Morgunblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 18
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977
Hússtjórnar-
fræði tekin
til kennslu
við Kennara-
háskólann
AKVÖRÐUN hefur verið tekin
um það að frá og með 1. septem-
ber n.k. eigi stúdentar sem nema
við Kennaraháskóla Islands kost
á því að taka hússtjórnarfræði
sem valgrein til kennaraprófs,
segir í frétt frá menntamálaráðu-
neytinu.
Samvinna verður milli Kenn-
araháskólans og Hússtjórnar-
kennaraskóla Islands á þann veg,
að Hússtjórnarskólinn annast
kennslu í hússtjórnargreinum en
Kenriaraháskölinn alla aðra
kennslu og útskrifar nemendur
með BEd-próf með hússtjórnar-
fræði sem sérgrein.
A undanförnum árum hefur að-
sókn að Hússtjönarkennaraskóla
Nái þessi frumvörp
fram að ganga munu Danir
m.a. þurfa að taka á sig"
eftirtaldar hækkanir.
Benzínlítri hækkar um 20
aura danska, virðisauka-
skattur um 3%, úr 15 í
18%. Ákavítisflaska um 11
kr. danskar og konjaks-
flaska um 20 kr. Vindlingar
um 2 kr. danskar pakkinn.
Leiguflugsfarþegar verða
að greiða 75 kr. danskar
ofan á hvern farmiða. Toll-
ar af bílum, hjólhýsum og
skemmtibátum svo eitt-
hvað sé talið hækka veru-
lega,-
Alls er talið að þessar
álögur muni gefa ríkinu
um 1.1 milljarð Banda-
ríkjadollara í auknar tekj-
ur á ári næstu 3 ár og verð-
ur megninu af þessu fé var-
ið til að búa til ný störf hjá
einkafyrirtækjum og hinu
opinbera til að draga úr
atvinnuleysi í landinu, sem
— Ekki búizt
við árangri
Framhald af bls. 40
væru mikilvægur liður í friði í
Asíu og heiminum öllum og að
stefna Bandaríkjastjórnar myndi
áfram mótast i samræmi við
grundvallarreglur Shanghaisam-
komulagsins frá 1972 og eðlileg
samskipti landanna væru tak-
mark þess samkomulags.
Ekki er gert ráð fyrir veruleg-
um árangri af þessari heimsókn
Vance heldur litið á viðræðurnar
sem könnunarviðræður.
íslands farið minnkandi en að-
sókn að Kennaraháskölanum hef-
ur vaxið jafnt'og þétt. Það þótti
því rétt að gefa nemendum Kenn-
araháskólans kost á hússtjórnar-
fræðum til kennaraprófs þvi að
fyrirsjáanlegur skortur er á hús-
stjórnarkennurum á næstu árum
bæðí í grunnskóla og á framhalds-
skólastigi, ef ekki útskrifast fleiri
hússtjórnarkennarar en verið
hefur síðustu árin.
Það er kunnugt segir í frétt
ráðuneytisins að aðsókn að hús-
mæðraskólanámi hefur minnkað
og því hefur orðið breyting á
starfi húsmæðraskólanna. Tveir
þeirra starfa ennþá sem heilsvetr-
ar skólar en það eru skólarnir á
Laugarvatni og Varmalandi í
Borgarfirði. Tveir skólanna störf-
uðu ekki s.l. ár og er ekki gert ráð
fyrir að þeir taki upp hússtjórnar-
fræðslu næsta haust. Hinir skól-
arnir veita nemendum úr öðrum
skólum hússtjórnarkennslu eða
bjóða upp á ntismunandi löng
hússtjórnarnámskeið og hafa þau
verið ntjög vel sótt, segir í frétt-
inni.
nú er um 7%. Til að draga
úr mestu áhirfum þessara
aðgerða er lagt til að nauð-
synlegustu matvörur verði
nú undanskildar virðis-
aukaskatti, en það hafa
þær ekki verið fram til
þessa. Anker Jörgensen
forsætisráðherra sagði í
kvöld að hann teldi að lög
um þessar álögur yrðu af-
greidd fyrir lok þessarar
viku, en gert var ráð fyrir
að viðræður stæðu í alla
nótt og ekkért hægt að full-
yrða um hver endanleg
niðurstaóa yrói.
