Morgunblaðið - 13.08.1977, Page 2

Morgunblaðið - 13.08.1977, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. AGUST 1977 Rafvirkjarnir hætta undanþág- um á þriðjudag „NEI, það hefur ekki verið boðað til fundar og ég hef ekk- crt um slíkt heyrt,“ sagði Magnús Geirsson, formaður rafiðnaðarsambands Islands, er Mbl. ræddi við hann 1 gær- kvöldi. Rafvirkjar, sem vinna hjá ríkisveitunum, en eru ekki ríkisstarfsmenn hafa á mánu- dagskvöld verið þrjár vikur í verkfalli og á fundi í gærmorg- un samþykktu þeir að frá og með þriðjudeginum myndu þeir hætta að veita undanþág- ur vegna bilana, ef ekki hefur samizt fyrir þann tíma. Að sögn Magnúsar hefur talsvert verið um undanþágur til viðgerða, þar sem mikið hef- ur verið um bilanir, einkum í Húnavatnssýslum, á Vestfjörð- um og á Austurlandi, þar sem línur og tengivirki þola illa álagið m.a. vegna súrheys- þurrkunarinnar. Tók niðri Fjörutíu lesta bátur, Draupnir HU 65, tók niðri á svonefndum Flandraraboða skammt frá bryggjunni á Djúpavogi í fyrri- nótt. Varðskipið Arvakur lá inni á Djúpavogi og kippti það bátnum lausum. Manuela í f remstu röd íalþjódlegri flautukeppni Manuela Wisler flautuleikari hlaut 3. verðlaun í alþjóðlegri keppni flautuleikara í Vicenza á ttalíu fyrir skömmu, en Manuela keppti þar fyrir tslands hönd. 11 lönd tóku þátt f keppninni með alls 31 flautu- leikara, en 1. verðlaun voru ekki veitt. í fyrstu umferð urðu þátt- takendur að leika sónötu eftir Bach og sérstakt tónverk sem var samið fyrir þessa keppni. I 2. umferð var á efnisskránni flautukonsert eftir Mozart og nútímaverk, val úr sex tón- verkum, en í 3. umferð var sjálfvalið verk. „Vonast eftir vidunandi lausn innan fárra daga” „MALIÐ hefur verið rætt við fuli- trúa ríkisstjórnarinnar og er nú í athugun hjá bönkunum," sagði Jónas Haralz bankastjóri Lands- bankans þegar Morgunblaðið spurði hann í gær hvort rétt væri að mikil andstæða væri gegn því innan bankanna að aflaandvirði fiskiskipa yrði greitt af veðsetn- ingu í viðskiptabanka. Þá sagði Jónas, að hann vonaðist til að viðunandi lausn fengist á málinu innan fárra daga. Skemmdirnar á Alafossi Þessar myndir af Álafossi voru teknar í höfninni í Helsingjahorg í Svíþjóð, skömmu eftir að skipið kom til hafnar eftir að hafa lent í árekstri við dönsku járnbrautarferjuna Kronborg. Vel sést hvernig gat hefur komið á skipið ofarlega á bak- borðskinnung á móts við akkerisstæðið, en akkerið slitnaði af við áreksturinn. M.vndirnar tók Jón Guðnason skipstjóri á Álafoss. Bær frá 10. öld grafinn upp á HRAFNSEYRI „ÞAÐ SEM við grófum þarna upp er bær frá 10. öld að við teljum,“ sagði Mjöll Snæsdóttir fornleifa- fræðingur í samtali við Mb. I gær- kvöldi, en hún var þá nýkomin til Reykjavíkur, ásamt Guðmundi Ölafssyni fornleifafræðingi og Kristfnu Sigurðardóttur forn- leifafræðinema, vestan frá Hrafnscyri við Arnarfjörð, þar sem þau hafa unnið að fonleifa- greftri 1 sumar. „Það sem við grófum upp, var skáli með einu afhýsi og langeldi, jarðhús þar rétt hjá, sem hefur verið baðhús, og svo smiðja. Skálinn er þrettán metra langur að innanmáli." „Þarna heitir Grélutóftir og timans vegna gæti það staðið að þetta væri bær þeirra landnáms- hjóna, Áns og Grélafar sem Land- náma getur um. Þau byggðu fyrst f Dufansdal, en Grélöfu fannst þar ilma illa úr grasi svo þau fluttu sig og byggðu Eyri við Arnarfjörð, að þvf er Landnáma segir. Þessar tóftir eru í um tíu mín- útna gang í vestur frá Hrafnseyr- arbæ, niður undir sjó, vestur und- ir Hrafnseyraránni." Að sögn Mjallar fundu þau þremenningarnir mjög lítið af hlutum í tóftunum, dálftið af járnbrotum, pottbrot úr klébergi, nokkrar glerperlur og smástykki úr tálgusteini. í smiðjunni fannst svo mikið gjall. Mjöll sagði að tóftirnar hefðu verið mjög grunnt, jafnvel svo, að það hefði valdið þeim erfið leik- um, en jarðvegurinn ofan á hefði verið um skóflustunga að þykkt. Fornleifagröftinn hófu þau 22. júní og sagði Mjöll að þarna í kring væru fleiri rústir, sem von- andi gæfist tækifæri til að athuga næsta sumar. Þúsundir Mendinga á suðlægum slóðum Fullskipað í sólarlandaferðir um þessar mundir MORGUNBLAÐIÐ hafði f gær samhand við þrjár ferðaskrifstof- anna og innti