Morgunblaðið - 13.08.1977, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.08.1977, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGUST 1977 VEIÐIÞÁTTUR Göngum við til laxveiðimanns í dag og fáum að lfta í flugubox- ið hans, er hugsanlegt að við sjáum á einum stað gott úrtak af þeim flugugerðum sem not- aðar eru, og það er liklegt að vel flestar séu hnýttar úr hári. Þetta er þó aðeins „líklegt" vegna þess að sumir veiðimenn eru íhaldssamir eins og gengur og gerist, og við gætum alveg eins hitt á veiðimann, ungan sem aldinn, sem heldur tryggð við fjaðraflugurnar sínar. Raunar er það algengast að menn bjóði laxinum sitt á hvað, fjaðraflugu og hárflugu, en mig grunar að hárflugan sé smám saman að þoka hinni til hliðar. Þessi þróun er að nokkru inn- flutt, þvf erlendir laxveiði- menn, sem hingað koma á sumrin, og margir eru sannkall- aðir heimshornaflakkarar og veiðimenn fram f fingurgóma, færa okkur allt það nýjasta, jafnskjótt og það verður til. — Og enginn getur legið íslendingum á hálsi fyrir það, að þeir séu seinir að tileinka sér nýjungar í veiðimennsku. önnur ástæða þessarar þróun- ar, og hugsanlega jafnrík, er sú hve auðvelt er að fá keyptar góðar hárflugur hér í verzlun- um, og hin þriðja: að hárflugur eru veiðnar. Hárflugan er að verða einkennisfluga okkar tíma, svipað og skrautflugan var á nftjándu öld. Margar teg- undir fugla sem notaðar voru í hinar klassísku flugur eru nú sjaldgæfar og friðaðar, og frek-' ar en að hnýta gömlu gerðirnar úr eftirlfkingum hafa veiði- menn og hnýtarar beint athygli sinni að hárinu. Elzta hárflug- an sem vitað er um, var færð í veiðibók á Nýfundnalandi árið 1795 og lýst þar. Hún hét „Red Cow Fly“ og fékk það nafn ein- faldlega vegna þess að hún var hnýtt úr hárum rauðrar kýr. Eins var um aðrar gamlar hár- flugur, sem eiga sér óljósari uppruna, þær voru látnar heita því sem í þeim var, svo sem „Ten Bear Fly.“ I henni voru tíu hár úr birni. „Twenty Bear Fly,“ eða „Ordinary Bear Fly,“ sem hét svo vegna þess að eng- Wa; JÓN HJARTARSON inn nennti að telja hárin. Um og eftir aldamótin fór þeim veiðimönnum snlám saman fjölgandi sem hnýttu og notuðu eingöngu hárflugur, einkum í Norður-Ameriku. Það er til dæmis ekki vfst að menn viti að „Rotturnar" svonefndu; gulu, svörtu og silfruðu, eiga 66 ára afmæli í október næstkomandi. Vmsar aðrar þekktar hárflug- ur, sem við notum, nálg- ast einnig eftirlaunaaldurinn. Fyrstu hárflugurnar voru mik- ið kiæddar, en þegar tímar liðu varð algengara að klæða þær létt. Hárin hafa þann eiginleika að lifna f vatni, spennast út og sveiflast lokkandi til og frá, en með þvi að ofhlaða flugurnar glatast þessi mýkt. Hárflugurn- ar sem við notum í dag, eru því i margra augum ósköp lítið spennandi samanborið við fyrri litadýrð. Um það, hvort þær eru veiðnari en fjaðraflugur skal> ósagt látið. II Hér á landi eru margir sem hnýta sinar flugur sjálfir, og nokkrir sem hnýta fyrir veiði- menn og selja. Þessum mönn- um er það að þakka, að fslenzk- ir veiðimenn vilja nú helzt kaupa islenzkar flugur. Þetta er mikil og ör breyting frá þvi sem áður var, því fyrir nokrum árum, segjum tíu, fimmtán ár- um, þótti litið koma til flugu sem ekki bar erlent nafn. Nú skreyta veiðibækurnar nöfn eins og Kolskeggur og Kisa, Rauðhetta og Litli-Jón og svo framvegis. I veiðiboxinu minu á ég nokkrar flugur sem eru búnar til og hnýttar af Kristjáni Gislasyni, sem margir kannast við sem fyrrverandi verðlagsstjóra. Þessar