Morgunblaðið - 03.07.1977, Page 44

Morgunblaðið - 03.07.1977, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JtJLl 1977 VlEO MORÖJK/- . MTFINU V, : Ekki of nærri lillu krflunum; það er ekki að vita nema mamman sé grimm. Gesturinn hafði flutt af Kisti- húsinu án þess að greiða reikninginn. Hóteleigandinn skrifaði honum: „Kæri herra L. Jónsson. Viljið þér gera svo vel að senda upphæðina á reikningi yðar frá gistihúsinu. Með mikilli virðingu o.s.frv.“ En þessi L. Jónsson svaraði með eftirfarandi bréfi: „Kæri gistihúsaeigandi. Upphæðin á reikningnum er 3,500 krónur. Virðingarfyllst. L. Jónsson." 1 hóteli. — Get ég fengið ritföng lánuð? Þjónn: Eruð þér gestur hér? — Nei, ég er ekki gestur, ég er látinn borga 20 dollara fyrir hvern sólarhring. Dómarinn: Þér eruð sakaðir um að hafa tekið járnstengur frá Páli járnsmið. Þjófurinn: Ja, læknirinn sagði að ég vsri blóðlaus og yrði að taka járn. Þarf þessi hrossahlátur alltaf að fylgja bröndurunum? Frúin: ó, hvað ég er fegin að þú ert kominn heim. Ég gaf betlaranum þarna nokkuð af miðdegisverðinum og sfðan hefur hann sofið þarna f stólnum. Maðurinn: Ertu þá viss um, að hann hafi ekki steindrepizt? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Segja má að talning byrji og endi þegar meta skal jafnar hend- ur en hafi mun minna að segja þegar um skiptingarhendur er að ræða. Oft gengur illa að sannfæra Iftt reynda spilara um þetta at- riði, enda skiljanlegt. En reynsla sýnir, að samlega spilanna og hag- stæð skipting hefur oft meira að segja en há punktatala. Lítum á dæmigert spil, sem kom fyrir í rúbertubridge. Suður var gjafari en allir voru á hættu. Norður S. KD105 H. Á82 T. ÁKDG L. 85 Vestur Austur S. ÁG84 S. 92 H. 10 H. 9743 T. 106 T. 7532 L. K106432 L. ÁD9 Hann er orðinn vellríkur á því að syngja baráttu- söngva gegn auðvaldsskipulaginu og kapitalistum! V erðbólgusamn- ingar, þingmenn og láglaunafólk Sigurður Jónsson, Skafta- hlfð 6, skrifar: „Ég er ómenntaður og enginn stflísti, en mig langar að koma á framfæri fyrirspurn. Nú er talað um verðbólgusamninga, en laun hinna lægstlaunuðu eru um 100 þúsund á mánuði. Þingmenn fá fæðispeninga, sem nema 1175 krónum á dag, og lið- lega 30 þúsund í húsaleigustyrk. Svo fá þeir 300 þúsund á ári f bílastyrk. Og nú spyr ég: Hvað fá þeir svo ikaup? Er þetta ekki verðbólguhvetj- andi? Það má telja víst, að aðeins 20% vinni fyrir 80% þjóðarinnar. Gaman væri að fá skýr svör og ekki sfður ef stílfærir menn vildu tjá hug sinn og hefja umræður um þetta efni. Sigurður Jónsson". Um kaupgreiðslur til þing- manna — eða þingfararkaup — er það að segja, að það losar nú 218 þúsund á mánuði, en verður við næstumánaðamót tæplega 227 Tæki með rússneskri áietrun, sem fnndust f Kleifarvatni. Suður S. 763 H. KDG65 T. 984 L. G7 Sagnirnar: Suður Vestur Norður Austur Pslss pass l tígull pass 1 hjarta dobl pass 2 lauf pass 3 lauf dobl og allir pass. Fyrst vestur á annað borð ákveður að segja þá er dobl mun betri sögn en tvö lauf. Með þvl býður hann fálaga sinum upp á að berjast um bútinn í öðrum hvor- um svörtu litanna. En þegar austur valdi laufið ákvað vestur að bregða sér á leik og hækkaði um einn. Ekki var hægt að taka þá sögn alvarlega eftir passið upphaflega. En norður, með sina nítján hápunkta, gat ekki á sér setið. Hann doblaði og tók síðan þrjá fyrstu slagina á rauðu litina eftir (gulútspil suðurs. Og spilaranum í vestur leist ekki á spilið þegar hann, blindur, þurfti að trompa hjarta I fjórða slag. En líðan hans skánaði þegar í ljós kom, að aust- ur átti aðeins tvo spaða og varð síðan góð aftur þegar spilið vannst. „Ég gat ekki annaó en doblað með nitján punkta," sagði norður eftir spilið. En hann gat unnið rúbertuna sjálfur hefði hann stutt hjartalit félaga síns. ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER 51 Hemmer neri órólega hökuna á sér og leit f áttina til Peters en hann sneri sér frá. — Vegna þess að verið getur að Frede sé veikur, tautaði hann. — Þess brýnni ástæða til að ég komi með. — Þú skilur þetta ekki, sagði Hemmer. —Við eigum á hættu að hann grípi til ofbeldis. — Hvað áttu við? — Ilann er vopnaður. Lena horfði á hann galopnum munni. — Já, sagði Hemmer óróleg- ur — hann er vopnaður. Og það er hætta á þvf að hann sé svo veikur að hann taki upp á þvf að skjóta. — En hvað með þig þá? Og Peter ef hann ætlar að fara með þér. — Við revnum að gera við- eigandi og nauðsynlegar var- úðarráðstafanir. — Ég ætla að koma með. Hann hefur áður sýnt þér of- beldi Victor. Eins og þú hlýtur að muna. En gagnvart mér hef- ur aldrei örlað á slfku. Mannstu þegar... — Það kemur ekki til mála, greip Ilemmer fram f fyrir henni. Lena sneri á hæli og gekk fram. Peter sagði: — Ég fér upp og hef mig til. — Já, sagði Hemmer eins og annars hugar. I stiganum stóð Lena. Þegar Peter kom, gekk hún inn f her- bergið sitt án þess að mæla orð af vörum. Peter settist ð rúmstokkinn og fór að hafa fataskipti. Hann fann enn til óljósrar tregðu gagnvart þvf að eiga að taka þátt í að finna Frede. Var það af þvf að hann væri hræddur um lff Hemmers? Kannski f og með. Hann sá fyrir sér byssuna sem Frede hafði beint að hon- um og starandi augun sem horfðu Óaflátanlega á hann. En trúði hann þvf f raun og veru að Frede myndi skjóta á föður sinn? Nei, innst inni gat hann ekki fengið af sér að trúa þvf. Og ekki að Frede gæti skotið á nokkra manneskju. Hvers vegna þá þessi tregða? Hann gekk að veggnum og lagði við eyra en heyrði ekkert. Og þó. Hún gekk fram og aftur, hægum skrefum. Frede hafði sagt að þeir myndu ekki taka sig lifandi... Skyndilega fann hann fara um sig kuldahroll. Var það þess vegna sem hann vildi ekki fara? Vegna þess hann vildi ekki að Frede kæmi aftur? Vegna þcss hann var hræddur um að Lena... Nei, það var óhugsandi. Hann gekk að speglinum og virti andlitsmynd sfna fyrir sér. Eg ætti að roðna af blygð- un, hugsaði hann. — Peter, æpti Hemmer neð- an úr ganginum, — reyndu að haska þér. Hann steypti peysunni yfir sig og fór f létta strigaskó. Þegar hann kom fram á gang- inn stóð Lena í gættinni. Hún sagði ekket en hann sá sama ásökunarsvipinn og fyrr á and- liti hennar. — Bless á meðan, sagði hann lágt. — Hvað sagði Frede? sagði hún. — Um hvað? — Um mig? — Ekkert. Hann vildi helzt tala um annað. — Hvað? — Vmislegt. — Þú ert slæmur vinur. — Spyrðu Hemmer. — Þú gætir ekki hugsað þér að sýna sjálfstæði svona rétt til tilbreytingar. — Peter, hrópaði Hemmer á ný- XI Þegar þeir höfðu komið far- angrínum inn f bflinn sagði Peter. . — Eigum við ekki að bfða til morguns? Hemmer horfði fhugull á hann. — Hvers vegna? — Það vcrður orðið skugg- sýnt þegar við náum á áfanga- stað. — Það er ekki dimmt á kvöldin. — Þegar er jafnskýjað loft og nú er orðið rökkvað þegar kemur fram á kvöldið. — Það skiptir engu máli, sagði Hemmer hranalega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.