Morgunblaðið - 13.08.1977, Page 28

Morgunblaðið - 13.08.1977, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR lí.lkGÚST 1977 Grani göslari 1T03 Þú fylgir unglingatízkuni þótt þú gerizt nokkuð aldurhniginn unglingur. Pabbi, ég gleymdi að segja þér að hann er for- maður framtalsnefndar- innar í bænum! Er ekki gigtin þig lifandi hreint að drepa sem fyrr? Ohugnalegar tölur BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Það er fremur sjaldgæft, að reyndir spilarar opni á grandi með fimmlit í hálit. En það þarf þð alls ekki að vera slæmt, eins og sannast á spilinu hér að neðan. Vestur var Boris Schapiro, fræg- ur Englendingur, en austur var Charles Goren, þá á tindi frægðar sinnar. Spilið kom fyrir á meist- aramóti Breta árið 1960 en Goren hafði skroppið yfir hafið frá Bandarfkjunum til að taka þátt í keppni þessari. Vestur gaf, norður og suður á hættu. Vestur S. ÁKG63 H. Á102 T. K97 L. D6 Austur S. 1095 H. KDG8 T. AD42 L. K4 „Mér fannst vægast sagt frekar óhugnanlegar tölur, sem fram komu i fréttatíma sjónvarps- ins á dögunum, þegar rætt var við prófessor Sigurð Magnússon um starfsemi kvensjúkdómadeildar Landspítalans, fóstureyðingar og fleira. Ekki man ég að visu allar tölur sem þar komu fram, en mik- il fjölgun hefur t.d. orðið á fóstur- eyðingum með tilkomu hinnar nýju lagasetningar um þau efni. Hvort það er I sjálfu sér betra eða verra skal ég ekki segja um, en auðvitað hlýtur fóstureyðing allt- af að vera algert neyðarúrræði. Ein talan, sem nefnd var i sam- bandi við aldur kvenna, sem láta eyða fóstri, var að 15 ára stúlkur og yngri eru 5% af heildinni. Það fannst mér einna óhugnanlegasta talan, stúlkur, sem eru rétt fermdar eru farnar að gera til- raunir með kynlíf. Ég segi til- raunir vegna þess að ef þær vilja fara fram á fóstureyðingu er greinilega um tilraunastarfsemi að ræða, með öðrum orðum ætlun- in hefur alls ekki verið sú að eignast börn. Þessar kornungu stúlkur eiga það á hættu að geta ekki átt börn eftir þetta, fóstur- eyðing veldur bólgu sem getur leitt til þess að konur verði ófrjó- ar eftir hana. Hvað finnst ykkur, sem heyrð- uð þetta viðtal um þessi mál? Eru þetta ekki óhugnanlegar stað- reyndir? Þessar stúlkur sjá síðan eftir öllu saman, vildu kannski svo gjarnan hafa átt barnið þó kringumstæðurnar hafi ekki ver- ið sem æskilegastar. Eitt atriði enn kom fram í áðurnefndu við- tali, en það var um forgang þann, sem þessar aðgerðir verða að hafa. Fóstureyðingu má ekki framkvæmda síðar en á 12. víku meðgöngutímans, ef ég man rétt, og verða því aðrar aðgerðir, sem framkvæma þarf á kvensjúk- dómadeildinni að biða ef mikið er um fóstureyðingar. Þetta skildist mér a.m.k. af viðtalinu. En er það virkilega hægt að hafa þetta svona? Eru ekki margs konar aðr- ar aðgerðir, sem gera þarf á kon- Sagnir þeirra félaga voru þess- ar, en norður og suður sögðu allt- af pass. Vestur Austur 1 grand 2 lauf 2 spaðar 4 grönd 5 hjörtu 6 hjörtu pass Út kom tromp, sem tekið var með gosa. Schapiro svínaði spaða- tíu strax í öðrum slag og norður fékk á drottninguna. Að athug- uðu máli spílaði norður aftur trompi. Siðan tók Schapiro tromp- in. I ljós kom að þau lágu 3—3 og þegar tíglarnir lágu einnig skiftir 3—3 voru tólf slagið upplagðir. Það er auðvitað óþarfi að geta þess, að spilarinn sleppti ekki möguleikanum á kastþröng. Hann tók slagina i hálitunum áður en tígullegan var athuguð. Þungur svipur á andliti suðurs eftir spilið benti til þess, að eitt- hvað væri að. Og þá kom i ljós, að hendi norðurs var þannig: S. D84, H. 974, T. G85, L. Á975 Hvernig stóð á þessu? Jú, norð- ur taldi