Morgunblaðið - 13.08.1977, Side 12

Morgunblaðið - 13.08.1977, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. AGUST 1977 0 Fjórða viðtalið við borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins fer hér á eftir. Rætt er við Elínu Pálmadótt- ur, borgarfulltrúa og formann um- hverfismálaráðs. # Hreint ioft og tært vatn. Sp.: Eigum við, Elfn, að byrja á byrjuninni: aðdragandanum að afskiptum þínum af borgarmál- um og helztu viðfangsefnum f borgarstjórn? Hvaða aðdráttarafl borgar- stjórnarmál hafa fyrir mig? —Ég lít á þetta sem þjónustustarf og tækifæri til að hafa áhrif á það, sem horfir til góðs fyrir okkur sem þessa borg byggjum, í stað þess að skrifa bara um hvað gera þurfi eða nöldra heima. Ég var lengi búin að fylgjast með borgar- málum og í skrifum, oft að láta í ljós hvert ég vildi stefna og hvað leggja áherzlu á. Nógu margir virðast hafa verið svipaðrar skoð- unar til þess að ég datt óvænt inn i þessi störf í fyrsta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Eg reyndi því að verða að því liði sem ég má, Dæmi? Á sama hátt og hverjum borgara er nauðsynlegt að hafa í sig og á og starf við sitt hæfi til að afla þess, þá þarf hann auk dag- legs brauðs hreint loft og tært vatn. Þetta hefur okkur hingað tii þótt sjálfsagt hér, enda vel tekizt til í Reykjavík með hitaveitu og síðan malbikun á öllum götum til að losna við rykið. Þessu hreina lofti verðum við um fram allt að halda. En með vaxandi byggð og nú- tímalifnaðarháttum sækir loft- mengun ýmisskonar á. Og með vaxandi úrgangi eykst þörfin á að koma skólpi og óþrifum frá sér lengra en út i fjöruborð sem er stórt og dýrt verkefni, sem verið er að vinna að. Við í umhverfis- málaráði höfum talið það skyldu okkar að fylgjast með gæðum lofts og lagar í Reykjavík, engu siður en að b'æta umhverfi á öllu því landi, sem Reykjavik hefur WHW T’rt ?» f ítfs I imu n f "i "l ■ 1 gamla Miðbaejarskólanum er verið að byggja upp fullorðinsfræðslu. Þar voru 1500 manns I ýmis konar námi sl. vetur. Myndin sýnir skólann og stóran hóp kvenna, sem eru að búa sig undir sjúkraliðanám. UMHVERFIÐ ER RAMMI UM MANNSLIFIÐ VI t) STJÓRNVOL hor(;ar kynna mér málin eftir föngum og reyna sjá skóginri fyrir trjánum, sem getur stundum verið býsna strembið, þegar fast er að sótt vegna hagsmuna, sem maður þyk- ist vita að ekki séu jafn farsælir fyrir alla borgarbúa eða heildina, þegar til lengdar lætur. Hitt er annað mál, að maður getur ekki komið fram öllu, sem maður hefur hug á, hvorki einn né með hinum. Oftast eru fjár- málin helzta hindrunin, -stundum líka reglugerðir og lög, sem mér sýnist satt að segja mörg hver fylgja illa eftir breyttum tímum og viðhorfum. Þó er tíminn eða réttara sagt timaleysi kannski leiðinlegusti þrándurinn i Götu. Mál svo stórrar borgar sem Reykjavíkur, eru svo margslung- in og umfangsmikil, að ekki er hægt að sinna öllum málaflokkum jafn vel, þó borgarfulltrúi verði að sjálfsögðu að vera með í allri ávarðanatöku og kynna sér málin. Þess vegna höfum við borgarfull- trúar meirihlutans skipt með okk- ur forystunni i hinum ýmsu mála- flokkum — og einbeitum okkur að ákveðnum málum umfram önnur. Það táknar ekki að annað sé okkur óviðkomandi, enda ræð- um við og tökum sameiginlegar ákvarðanir uhl allt sem máli skiptir og erum víða varamenn hvert fyrir annað í nefndum. Ég held að þetta séu nokkuð farsæl vinnubrögð. — Ég er t.d. í fræðsluráði, þar varaformaður, en skólamálin í