Morgunblaðið - 17.09.1977, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 17.09.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 5 Aðalfundur Bílgreina- sambandsins SJÖUNDI aðalfundur Bílgreina- sambandsins hefsLá morgun kl. 09:00 laugardag 17. s»ptember að Hótel Loftleiðum, Reykjavík. Um 120 manns, félagsmenn og konur þeirra, munu sækja fund- inn, sumir hverjir koma langt að, utan af landi. Auk venjulegra aðalfunda- starfa munu fulltrúar sérgreina innan sambandsins halda með sér fundi um sin innri málefni. Þessir hópar eru m.a. bilainnflytjendur, bílamálarar og biLasmiðir, eigend- ur gúmmiverkstæða og smur- stöðvaeigendur. Verðlagsmál munu verða sérstaklega rædd á fundinum. Að loknum fundinum verður dansleikur fyrir fundarmenn og gesti þeirra i Lækjarhvammi, Hótel Sögu. Framhalds- skóli fyrir allt Vesturland Fjölhrauturskóinn á Akranesi var settur 1 fyrsta sinn mánudag- inn 12. september, en hugmyndin að baki stofnun hans er að þarna verði starfræktur framhaldsskóli fyrir allt Vesturland, sem muni taka um 450 manns í framtfðinni. Fyrstu árin verða þrír efstu bekkir grunnskóla hluti af Fjöl- brautaskólanum, eða þar til hús- næðismál grunnskólans leysast með byggingu nýs skóla á svo- nefndum Garðagrundum. Nú í vetur munu 176 nemendur stunda nám á framhaldsstigi við skólann, 'en nemendur á grunn- skólastigi eru um 290 talsins. Framhaldsstigin skiptast í nokkr- ar brautir, m.a. bóknámsbraut, viðskiptabraut, uppeldisbraut, vélstjórabraut, tréiðnabraut, raf- iðnabraut o.fl. Þorvaldur Þorvaldsson setti samkomuna og menntamálaráð- herra flutti ávarp, en Ölafur As- geirsson, hinn nýi skólameistari, flutti skólasetningaræðu. Framhald á bls. 22. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartún 29 Sími 20640 Sérstök sýning á húsgögnum Alvars Aalto á laugardag og sunnudag Hinn heimsfrægi finnski arkitekt Alvar Aalto hannaði flest húsgögn sín upp úr 1930. Síðan hafa þau öðlast sívaxandi vinsældir um allan heim; eftirsótt af hinum vandlátu vegna forms og frágangs. Hin sérstaka samlíming finnska birkisins sem einkennir húsgögn Alvars Aalto gerir þau afar sterk. Bogadregnar og mjúkar línur þeirra skapa rólegt og notalegt yfirbragð og gerir þau auðveld í allri umgengni. Þessi húsgögn verða fallegri eftir því sem þau eru notuð lengur. Gjörðu svo vel að kynna þér verð og gæði Peningur gefinn út í tilefni Iðn- kynningar, í Reykjavík 1 tilefni af Iðnkynningu í Reykja- vík hefur Is-Spor h/f., ákveðið að gefa út minnispening Iðnkynn- ingar í Reykjavík. Er peningur- inn úr bronsi, 4 sm í þvermál og sést útlit hans á meðfylgjandi mynd. Peningurinn verður til sölu á Iðnkynningu í Laugardalshöll, svo og í happdrættishúsi Iðnkynn- ingar i Lækjargötu. Aðeins er gef- ið út takmarkað magn af peningn- um, þannig að enginn peningur verður fáanlegur hjá framleið- anda að Iðnkynningu í Reykjavík lokinni. Peningarnir verða númeraðir frá 101 og áfram. Verð hvers penings er kr. 1.200,— Skoðunar- ferð um Kópavogs- land NORRÆNAFÉLAGIÐ i Kópa- vogi mun ásamt fleiri félögum gangast fyrir skoðunarferð um Kópavogsland laugardaginn 17. september. Skoðaðir verða merkir staðir innan Kópavogs undir leiðsögn Adolfs J. Peder- sen. í frétt frá norræna félaginu í Kópavogi segir að farið verði frá Félagsheimilinu kl. 13.30, ekið verði um Kárs- nes, þaðan að Þinghóli og síðan farið suður Vífilsstaðaveg að Maríuhellum um Heiðmörkina og að gömlum hreppamörkum. Þvi næst verður farið að fólk- vanginum i Bláfjöllum og siðan að Kópaseli í Lækjarbotnum. A heimleið verður farið fram hjá Álfhóli. I ferðinni verður sagt frá Digranesjörðinni, Fífu- hvammi og HnoðrahoRi. Mormónar þinga í Háskólanum KIRKJA Jesú Krists af síðari- daga heilögum, öðru nafni nefnd Mormónakirkjan, heldur ráð- stefnu i fundarsal Lagadeildar Háskóla Islands að Lögbergi, sunnudaginn 18. september kl. 10:00 f.h. Öldungur Joseph B. Wirthlin, einn af ráðamönnum kirkjunnar, verður viðstaddur ásamt eigin- konu sinni. Einnig Roger L. Han- sen forseti og hans kona, en hann er forseti trúboðsstöðvarinnar í Kaupmannahöfn. Munu þeir báðir flytja ræður á ráðstefnunni. Ræður verða flutt- ar eða túlkaðar á íslensku og er ráðstefnan opin öllum sem á vilja hlýða. Meðlimir kirkjunnar á Islandi eru nú 55 og þar aó auki eru um 75 bandarískir meðlimir á Kefla- víkurflugvelli. Kirkjan hefur ný- lega samþykkt byggingu kapellu á Islandi ög er vonast eftir að framkvæmdir geti hafist fljót- lega. Meðlimir Mormónakirkj- unnar um allan heim eru nú 4.000.000 og 25.000 ungir menn þjóna sem trúboðar í 2 ár, á sinn eigin kostnað. 14 þeirra eru hér á Islandi. Nýr framkvæmdastj óri KFUM og KFUK í Reykjavik hafa ráðið Guðna Gunnarsson sem framkvæmdastjóra barna- og ung- lingastarfs félaganna. Guðni er fæddur í Reykjavík 29. júlí 1939 og hefur verið virkur þátttakandi i starfi félaganna um árabil. Á árunum 1964—1967 stundaði hann nám við Moody Bible Institute í Bandaríkjunum, eink- um með tilliti til kristilegs starfs meðal barna og unglinga. Undan- farin ár hefur hann verið starfs- maður og til skamms tima skrif- stofustjóri á skrifstofu KFUM, KFUK og Sambands ísl. kristni- boðsfélaga, auk þess sem hann hefur stundað nám í guðfræði við Háskóla Íslands. Eins og fyrr segir verður starfs- vettvangur Guðna einkum barna- og unglingastarf KFUM og KFUK. Vetrarstarfið er nú senn að hefjast og verður starfað i um 40 deildum i Reykjavík og ná- grenni. A annað hundrað sjálf- boðaliðar annast starfið i hinum ýmsu deildum. Guðni mun hafa aðsetur í aðalstöðvum félaganna aö Amtmannsstig 2B. Eiginkona Guðna er Ester Gunnarsson hjúkrunarkona og eiga þau þrjá syni. Guðni Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.