flugur eru mjög vel gerðar og nosturs- lega unnar. Einkum er vandað til bolsins, sem oft er tví- og þrískiptur, og höfuðið er óað- finnanlegt, smágert og marg- lakkað, þannig að flugurnar endast árum saman. Vængirnir, eða frekar vængurinn þegar talað er um hárflugu, er ein- faldur, oftast úr hári íkornans og léttklæddur. Með leyfi Kristjáns hef ég hér teiknað nokkrar þeirra til gamans, því þessar flugur eru íslenzkar f — „húð og hár“. GRlMA A þessa flugu veiddi Kristján fyrst í Grímhólshyl í Laugar- dalsá við Djúp, 29. ágúst 1965. Þaðan er nafnið, en það er göm- ul venja og ófrávikjanleg; að flugu má ekki gefa nafn fyrr en hún hefur veitt, og að flugu má aldrei breyta frá fyrstu gerð, hafi hún fengið nafn. Grímurn- ar eru fjórar: gul, blá, græn og rauð. Sú bláa hefur dökkblátt stél og skegg; hálfan bolinn blá-- an og hálfan svartan. Stélrót og bolskipti eru gerð af svörtum strútsþönum. Broddur gullinn og rendur einnig. Vængur: brúnn íkorni. Haus: svartur. SVALA Sæblátt skegg og stél. Silfur- bolur. Vængur: grár fkorni. Hárin eru þrilit frá rót; brún, svört og hvít. Haus: svartur. KOLSKEGGUR Stéllaus, Skegg: svart. Hálfur bolur silfur, hálfur svart silki og vafinn silfurbandi. Vængur: svartur íkorni. IÐA Stél og skegg: dökkblátt. Bol- ur: vafinn silfurþynnum, sem snúnar eru á bómullarþræði. Vængur: svartur og haus: rauð- ur. GRVLA Þessi fluga er eins hnýtt yfir og undir leggnum. Broddur og bolur: silfur. Stélrót: rautt ullarband. Klofið stél yfir og undir: dökkblátt. Gular hana- þanir afturliggjandi frá bol- miðju og frá svörtum haus: rauðar hanaþanir, einnig aftur- liggjandi, og brúnt íkornahár yfir og undir leggnum. RÆKJA Stél, fætur og skegg: hana- hnakki, litaður appelsinugulur. Bolur: ullarband i sama lit. Gullrendur. Ur bolnum aftan- verðum rísa nokkrar þanir úr hnakka gullfasanans, og frá hausnum, sem er rauður, liggja appelsínugular þanir. Bolurinn er sívafinn hana- fjöðrum, þannig að meginlitur- inn verður annað hvort rauður, gulur, grár, grænn eða blár o.svo frv., en fylgilitur, eða aukalitur, er annar, t.d svartur eða hvítur; einnig úr hanafjöð- ur. Bolurinn sfðan klipptur niðurmjókkandi til haussins, sem er tvílitur, t.d rauður og svartur, ef meginliturinn er rauður. Bolurinn, sem er vaf- inn grönnu silfurbandi, verður eins og sfvalur mjókkandi bursti. Stélið á rauðri flugu er úr dökkbrúnum hanahnakka, og fálmararnir úr fjaðrastöfum, þ.e.a.s. úr reittum hanafjöðr- um. Þá eru það lúrurnar hans Kristjáns. Sá sem reynt hefur að tengja saman tvær tvikrækj- ur i lúru, þannig að bolurinn verði jafn og hnökralaus, undr- ast óaðfinnanlegt handbragð þeirra sem Kristján býr til. Bolurinn er vafinn svörtu og dumbrauðu ullarbandi sem skiptist á reglulega. Rendur: breitt silfurband. Stél og skegg úr þönum gullfasanahnakka. Vængur: svartur ikorni og kinnar: fjaðrir úr páfugli. Haus: svartur. Bolurinn: hálfur hvitt ullar- band og hálfur: svart; vafinn silfurbandi. Stél: rauðgult og skegg: hvitt. Vængur: svartur íkorni. Kinnar úr páfugli. Haus: svartur. ARNÆUS Bolurinn: þrfskiptur; fölgult ullarband aftast, þá blátt og rautt. Silfurband yfir. Stél: þrjár hanafjaðrir; rauð, blá og gul. Skegg: gult undir svörtu íkornahári. Vængur: svartur íkorni og kinnar: páfuglsfjaðr- ir. Svartur haus. ________BLAKKUR__________ Bolur: vafinn silfri. Stél: rauðgult. Vængur: svartur íkorni. Haus: svartur. Að lokum er svo hér hann SKRÖGGUR, sem er túpufluga. Skröggur hefur mörg laxalíf