borginni eru orðin geysiumfangs- mikil með yfir 20 grunnskóla og fjölbrautaskóla, fyrir utan full- orðinsfræðsluna, og með þeirri miklu gerjun og nýskipan, sem er á allri fræðslustarfsemi. En um- hverfismálaráði borgarinnar veiti ég forystu, sem er mjög skemmti- leg en tímafrekt viðfangsefni, þar sem það er nýr málaflokkur í mót- un. Umhverfismál öll vekja vax- andi áhuga um heim allan og hér líka, enda skiptir allt úmhverfi í þéttbýli eða lífsramminn ákaflega miklu máli, til að fólki liði vel. Við höfum kynnt okkur hvernig aðrar þjóðir standa að þessum málum, sem fléttast inn í nær allt sem gert er til að búa um íbúa borgarinnar. Ljóst er að við verð- um að fara okkar eigin leiðir, miða við íslenzkar aðstæður, þó við þurfum að sjálfsögðu að fylgj- ast með og nýta þekkingu annarra þjóða kannski fyrst og fremst að iáta okkur mistök annarra til varnaðar verða. Frá fólkvanginum 1 Bláfjöllum: borgarbúar, ungir og aldnir, við vetraríþróttir. Tilvalinn staður fyrir fjölskylduferðir, þegar Vet- ur konungur leyfir útivist. yfir að ráða svo bregðast megi við fyrstu hættumerkjum. Og mæl- ingar, sem við höfum nýlega feng- ið, sýna að við viss skilyrði sendir Áburðarverksmiðjan frá sér of mikið köfnunarefnistvíildi. Við sjáum ekki ástæðu til að liða það, og ýtum á eftir þvi að gamla verk- smiðjan fái nýjar vélar, sem ekki menga svona. En sömu heilsu- spillandi efnin sem geta valdið lungnasjúkdómum, mælast i út- blæstri bila við mestu umferðar- götur og það getur ekki annað en aukízt með vaxandi umferð. Við erum með málið til meðferðar og biðum frekari mælinga. Ég tel það eitt af höfuðverkefnum okkar í Reykjavík að halda í það, sem við eigum svo dýrmætt umfram aórar borgir — hreint loft. En til þess þarf framsýni, svo bregðast megi nægilega fljótt við. — Þetta er heldert hégómamái — heldur heilbrigðismál. Nú, þeg- ar heilsugæzla hverskonar er orð- in svo dýr að opinberir aðilar ráða illa'við hana, sjúkrahúsvist kostar uppi 18 þúsund krónur á dag, beina menn mjög sjónum að fyrir- byggjandi aðgerðum. Nýlega lét framkvæmdastjóri Umhverfis- málaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa eftir sér að.sjötti hver maður í veröldinni dæi úr krabbameini og þar af ylli einhvers konar mengun helmingnum. Þarna er því dæmigert fyrirbyggjandi verkefni. Slik efni í útblæstri eru ekki siður hættuleg en sigarettu reykur, en loftmenguninni fær bara enginn tækifæri til að hafna. # Fólkvangar og fjölskyldutómstundir. Sp.: Hvað um fólkvanga og að- stöðu til heilbrigðs útilífs? — Ég vonast til að áður en þessu kjörtímabili lýkur verðum við komin á nokkuð fastan grund- völl með skipan og verksvið um- hverfismálaráðs og búin að fá reglugerð um hvað tilheyrir þess- um málaflokki. Farið hefur verið á undanförnum árum yfir allt land innan lögsagnarumdæmis Reykjavikur, svo og þau lönd, sem við eigum i öðrum sveitarfélög- um, og tekin frá útivistarsvæði fýrir borgara Reykjavíkur nú og í framtíðinni jafnframt því sem þau eru vernduð og ræktuð: Þar er komið inn í skipulagsvinnu. I Elín Pálmadóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfismálaráðs. slíku þarf að sjálfsögðu að velja og hafna og vega aðra þætti, svo sem mikilvægi athafnasvæða og vinnustaða. En ég vil taka það fram að mér finnst ekki síður ástæða til að búa vel að umhverfi og vali vinnustaða, þar sem menn eyða miklu af tima sínum, en íbúðarhverfa. Hér í Reykjavik hefur held ég verið vel séð fyrir