslendinga
I Vesturheimi. Ef litið er lengra
suður á bóginn verður fyrst fyrir
manni stórborgin Seattle og þar
er einnig vænn hópur af löndum.
Sama er að segja um borgirnar
San Fransisco og Los Angeles,
einkanlega þá siðarnefndu. Þar
sem ég er nú kominn á flakk um
Bandaríkin er best að leita austur
á bóginn og staldra við í mor-
mónaríkinu Utah þar sem við I
bænum Spanish Fork finnum af-
komendur íslendinga er þar
námu land árið 1854. Enn austar I
borgunum Minneapolis og
Chicago eru allstórir hópar af
löndum vorum en eins og I fyrr-
nefndum stórborgum er þetta
fólk sem hefur siæðst að úr ýms-
um áttum á löngu árabili. En öll-
um er þeim það sameiginlegt að
hafa bundist félagsböndum, að
halda tryggð við fornar erfðir frá
landi feðranna og sýna þvi
ræktarsemi.
vörubifreióastjórar
Flóð I Winnipegvatni urðu til
þess að enn urðu þaðan fólks-
flutningar, I þetta sinn til nýs
landnáms i Suðvestur-Manitoba
er fékk nafnið Argyllebyggð og
bærinn Glenboro miðstöð hennar.
Þarna lentu landarnir á einu
akuryrkjulandi i Vestur-Kanada,
fengu reynda og dugandi skozka
bændur fyrir nágranna er reynd-
ust þeim góðir kennarar og einnig
fljótlega járnbraut sem gerði
flutninga auðvelda. Varð þetta á
skömmum tima eitt blómlegasta
byggðarlag fylkisins. Vert er að
geta um tvö fámenn byggðarlög
sunnar í Manitoba, kennd við bæ-
ina Morden og Piney. Þá hefur, i
stórum dráttum verið gerð grein
fyrir byggðum landa okkar i
Manitoba þar sem þeir hafa frá
fyrstu verið lang fjölmennastir.
HVEITIRÆKT.
Fyrir vestan Manitoba er Sa-
skatchewanfylki, löngum talið
besta hveitiland heims. Það er allt
á sléttunni en samt ekki alls stað-
ar flatlent, sums staðar hafa
veður og vindar skorið í það
grunna dali með hæðahryggjum á
miíli og gróðurfarið er mjög mis-
jafnt, sums staðar gróðurrýr
hrjóstur en á öðrum svæðum mik-
il frjósemd. Ut um þessa miklu
viðáttu dreifðust landnemarnir i
kjölfar járnbrautanna fyrir og
eftir aldamótin. Fyrsta islenska
byggðin i þessu fylki var i austur-
jaðri þess og kenndi sig við Þing-
velli. Hún varð aldrei fjölmenn
en ibúunum vegnaði vel. Nokkr-
um árum siðar hófst landnám
töluvert vestar í fylkinu, nefndist
Vatnabyggð og hlaut nafnið af
tveimur allstórum vötnum norðan
við byggðina. Þetta var fjölmenn
byggð og vegnaði mjög vel þvi að
landgæði voru mikil. Er búskapur
margra stór í sniðum, afar við-
lendir hveitiakrar. Athygli hefur
það vakið í fylkinu hversu margir
frömuðir i menntamálum hafa
komið úr þessari byggð.
Alberta er vestast af sléttu-
fylkjunum en í vesturjaðri þess
rís hin mikla fjallagriðing, Kletta-
fjöllin. Á landnámsárunum
myndaðist þar aðeins ein fámenn
byggð, Markervillebyggðin, og
voru það mest ungir menn frá
Mountainbyggðinni sem leituðu
nýrra heimkynna vegna þrengsla
heima fyrir. Var landaleit þeirra
hin mesta ævintýraferð og alveg
furðulegt að þarna skyldu þeir
lenda á gæðalandi, hentugu að
jöfnu til akuryrkju og nautgripa-
eldis. Nafn þessarar fámennu
byggðar mun seint fyrnast því að
skáldið Stephan G. Stephansson
var einn af landnemunum og bjó
þar til dauðadags. í nokkuð jafnri
fjarlægð frá Markerville eru nú
fjölmennar borgir, Edmonton
4.29-07
verólækkun
á ^owí/n hjólbörðum - ótrúlegt tilboó,
sem enginn ætti að hafna - pantiö strax
Framhjólamynstur
1100 x 20/16 - 56.300
1000 x 20/14 - 52.600
900 x 20/14 - 47. 700
825 x 20/12 -36.600
JÖFUR
HR
Afturhjólamynstur
1100 x 20/16 - 57.800
1000 x 20/14 - 54.500
900 x 20/14 - 49.200
825 x 20/14 - 39.600
AUOBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SIMI 42600