— Afríka
undirbýr
sprengingu
Framhald af bls. 40
Afríku, í gær, þar sem hann bar
þessar fregnir algerlega til baka.
Guiringaud sagði að S-
Afríkustjórn héldi þvi fram, að
hér væri um tilraunasprengingu í
friðsamlegum tilgangi en ráðherr-
ann sagði, að engin leið væri að
greina f milli friðsamlegrar
sprengingar og hernaðarlegrar.
Engin viðbrögð höfðu í kvöld
borizt við þessum ummælum
franska utanríkisráðherrans, en
talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í gær að það
hefði spurt stjórn S-Afríku hvort
fregnir um fyrirhugaða spreng-
inu væru réttar, þar sem slíkt
gæti haft alvarlegar afleiðingar í
för með sér. Botha sagði s.l.
sunnudagskvöld bandariska
sendiherranum í S-Afríku að
þessar fregnir væru algerlega úr
lausu loft gripnar.
Mál þetta er mjög viðkvæmt
fyrir frönsku stjórnina því að
frönsku verktakafyrirtæki var
fyrr á þessu ári falið að reisa
fyrsta kjarnorkuver S-Afríku,
sem nú er í smiðum i Koeberg 30
km. fyrir norðan Höfðaborg og er
áætlaður kostnaður 1 milljarður
Bandaríkjadollara.
— Klakið
misheppnast
Framhald af bls. 40
þorskstofninn í framtíðinni, en
eins og flestum er eflaust
kunnugt heppnaðist klak þorsks-
ins mjög vel á síðasta ári,“ sagði
Hjálmar.
Hjálmar kvað nákvæmar niður-
stöður leiðangursins ekki liggja
fyrir fyrr en eftir mánaðamót
þegar bæði skipin væru komin til
hafnar í Reykjavík og menn búnir
að bera saman bækur sínar.
_,,Klak ýsunnar virðist einnig
hafa tekizt illa að þessu sinni, þó
er ekki víst að það sé jafn illa
heppnað og hjá þorskinum, þar
sem leiðangursmenn á Bjarna
Sæmundssyni urðu svolítið varir
við ýsuseiði úti fyrir Suðurlandi.
Hins vegar er svo til ekkert af
seiðum viö Vestfirði og Noróur-
land. Þorskseiði fundum við
aðeins á tveimur bleyðum við
Vestfirði, en sama og ekkert á
flóum og fjörðum við Norðurland,
og þau seiði, sem við höfum
fundið, eru yfirleitt ákaflega lítil
og rýr, sem getur bent til þess, að
þau komi frá þorski sem hafi
hrygnt við Norðurland,“ sagði
Hjálmar.
Að lokum sagði Hjálmar, að eini
ljósi punkturinn við þennan
leiðangur væri, að klak loðnunnar
virtist hafa heppnazt nokkuð vel
að þessu sinni og það mun betur
en í fyrra.
— Fryst síld
Framhald af bls. 2
fryst, — en málið skýrist væntan-
lega næstu daga, sagði hann.
Kvað hann rétt vera að ekki
væru gerðar jafn miklar kröfur
tii fituinnihalds síldar sem færi
til frystingar og þeirrar sem færi
til söltunar.
Taldi Sigurður ljóst, að mark-
aðskringumstæður væru nú þann-
ig, að útflutningsverð á frystri
síld yrði allmiklu hærra en í
fyrra.
Arni Finnbjörnsson, sölustjóri
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna, sagói, þegar Mbl. ræddi við
hann, að sölumöguleikar væru nú
kannaðir í Evrópulöndum og enn
væri ekki búið að ganga frá sölu
nema á tiltölulega litlu magni.
„Annars fer þetta allt eftir því
hvaða verð ér hægt að fá fyrir
síldina," sagði hann.