frétta af gangi mála I sambandi við ferðir til sólar- landa. Alls eru þessar þrjár ferða- skrifstofur nú með um 3500 Is- lendinga á sfnum snærum f sólar- löndum um þessar mundir og er nokkra aukningu að ræða frá s.l. ári. Fara hér á cftir samtöl við talsmenn ferðaskrifstofanna. „Við höfum aldrei flutt eins mikinn fjölda af íslendingum til sólarlanda á einu sumri og við höfum orðið að neita farþegum i Framhald á bls 18. „Við munum flytja létta sígilda tónlist,, 13 tónleikar Sinfóníuhljómsveit- arinnar á liringferð um landið Sfldveiðarnar hefjast 20. ágúst HEIMILT verður byrja sfldveiði með reknetum eftir átta daga eða hinn 20. ágúst n.k. Má búast við að flestir rekneta- bátanna haldi þá strax til veiða, þar sem heildarkvóti hefur verið settur á reknetabátana, samtals 10 þúsund tonn, en heimilað hef- ur verið að veiða 25 þúsund lestir af síld í haust. AIIs hafa 64 bátar fengið leyfi til síldveiða með rek- netum. Hringnótabátar mega hins veg- ar ekki hefja veiði fyrr en 20. september n.k. og er þeim heimilt að veiða samtals 15 þús. lestir en aflanum er skipt niður á bátana, sem stunda síldveiðar með hring- nót. Sigurður Björnsson óperusöngv- ari, framkvæmdastjóri Sinfónfu- hljómsveitar tslands. Sinfónfuhljómsveit Islands leggur 7. sept. n.k. upp í viða- mestu hijómleikaför sem hljóm- sveitin hefur farið um landið, en hún mun halda 13 tónleika á Norður-, Austur- og Suðurlandi. Fyrir ári hélt hljómsveitin tón- leika á Vestfjörðum og f sumar á Snæfellsnesi. Var hvarvetna mik- il aðsókn að hljómleikum Sin- fónfuhljómsveitarinnar og vfðast hvar húsfyllir. Hljómleikaför Sinfónfunnar að þessu sinni mun standa f tæpar tvær vikur og verð- ur ferðast f rútubílum. „Þetta verður 60 manna hóp- ur“, sagði Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar i samtali við Morgunblaðið, „ en stjórnandi verður Páll P. Pálsson og ein- söngvarar verða Siglinde Kahmann og Kristinn Hallsson. Á þessum tónleikum verðum við með létta sfgilda tónlist, engar sinfóníur, heldur munum við koma til móts við almennan tónlistaráhuga fólks og kynna jafnframt sinfóníu- hljómsveitina og þá möguleika sem slík hljómsveit býr yfir, en Sinfóníuhljómsveitin hefur Framhald á bls 18. Hrafn Halldórsson Maðurinn, sem fórst i bifhjóla- slysinu í Reyðarfirði s.l. miðviku- dag hét Hrafn Halldórsson til heimilis að Brú í Jökuldal. Hrafn var fæddur 22. september 1949. Sprengingar Rússanna; „99% til&mmgamál — en ekki dynamit” „MER finnst að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu f sambandi við þessar sprengingar vfsinda- manna hér um slóðir, þetta eru veiðimannasögur að allt sé fullt af dauðum seiðum um alla á. Eg held að þcir hafi í höndun- um 12 seiði," sagði Stefán Sig- urmundsson þegar Mbl. náði tali af honum á Litlu Tjörnum í gær, en Stefán er fulltrúi Orku- stofnunar með rússnesku vfs- indamönnunum sem eru við landreksmælingar. Mælitækni þeirra byggist á sprengingum f vatni og nota þeir frá 5—200 kg. af dynamiti f hverri spreng- ingu. Leiguhafar á veiðiréttind- um f Fnjóská hafa ákveðið að kref jast skaðabóta vegna trufl- — segir fulltrúi Orkustofnunar unar á veiði af völdum spreng- inga og oddviti Ljósavatns- hrepps vfsaði vfsindamönnum burtu frá Fosshóli þegar mann- virki þar nötruðu öll f einni sprengingunni f Skjálfanda- fljóti. „Varðandi það að það sé tukt- hússök að sprengja á þennan hátt eins og formaður veiðifé- Iagsins Flúðir á Akureyri seg- ir,“ sagði Stefán, „þá er það rétt ef menn læðast að nóttu til og sprengja í hyl fullum af fiski, en það er ekki okkar háttur og þar sem við sprengjum skemm- ir sprengingin út frá sér i 20—30 m fjarlægð. Eg er illa svikinn ef öll seiði i Fnjóská hafa einmitt verið á sundi þarna sem við sprengdum. Ég tel að þarna séu Akureyringar að vesenast i máli sem þeim kemur ekkert við þótt þeir hafi Ieigt ána. 1 sambandi við þessar rannsóknir höfum við talað við 20—30 landeigendur, eitt veiði- félag, náttúruverndarráð og við höfum haft sama hátt á og s.l. ár, en þá var Jón Kristjánsson fiskifræðingur hjá Veiðimála- stjóra með okkur í ráðum. Um tjörnina hjá Litlu Tjörn- um, sem rætt hefur verið um, Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.