grænum svæðum i hverfunum og unnið að því að ganga frá þeim. Vió höfum líka tekið frá ósnortin útivistarsvæði fyrir framtíðina, sem verða milli hverfa, svo sem Öskjuhlíðina, fjöruna neðan Korpúlfsstaða og meðfram Korpu og Elliðaárdalinn, en þaðan á svo að verða hægt að komast á göngu- brú i fólkvangana, svo sem Rauð- hólana, þaðan i Heiðmörk og áfram i Bláfjallafólkvang og svo Reykjanesfólkvang, sem endar á Krísuvíkurbjargi. En tveir síðast- töldu fólkvangarnir hafa verið stofnaðir með öðrum sveitarfélög- um, sem þar eiga land. Þaó tók nokkurn tíma, en var eitt af fyrstu verkefnunum sem ég fékkst við í náttúruverndarnefnd- inni eftir 1970. Og nú er verið að byggja upp skíðaaðstöðu i Blá- fjölium.' Ég er sem fulltrúi Reykjavikur, formaður Bláfjalla- nefndar. 1 Bláfjöllum eigum við ærið verkefni. Svo gleðilegt sem það er hve hratt aðsókn hefur vaxið þessi fáu ár siðan fyrsta slóðin var lögð þangað 1972, þá höfum við satt að segja ekki und- an að köma upp lyftum, snyrtiað- stöðu, vega o.fl. Ætlunin er að Kóngsgil verði rekið sem miðstöð skíðastaðarins, en skíðafélög geti svo fengið að réisa lyftur með skilyrðum þar út frá og setja niður skála. Við erum nú á kafi í að reyna að koma upp lyftum, sem ekki eru fyrir skiðafólk í brekkunum, lýsa upp og koma vegi áfram suður með, ásamt betri bílastæðum. Þarna getur skollið á hríð fyrirvaralaust og við erum satt að segja ekkert allt of róleg meó að hafa 5000—6000 manns inn frá fyrr en öruggara verður að koma þeim til baka. — Ég held að það sé ákaflega mikilvægt í borg eins og Reykja- vík að hlynna að öllu því sem ungir og gamlir gera saman, en heilu fjölskyldurnar sér maður una sér í Bláfjöllunum. Það sama gildir um hestamennsku og báta- sport. En umhverfismálaráð hef- ur einmitt verið að reyna að at- huga með upplýsingaöflun frá kunnáttumönnum erlendis og rannsókn á mengun og súrefni í Elliðavogi, hvort líklegt sé að lax- inum stafi hætta af smábátahöfn við endann á útivistarsvæðinu i Elliðaárdal — og svo virðist ekki vera. — Að mínum domi höfum við ýtt allt of mikið undir þennan óeðlilega aðskilnað aldursflokk- anna og verðum að snúa þar við. En með vaxandi tómstundum, eft- ir að t.d. vinna og skólavist er að hverfa á laugardögum, verður enn mikilvægara að hafa mögu- leika á hollum viðfangsefnum fyrir alla. Sl. vetur unnum við i undirnefnd frá æskulýðsráði og fræðsluraði að áætlunargeró, sem miðar að þvi að færa félagsstarf unga fólksins meira I heimahverf- in og þar inn í skólana þannig að það tengist meira hverfunum og foreldrunum. En æski foreldrar þess, er gert ráð fyrir í lögum að foreldrafélög séu stofnuð við skól- ana. Er hugmyndin að byrja i haust að færa félagslif svolítið niður eftir aldursflokkum i skól- unum, og reyna að gefa börn- unum tækifæri til þjálfunar und- ir handleiðslu kennara, til að geta siðar á eigin spýtur starfað betur i félagsskap. • Sérþarfir barna og fullorðinsfræðsla. Sp.: Þú hefur einnig sinnl fræðslumálum, Elín? — Þó ég ætli hér ekki að fara mikið út i fræðslumál — reikna með að formaður fræðsluráðs geri það. — Vil ég þó drepa á tvo þætti, sem ég tel i mikilli framför og uppbyggingu. Annað er aðstoð við þau börn, sem af einhverjum ástæðum eiga í erfiðleikum eða búa við sérstæðar aðstæður. Hitt eru aukin tækifæri fyrir full- orðinsfræðslu í Námsflokkunum. Viö fjóra barnaskóla hefur veriö komið upp skólaathvörfum fyrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.