Morgunblaðið - 17.09.1977, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.09.1977, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 ORKA & TÆKNI eftir VALGARÐ THOKODDSSÉN Orkuvinnsla úr sjávarleðju • Um víða veröld hafa menn áhyggjur af hugsanlegum orku- skorti, þegar oliulindir heims- ins verða þurrausnar, en marg- ir spá því að svo verði innan nokkurra áratuga. Þá stendur eftir vatnsaflið — þar sem hann rignir — en á hinum stóra mælikvarða fullnægir það að- eins örlitlu broti af orkuþörf mannkynsíns. Svo eru það kol- in, sem til eru í ríkum mæli og spáð að endist mun lengur en olían. Að lokum kjarnorkan, sem margir telja ótæmandi orkulind, en fjöldinn allur ótt- ast sem sprengiorku, eyðandi lífi. En orku þurfum við að hafa, að öðrum kosti hverfum við ald- ir aftur í tímann, og {fStrfum að byrja á ný — en sumir spyrja þó hvort það sé svo hörmulegt. Þá eru uppi ýmsar hugleið- ingar og tilraunir um að virkja orku sólargeislanna, orku vind- anna eða sjávarfallanna, en að sinni hafa slíkir tilburðir borið lítinn árangur. Að lokum er það svo jarðvarminn, en könnun á alhliða vinnslu hans er skammt á veg konin. Það er ekki að furða að marg- ir spreyti sig á vandamálinu, og að margar hugmyndir sjái dags- ins ljós. Hér er ein þeirra: Maður að nafi Claude de Tur- ville, að menntun nefndur um- hverfismálaverkfræðingur, starfandi við vísindadeild ensku ríkisrafveitnanna, telur sig hafa fundið upp aðferð til að vinna orku úr sjávarleðju. Verkfræðingur þessi hefur um árabil, í tómstundum sín- um, kannað leðju á botni Bristolflóa í Suður-Engiandi, við mynni Severnfljóts. Hann hefur um langan tíma fram- kvæmt efnagreiningu á leðj- unni, og staðreynt magn líf- rænna efna í henni. Þá hefur hann hannað búnað til þess að vinna orkugjafa úr leðjunni og nýlega tekið út einkaleyfi á slíkum búnaði. Aðferð hans er fólgin í því að draga úr leðjunni hin lífrænu efni með því að skola hana í hringrásarbúnaði mreð petro- leter — rokgjarnri jarðolíu — en síðan er hið blandaða líf- ræna efni hitað upp, en við það myndast gas, sem nota má til orkuframleiðslu. Verkfræðingurinn telur að með tækjum, sem kosta myndu um 15—20 milljónir sterlings- punda (5—7 milljarða ísl. kr.), mætti framleiða gas að verð- mæti um 75 milljónir sterlings- punda (26 milljarðar isl. kr.) á ári. Hann telur að sams konar leðja, sem hann hafi fundið á botni Bristolflóa, finnist mjög víða um heim, en þó ekki þar sem ísöld hafi herjað á sínum tíma. Hann fullyrðir að magn þessarar leðju í heiminum sé það mikió að það geti fullnægt allri orkuþörf mannkynsins um næstu 10.000 ár, miðað við ár- lega notkun sem nú. Það var þá það — en eftir er að vita hvaða aðili vilji hætta fjármunum sínum í slika til- raunaverksmiðju, sem Ciaude de Turville trúir að ráðið geti bót á orkuskorti heimsins. Claude de Turville með orkuleðju frá botni Bristolflóa. Orka frá hafsbotni og álverksmiðja Kjarnorka og kvenhylli Ekki eru allir jafn smeykir við kjarnorkuna, svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Þar sjást tvær stúlkur að loknum sundspretti i frárennslisvatni kjarnorkuversins Ringhals i Svíþjóð, en þetta orkuver er það stærsta á Norðurlöndum, nú 1600 MW., en verður innan skamms tíma fullbyggt i 3400 MW. (Allt virkjað vatnsafl á íslandi var 392 MW. í iok 1976). Sérfræðingar stöðvarinnar telja það ekkert hættulegt heilsu manna að baða sig og synda í þessu vatni, og stúlk- urnar virðast sama sinnis. Hér er um að ræða kælivatn, sem runnið hefur í gegnum stöðina út i vik og þaðan til sjávar. I