Morgunblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 14
14
MORGLLINLELAÍUÐ.^RIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1977
Í4 khr&fajl ft" — Texti og myndir.
n mP Jóhanna
emKu— Kristjónsdóttir
Og svo hafa þeir snúið sér að gatna-
gerðinni og lagfært einu aðalgötuna
um þorpið.
Þegar ekið er um Raufarhöfn er
plássið ósköp áþekkt öðrum, ívið
drungalegra en það er kannski af þvi
að það var dumbungur þegar ég kom.
Og svo blasir allt í einu við stór og
mikil bygging. Satt að segja ekki fögur
á að líta, en snyrtileg. Aðallega mjög
óskiljanleg á þessum stað og umfram
allt það tigna nafn sem málað er stór-
um stöfum „Hótel Norðurljós“. Það er
nánast absúrd að rekast á hótel með
þvíliku nafni á svona stað. En þarna er
það sem sagt, hið umrædda hótel, og
þegar inn er komið hefur verið útbú-
inn prýðilegur borðsalur og vistleg
setustofa þar sem er ágætt útsýni yfir
höfnina. Aftur á móti eru herbergin
enn dálítið berangursleg, væntanlega
stendur það til bóta, því að áhugasamir
aðilar annast reksturinn og skal þar
ekki gleymt að nefna Jónas hótelstjóra.
Hann fullyrðir að þetta sé stærsta hótel
utan höfuðborgarinnar og hafi verið
mjög vel sótt i sumar. Aðallega af út-
lendingum, því að íslendingar vilja
ekki koma til Raufarhafnar, segir
hann.
Þeir standa í þeirri trú að það sé ljótt
á Raufarhöfn og ekkert þangað að
sækja. Þá nótt sem ég gisti þennan stað
var hótelið fullt og þurfti að bæta við
aukarúmum og Jónas neri saman hönd-
unum af kæti. Meðal þeirra sem voru
rúmfrekastir var stór hópur útlendinga
sem hafði þennan dag verið við fugla-
skoðun úti á Melrakkasléttu. Daginn
eftir fór hópurinn í silung og hesta-
Rölt um
ifarhöfn
Á SÍLDARÁRUNUM lágu allra leiðir
tíl Raufarhafnar. Þar voru peningarn-
ir, ævintýrin, kannski svolítið svínarí
með. Þá var hér iðandi kös af mann-
fólki, spekúlantar með morð fjár komu
hingað og græddu á tá og fingri. Fóru
svo suður að hausti. Aðkomufólkið hélt
flest á brott líka með aðskiljanlegar
minningar upp á vasann, ýmsar ljúfar,
hinar svona beggja blands. En allir
komu samt aftur að vori. Peningarnir
flæddu i gegn, en þeir staðnæmdust
ekki hér að neinu marki, þvi að flest
plönin og atvinnutækin voru í eigu
aðkomumanna. Það var mikið áfail fyr-
ir Raufarhöfn, eins og fleiri pláss þar
sem svipað var ástatt þegar síldin
hvarf, að íbúarnir vöknuðu upp við
vondan draum um að í rauninni áttu
þeir ekkert. Nema kannski minning-
arnar, sem voru svona mismunandi
góðar. En fólkið sýndi útsjónarsemi og
dugnað og Raufarhöfn hefur rétt svo
myndarlega úr kútnum að þar er af-
koma fólks nú afbragðs góð.
Nú orðið ber plássið virðulegri svip,
flestir gömlu braggarnir hafa annað
hvort verið rifnir eða breytt í hótel eða
saumastofur.
Rauðinúpur kominn að með vænan afla
mennsku út i Þistilfjörð. Og kom aftur
til Raufarhafnar að kveldi að gista á
Hótel Norðurljós, enda hópurinn á veg-
um Ferðamiðstöðvarinnar.
Það er ekki bara fiskur á Raufarhöfn
Raufarhöfn státar ekki bara af frysti-
húsi og saltfiskverkun. Þar hefur verið
komið upp visi að iðnaði og ég heyrði
að íbúar eru ánægðir með það framtak.
Guðmundur Lúðviksson er fram-
kvæmdastjóri og aðaleigandi sauma-
stofunnar Útskálar hf. Hann gerði
myndarlega upp einn af mörgum sídar-
bröggum og þarna eru þrettán stúlkur í
vinnu. Guðmundur segir að saumastof-
an fái efni frá Dyngju og Pólarprjóni
og Álafoss hefur sent þeim pantanir og
snið og nú hefur einnig heyrzt frá
Sambandinu. Þarna eru saumaðar
peysur, kápur og jakkar og Guðmund-
ur lætur vel af því hvernig þetta gangi.
Hann keypti nýjar og góðar vélar til
fyrirtækisins, enda borgar það sig, þar
sem viðgerðarþjónustu er ekki að fá
hér, ef eitthvað kemur upp á. Þá verð-
ur að senda allt suður. Hann segir að
salan á vörunum sé tryggð fyrirfram og
enn hafi ekki verið hægt að gera meira
en anna pöntunum.