á samvizkunni. Bolurinn er svart- ur með breiðar silfurrendur, læddur svörtu hári úr dindli , hjartarins. Haus: svartur. I Krókarnir (tvikrækja), eru I klæddir rauðgulum fjöðrum úr \ hanahnakk og lakkaðir rauðir við augað. Þetta er nú orðið meira mál hjá mér en ég ætlaði f byrjun, , — en Lffið er skemmtilegt. I J.Hj. Tðnllst Sumartónleikar Nú er lokið hljómleikahaldi f Skálholti á þessu sumri, en þar hafa um hverja helgi, frá 16. júlí, verið haldnir tvennir til þrennir tónleikar. Fyrir þessu tónleikahaldi standa hjónin Helga Ingólfsdóttir og dr. Þorkell Helgason og fá til liðs við sig áhugasama tónlistar- menn, að þessu sinni Manuelu Wiesler, Hubert Seelow, Snorra Örn Snorrason og á síð- ustu tónleikunum 6. og 7. ágúst, Camillu Söderberg, sem lék á blokkflautu verk eftir Frescobaldi, Eyck og Vivaldi. Tónleikarnir hófust á tveim „Kansónum“ eftir Frescobaldi (1583—1643), en hann var vfð- frægur orgelleikari og eitt sér- stæðasta tónskáld 17. aldarinn- ar. Hann hefur ranglega verið kallaður upphafsmaður ýmissa þeirra nýjunga, sem þá komu fram, en réttara mun vera, að hann útfærði þær með meiri glæsibrag en forverar hans og því til hans vitnáð er nefna þurfti dæmi. I tónverkum hans verður tilbrigðaformið marg- slungið og er, til dæmis að taka, furðuleg fjölbreytni í hryn- rænni ummyndun stefjanna, svo að jafna má við þær aðferð- ir sem Schönberg setur fram „Tólftóna" kenningu sinni. Camilla Söderberg lék „sönglur". Frescobaldis á tenor blokkflautu og var leikur henn- ar áferðarfallegur. Helga Ingólfsdóttir, sem annaðist undirleik, lék auk þess einleik á sembal, verk eftir Byrd. Þriðja verkefnið var sónata eft- ir Telemann og lék Söderberg það á alt-blokkflautu. Söder- berg er feikilega fær flautu- leikari og væri eftirsóknarvert að fá að heyra hana leika erfitt og samfellt „prógram“. Fyrir blokkflautu eru til ógrynni af góðri tónlist og hljóðfænð eins einfalt og upprunalegt sem það er að allri gerð, stórkostlegur tónmiðill. Fjórða verkefnið var leikið á sópranflautu. Alvarleg- ur 'dans eftir Jacob van Eyck, nafna litsnillinganna. Tvö síðustu verkin eftir Rameau og Vivaldi voru, ásamt sónötunni eftir Telemann, viða- mestu verkefni tónleikanna. Einleikur Helgu í verki Rameau var frábær, en fyrir undirritaðan, er mjög samsett efnisskrá ekki ávallt í jafnvægi og með einhverjum hætti verk- ar flutningur þannig, að spenn- an verður ekki samfelld i túlk- un og átökum við hljóðfæri og tónmál höfundanna, en fellur niður við tíð skipti milli hljóð- færa og tegunda tónverka. Tónleikunum lauk með Sónötu eftir Vivaldi. Verkið er mjög skemmtilegt og aðgengi- legt i tónmáli. Annar þátturinn, Alla breve, minnir á meistara Bach, enda var Vivaldi honum eftir JÓN ÁSGEIRSSON fyrirmynd um margt í tónsmíði. Þarna sannaðist, að af átökum við stór verk verða menn stórir og í flutningi þessa verks blóm- straði leiktækni flautuleikar- ans. Að endingu ber að þakka framtak og ósérhlífni þeirra, sem þátt eiga að sumartónleik- unum í Skálholti og undirritað- ur óskar þeim gæfu og gengis í ætlun þeirra að viðhalda og auka þessa starfsemi á næstu árum. Það tekur langan tíma að byggja upp og reynir oft ótrú- lega á þolrif þeirra, sem í slíku standa. Að rífa niður tekur aft- ur á móti aðeins stundarkorn. Þegar því er lokið verða ótrú- lega margir niðurrifsmenn fljótir til að skreyta sig með sprekum og brotum úr hofrúst- um vonbrigðanna. Jón Asgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.