víkinni er vatnið næst stöðinni að jafnaði um 28 stiga Eftir sundsprett f kjarnorkuvatni. baksýn. heitt, en kólnar þegar fjær dregur og verður um 18 stig í nágrenni mynni víkurinnar. Kjarnorkuverið Ringhals f Verkfræðingar stöðvarinnar vara aðeins við einu, og það er að synda alveg að stöðvarvegg, Alverið í Lynemouth. Efst, nær miðju, eru kolanámurnar, sfðan færiband fyrir kolin og efst til hægri raforkuverið. þvi þar sé hraðinn á vatninu um 5 km-á klst., og geti þar myndast hvirflar. Álver í Bretlandi Mikið hefur verið rætt og ritað um okkar álver i Straums- vik, og mætti nú eftilvill breyta til og taka einnig annað álver til athugunar, úti i hinum stóra heimi. Ég vil ekki fara langt, aðeins yfir Atlantsála, til Bret- lands. Árið 1972 var þar tekið í notkun nýtt álver i Lynemouth í Northumberland. Eigandi þess er hin heimsþekkta álsam- steypa Alcan Limited, þ.e.a.s. sá armur hennar, sem skrásett- ur er í Bretlandi, og hefur i heiti sinu viðbótarskilgreining- una UK. Svo sem dæma má af ártalinu 1972, er verksmiðjan allný af nálinni, og má vænta þess að þar sé notuð nýjasta tækni á ýmsum sviðum. Svo sem kunn- ugt er var álverið í Straumsvík tekið í notkun árið 1969. Í Lyne- mouth er framleiðslugetan tal- in 120.000 tonn á ári, en í Straumsvík 75.000 tonn. i Lynemouth eru 4 kerjaskál- ar, hver 500 metrar að lengd. Þar er dregið úr mengun með búnaði, sem úr enskunni mætti þýða sem þurrskrúbbun, en það mun vera svipað því sem nú er verið að koma fyrir í Straums- vik. Auk þessa eru i Lyne- mouth reykháfar frá kerjunum, 8 að tölu, hver 80 metrar á hæð. Forstjóri álversins upplýsir að engin mengunarvandamál hafi komið fram við rekstur verksmiðjunnar. Innan 6—7 km frá verksmiðjunni búi um 25.000 manns, en óheimilt sé að hafa íbúðarhús nær athafna- svæðinu en 2 km. Raforkumál verksmiðjunnar eru nokkuð framandi fyrir okk- ur. Straumsvík kaupir rafork- una frá vatnsorkuveri, sem boð- ið getur hagstæð kjör. Lyne- mouth framleiðir hins vegar raforkuna i eigin kolakyntri rafstöð. Þetta kann að vera furðulegt, þegar þess er gætt að raforku- kerfi rikisins er samtengt um hæstspennulinur allar götur frá Norður-Skotlandi til syðstu marka Englands, og ætti því að liggja beint við að tengja álver- ið því kerfi. Ástæðan hér mun vera sú, að í næsta nágrenni við verksmiðj- una eru kolanámur, sem Iítt voru starfræktar, en öll kola- vinnsla í Bretlandi er í höndum eins fyrirtækis i eigu ríkisins, á sama hátt sem öll raforkumálin eru í höndum eins rikisfyrir- tækis, svo sem einnig er t.d. í Frakklandi og italíu, en í sam- starfi þessara tveggja ensku ríkisfyrirtækja þótti hagkvæm- ara, út frá heildarsjónarmiði, að hafa þennan hátt á, enda er verð kolanna sett mjög lágt — það lágt að ekki fást upplýsing- ar um verð raforkunnar, né verð þeirra kola sem orkuverið notar. Ennfremur kann stað- setning verksmiðjunnar þarna að hafa þótt æskileg út frá ýms- um fleiri sjónarmiðum. Orkuverið er all stórt, eða 390 MW., nær tvöfalt aflmeira en nauðsyn er á vegna álbræðsl- unnar, en hér er um öryggisráð- stöfun að ræða, svo og vegna óhjákvæmilegra stöðvana ein- stakra véla orkuversins, til eft- irlits og viðhalds, án þess að bræðsla í álverinu stöðvist á meðan. Kolanámurnar eru aðeins i 500 metra fjarlægð frá orkuver- inu, og kolin flutt þangað á færibandi. Kolin eru rnulin og orkuverið kynt með koladufti. Reykháfur orkuversins er 114 metra þár. Löndunaraðstaða er rétt við verksmiðjuna, og geta þar lagst að 22.000 tonna skip.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.