„Svædamedferd
— Zone terapi”
— 2. bindi í íslenzkri þýdingu
„Hvað er tölva?”
— bók eftir Gunnar M. Hansson
BOKAÚTGAFAN Örn og Örlygur
hf„ hefur gefið út annað bindi
hókarinnar „SVÆÐAMEÐ-
FERГ eða „ZONE TERAPI" og
ber hún undirtitilinn „SKREF
TIL BÆTTRAR HEILSU“.
Höfundurinn segir í inngangs-
orðum m.a.: „Ég vona mér auðnist
í bók þessari að svara á
fullnægjandí hátt: Hvað er svæða-
meðferð? Þá verður fjallað um
svæða-meðferð og tengsl hennar
við fleti taugaviðbragða, en
óyggjandi rök verða færð fyrir
tilvist þeirra á fótum manna. Öll
líffæri og allir líkamshlutar eiga
Ataa.YSINOASÍ.MINN KK:
^22480
sér taugasvörun i einum eða öðr-
um þessara flata.
Nú verða menn að starfa að því
að auka hæfni sina til að ákveða
með nákvæmni stað þessara
taugaviðbragða. Það er háð
þekkingu og þeirri meginreglu,
að líta megi á að likami manns
skiptist í tiu svæði; fimm til
hægri og fimm til vinstri í bak og
fyrir.
Sérhver, sem lesið hefur bók
mina Svæða-meðferð hefur fengið
lýsi ngar hinna ýmsu taugavið-
bragða i einstökum atriðum,
svæðum þeirra og útlínum, og
hvað þau birtast. í þessari bók
verður farið nánara út i kenning-
ar Inghams um þrýstinudd á fleti
taugaviðbragða. Til þess að æski-
legur árangur náist, þurfa menn
því að hafa bækurnar við hend-
ina.“
Brldge
1 ÞRETTÁN sinnum hefir nú 1
verið spilað í Sumarspila- 1
mennskunni i Domus Medica.
Úrslit siðasta fimmtudag:
A-riðill Stig
Vilhjálmur Sigurðsson —
Þráinn Sigurðsson 265
Magnús Halldórsson —
Magnús Oddsson 259
Erla Eyjósdóttir —
Gunnar Þorkelsson 248
B-riðill:
Einar Þorfinnsson —
Sigtryggur Sigurðsson 266
Gestur Jónsson —
Sigurjón Tryggvason 257
Gísli Hafliðason —
Sigurður B. Þorsteinss. 255
C-riðill:
Árni Guðmundsson —
Dagbjartur Grímsson 183
Gunnlaugur Karlsson —
Sigríður Vilhjálmsdóttir 177
Gunnar Pálsson —
Haraldur Briem 166
Arnar Ingólfsson —
Gylfi Guðnason 166
Efstu menn í heildarstiga- 1
keppninni:
Einar Þorfinnsson 24
SiglryKftur Sigurdsson 24
Gísli ilaflidason 23
SigurdurB. Þorsteinsson 23
BÓKAÚTGAFAN Örn og Örlygur
h.f„ hefur gefið út bókina HVAÐ
ER TÖLVA? eftir Gunnar M.
Hansson. úndirtitill er: Bókin
sem gerir tölvuna einfalda.
Á bókarkápu segir m.a.: „Þegar
rætt er um tölvur og tölvuvinnslu
manna á meðal, kemur i ljós að
mikill fjöldi fólks telur sig vera
fáfrótt um tölvur. Hjá flestum
örlar jafnvel fyrir vissri hræðslu
við hið óþekkta — óafvitandi líkja
þeir tölvunni við drekann hræði-
lega úr ævintýraheimum, sem
væri tilbúinn að gleypa allan
heiminn við fyrsta tækifæri.
Þessi tölvuhræðsla byggist aðal-
lega á vanþekkingu og misskiln-
ingi á starfi tölvunnar. Þess
vegna hefur Gunnar M. Hansson
tekið samaan efni í bók sem hann
nefnir „Ilvað er tölva“? Bókin
skýrir á einfaldan og greinargóð-
an hátt hvernig tölvur starfa,
hvað þær geta gert, og hvernig
þær koma að notum í daglegu lifi
okkar allra."
„Samt
kom hún
aftur”
KOMIN er út bókin „Samt kom
hún aftur“ eftir dr. Helmut
Holzapfel, í íslenzkri þýðingu
Hjalta Þorkelssonar.
Meginuppistaða hennar eru
myndir úr kirkjusögu Norður-
landa frá 1500—1800 og textar,
sem falla að myndunum. Er þetta
í rauninni saga kaþólsku kirkj-
unnar á Norðurlöndúm á þessum
tíma.
Bókin er prentuð og gefin út af
St. Franciskusystrum i Stykkis-
hólmi.