mögulega slagi sagnhafa þegar hann fékk á spaðadrottn- inguna. Og hann virtist ekki geta fengið nema ellefu slagi með þrem spaðaslögum. Það var fimmta spaðaspilið, sem gerði út- slagið. RÉTTU MÉR HÖND ÞÍNA 15 þvo sér aldrei um fæturna, og það er ekki meira en svo, að þeir séu læsir. Anna kinkaði kolli. En hún var ekki glöð. Henni féll vel við svertíngjann. En ásökunar- tónninn f orðum hans þreytti hana. — Heyrðu, hættu nú að tala um þetta volæði. Eg má ekki til þess hugsa. Segðu mér hcldur frá konunni þinni og börnun- um. Er Usipho farinn að ganga? Montlaung hóf nauðugur ein- tal um heimilislff sitt. Usipho gat nú ekki gengið nema nokkur skref. Elzti drengurinn, Tera.'var orðinn þréttán ára. Motlaung afa gramdist mjög, að drengurinn var ekki um- skorinn samkvæmt hinurn forna sið Basútomanna. Elzta telpan... - Þau voru komin út I myrkrið hinum megin 1 borginni. Anna hemlaði snögglega til þess að aka ekki yfir sjakala, sem skauzt yfir veginn. Kirkjuturn kristniboðsstöðvarinnar stóð upp úr þyrpingu af banana- og appelslnutrjám langt 1 fjarska á vinstri hönd. Stjörnur blik- uðu á nætursvörtum himnin- um. Anna hleypti Montlaung út úr bfinum við dyrnar, veifaði f kveðjuskyni og ók heim á leið. Hún fór að raula gamlan Týr- ólasöng: „Almenrausch und Edelweiss, ewiger Firn und Gletscherreis...“ Ef til vill var tilveran ekki tilgangslaus með öllu, þegar á allt var litið... XXX Ragnþungt kvöld viku sfðar. Klukkan f borðstofunni sló hálf átta. Ahmed og Anna sátu syf juleg f glæsilegum hæginda- stólunum, og svarta þjónustu- stúlkan þeirra færði þeim kaff- ið stærðar grammófónn var f gangi. Þau hlustuðu á arfu úr Samson og Dalflu eftir Saint Saéns. Grammófónninn skilaði tónunum fullkomlega. Ahmed renndi augunum yfir veggina. Málverkið þarna eftir van Gogh þarfnaðist betri lýsingar. hugs- aði hann. Cezanne-málverkin mátti flytja inn f bókasafnið. Hann leit til önnu. Mundi hún styggjast, ef hann tæki f burtu ófrumlegu, svíssnesku olfumál- verkin af tindum Aipafjalla? Bezt að spyrja hana ekkert um það. Annars var það ekki margt, sem hægt var að gera til þess að fegra heimilið. Þarna stóð slagharpan, sem aldrei var notuð. Það gljáði á svart lakkið. Indversku teppin, vasarnir, húsgögnin, allt var fallegt og smekklegt að sjá. Það var eink- ar þægilegt að vaða f pening- um. örlæti Mullah pabba voru engin takmörk sett. Samt hafði Ahmed liðið tfu sinnum betur f Englandi, þegar hann sat f veit- ingastofunni f brauðgerðarhús- inu með önnu og fjórir skild- ingar voru aleigan. Grammófónninn skipti sjálf- krafa um plötur og hélt áfram að leika dans musterisþern- anna úr sömu óperu. — Hvað finnst þér, að ég ætti F ramhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi , að bjóða borgarst jóranum, þeg- ar hann kemur? spurði Anna. — Ekkert, finnst mér, svar- aði Ahmed svolftið gramur. — Hann vill ekki neyta matar f sama herbergi og ég. Hann á vfst mjög brýnt erindi hingað, úr þvf að hann kemur til okkar. Hann vildi ekki segja f sfman- um, hvað væri á seyði. — Skyldi hann vilja fá lán- aða peninga? — Nei, það heid ég ekki, enda er hann flugrfkur. Hann á útgerð f Port Elisabeth. Það hlýtur að vera eitthvað annað. XXX Hillbury borgarstjóri settist f stól beint á móti Ahmed. Hann var rauður í framan og virtist eitthvað vandræðalegur. öðru hverju varð honum litið á Önnu. — Jæja, herra Mullah, er- indi mitt er mjög óvenjulegt. Konu minni fannst... hm, við ræddum það f borgarstjórninni í gær, hvernig við ættum að afla fjár handa þeim, sem urðu hart úti f námuslysinu. Borgin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.