„Markaðsástand á alls ekki að
vera slæmt núna, þar sem síld-
veiðibann er i Norðursjó, en hins
vegar ber að geta þess að nokkuð
framboð er af sild frá Kanada og
Bandarikjunum svipaðri þeirri
sem fæst við Suðaustur- og Suður-
land. „Annars er áhugi kaupenda
ekki meiri en það, enn sem komið
er, að við höfum ekki getað fengið
það verð, sem við getum sætt okk-
ur við. Verðið verður að vera
hærra en i fyrra, þar sem verð á
saltaðri síld hefur hækkað og við
verðum að vera samkeppnisfærir
við hana hér innanlands. I fyrra
fékkst t.d. ekki nógu hátt verð
fyrir frystu síldina míðað við salt-
sild.“
Þá gat Árni þess að i sambandi
við þá vinnsluerfiðleika, sem nú
steðjuðu að frystihúsunum, væri
ekki ósennilegt að frystihúsa-
menn hugsuðu um möguleika á
þessari framleiðslu, þ.e. ef sæmi-
legt verð fengist fyrir síldina.
— Hægfara öfl
ráða í Kína
Framhald af bls. 40
töku róttæku fjórmenninganna í
október sl., þar sem Chiang
Ching, eiginkona Maos formanns,
var leiðtogi hóps, sem sakaður er
um að hafa undirbúið stjórnar-
byltingu.
Hua formaður sagði í 35 þúsund
orða ræðu á flokksþinginu að
menningarbyltingin i landinu
hefði nú runnið sitt skeið með
glæsilegum endi og segja stjórn-
málafréttaritarar að Teng og
þúsundir annarra flokksleiðtoga
viða um landið, sem lentu í
hreinsunum i menningarbylting-
unni og siðar hreinsunum fjór-
menninganna, hafi átt frumkvæð-
ið að þvi að nú skyldi stefnt að
stöðugleika í stjórnmálum og
efnahagsmálum i stað varanlegr-
ar byltingar.
Stjórnmálafréttaritarar segja
að ljóst sé að flokksþingið hafi
verið mikill sigur fyrir Hua
formann og opinber staðfesting á
völdum hans. Ljóst sé að Hua,
Yeh og Teng verði valdamestu
mennirnir i stjórn landsins þótt
þeir Wang og Li muni gegna
mikilvægum embættum. Enginn
þremenninganna standi þó Mao
formanni á sporði hugsjónalega
eða menntalega en þeir séu allir
jafn slungnir og harðir stjórn-
endur.
Fréttum ber saman um að
nokkur tími muni líða þar til
hægt verði að gera sér fulla grein
fyrir þeirri- stefnumótun, sem
fram hefur farið á flokksþinginu,
en ljóst sé að hægfara öfl ráði nú
lögum og lofum i Kína í fullri
samvinnu við her landsins og
flokksleiðtoga úr flestum
héruðum.
— Föngunum
verði sleppt
Framhald af bls. 40
iskra rithöfunda, sem i banni
voru, til útgáfu erlendis. Vaclav
Havel leikritaskáld og Frantisek
Pavlicke eru sagðir eiga sömu
ákæru yfir höfði sér þótt þeir hafi
verið látnir Iausir úr haldi í bili.
1 bréfinu segir að þeir sem njóti
frelsis megi ekki gleyma sam-
borgurum sínum, sem í fangels-
um sitja, þeir verði að láta heyra í
sér og koma til varnar með því að
krefjast þess að slíku óréttlæti
verði útrýmt.
— Mikil óvissa
Framhald af bls. 40
gengið hefði verið frá umræddum
samningi á síðasta ári, en hvernig
sem reynt hefði verið, hefði ekki
verið hægt að ganga þannig frá
málum á þessu ári að óhætt væri
að skipa út skreið frá síðustu
mánuðum síðasta árs og því sem
tilbúið væri af þessa árs fram-
leiðslu.
Þess má geta, að á síðasta ári
sömdu Norðmenn við aðila i
Nígeríu um sölu á 18. þús. lestum
af skreið þangað, og átti sá samn-
ingur að staðfestast af stjórnvöld-
um þar. Samningurinn var hins
vegar aldrei staðfestur, og að lok-
um var Norðmönnum aðeins leyft
að selja 2700 tonn eða 15% af
umsömdu magni til Nígeríu,
meira heimiluðu stjórnvöld þar í
landi ekki.
Garðabær
Blaðburðarfólk
óskast á Flatirnar.
Upplýsingar á afgreiðslu,
sími: 44146.
— Alögur stórhækk-
aðar í Danmörku